Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Qupperneq 22
22
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
r AEROBIC — Konur! Konur!
Hressandi námskeið er að hefjast í leikfimi í líkamsræktar-
stöðinni Orkubankanum, Vatnsstíg 11.
• Ath. Aðgangur í þrektæki
er innifalið í verðinu.
• Tímapantanir
í síma 21720.
STÆRÐ:
hæð
710 mm
Sýnishorn á
staðnum.
breidd dýpt
763 mm 533 mm
ÞYRILL SF.,
Hverfisgötu 84, sími 29080.
Skór f rá
Nýjasta
línan í
ökklaskóm
Leðurskór
með nýju sniði
Litur: svartur.
Kr. 2.286,-
Laugavegi 11, R,
Sími 21675.
Franskar kartöflur á veitingastað. Veitingamenn vilja frekar þær erlendu.
Er verið að kasta 10 milljóna króna kartöflu-
niðurgreiðslunni á glæ?:
Veitingahúsin kaupa
aðallega innfluttar
franskar kartöflur
„Eru miklu boðlegri,” segir yf irmatreiðslumaður Hótel
Esju—„Neytendur vilja fyrst og f remst góðar kartöf lur”
„Þetta er alveg óskiljanlegt. Þaö
virðist endalaust hægt að hlaupa undir
bagga með þessum mönnum,” sagði
Magnús Magnússon hjá Garra hf., einu
stærsta innflutningsfyrirtækinu á
frönskum kartöflum hérlendis, um
samþykkt Sjálfstæðisflokksins um að
greiða niður kartöflur til kartöfluverk-
smiðjanna tveggja.
Samkomulag þingflokksins felst í
því að kartöflur til kartöfluverksmiðj-
anna verða greiddar niður um 12
krónur kílóið, og verði þær niður-
greiðslur í sex mánuði, eða til 1.
september næstkomandi. Rætt er um
að þetta hafi í för með sér 10 milljóna
króna útgjöld ríkissjóðs.
En er verið að kasta þessum 10
milljónum króna á glæ? Því er nefni-
lega haldið fram að samkeppnisgrund-
völlur verksmiðjanna hafi lítið skánaö.
Hvers vegna? Jú, þær séu ekki meö
eins góðar kartöflur og innflutnings-
fyrirtækin.
„Neytendur vilja fyrst og fremst
góðar kartöflur. Þeir sækjast eftir
gæöunum. Þess vegna eru innfluttu
kartöflumar meira seldar,” segir
Magnús hjá Garra hf.
Hann virðist hafa nokkuð til síns
máls. Markaðurinn fyrir frönsku
kartöflumar er fyrst og fremst á
veitingahúsunum, þau eru langstærsti
markaöurinn. Og veitingahúsin kaupa
miklu frekar innfluttar kartöflur.
„Minna af smælki
og rusli"
Við spuröum Kristján Sigurbjöms-
son, yfirmatreiðslumann á Hótel Esju,
hver skýringin væri. „Við kaupum þær
innfluttu frekar einfaldlega vegna þess
að þær eru betri, betur flokkaðar, og í
þeim er minna af smælki og rusli. Þær
koma betur út, þó kílóið af þeim sé dýr-
ara. Þærnýtastbetur.”
Kristján sagði ennfremur að þær
innfluttu væru kannski ekki bragð-
betri, slíkt væri lika ávallt smekks-
atriöi hvers og eins. En þær eru miklu
boðlegri.
Ég hef rætt þessi mál við forsvars-
menn kartöfluverksmiðjanna tveggja
en því miður hafa verksmiðjumar enn
ekki náð að bæta úr þessum vankönt-
um,” bætti Kristján við.
Nú er taliö að til séu um 18 þúsund
tonn af kartöflum í landinu. Almennt
er talið að niðurgreiðslumar auki sölu
verksmiðjanna tveggja nokkuð. Þó
engan veginn nægilega til að eyða kart-
öflufjallinu. Annaö kemur líka til.
Hjá forráðamönnum verksmiðjanna
gætir nefnilega ákveðins ótta um að
innflytjendumir lækki veröið á frönsku
kartöflunum í kjölfar niðurgreiðsl-
anna. Þannig virðist 70% tollur og 24%
vörugjald, sem lagöist á um siöustu
áramót, og nú niðurgreiðslur, ekki
ætla að vemda innlendu framleiðsluna
nægilega.
Metuppskera í Evrópu
Til að átta sig betur á verði innfluttu
kartaflanna, þá var metuppskera í
Evrópu á síöasta ári. Framboðið jókst
gíf urlega og verö kartaflanna lækkaöi.
„Auövitað ætti þetta einnig að vera
svona hérlendis,” segir Magnús
Magnússon hjá Garra hf.
Kílóið af kartöflunum til erlendu
verksmiðjanna kostar um 3 kr. en
kílóið til íslensku verksmiðjanna hefur
kostað 23 kr. og lækkar væntanlega
niður í um 11 krónur eftir niður-
greiðslumar.
En hvað segir varaformaður Sjálf-
stæðisflokksins, Friðrik Sophusson,
um samkomulag þingflokksins. Er
hann ánægður?
„Það voru skiptar skoðanir um þetta
mál innan þingflokksins. En það var
leyst. Og þegar menn leysa mál þurfa
allir að slá af sínum kröfum. Sjálfum
finnst mér hægt að fallast á tíma-
bundnar niðurgreiðslur við svona
aðstæður.”
Um hvað var svo deilt á þingflokks-
fundinum? Sumir þingmenn flokksins
vildu fara sömu leið og framsóknar-
menn og banna innflutning á kartöflun-
um, þegar islenska framleiöslan væri
svona mikil.
„Meirihluti þingflokksins var á móti
þessu, bann kom alls ekki til greina,”
sagði Friörik. -JGH.
Kartöfluiðnaður hér á landi. Hann nýtur mikillar tollverndar og vœntanlega einnig tiu milljóna króna niö-
urgraiðslustyrks.