Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 8
8 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Breskir námamenn fara aftur til vinnu á morgun. Þeir hafa þá verið tæpt ár í verkfalli. Skæruverkföll í Danmörku: STRÆTÓUNDIR LÖGREGLUVERND Frá Kristjáni Ara Arasyni, fréttarit- ara DV í Kaupmannahöfn: I morgun lögðust allar strætis- vagnasamgöngur niður í Kaupmanna- höfn vegna skæruverkfalls starfs- manna strætisvagnanna. Þar sem hér er um ólöglegt vérkfall aö ræða skarst lögreglan í leikinn og hjálpaði þeim bílstjórum sem vildu hefja akstur. Var verkfallsvörðum stjakaö frá hliðunum á strætisvagnaportunum og þeim haldið opnum af öflugum lögreglu- verði. Fáir bílstjórar munu hafa þegiö þessa hjálp við aö brjóta eigið verkfall niður. Starfsmenn fjölda annarra stofnana og fyrirtækja lögöu einnig niður vinnu í dag. Flest stærstu iðn- fyrirtækin eru lokuö af þessum sökum sem og barnaheimili og vöggustofur. Áhrif verkfallsaðgerðanna eru því mikil. Með verkföllunum í dag eru verka- lýðsfélögin að mótmæla afstöðu at- vinnurekenda í yfirstanaandi kjara- samningum. Hingaö til hafa atvinnurekendur al- gerlega hunsað kröfur launþegasam- takanna um 12 prósent kauphækkun og styttingu vinnuvikunnar í 35 tíma. Frá byrjun samningaviðræðnanna hafa þeir einungis boðið upp á tveggja prósenta launahækkanir. I dag hefði allsherjarverkfall átt aö skella á en eins og DV hefur skýrt frá frestaði rikissáttasemjari því í 14 daga. Þaö má því segja að verkfalls- aðgerðimar í dag séu táknrænar og gef i f orsmekk að því sem koma skal. Að öllu óbreyttu hefst vinna aftur á morgun en líklegt er að skæruverkföll eigi eftir að vera tíð fram að alls- herjarverkfallinu sem á aö hefjast 25. mars. Kolaverkfallinu lokið eftir eitt ár i vinnudeilur Óttast skærur þegar vinna hefst á morgun í námunum Stjóm verkalýðsfélags breskra manna, sagði að verkalýðsfélag hans námamanna samþykkti naumlega í myndi halda áfram að berjast gegn gær að binda enda á verkfall náma- lokun náma sem ekki bera sig. Það var upphaflega ástæðan fyrir verkfallinu. Allt er þó óvíst um framtíö Scargills. Hann hefur leitt námamenn í gegnum miklar þrengingar í þetta ár sem verkfalliö helst og ekki uppskoriö neitt. manna sem nú hefur staöiö yfir í 51 viku. Þá er lokið lengsta meiriháttar verkfalli í Bretlandi með fullum ósigri verkamanna. Samþykktin um að hverfa aftur til vinnu á þriðjudag var gerð með 98 atkvæðum gegn 91. Margaret Thatcher forsætis- ráðherra hrósaði sigri í gærkveldi. Hún aftók með öllu að 700 námamenn sem búið er að reka fyrir ofbeldi í verk- fallinu yrðu ráðnir aftur. Arthur Scargill, leiðtogi náma- Áður en leiðtogar námamanna á- kváðu að hverfa aftur tU vinnu höfðu 52 prósent námamanna þegar hafið vinnu í námum breska kolaráðsins. Það var tU að forða því að verkfaUið leystist upp skipulagslaust — og til að bjarga verkalýðsfélagi námamanna — sem á- kveðið var að hætta viö verkfaUið. AUs eru breskir námamenn 186.000 talsins. Ottast er að skærur muni koma upp í námunum á morgun. Einn vinnandi námamaður sagöi: „Námamennirnir sem héldu út verkfaUiö munu álasa okkur fyrir að verkfaUið mistókst. ” Nokkrir námamenn hafa heitið þvi að þeir muni ekki snúa aftur tU vinnu fyrr en búið er að ráða þá sem reknir voru fyrir ofbeldi. TaUð er að verkfaUið hafi kostaö breskan efnahag á miUi þrjá og fimm miUjarða sterUngspunda. Alla laugardaga — Flogið með Flugleiðum til Lúxem- borgar og síðan strax á eftir með Balkan Airlines til Varna með smástoppi í Búdapest. Komið um kl. 4 á okkar klukku. Tvær baðstrendur: Drushba: Grand Hotel Varna og sumarhús (nýtt) Zl Piatsatsi: Preslav (önnur hótel eftir beiðni). Chile: TUGIR FARAST í JARÐSKJÁLFTUM Verð frá kr. 24.100, 2 vikur, og kr. 27.400, 3 vikur miðað við 2ja manna gistingu. Inni- falið hálft fæði (matarmiðar, sem hægt er að nota hvar sem er í iandinu) bað, wc. leiðsögn. Skoðunarferðir til Istanbul með skipi og inn- anlands. 80% greidd á gjald- eyri við skipti. Allar nánari upplýsingar og bæklingar fáanlegir í skrif- stofu okkar Feróaskrifstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoóavog 44 - 104 Reykjavlk sími 686255 Að minnsta kosti 36 hafa látist í gífurlegum jarðskjálfta í Mið-Chile í nótt. Hundruð hafa særst. Otvarpsstöðvar í Chile sögöu að hundruð húsa hefðu hrunið í skjálftan- um sem hristi til höfuðborgina Santi- ago og hafnarborgina Valparaiso um klukkan 11 aö íslenskum tíma í gær- kvöldi. Skjálftinn mældist 7,8 á Mercalli kvarðann sem nær upp í 12. Miöja hans var í Kyrrahafinu, 26 mílur frá landi. Sjúkrabilar og slökkviliösbílar þutu um myrkar götur Santiago í nótt til að ná til særðra og til að slökkva elda sem loguðu í mörgum hverfum höfuðborg- arinnar. Otvarpsstöð í Chile sagði að fjórir heföu látist þegar þak kvikmyndahúss féll ofan á þá. Hluti þaks á flugvallar- byggingunni í Santiago hrundi niður en engan sakaði. Árið 1940 fórust 40.000 manns í jarð- skjálfta í Chile. tsraelsstjóm hefur ákveðið aö draga heri sína enn frekar til baka frá Libanon. Talsmaður stjómarinnar sagði að í þetta sinn hefði ákvörðunin verið samhljóða. Þessi annar þáttur brottfarar Isra- elshers frá Líbanon mun taka um þrjá mánuði, að því er talið er. Samkvæmt upphaflegri ákvöröun stjómarinnar á að draga herina til baka í þremur áföngum. 1 þessum áfanga ætla Israelsmenn að yfirgefa Bekaa-dal í austurhluta Líbanon. Flestir hinna 10.000 ísraelsku hermanna í Libanon eru í Bekaa- dalnum. I sama dal eru herir Sýr- lendinga. Líbanonstjórn fyrirskipaði herjum sinum að vera viðbúnir flutningum Israelsmanna í gærkvöldi. Skæruliðar shita muhameöstrúar- Israelsmenn eru þegar byrjaflir að ferja vopn burt úr Bekaa-dalnum. Brottflutningur þeirra þaðan mun lik- lega taka þrjá mánuði. ísraelar ætla burt úr Bekaa manna hótuðu í gær að ráðast á ísra- elsmenn hafa undanfarið ráöist á bæi elskan bæ fyrir hvem bæ shíta sem shita þar sem þá grunar að skæruliðar Israelsmenn ráðast á í Líbanon. Isra- leynist. Treholt grun- aði ekki hætt- una afKGB Frá Pétri Ástvaldssyni, fréttaritara DV í Osló: Ame Treholt fannst hann ekki vera að taka neina persónulega áhættu á þeim mörgu fundum er hann átti með KGB-manninum Vladimir Sjisjín í New York. Treholt sagði á laugar- daginn að þrátt fyrir að hann heföi grunað að Sjisjin væri útsendari KGB hefði hann ekki óttast að neitt alvarlegt gæti gerst þó að Sjisjín væri til dæmis undir eftirliti FBI-alríkislög- reglunnar. Treholt lýsir sambandi þeirra sem venjulegum „diplómatafundum.” Engu að síður hófu þeir að skiptast á trúnaðarskjölum vorið 1981, í aðal- byggingum Sameinuðu þjóðanna og á ýmsum veitingastöðum. Aöspurður hvort þessir fundir heföu ekki haft á sér óvenjulegt yfirbragð svaraöi Treholt að vissulega mætti segja sem svo. Hins vegar hefðu þeir ekki verið ólíkir fundum hans við aðra diplómata nema að forminu til. Innihald skjalanna hefði ekki verið viðkvæmt. Treholt var spurður hvort hann hefði skipst á skjölum við aöra. Hann játaði því en kvaðst ekki vilja nafngreina þá menn fyrir opnum dyrum. Brestir eru komnir í framburð Treholts. Um sumt er hann orflinn margsaga. Um sumt ber hann vifl hrekkleysi sem fremur er œtlandi börnum en reyndum diplómat. Og sums staflar ber hann vifl gleymsku. „Man" t.d. ekki hvert hann ætlaði að flúga þegar lög- reglan handtók hann á flugvellinum mefl troflna tösku af skjölum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.