Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Side 33
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985.
33
VIÐTALIÐ:
„NIÐURLÆGJANDIAÐ VERA
KOSNINGARÉTTARLAUS”
— segir Snjólaug Óiafsdóttir, ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs
„Starfið þessa dagana er allt öðru-
vísi en venjulega,” sagði Snjólaug
Olafsdóttir, ritari tslandsdeildar
Norðurlandaráðs. Við settumst inn á
skrifstofu hennar við Vonarstræti
rétt í þann mund er hápunktur undir-
búnings undir þing Norðurlandaráðs
var að nálgast.
Mikiö hefur mætt á henni sem
heldur flestum þráðum í sínum
hðndum.
Það gekk dálítið örðuglega að
koma viötali á skrið.
Síminn hringdi látlaust og hún
leysti hvert vandamálið af öðru — á
svipstundu.
„Sem nýútskrifaður lögfræðingur
réð ég mig sem fuiltrúa hjá borgar-
fógeta í Reykjavík. Nokkru síðar fór
ég á rand með manninum mínum út
á land en hann er læknir, Haraldur
Briem heitir hann. Börn, já, við
eigum einn strák, Olaf Andra, sem er
ellefu ára gamall.
Nú, síðar fluttum við til
Stokkhólms og vorum þar í fimm ár.
Eg byrjaði fljótlega eftir komuna
þangað að vinna hjá Norðurlanda-
ráði. I tvö ár hef ég unniö hjá
Islandsdeildinni, fyrst sem aöstoöar-
maður Ffiðjóns Sigurössonar sem þá
var ritari deildarinnar.
Um síðustu áramót tók ég við af
honum.”
Við allan undirbúning þingsins
sagöist Snjólaug hafa notið ráðuneyt-
is Friðjóns Sigiirðssonar, sem
þessum málum öllum er gjörkunnug-
ur, Harðar Bjarnasonar, fyrrver-
andi húsameistara ríkisins, og Frið-
riks Ölafssonar, skrifstofustjóra Al-
þingis.
Erfiðari undirbúningur hér
Annars staðar á Norðurlöndunum
er undirbúningi öðruvísi háttað þó
töluverður sé. Þar ganga þinggestir
beint inn í þingsali viðkomandi þjóð-
þinga. En Alþingishúsiö okkar býður
ekki upp á þessa möguleika.
„Þessar aðstæður gera undir-
búninginn allan erfiðari í vöfum. Það
var gífurleg undirbúningsvinna sem
fram fór í Þjóðleikhúsinu, en þar fer
þinghaldið fram,” sagði Snjólaug.
„Frá miðnætti á föstudag hefur
hópur manna unnið næstum dag og
nótt við breytingamar.”
önnur hver sætaröð hefur verið
tekin af áhorfendabekkjunum og
boröum komiö fyrir í staðinn.
Snjólaug sagði sérstakt atkvæða-
greiðslukerfi frá Danmörku hafa
verið leigt fyrir þingið. Einnig var
þráölaust túlkakerfi leigt. Miklar
breytingar voru líka framkvæmdar
utan fundarsalarins. öll skrifstofu-
aðstaöa sköpuö svo og aðstaða fyrir
fréttamenn. Sérstakt tæki til fjöl-
földunar var leigt, en allar ræður
þurfa að liggja frammi fáum
klukkustundum eftir flutning.
Þriðjungur í flensu '78
„Noröurlandaráðsþingiö í Osló 78
er líklega merkilegasta þingiö sem
ég hef setið,” svaraði Snjólaug
aðspurö um það sérstaklega. „Þá lá
nú um þriöjungur af fólkinu, sem
hafði með það þing að gera, í
flensu. En þetta var mitt fyrsta þing
og ætli það hafi ekki verið
skemmtilegast.”
Af þeim málum sem til
umfjöllunar verða á Norðurlanda-
ráösþingi nú sagöi Snjólaug að um-
ræðan um sjóð til styrktar norðvest-
lægu Norðurlöndunum, eða jaðar-
svæðunum, væri mjög athyglisverð.
Islensku þingmennimir sjö, sem
veröa fulltrúar á þingi, bera upp
sameiginlega tillögu um norræna líf-
tæknistofnun hér á landi. Þetta mál
sagði hún mjög áhugavert og
f ramvindu þess á þinginu.
„Það er erfitt að nefna eitt mál
öðrum fremur sem til umræðu
verður á þinginu og sérstaklega
mina persónulegu skoðun. En eitt
mál vildi ég gjaman að rætt yrði
á þingi Norðurlandaráðs og það
varðar kosningaréttinn. Þegar ég
bjó í Sviþjóö hafði ég hvergi kosn-
ingarétt. Hann fylgir lögheimilinu og
þá var mitt þar. Eftir fimm ár, held
ég, fær maöur rétt til aö kjósa í
sveitarstjómarkosningum í Svíþjóð.
Snjólaug Ólafsdóttir hefur unnið í tvö
Norðurlandaráði í Stokkhólmi.
Það er afskaplega niðurlægjandi
að vera kosningaréttarlaus. Mér
finnst eðlilegt að samræma lögin á
Norðurlöndunum þannig að fólk sem
flyst á milli landanna hafi alltaf
einhvers staðar kosningarétt.”
Annasöm vika er hafin hjá Snjó-
laugu og ööm starfsfólki sem starfar
við þingiö. Og þingfulltrúum líka.
„Þetta er skemmtilegt starf,” sagði
Snjólaug. „En þegar svona mikiö er
að snúast er minni timi til að setja
ár hjá Islandsdeildinni, í fimm ár hjá
DV-mynd: GVA
sig inn í mál — þegar mesta þörfin er
áþví.”
Eftir mikla símatöm í upphafi
samtals okkar haföi hún beðiö um
tuttugu mínútna símaþögn.
Þær minútur vom liönar og síminn
hennar Snjólaugar aftur rauðgló-
andi. Þegar þessi vika verður á enda
getur ritari Islandsdeildar Norður-
landaráös kannski skroppið í
göngutúr og andað að sér fersku lofti
en það er eitt af áhugamálum Snjó-
laugar Olafsdóttur. -ws.
BEMT DAGHIIGISOISKINID
Benidorm er á Costa Blanca ströndinni — ströndinni
hvítu — sem telst vera besta baðströnd Spánar.
Strendurnar eru hreinar, sandurinn hvítur, sjórinn
tær og hér er sólríkasti staður landsins.
Benidorm er fiskimannabær með hvítkölkuð hús
uppi við fjallshlíðarnar — og nútíma ferðamannabær
með breiðgötum, nýtísku verslunum, veitinga- og
gistihúsum.
Eins og alþjóðlegum ferðamannastað sæmir hefur
staðurinn úrval næturklúbba og veitingahúsa, þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi.
Hér geta lífsglaðir landar — á öllum aldri — notið lífsins og látið drauminn um vel
heppnað frí rætast. Það segir hreint ekki svo lítið, að Beni-
dorm er vinsælasti ferðamannastaður Spánverja sjálfra.
Á vorin leggur ilminn af sítrusávöxtum og blómstrandi
trjám yfir allt, sumarið er eitt hið sólríkasta í Evrópu,
haustið langt og hlýtt.
Benidorm liggur 60 km norður af Alicante og í 140 km
fjarlægð frá Valencia, á þrjár hliðéu- umlukt fjallahring. Þvi
er auðvelt að leita á náðir gamla tímans og kynnast hjarta
landsins. 1
Margir láta sér nægja að liggja flatir í sandinum og baða sig i bláu Miðjarðarhafinu. Aðrir
smella sér í golf (tveir golfvellir í nágrenni Benidorm), minigolf, tennis, keiluspil, leigja séi
hjól eða fá sér göngu upp í hæðirnar fyrir ofan borgina og njóta kyrrðarinnar.
Ef þú ert feiminn við sólarlandaferð, farðu þá til Benidorm!
Brottfarardagar: 3/4, 17/4, 8/5, 29/5, 19/6, 10/7, 31/7, 21/8, 11/9, og 2/10.
Gisting í íbúðum eða hótelum-, með eða án fæðis. Ath: Beint dagflug.
BENIDORM-STRÖNDIN HVÍTA
FERÐAMIÐSTÖDIN
AÐALSTRÆTI9
SÍMI28133