Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 19
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. FráAlþingi Magnesíum úrdólómíti Framsóknarþingmaöurinn Dav- ið Aöalsteinsson lagöi fram tillögu til þingsályktunar í sameinuöu þingi i síðustu viku. Hún er á þó leiö aö ríkisstjóminni verði falið aö láta kanna möguleika á aukinni upp- byggingu orkufreks iönaöar á Vest- urlandi, heimakjördæmi þing- mannsins. Bendir þingmaöur sér- staklega á kalsíumkísil, jámkróm, framleiðslu á magnesium úr dóló- míti með notkun kísiljáms og fram- leiðslu á pólýkristallíni. Bókmenntaverðlaun Fimm þingmenn úr Sjálfstæöis- flokknum hafa lagt fram tillögu í sameinuöu þingi um bókmennta- verðlaun Noröurlandaráös. Þar er skorað á ríkisstjómina aö beita sér fyrir því aö reglum um tilhögun bókmenntaverölauna Norður- landaráðs verði breytt á þann veg að Islendingar leggi bókmennta- verk sín fram á islensku. Aö öörum kosti sé þeim heimilt aö leggja fram þýöingar á ensku, frönsku eða þýsku, engu síður en dönsku,| norsku eða sænsku. Fyrsti flutn- ingsmaöur tillögunnar er Halldór Blöndal. Húsnæðisstofnun Kjartan Jóhannsson _ Alþýðu- flokki hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins. Aöalbreytingin er við 62. gr. nú- gildandi laga. Hún er um íbúöir sem byggöar vom til útrýmingar heilsuspillandi húsnæðis fyrir 1980. Um þær íbúðir leggur þingmaöur- inn til aö gildi sömu reglur og um íbúðir í verkamannabústöðum, bæði kaup og sölu. Víðines Þrír þingmenn aö austan, þeir Jón Kristjánsson Framsóknar- flokki, Helgi Seljan Alþýðubanda- lagi og Egill Jónsson Sjálfstæðis- flokki, hafa lagt fram frumvarp. Þar er ríkisstjóminni veitt heimild til að selja jöröina Víðines í Beru- neshreppi, Suður-Múlasýslu. Frumvarpiö er flutt að beiðni Gunnars Guömundssonar, bónda á Lindarbrekku í Bemneshreppi, en hann vill kaupa jöröina. Viðines hefur veriö í eyði frá árinu 1944. Útbofl Alþingi ályktar aö fela ríkis- stjóminni að láta Innkaupastofnun ríkisins bjóöa út nokkrar valdar tegundir af almennum neyslu- og fjárfestingarvörum í samvinnu við Verðlagsstofnun. Þetta sé gert í þeim tilgangi að stuöla að stærri og hagkvæmari vörukaupum innflutn- ingsfyrirtækja, hagstæöari inn- kaupum ríkisfyrirtadcja á innlend- um og innfluttum vörum og lægra vömverði til neytenda. Þetta er hluti af tillögu um útboö á nokkrum algengum neyslu- og fjárfestingarvörum, sem Ragnar Amalds Alþýðubandalagi hefur lagt fram í sameinuöu þingi. Þróunarverkefni Þrír þingmenn í Vestfjarðakjör- dæmi hafa lagt fram tillögu um þróunarverkefni í kjördæmi sínu. Þeir eru Sighvatur Björgvinsson Alþýöuflokki (varamaöur Karvels Pálmasonar á þingi), Þorvaldur Garðar Kristjánsson Sjálfstæðis- flokki og Olafur Þ. Þórðarson Framsóknarflokki. Vilja þeir fela Framkvæmdastofnun að semja álitsgerö um framkvæmd þróunar- verkefna í atvinnumálum á Vest- fjörðum. -ÞG 19 Tölvusýningin í Laugardalshöll dagana 7. — 10. mars Allt það nýjasta á tölvu- markaðinum Næsta miðvikudag verður opnuð i anddyri Laugardalshallar ein stærsta tölvusýning á íslandi til þessa. Sýningarsvæðið er á yfir 1100 fermetrum á tveimur hæðum. Sýndar verða nýjungar í vélbúnaði og hugbúnaði frá yfir 100 framleiðendum. Dæmi: Tilbúin uppsett viðskiptakerfi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki — hljóðlaus og geysihraðvirkur LASER-prentari — ferðatölvur — fjöldi glænýrra einkatölva — nettengingar — setningartölvur — sérhæfður tölvubúnaður fyrir hreyfihaml- aða — bókhaldskerfi — ritvinnslukerfi — reiknilíkön — hönnunarforrit (CAD) — samskiptaforrit — kennsluforrit. Mikið af hugbúnaðinum er íslenskt og sýnir grósku íslensks hugbúnaðariðnaðar. Örtölvuver Á sýningunni verður starfrækt ÖRTÖLVUVER með fjölda tölvá til afnota fyrir sýningargesti. Þar gefst tækifæri til að kynnast tölvum og hugbúnaði af fjöldamörgum tegundum. Skákmót Haldið verður skákmót með nokkuð óvenjulegu sniði. Hvaða skákforrit er öflugast? Eru tölvur vitrari en menn? Þeir sem vinna skákforritið White Knight 1 Electron eiga möguleika á tölvu í verðlaun! Fyrirlestrar Sérfróðir menn fjalla á almennan hátt um málefni tengd tölvum og notkun þeirra. Efnin sem tekin verða fyrir: Fimmtudagur kl. 17: Netkerfi. Föstudagur kl. 17: Tölvur og löggjöf. Laugardagur kl. 14: islenskur hugbúnaðariðnaður. Laugardagur kl. 17: Einkatölvur. Sunnudagur kl. 15: Tölvufræðsla á Íslandi. Verða flutt 2—4erindi um hvert efni. Sýningin veröur opin: fimmtudag 7. mars kl. 14.30—22.00, föstudag 8. mars kl. 10.00—22.00, laugardag 9. mars kl. 13.00—22.00, sunnudag 10. mars kl. 13.00—22.00. Miðaverð: • Fullorðnir 150 kr. Börn 6 ára og yngri fá fritt inn á sýninguna. Börn, 7—12ára, 50 kr. Börn fá ekki aðgang nema 1 fylgd með fullorðnum. Félag tölvunarfraeðinema, sími 25411.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.