Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 20
20
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
] LAUSAR STÖÐUR HJÁ
_____REYKJAVÍKURBORG
Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk
til eftirtalinna starfa. Starfskjör sam-
kvæmt kjarasamningum.
• DEILDAREFTIRLITSMAÐUR í innlagnadeild Raf-
magnsveitu Reykjavíkur. Iðnfræðingsmenntun áskilin.
Upplýsingarveitirstarfsmannastjóri R.R. ísíma 686222.
Umsóknarfrestur rennur út föstudaginn 8. mars 1985.
• FÉLAGSRÁÐGJAFI við eina af hverfaskrifstofum Fé-
lagsmálastofnunar.
Uppiýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar F.R. í síma
25500.
Umsóknarfrestur rennur útföstudaginn 15. mars 1985.
Umsóknum ber að skila tii starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sér-
stökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir
kl. 16.00, sbr. ofangreindar dagsetningar um um-
sóknarfrest.
0
sbf (0U
Sænskir
íremsuborðar
vörubíla og
n.a. Volvo 7-10-12,
ramhj. kr. 1.790,-, aftur-
ij. kr. 2.110,-, búkkahj.
ir. 1.480,-. Scania 110-
141 framhj. kr. 1
ifturhj. kr. 2
lúkkahj. kr. 1.525,-.
TANGARHÖFÐA 4
simi 91-686619
Verslun
með varahluti
vörubíla og vagna
Skiftiborð Verslun Verkstæði Söludeild
38600 39230 39760 31236
Bifreiöar & Landbúnaöarvélar hf
Suðurlandsbraut 14
LÆST DRIF I
LADA
Eigum fyrirliggjandi læst mismuna-
drif í allar tegundir LADA bifreiða.
40% og 75% læsing.
Hagstætt verð.
Keisaranum eða Guði
1 grein minni, „ókunnum Guöi”,
frá 20. des. sl. vék eg lítillega aö
uppruna trúarjátningarinnar,
kirkjuþinginu i Níkeu 325 og þeim er
þar stóð í stafni — rómverska keisar-
anum Konstantínusi mikla (ekld
„Konstantíusi” eins og þar stendur
og leiðréttist það hér með).
Fullyrðingar minar í þessu kunna
að hafa komiö annarlega fyrir í
augum sumra — og skal þeim ekki
láð. Við skulum þvi nú leiða
guöfræðiprófessor til vitnis í máli
þessu. Dr. theol. Magnús Jónsson
ritar á bls. 62—3 í kirkjusögu sinni
(Saga kristinnar kirkju —
Kennslubók; Rvík 1941) :
„Á þinginu voru mörg mál radd
og ákveöin. Keisarinn gaf þeim laga-
gildi. Svo mikill var fögnuöurinn yflr
fengnu frelsi kirkjunnar til handa og
þakklátssemi til keisarans, að hann
gat í raun og veru öllu ráöið, og þaö
var ákvörðunarvilji hans, sem
stuðlaði mest að lausn málanna.”
Og nokkru síðar:
„1 rauninni var þaö afar
merkilegt, að þetta skyldi verða ofan
á í Níkeu (þ.e. trúarjátningin eins og
hún var orðuð og samþykkt; aths.
mín, SM). Því að þó að skoðun
Aríusar hafi vafalaust verið þar í
miklum minni hluta, þá er enginn efi,
að Origenessinnar voru þar í miklum
meiri hluta, og að þeir hefðu ekki
oröað játninguna á þessa leið.
Sérstaklega heföu þeir ekki notað
orðið homoousios (sömu veru, sama
eölis; aths. min, SM). Engin önnur
skýring er til á þessu en sú, að keis-
arinn hafi ráðið þessu. Hann hefir
séö, aö þessi afstaða var sterkust, þó
að hún hefði ekki almennt fylgi, og þó
aö hann hafi sennilega staðið nær
hinni skoðuninni.”
Taka verður fram til skýringar að
Origenessinnar — sem Magnús vék
að í framanskróðu — töldu persónu
Krists standa skör lægra sjálfum
guðdóminum. Þeir stóðu því mun
nær Aríusar-„villunni” en hinir sem
hærri hlut báru. Má líka reyndar líta
á Aríusar-menn sem róttæka
Origenessinna. En kirk juþingiö hafði
samþykkt að Kristur væri „getinn af
fööurnum, eingetinn, það er af veru
föðurins, Guð af Guði, ljós af ljósi,
sannur Guð af sönnum Guði, getinn,
ekki skapaður, sömu veru
(homoousios) og faðirinn. ..” Það
skyldi því ekkert fara milli mála í
þessu efni. öngvu að síður héldu
kristnir áfram að deila af fullum
móö eftir sem áður.
Hinn rómverski keisari gerði sér
nú grein fyrir að ekki yrði lengur
spomað við kristni. Hann haföi þvi
söðlaö um. Lögleiða skyldi kristni en
gera hana um leiö þæga og leiðitama
rómverska heimsveldinu. Nú vakti
það fyrir Konstantínusi mikla að
8KÚLI
MAGNÚSSON
JÓGAKENNARI
styrkja hina rómversku ríkisheild
með því að setja niður deilur krist-
inna og kenningum hennar skyldi og
hagrætt á þann hátt að bezt hentaði
alveldishugmyndum einræðisins.
Kirkjan skyldi verða þjónn ríkisins.
Guð undirhallur keisaranum.
Annar guðfræðiprófessor — dr.
Þórir Kr. Þórðarson — lýsir þessu
hreinskilnislega þannig: „Kristnu
söfnuðimir urðu á 4. öld trúarbrögð
rómverska heimsveldisins. Róm-
verska-heimsveldiö-orðin-kirkja er
lýsing á kirkjunni frá 4. öld og
áfram.” (Sjá Morgunblaðið 22: jan.
1985: Qumran-Nag Hammadi —
Guðfræði Gamla testamentisins.)
Þarf nú frekar
vitnanna við?
Kirkjan þáði umboð sitt frá Kristi
að því er kirkjunnar menn vilja
halda fram. Guðdómleiki persónu
Krists styður því mjög undir hefðar-
vald kirkjunnar sem stofnunar. Og
nú skyldi einmitt kirkjan renna
stoðum undir fallandi heimsveldi.
Þessi afstaöa keisarans var því
skiljanleg og hyggileg frá hans
sjónarhóli.
Þótt játningunni hafi nú verið
nokkuð breytt frá sinni upprunalegu
gerð og við hana aukið hefir sömu
stefnu verið haldið fram í þessu efni.
Það veröur því ekki fram hjó því litiö
að það var einmitt hinn rómverski
keisari sem lagði grunninn að trúar-
lærdómum kirkjunnar og markaði
stefnuna — af pólitískum hag-
kvæmniástæðum og jafnvel gegn
sinni eigin samvizku.
Gjaldið keisaranum þaö sem keis-
arans er — og meira til?
Allt þetta veit séra Hannes mæta-
vel. Tilvitnuð kennslubók hefir
aennilega veriö lexía hans í guðfræöi-
deildinni.
Og allir hinir — þeir háklerkar
vígöir miðöldum sem nú hafa hafið
Nfkeu-játninguna til vegs og
viröingar innan kirkjunnar — hljóta
einnig að gera sér þetta ljóst. En
hvaö kemur mönnunum til?
Hvers vegna eru þeir enn ríg-
bundnir af hagsmunum keisarans?
Eg treysti mér ekki til að svara
þeirrispumingu.
Fávísum leikmanni virðist svo að
trúarlærdómar kristinna manna
skuli fyrst og fremst styðjast við orð
og gjörðir Jesú Krists. En hvað sækir
trúarjátningin í t.d. Fjallræðuna?
Hvað sagði Kristur t.a.m. um
þrenninguna eða eigið eðli? Samt
var guðspjöllunum á sínum tíma
hagrætt af kirkjuþingum undir rit-
stjóm keisarans. Og nýlegir hand-
ritafundir hafa síður en svo rennt
stoðum undir sjónarmiö bókstafs-
bundinna „guðsmanna” — Hannesar
og jábræðra hans.
Birting þessara ritsmíða hefir
dreifzt yfir alltof langt tímabil — og
var mér það óviðráðanlegt.
Upphaflega skyldi þetta verða mín
síðasta grein. En vegna plássleysis
hefir nú orðið að skipta þessari
fjórðu grein í tvennt. Lesendur mega
nú vænta minnar fimmtu og síðustu
greinar í þessum flokki — að ég vona
áður en óhóflega langur tími liöur.
Á meðan skulum við minnast orða
Krists: Gjaldið Guði það sem Guðs
er.
Skúli Magnússon
yogakennari.
„Þaö verður ekki framhjá því litiö
að þaö var einmitt hinn rómverski
keisari sem lagði grunninn að trúarlær-
dómum kirkjunnar og markaði
stefnuna — af pólitískum hagkvæmni-
ástæðum og jafnvel gegn sinni eigin
samvizku.”
20-50%
AFSLÁTTUR
# # #%# Byggingavörur hf.
REYKJAVlKURVEGI 64 HAFNARFIRÐI, SlMI 53140.