Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 16
16 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Spurningin Styður þú kennara í kjarabaráttu þeirra? Anna Kristjánsdóttir vinnur á skrif- stofu: Já, ég styö þá í þeirri baráttu alveg hikstalaust. Páll Helgason trésmiður: Ég styö bæöi baráttu kennara og baráttu- aöferöir þeirra. Aðalsteinn Pétursson verslunar- stjóri: Eg hef bara ekki kynnt mér málið nægjanlega til að geta tekið af- stöðu. Páll Halldórsson afgreiðslumaður: Ég styö alla til bættra kjara, hverjir sem hlut eiga aö máii. Þórunn Þorkelsdóttir húsmóðir:Já, ég geri þaö aö mestu leyti en er ekki alveg sátt viö þær aðferöir sem þeir beita. Hrefna Friðgeirsdóttir bókari: Já, ég geri þaö nú reyndar en er ekki fyllilega sátt viö þær leiðir sem þeir fara í henni. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur FYRIRMYNDARRÍKIÐ Sundurlyndi íslendinga stingur bréfritara í augun. Gunnar M. Gunnarsson kennari skrifar: Viö Islendingar erum stoltir af þjóö okkar, í þaö minnsta segjumst vera það. Við viljum aö aörir fái þá mynd af okkur aö viö séum ein órofa heild. Nú er þessi „órofa heild”aö gliðna. Ástæðan er peningar, þetta fyrir- bæri, sem stjómar lífi somra, eyði- leggur lif annarra, en sem allir verða að hafa eitthvað af til aö framfleyta sér í okkar nútímaþjóðfélagi. Hér er ég aö tala um laun manna. Laun þiggja menn fyrir vinnu sína. Þeir sem vinna vel, eru samviskusamir og vinna fyrir góöan vinnuveitanda fá oft greitt vel. Þaö er mjög gott, og eðlilegt, finnst mér. Hins vegar virðast þessi atriði ekki skipta neinu lengur, þvi launamál á tslandi eru komin í ákveöinn farveg sem ekki verður losnað úr. Ákveönar stéttir hafa komiö sér vel fyrir og berjast síðan meö kjafti og klóm til þess að halda sínum stað. Þetta vitum viö öll. Við vitum þaö líka aö hæstu laun eru meira en tíföld lægstu laun. Hugum nú aö ööru. Tortryggni manna og stétta é milli er orðin meinsemd í samfélagi okkar. Um það þarf ekki aö hafa langt mál, en viö skulum líta á nokkur dæmi um „athugasemdir” sem viö öll þekkjum: „Þessir iðnaöarmenn eru nú meiri svikaramir. Ekki er nóg með að þeir tvöfaldi laun sín meö uppmælingu, heldur vinna þeir allt sem þeir geta í svartri vinnu, og svíkja svo heila klabbiö undan skatti! ”, eöa: „Læknamafían kann nú sitt i peningamálunum. Þeir standa vaktir og aftur vaktir, og ef þeir eru nógu hátt settir eru þeir á bakvöktum allan ársins hring án þess að þurfa aö sinna þeim. Svo hiröa þessir menn eitt til tvö hundruö þúsund i laun á mánuði!”. Þennan þekkjum við líka öll: „Þessir kennarar, þetta eru ekkert nema kommúnistar og letingjar sem nenna ekki aö stunda neina ærlega vinnu. Og svó liggja þeir í sumarfríi í þrjá mánuði á launum!”. Svo er þaö þessi: „Þaöer eðlilegt aðþaðsé yfir- fuilt í lagadeild Háskólans. Þar biða menn í röðum eftir því aö læra aö svíkja undan skatti og dreymir ullar- frakka og Range Rovera!” Og sjómennimir, sem mest afla i þjóöarbúið, fá líka sinn skammt: „Þessir andskotar moka upp loðnu í fimm, sex mánuöi á ári og lifa svo eins og greifar á ráöherralaunum! ” Fróðir menn segja að þessi vit- leysa öll eigi rætur sínar aö rekja til stríösáranna. Þá hafi Islendingar lært að svíkjast um. Um það get ég ekki dæmt, en hitt veit ég, aö þaö er eitthvað mikiö aö. Engan þekki ég sem svíkst um við vinnu sína, en ég veit vel aö 230 þúsund manna samfélag getur vel séö til þess aö allir hljóti réttlát laun fyrir vinnu sína. Ég veit líka aö Islendingar vilja búa saman í bróöerni, í staö þess aö láta peninga, nú eöa skort á þeim, tvístra liðinu. Málin, eins og þau eru í dag, eru hins vegar hnútur sem menn höggva ekki á inni í stofu heima hjá sér. Hér kemur til kasta ráðamanna. Véfréttir úti í heimi hafa spáð því aö um aldamótin næstu veröi Island „Fyrirmyndarríkiö”. Látum nú þessa spá endilega rætast. Til þess þarf svolitla uppstokkun sem stjómvöld veröa að stýra, en ef þjóðin vill er þetta vel hægt. Þá þurfum viö ekki að lita undan þegar bamabörnin og bamabamabörnin vilja horfast í augu viö okkur. Bandarísk radsjérstöð í Alaska. Andstaða gegn ratsjárstöðvum: Einskorðast ekki við kommúnista Henný Bæringsson skrifar: Ég vil leiörétta þann misskilning sem kom fram hjá Alfreð Jónssyni, fyrrum oddvita í Grímsey, í frétt í DV þann 16. febr., þar sem hann hélt því fram aö allir sem væm á móti ratsjár- stöövum væru kommúnistar. Ég hef þá trú aö það hljóti aö finnast fólk í öllum stéttum og stjómmálaflokkum þessa lands sem setur öryggi íslands ofar öryggi USA. Stórfurðulegt réttarkerfi Kona hringdi: Ég var að lesa frétt í DV þar sem segir frá íslendingi sem er búinn aö sitja inni í spönsku f angelsi núna í hálft ár án þess aö mál hans hafi veriö tekið fyrir. Ég á bara ekki eitt einasta orð til að lýsa furöu minni á þessu máh. Maðurinn er einasta grunaöur um innbrot en ekkert hefur þó sannast á hann. Ég skil bara ekki hvernig svona nokkuð getur viðgengist. tsland hefur að mínu mati það mikil viðskipti og samband viö Spán að einhverjar reglur ættu aö gilda, þannig að slíkt gerist ekki. Aö öðrum kosti má fólk hugsa sig tvisvar um áöur en þaö feröast þarna suöur eftir. Það getur falUð grunur á þaö og það verið hand- tekið án þess að þaö fái nokkra björg sér veitt, nema þá meö fjárútlátum. „Allt láta íslendingar bióðasér” Kristín hringdi: Nú get ég ekki lengur orða bundist yfir sögunni sem nú er á kvöldin í útvarpinu. Hvílík þvæla. Svo ekki sé talað um sjúklegt kynferðisröfl sem aö öUu jöfnu á aö vera fallegt. Erum viö Islendingar virkilega svo fátækir í anda aö við þurfum að hlusta á annaö eins og Morgunverð meistaranna? Mér fannst GísU Rúnar ágætur í kaffibrúsaköUunum en þetta finnst mér ekki vera hans rétti vettvangur. Þaö viröist sem allir geti farið með hvaö sem er í útvarpið og lesið þaö upp. Mér fyndist réttast að komiö yröi upp kassa líkt og er í Hyde Park og þar gæti fólk staðið upp og sagt áUt sitt. Já, allt láta Islendingar bjóöa sér. Howard-Jones-hátíð 1920—1511 hringdi: Ég hef áhuga á að fá Howard Jones hátíð í Traffic. Howard Jones er alveg jafnvinsæU og Duran Duran og Wham! i heimalandi sínu og lög hans eru ofar- lega á vinsældarUstum þar sem og hér á landi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.