Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Side 10
10 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd S-AFRÍKUSTJÓRN VINNUR SÉR STÖBUGT TIL ÓHELGI „Við beittum aðeins því valdi er við komumst minnst af meö,” sagði Atti Laubsche, yfirmaöur hvítu lög- reglusveitanna, sem sigað var á and- mælendur í blökkumannahverfinu Crossroads (um 20 km frá Höfða- borg) núna á dögunum. Fyrst voru andmælendur blindaðir af táragasi, síðan skotið á þá af haglabyssum (að vísu aðeins rjúpna- sandi fyrir högl), eöa látin dynja á þeim gúmmískotin og hundum sigaö á suma. — Gúmmískotin hafa í örfáum tilvikum í S-Afriku og á N- Irlandi orðið mannsbani, en ósjaldan hafa þau valdið alvarlegum höfuð- meiðslum og augnmissi. Átján lágu eftir liöin lík, en hátt á fjórða hundrað voru alvarlega særðir, ófáir örkumla fyrir lífstíö, blindaöir eða lamaðir aö hluta eða höf ðu misst hönd eða fót. Verstu óeirðir sem lengi hafa brotist út Þessar róstur voru meðal þeirra alvarlegustu, síðan blóösúthelling- arnar urðu í Sharpeville 1960 og Soweto 1976. I þau skipti voru fleiri hundruð drepin. I uppþotunum síö- asta haust, vegna kosninga til sér- þingdeildar kynblendinga og fólks af indverskum ættum, létu þrjátíu lífið, en mörg hundruö meiddust alvar- lega. Nokkrir mannréttindafrömuðir hörundsdökkra mótmæltu strax þessum hörkutökum lögreglunnar og voru þá þegar í stað hnepptir í varðhald. Sex þeirra voru á dögun- um opinberlega ákærðir fyrir land- ráð. Slíkt getur varöað dauöa- refsingu í S-Af ríku. „Við munum sigra á endanum" Meðal þeirra var Albertina Sisulu, en maður hennar hefur setið í fang- elsi síðan 1964 fyrir sömu sakir. Hann hlaut lifstíðarfangelsi, eins og Nelson Mandela, leiðtogi afrísku þjóðemisfylkingarinnar, en þau samtök eru meöal þeirra sem lög S- Afríku leyfa ekki. Mandela hefur setið inni í bráðum 25 ár. — Á kosningafundi í Indverjahverfi skammt frá Jóhannesarborg í haust sagði Albertina Sisulu: „Viö munum vinna baráttuna við hvíta, því að rétturinn er okkar megin. Þeir geta drepið nokkur okkar og fangelsað aðra, en alþýðan lætur aldrei bæla sig niður til eilífðar.” Mandela þáði ekki frelsið Mandela var fyrir skemmstu boðið frelsi, eða stytting fangelsis- tímans, ef hann féllist á aö hafna stefnu flokks síns um að beita ofbeldi ef nauðsyn krefði, og settist síöan að í einni blökkumannahjáleigunni, sem S-Afríkustjóm hefur sett á lagg- imar. Hann afþakkaði. — Zunzi, dóttir hans, sem eins og eiginkona hans, Winnie, hefur helgað sig mann- réttindabaráttunni, sagöi á sex þúsund manna fundi í Soweto frá svari föður hennar: „Ég met frelsi mitt mikils, mjög mikils, en frelsi ykkar allra, heildarinnar, met ég þó ennmeir.” Mandela áréttaði aö hann vildi ekki semja við S-Afríkustjórn fyrr en hún hefði látiö af aðskilnaðarstefn- unni, hætt að beita ofbeldi sem pólitískum úrræðum, leyft starfsemi stjómmálasamtaka blökkumanna og veitt öllum landslýð pólitískt frelsi. Engin alvara i loforðunum Botha, forsráðh. S-Afríku, hefur út á við reynt að sannfæra lýðræöis- sinnaðri öfl í heiminum um að hann stefndi aö því í áföngum að draga úr undirokun hörundslitaða íbúahlut- ans í landinu. Engu að síður vex ólg- an jafnt og þétt í sama stíganda og það rennur upp fyrir æ fleirum, aö ekki virðist mark takandi á yfir- lýsingum S-Afríkustjómar í þessu efni. Hún sýnir þvert á móti í verki að hún ætlar ekki að láta neitt af sínu eftir meirihlutanum, sem er þó fimmfalt stærri en hvíti íbúahlutinn. Tutu biskup gaf 2ja ára frest Tilraunir erlendra ríkja til þess aö hafa áhrif á S-Afríkustjóm hafa heldur engan árangur borið, og viröist stefna Bandarikjanna gagnvart S-Afríku hafa misheppnast. Sumir vilja skýra ólguna að undanförnu á grundvelli þessa. Desmond Tutu biskup, sem fékk friðarverölaun Nóbels sl. ár fyrir sitt framlag til þess aö miðla málum og þó um leið rétta mannréttindahlut blökkufólksins, segir til dæmis: „S-Afríkustefna Bandaríkjastjómar hefur haft hörmulegar afleiðingar. Hún hefur einungis oröið til þess að örva hvítu valdhafana til þess að koma sér und- an nokkrum raunverulegum um- bótum og láta duga einhverja and- litssnyrtingu. Aðskilnaðarstefnan er alger mannvonska, ósiðleg og ókristileg. Það ætti að afnema hana þegar i stað, og gerist það ekki innan tveggja ára mun ég tala máli þess aö erlendis verði gripið til umsvifa- mikilla efnahagsaðgerða gegn S- Afríku.” — Þessu lýsti Tutu yfir í vetur þegar hann var geröur að biskup Höfðaborgar. Svíþjóð beið ekki lengur Svíþjóð hefur haft forgöngu um það — fyrsta landið sem sýnir slík við- brögð eftir viðburðina í Crossroads á dögunum — að bíða ekki með efna- hagsrefsiaðgerðir gegn S-Afríku- stjóm. Ný lög vom innleidd og banna þau sölu á sænskum bifreiðum og raftæknibúnaði til S-Afríku og leggja hömlur á sænskar fjárfestingar eöa önnur viðskipti sænskra við hvíta í Suður-Afríku. - Htffi. -'fr-t Lögreglan beitir haglabyssum, táragasi og gúmmískotum gegn blökku- mönnum og hafa þœr aðferðir allar reynst stórhættulegar lífi og limum þeirra sem fyrir verða. Bretar herða að ír- unum að ná einingu kU Slikar fróttamyndir frá N-Írlandi, þar sem allt andar af friði og spekt á meðan fólk kaupir inn til heimilis, hafa ekki verið tiðar undanfarin fimmtán ár. Forsenda þess að friður fáist er pólitisk lausn. Breska stjórnin leggur orðið mjög fast að hinum stríöandi fylkingum kaþólskra og mótmælenda á Norður- Irlandi að finna pólitíska lausn á Ir- landsvandamálinu. Er haft fyrir satt að á bak við tjöldin hafi hún gefið þeim frest til loka þessa árs, en hót- að ella að leysa upp heimaþingið og halda áfram að stjóma nýlendunni beint frá London um ófyrirsjáanlega framtíð, og þá kannski með harðari taumtökum. Höfuðverkefni þingsins Til heimaþingsins var kosið 1982 og þá beinlínis með það fyrir augum að þingið bangaði saman nýja heima- stjóm sem báðir hópar gætu sætt sig við — öfugt við Stormont-þingið, sem lagt var niður 1972, en þar réðu mót- mælendur öllu. Stormont haföi þá um hálfrar aldar bil verið táknmynd þess hvernig misnota mátti lýöræðis- reglur meirihlutaatkvæðis til þess að mótmælendur bæru fyrir borð hlut kaþólska minnihlutans. Þegar upp úr haföi soðið og bræðravígin orðin óstöðvandi var stjóm N-Irlands aft- ur færð til London. Sú skálmöld sem hófst fyrir fimmtán árum hefur kost- að 2.400 mannslífið. Virða þingið lítils En helstu stjórnmálaflokkar ka- þólskra, eins og sósíaldemókratar og Verkamannaflokkurinn, hafa snið- gengið nýja þingið, þar sem þaö stendur ekki í neinum formlegum tengslum viö Irska lýöveldið í suður- hluta Irlands. Helsta stjórnmálaafl mótmæl- enda, Unionistaflokkurinn, gekk út af þinginu í fyrra í deilum um kröfur varðandi eflda öryggisvörslu í héruð- unum við landamæri Irska lýðveldis- ins eftir blóöbað vegna árása ka- þólskra hryðjuverkamanna viö kirkju eina þar syðra. Bretar þreyttir á írum Fyrsta kjörtímabil þessa nýja heimaþings á aö réttu að renna út í október 1986. Öfáir spá því að þaö komi aldrei til næsta kjörtímabils ef ekki verði stigið stórt skref til að deila völdunum bróðurlega. Jafn- framt liggur í loftinu að Bretar séu orðnir æði þreyttir á hinum „brjál- uðu Irum” og muni í framtíðinni ekki taka neinum vettlingatökum á lands- stjórninni, ef þeir þurfi hvort eð er að bera allan vanda í forsjá fyrir þeim. Þykir alveg vafalaust að eitt af því fyrsta sem hún gerði væri að skera niður ýmis fjárútlát til Norður-Ir- lands, eins og niðurgreiðslur, sem kosta breskan ríkissjóð árlega um tvo milljarða sterlingspurida. Boðið til viðræðna Jafnvel harölinu sambandssinnar (unionistar) meöal mótmælenda láta sér ekki alveg á sama standa um þessar horfur, og hafa bæði hinn opinberi Unionistaflokkur og harð- línu lýðveldisunionistaflokkur öfga- klerksins Ian Paisley boðið kaþólska verkamannaflokknum til viðræðna um framtíð Norður-Irlands. Allt skilmálum bundið I orði kveönu þáðu kaþólikkamir boðið, en stóðu þó fast á því að á dag- skrá yrði tekin skýrsla, birt í fyrra, þar sem lagt var til að Irland yrði sameinað, eða að stofnaö yrði sam- bandslýðveldi, eða aö Norður-Irlandi yrði stjómað í sameiningu af Dublin og London. — Þeirri tillögu hafði um- svifalaust verið hafnað af unionist- unum, sem sjá skrattann uppmálað- an ef ymprað er á því að nálgast á einhvem hátt stjórnina í Dublin. Það jafngildir í þeirra augum upphafinu að því að sameina N-Irland Irska lýðveldinu, sem væri voðalegra en nokkuð það sem voðalegt er. Hinir kaþólsku íbúar suðurhlutans eru svo margir að mótmælendur í samein- uðu Irlandi munu lenda í minnihluta. Thatcher snýst hugur Breski forsætisráðherrann, Margaret Thatcher, hafði raunar af- skrifað þær hugmyndir sem fram komu í ofangreindri skýrslu, og það með svo snubbóttu orðalagi að Garr- et Fitzgerald, forsætisráðherra Irska lýðveldisins, sagði hana blátt áfram móðgandi. Upp úr því fór sambandiö milli Dublin og London versnandi, þótt upp á síökastiö örli á því að breska stjómin vilji bæta þar úr. I bréfi nýlega til eins af full- trúum heimaþingsins á N-Irlandi kvað við allt annan tón hjá Thatcher, sern sagöi þá um skýrsluna að hún væri gagnlegur hvati til viðræðna milli þessara tveggja ríkisstjórna og hefði að geyma ýmislegt, sem hún gæti orðiö sammála. Dublinarstjórn ráðgjafi Þessi sinnaskipti voru best áréttuð í síðasta mánuði þegar hinn nýi Ir- landsráöherra Thatcherstjórnarinn- ar, Douglas Hurd, gaf til kynna aö hugsa mætti sér að Dublinstjórnin fengi formlegt ráðgjafahlutverk um stjóm N-Irlands. I útvarpi sagöi hann að það gæti verið skynsamlegt fyrir stjómendur N-Irlands að hlusta á skoöanir Dublinstjómarinnar. — „Við gerum þetta raunar af og til, ræðum það, sem upp á hefur komið. Ef við gerðum það meira kerfisbund- ið og reglulegar gæti það vegið meir. Á því sviði mætti vinna meira starf,” sagðiHurd. Kaþólski minnihlutinn (einn á móti hverjum tveim mótmælendum) mundi fagna slíku og eins Dublin- stjórnin, en unionistar Ians Paisleys sjá rautt. Umsjón: Guðmundur Pétursson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.