Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 21
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
21
Spumingar til
frjálshyggjupostula
0 „Kæri Árni, ef þú hefur haft fyrir
því að kynna þér stefnuskrár þessa
„tvíeykis” sem þú nefnir svo háðulega,
þá þætti mér gaman að vita hvar þú
hefur fundið þær málsgreinar sem eiga
stuðningi að fagna í Sovétríkjunum! ”
Þaö hefur lengi veriö min helsta
skemmtun að lesa greinar eftir
frjálshyggjupostula á borð viö
Hannes Hólmstein, Árna Thoroddsen
og fleiri. Hef ég haft af því bæði gagn
og gaman að kynna mér „rök”
þessara manna fyrir „frjálslegum”
skoðunum sínum. En það hefur þó
slegið á ánægjuna viö lesturinn að
sjá gömlu góðu Rússagrýlu-klisjuna
hvað eftir annað, sem rök fyrir rétt-
mæti eigirt skoöana. Orðrétt tilvitnun
í grein Árna Thoroddsen í DV þann 7.
febr. „Það er sorgleg standreynd að
þessi hópur (þ.e. Alþýðubandalag og
Kvennalisti innsk. V.D.) virðist kasra
sig kollóttan um frelsi manna, ef þeir
hafa þá nokkru sinni skilið hvað í
þessu hugtaki felst. Það er því ef til
vill lítil furða að hvar sem skoðana-
brœður (undirstr. V.D.) hafa komist
til valda hefur frelsið verið fótum
troðið, enda varla við þvi að búast að
menn geti varðveitt það sem þeir
vita ekki hvað er.” Tilvitnun lýkur.
Kæri Ámi, ef þú hefur haft fyrir
því að kynna þér stefnuskrár þessa
„tvíeykis” sem þú nefnir svo háðu-
lega, þá þætti mér gaman að vita
hvar þú hefur fundið þær máls-
greinar sem eiga stuðningi aö fagna í
Sovétríkjunum! Ef það tekst þá er
vel.
Sem dæmi um stefnumál vinstri
manna, óupplýstum lesendum og
Árna Thoroddsen til fróðleiks, má
nefna aukna félagslega aðstoð við
þá sem minna mega sín í þjóð-
félaginu, t.d. bæði þá „efnalitlu
menn” sem skv. Áma hafa ekki orðið
„efnalitlir” vegna óréttmætra og
óréttlátra þvingana af hálfu annarra
og aðra.
En til þess að öruggt sé að enginn
hugtakaruglingur verði í „krækl-
óttum húmskóg” hugsunar minnar
sem vinstri manns langar mig til
þess að beina nokkrum spurningum
til Áma og/eða annarra penna-
glaðra frjálshyggjumanna og vona
að þeir leysi fljótt og greiðlega úr
þeim:
1. Hvemig verða menn „efnalitlir”
ef þaö er ekki af völdum annarra
manna, beint eða óbeint? (Og þá
eru náttúruhamfarir und-
anþegnar.) Sbr. rökfræðireglu 2 í
fyrmefndri grein mætti ætla að
einhverjar þvinganir væru rétt-
mætar, er það e.t.v. rangt skilið?
2. Ef svarið við fyrstu spurningu er
„markaðslögmál” þá vil ég aftur
spyrja: Eru markaðslögmálin
algerlega óháð mannlegri stjóm,
og ef svo er, hvemig urðu þau til
og er ekki afar óæskilegt að engin
stjóm sé höfð á þróun þeirra? Eða
telur frjálshyggjumaðurinn að
æskilegt sé að menn séu mis-
efnaðir?
3. Er það ekki á geðþóttavaldi
þeirra er betur mega sín í þjóðfé-
laginu hvort rétta eigi efnalitla
fólkinu hjálparhönd eður ei? Er
það ekki afaræskilegt að slikt sé
gert svo unnt sé að nýta krafta sem
flestra í þjóðfélaginu við að þróa
það og auka velferð þess?
4. Gætum við fáfróðir vinstri menn
fengið greinargóða útskýringu á
því hvað er „réttlát tekju-
skipting” að mati frjálshyggj-
unnar?
Þar eö Ami er svo fullkomlega
sannfærður um aö ekki sé til eitt
VILBORG
DAVÍÐSDÓTTIR
SKRIFSTOFUMAÐUR,
ÍSAFIRÐI
einasta orð um frelsisskilgreiningu i
ritum og ræðum vinstri manna ætla
ég mér ekki það verk að fara fleiri
orðum um það hér. En þegar menn
leggja það ekki einu sinni á sig að
kynna sér sjálfir skoðanir and-
stæðinganna áður en þeir birta stór-
ar greinar á prenti um óréttmæti
þeirra, svo og rökfræðilegar reglur
fyrir „vamarlausa” alþýðu, sem
skv. Áma á greinilega undir högg að
sækja vegna látlausra sparka frá
„jámhælum” félagshyggjunnar,
hvemig í ósköpunum á þá „vamar-
lausa” alþýðan að taka mark á
þessum greinum og höfundum
þeirra? Spyr sá sem ekki veit og
svari sá sem getur.
Vilborg Daviðsdáttir.
Tónlistarsjóöur
Ármanns Reynissonar:
Hundrað
þúsund
krónurkoma til
úthlutunar í ár
Uthlutað verður úr Tónlistarsjóði
Ármanns Reynissonar öðru sinni í
byrjun júní. Þeir sem hafa tónlist að
aðalstarfi og hyggjast semja eða flytja
tónverk, innan lands eöa utan, geta
sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir
verða að berast til Tónlistarsjóðs Ár-
manns Reynissonar, Laugavegi 97,
fyrir 1. maí í vor.
Stjóm sjóðsins skipa frú Olöf Péturs-
dóttir myndhöggvari, Baldvin
Tryggvason sparisjóðsstjóri, Knútur
R. Magnússon, tónlistarfulltrúi hjá
Ríkisútvarpinu, og Ármann Reynisson
framkvæmdastjóri.
John Speight-
Hádegistónleikar:
Ensklögog
negrasálmar
Fjóröu hádegistónleikamir i forsal
Islensku óperunnar veröa á morgun kl.
12.15. Þar flytja John Speight baritón
og Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir píanó-
leikari ensk lög og negrasálma.
John Speight er flestum tónlistar-
unnendum hérlendis aö góðu kunnur
sem söngvari gamallar og nýrrar tón-
listar og sem tónskáld. Hann lærði í
Englandi og söng þar í óratóríum og
óperum auk þess sem hann fékkst viö
ljóöasöng. Hér á landi hefur hann
sungið i Þjóðleikhúsinu og lslensku
óperunni, auk kennslu.
Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir stundaöi
nám í Tónlistarskólanum á Siglufirði
og í Reykjavík. Hún var við framhalds-
nám í Guildhall School of Music and
Drama þar sem hún lauk einleikara-
prófi í píanóleik og kennaraprófi í
söng.
Göðkvöldstund
fyrir dömur og
erra á öllum aldri
FÉLAG ÍSL. SNYRTIFRÆÐINGAnd .
HÓTEL SÖGu! SÖLNASAL PmDJUD. 5. MARS '85 KL. 20.30.
HÚSIÐ OPIMAÐ KL. 19.30.
GOÐA SKEMMTUN