Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 12
,12 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Frjálst.óháð dagblað Úlgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaðurog úlgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRDUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. [ Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI ^ 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími rilstjórnar: 686611. Setning, umbrot, gtynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Áskriftarverð 6 mánuðl 330 kr. Verð I lausaeölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Samráðin ráða úrslitum Svigrúm ríkisstjórnarinnar til forystu í komandi kjara- samningum er að þrengjast. Svokölluð samráð ríkis- stjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins fara hægt af stað. Ríkisstjórnin bíður átekta, meðan fulltrúar Alþýðu- sambands og Vinnuveitendasambands ræðast við. Þeir virðast enn ekki hafa verið tilbúnir til viðræðna viö stjórnina. Reynslan sýnir, að það tekur langan tíma, eigi að fá úr „samráðum” aðra útkomu en krónuhækkanir á kaupi. Sitthvað er að gerast þessa daga, sem gerir ríkisstjórn- inni erfitt fyrir í samráðunum. Kennarar í framhaldsskólum eru margir hverjir í ólöglegu verkfalli í reynd. Ríkisstjórnin getur ekki einu sinni stöðvað það verkfall með lagasetningu. Þessir kennarar hlíta ekki framlengingu uppsagnarfrests þeirra til fyrsta júní, þótt augljóst virðist, að framlengingin sé lögleg. Sagan af svipuðum aðgerðum lækna áður fyrr virðist sýna, að f járkúgararnir hafi sennilega sigur. Því stefnir í, að kennarar fái verulega meiri kauphækkun en aðrir hafa fengið og líklega meiri hækkun en flestum mun finnast þeir eigi skilið, þótt margir viöur- kenni, að kennarar hafi dregizt aftur úr. Þetta kemur til viðbótar tveimur úrskurðum Kjara- dóms, um laun háttsettra embættismanna og nýjan launaramma fyrir BHM-fólk í röðum ríkisstarfsmanna. Allt þetta stefnir til þess að keyra upp kaupkröfur á almennum markaöi, einkum hjá félögum í BSRB, sem geta hafið aðgerðir í sumarlok. Þjóðarbúið þarfnast annars. Flestum mun ljóst, hve lítið fékkst út úr kauphækkuninni, sem BSRB knúði fram í síðustu samningum. Ríkisstjórnin sagði í síöustu yfirlýsingu sinni um efna- hagsmálin: „Ríkisstjórnin mun leggja áherzlu á að ræða við aðila vinnumarkaðarins, meðal annars um breytingar á tekjuöflun ríkissjóðs, bótum almannatrygg- inga, fyrirgreiöslu í húsnæðismálum og atvinnustefnu til næstu ára í stað peningalaunahækkana.” Landsmenn ættu yfirleitt að vita, að þessi leið gefur meiri kjarabætur en sú, sem farin var síðast. Takist launþegasamtökunum að fá ríkisstjórnina til niður- skurðar á óhóflegu ríkisbákni og lækkunar skatta og fé- lagslegra úrbóta þar á móti, verða viðhorf öll önnur en nú er. Þetta má vera, að ýmsir forystumenn í Alþýðusambandinu skilji. Reynslan frá síðasta hausti bendir til þess. Þetta virðast forystumenn í BSRB síður skilja, flestir hverjir. I ljósi væntanlegra samninga við BHM-fólk og upp- skrúfunaráhrifa Kjaradóms, ríður á, bæði fyrir launþega og þjóðarbúið, að nú verði fyrst samið við Alþýðusam- bandið. Ekki má gerast hið sama og varð síðastliðiö haust, þegar misvitrir menn réðu niðurstöðum. Örólega deildin í Alþýðubandalaginu hefur reynt að setja hina vitrari forystumenn verkalýðsins út í kuldann. Vonir standa þó til þess, að þeir hafi ekki látið bugast. Kjarasamningar eru raunar þegar hafnir með viðræðum Alþýðusambands og Vinnuveitendasambands. Ríkisstjórnin má nú ekki draga lappirnar eins og hún gerðií fyrra. Næstu kjarasamningar verða mikilvægir fyrir fram- vinduna, eins konar úrslitasamningar. Haukur Helgason. Hervæðing hugarfarsins Einhvern tima i upphafi siðari heimsstyrjaldarinnar talaði Helgi heitinn Hjörvar um daginn og veginn i útvarpið, og fjaiiaði um styrjöld þi er hafin vaeri og hættuna á „hervæö- ingu hugarfarsins” i þvi sambandi. Lýsti hann þvi hvernig hann minntist fyrri heimsstyrjaldarinnar og þeirri „hervæöingu hugarfarsins” sem þá hefði átt sér stað, meira aö segja hér A landi. Hefðu menn gjarnan skipst i tvær fylkingar, þar sem hvor fylking- in hélt með sinum aðila, og hefði kveðiö svo rammt aö þessu að menn hefðu hætt aö talast við. Varaði hann menn viö að láta siikt henda sig, en bað menn að lita hlutlægt á málin og varast að láta áróðurinn villa sér sýn. Þegar þessi orð voru töluð var ekki kominn hingaö erlendur her og lands- menn skiptust nokkurn veginn i fylk- ingar þar sem sumir stóðu með Þjóð- verjum en aðrir með Bretum. Sovét- rikin áttu sér fáa málsvara hér um þær mundir þar sem fréttamiölun frá þeim var lítil nema sú sem kom i gegn um litað gler auðvaldsheimsins. En allt frá októberbyltingunni voru þær fregnir sem mönnum bárust þaöan hinar ótrúlegustu æsifregnir, sem oft á tiöum voru svo langt frá öllu sem trúverðugt mátti teljast að hvert barnið hefði átt að geta séð aö þær fengju engan veginn staðist. Minna heyrðist um hryðjuverk Þjóðverja, og ef einhver Iét að því liggja að þar væru fangabúöir þar sem fólk væri pyndað var það talinn ljótur kommúnistaáróður. Fólk, sem farið hafði til Sovétrikjanna, og hafði fyrir satt, þegar það kom heim, aö þar hefði alþýöan sannanlega tekiö völd- in og væri þar verið að gera merki- lega þjóðfélagsbyltingu, var kallað „lygarar” og öðrum ónefnum. 406r fré styrjatdarlokum En af hverju er ég að rifja þetta upp? Jú, það er af þvi að brátt eru Iiöin 40 ár siöan síöari heimsstyrjöld- inni lauk, en þá var hulunni lyft um stund af þessu „dularfulla” og um- deilda þjóöfélagi, sem heitir Sovét- rikin. Hálfu öðru ári eftir að Helgi Hjörvar mælti þessi orð um hervæö- ingu hugarfarsins, sem mér hafa æ siðan veriö minnisstæð, réðst her Hitlers inn i Sovétrikin, og þá var lika um og aUs konar afætum og milliö- um og siöar varð, en þó spratt upp á striðsárunum allstór hópur nýrikra heUdsala og annarra spekúlanta, sem litu augum áfergju til auðsældar Vesturheims og þeirra viðskiptasam- banda sem þar var að finna. Samntngar Þannig stóðu máUn i styrjaldarlok- in. En nú væri ekki úr vegi aö lita ofurlitið á hvernig þau stóðu i upp- hafi hennar, hvernig þaö mátti vera að Hitlers-Þýskaland gæti lagt undir sig hvert landiö á fætur öðru i miðri Evrópu fyrir strið, án þess að önnur stórveldi hreyfðu hönd eða fót. Hin gifurlega hervæðing Þýskalands fór vist ekki framhjá neinum, og heldur ekki hitt að Hitiersstjórnin stefndi leynt og ljóst að heimsyfirráðum. Hitt var svo annað mál að stórveldin i vestri vonuðu i lengstu lög að Hitler sneri herjum sínum i austurátt og legði undir sig Sovétrikin. Sovétríkin lögðu hins vegar til, aö rikisstjórnir Bretlands, Frakklands og Sovétrikj- kominn eriendur her hingaö til lands, anna gerðu með sér samning um og meirihluti landsmanna snúinn á gagnkvæma aðstoð og sameiginlegar sveif með bandamönnum. Fjölmiðlar aðgerðir ef til árása kæmi á Evrópu. auðvaldsheimsins neyddust til að við- Þessu höfnuðu Bretar og Frakkar. Þá urkenna hetjulega vörn Sovétrikj- sáu Sovétmenn hvert stefndi og gerðu anna, og það sem kom mönnum hér ”ekki-árásarsamning” við Þjóðverja nokkuð á óvart var að i Sovétrikjun- 0g unnu sér þannig gálgafrest. Með- um fyrirfannst engin „fimmta her- an þetta stóð yfir áttu Bretar alltaf deild”, sem greiddi þýsku herjunum öðrum þræði i viöræöum við Þýska- götuna, eins og í Vestur-Evrópu. Ef land, sem má segja að lokið hafi með hún var til, þá var hún að minnsta hinum alræmda Milnchensamningi, kosti svo fámenn að hún skipti ekki þar sem Bretar raunar lögðu blessun máli. Og í þann tíð viðurkenndu allir, sina yfir innlimun Austurríkis og jafnvel þeir sem veriö höfðu hvað Tékkóslóvakíu i Þýskaland, sem harðvitugastir andstæðingar Sovét- raunar var búið og gert þegar þarna rikjanna, að i landi, þar sem varin var komið sögu. Þetta samkomulag væri hver gata og hvert hús, gæti var mjög hafiö til skýjanna á sinum ekki búið kúguð þjóð, heldur einlæg- tima og man ég eftir að menn létu ir föðurlandsvinir, sem stæðu fast þau orð falla hér, að með því hefði með ríkisstjórn sinni. Chamberlein, forsætisráðherra Bret- Þá kom einnig í ljós aö í hinum lands, tryggt heiminum frið „um alla hernumdu Iöndum Evrópu voru það framtið”. Um hitt var minna rætt: að kommúnistarnir og verkalýðurinn tvö sjálfstæð ríki höfðu verið máð út sem stóð i fylkingarbrjósti i and- af landakorU Evrópu. Þannig er spyrnunni gegn þýska hernámsliðinu. hægt með nógu miklum áróöri að Lá jafnvel í loftinu að stórvægilegar snúa hlutunum við og láta fólk trúa valdabreytingar hlytu að verða i álf- þv[ sem hver vill. unni að styrjöldinni lokinni. Væntu Um gang styrjaldarinnar, eins og sumir mikils af þeim breytingum, en hann kom mér fyrir sjónir, og sagt aðrir litu með nokkrum ugg fram i Var frá i samtimaheimildum ætla ég timann. Á þeim árum var islenska aQ fjalla i næstu grein um þetta efni. þjóðfélagið ekki eins rikt af bröskur- Maria Þorsteinsdóttir. MARÍA ÞORSTEINS DÓTTIR Þarf að hlúa að hlunnmda- eigendum? Á sl. árum og áratugum hefur þróun- in stefnt f þá átt að auðvelda þéttbýlis- búum aö njóta kosta og hlunninda þeirra sem dreifbýliö hefur upp á að bjóöa. Þess hefur þó ekki jafnframt verið gætt nægilega vei aö tryggja sveitarfélögum tekjumöguleika i þessu sambandi. Það er áberandi og ógnvænlegur skortur á fjölbreytni at- vinnuhátta viða á landsbyggðinni. Grundvallaratvinnuvegirnir, landbún- aður og sjávarútvegur, krefjast endur- skipulagningar til þess að afrakstur þeirra geti talist tekjustofn, hvort heldur er fyrir sveitarfélög eða fyrir landiö allt. Fólksflótti er þegar byrjaður úr dreifbýli i þéttbýli og tekjustofnar fá- mennra sveitarfélaga fara þverrandi. Þróunin hefur líka gengið i þá átt aö minnka tekjumöguleika sveitarfélag- anna. Aflasæl eyðibýli Hlunnindi ýmiss konar, sem i landinu eru, hafa reynst drjúg tekjulind fyrir bændur og sveitarfélög. Þessir aöilar sitja þó ekki að þessum gæðum óskiptum heima i héraði því að ýmis hlunnindi eru mjög eftirsótt af þétt- býlisbúum. Má sem dæmi nefna lax- 0 „Það mætti spyrja hvort hlunnindi eins og t.d. drjúg laxveiðiá sé ekki vænlegri fjárfesting en t.d. ríkisskulda- bréf þau sem nú eru á boðstólum. Hvort mundir þú fremur setja fé þitt í, lesandi góður, ef þú ættir kost á að velja?”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.