Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Page 24
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
Sjávarkvíar skammt frá Hvalvik á Straumey. Austurey er hinum megin vi0 sundið.
DV-mynd: KMU.
Færeyingar ætla sér rífandi tekjur af fiskeldi:
Spriklandi lax í kvíum hvarvetna
meðfram ströndum Færeyja
„Færeyingar eru miklu duglegri
en viö í þvi aö skapa sér sambönd og
afla sér upplýsinga um fiskeldi. Fær-
eyingar hafa óbilandi áhuga á fisk-
eldi og stjómvöld þar gera þeim
kleift að stunda þaö. Einstaklingar
hafa þar forgöngu. Hér á Islandi er
þaö ríkisvaldiö sem skammtar
mönnum aöstööu.”
Þetta segir Ulfar Antonsson vatna-
liffræöingur, deildarstjóri hjá Rann-
sóknarráöi ríkisins. Hann vinnur nú
aö úttekt á fiskeidi. DV leitaði
upplýsinga hjá Úlfari um fiskeldi
Færeyinga. Hann kynnti sér þaö sér-
staklega fyrir tveimur árum og
hefur síöan fylgst vel með því sem
þessir nágrannar okkar eru aö gera í
greininni.
„Færeyingar ætla sér að byggja
upp atvinnugrein sem stendur undir
sér. Þeir hafa ekki efni á því aö
veröa undir í samkeppni á þessu
sviði. Atvinnumöguleikar eru
erfiðari í Færeyjum en á Islandi.
Þess vegna leggja þeir mikla áherslu
á aö hagnýta sér þá möguleika sem
fiskeldiö býöur upp á. Þeir ferðast
mikið til annarra landa, fóru til
dæmis í hópferö til Japan til aö fá þar
hugmyndir sem þeir gætu nýtt heima
fyrir. Og á alþjóölegum ráðstefnum
og sýningum um fiskeldi eru yfirleitt
miklu fleiri Færeyingar heldur en Is-
lendingar,” sagöi Úlfar.
minni. Sjávarhitinn við Færeyjar er
lægstur i febrúar, um fjórar gráöur,
en hæstur í ágúst, um ellefu gráöur.
Upphaf fiskeldis í Færeyjum má
rekja aftur til ársins 1947. Færeyskir
sportveiðimenn fluttu þá inn laxa-
seiði frá Islandi. Lax gekk þá ekki í
færeyskar ár. Þaö var ekki fyrr en
áriö 1962 sem fyrst fundust merki
þess aö lax heföi hrygnt í færeyska á.
Gönguseiðasleppingar hófust svo
fyrir alvöru áriö 1964. Arangurinn er
sá að í dag finnst lax í fimm ám. Fyr-
ir tuttugu árum slepptu þeir um 10
þúsund gönguseiöum. Á undanförn-
um árum hafa þeir sleppt árlega 150
til 200 þúsund seiðum.
Seiöastöö í Hvalvík er sú stærsta í
Færeyjum. Hún fær vatn úr 12 gráöa
heitri lind. Stöðin er í eigu ríkisins og
var lengi sú eina á eyjunum. Árið
1984 fóru þaðan um 300 þúsund
gönguseiöi. Auk rikisstöðvarinnar
eru nú sjö litlar einkastöðvar í seiöa-
eldi.
Mjög góðar
heimtur í fyrra
Hafbeitin er farin að skila mjög
góðum árangri. Færeyingar höföu
mun betri heimtur en Islendingar í
fyrra, liklega tvisvar sinnum betri
heimtur.
Islendingar hafa haft horn í síöu
Færeyinga fyrir úthafsveiöar á laxi.
I fyrra veiddu Færeyingar þannig
um 625 tonn af laxi, aö eigin sögn.
Laxeldi þeirra í sjávarkvíum á
fjöröum og sundum er aö veröa
mikilvægari atvinnugrein en úthafs-
veiðarnar. Hvarvetna meöfram
ströndum Færeyja má nú sjá kvíar
þar sem eldislax spriklar. Þar eru nú
starfandi um þrjátíu kvíaeldisstöðv-
ar með fimm til þrjátíu kvíar hver.
Áriö 1982 fluttu Færeyingar út um
100 tonn af eldislaxi og svipaö magn
árið 1983. Árið 1984 fór útflutningur-
inn upp í 220 tonn. 1 ár áætla þeir að
tvöfalda magniö. Þeir ætla aö flytja
út um 550 tonn af eldislaxi. Áriö 1986
áætla þeir að gera enn betur. Þá ætla
þeir aö flytja út um 1.000 tonn. Áriö
1987 er takmarkiö 4—5.000 tonn.
Ætla að flytja út
tvö þúsund tonn
af regnbogasilungi
árið 1986
Færeyingar leggja einnig mikla
áherslu á regnbogasilung, sem þeir
upphaflega fengu frá Islandi og
reyndar einnig frá Danmörku. Áriö
1982 fluttu þeir út 270 tonn af regn-
bogasilungi, áriö 1984 um 480 tonn. I
ár áætla þeir að magniö veröi um 700
tonn og 1986 stefna þeir á 2.000 tonn.
Kræklingur er skelfiskur sem
Færeyingar binda miklar vonir viö.
Áriö 1983 fluttu þeir út miUi 20 og 30
tonn af ræktuðum kræklingi. Is-
lendingar hafa hins vegar ekkert
sinnt þessari tegund.
Fiskeldi Færeyinga er auövitaö
ekki aUt dans á rósum. Eigendur
stöðvar í Tjaldavík urðu fyrir miklu
áfaUi í fyrra af völdum eitraðra þör-
unga. Þörungablómi drap 27 tonn af
35 tonnum af laxi sem í stöðinni var.
Þörungablómi er umtalsvert vanda-
mál í Noregi. Islendingar þurfa
einnig að vera á varöbergi gagnvart
honum. Hann hefur fundist fyrir
noröan Island.
-KMU.
Rœkta lax, regn-
bogasilung,
krækling og humar
Færeyingar eru aö byggja upp um-
fangsmikla ræktun á laxi, regnboga-
silungi og kræklingi. Þá eru þeir aö
gera tilraunir meö ræktun á Evrópu-
humar sem er miklu stærri en
humarinn, sem Islendingar veiða.
Þeir eru bjartsýnir á árangur.
I Færeyjum eru aö því leyti betri
aöstæöur til fiskeldis en á tslandi aö
hin löngu, þröngu og skjólgóöu sund
og firöir Færeyja hafa hlýrri sjó en
firöir viö Island. Sjávarhiti viö
Færeyjar er svipaöur og viö suður-
strönd Islands. Sjávarhiti við Vest-
firöi, Noröurland og Austurland er
Eldisker við þorpið Oyri við Streyminn, en svo heitir sundið þar sem styst er á milli Straumeyjar og Austureyjar, tveggja stœrstu eyjanna.
Þarna er stœrsta regnbogaeldisstöðin. Straumhraði er níu hnútar i báðar áttir miðað við flóð og fjöru. DV mynd. KMU