Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Blaðsíða 35
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. 35 Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki: Ekkihaftsam■ ráð við okkur — styðja ekki yf irlýsingu að sunnan vegna útgöngu kennara Frá Júlíusi Guðna Antonssyni, Sauðárkróki. Nemendafélag Fjölbrautaskólans á Sauöárkróki hélt almennan nem- endafund miövikudaginn 27. febrúar sl. til að ræða yfirvofandi útgöngu kennara úr framhaldsskólum lands- ins. Jón Hjartarson skólameistari byrjaöi fundinn meö tölu um hvemig málin stæöu og svaraði spurningum nemenda. Kom fram í máli Jóns að 12 kennarar skólans af 24 heföu sagt upp. Vildi hann vera bjartsýnn á að ekki þyrfti að koma til útgöngu kennara þó ekkert væri hægt aö segja um þaö að svo komnu máli, sagði þó að hlutimir hefðu tilhneig- ingu til að fara vel. Hvatti hann nem- endur til að sýna biðlund og fara ekki til síns heima strax ef kennarar gengju út 1. mars heldur bíða og sjá hver framvindan yrði. Á eftir Jóni töluðu fulltrúar kennara og svöruðu spumingum. Síðan viku kennarar af fundinum til aðfundaumsínmál. Þá ræddu nemendur um þeirra við- brögð við þvi ástandi sem að þeim sneri. Fyrir fundinum lá yfirlýsing sú sem framhaldsskólarnir á Stór- Reykjavíkursvæðinu höfðu sam- einast um. Kom brátt í ljós að lítill vilji var fyrir þessari yfirlýsingu og var þá helst gagnrýnt að ekki hefði verið haft samráð við F. á S. við samningu hennar heldur eingöngu ætlast til að nemendur F. á S. fylgdu í blindni forsjárhyggju skólanna fyrir sunnan. Einnig voru menn því ósammála aö skrifa undir það að þeir færu ekki í kennslu til þeirra sem hugsanlega fylltu skörö þeirra sem út gengu, það sem nemendur legðu megináherslu á væri að fá kennslu því þeir mættu ekki við því að missa meira úr á þessum vetri en orðið væri, þ.e. 3 vikur á haustönn. Samþykkt var að senda frá sér aðra ályktun sem Her- mann Sæmundsson, forseti nemendafélagsins, og fleiri gerðu tillögu um. Á fundinum skrifuðu 145 nöfn sín undir yfirlýsingu fundarins oghljóðarhúnsvo: „Viö undirritaðir nemendur Fjöl- brautaskólans á Sauðárkróki lýsum yfir óánægju okkar með þær horfur sem blasa við nemendum í flestum framhaldsskólum landsins, þ.e.a.s. stöðvun skólahalds um óákveðinn tíma. Síðastliðið haust lá skólahald niðri í þrjár vikur í F. á S. og teljum við mælinn þegar fylltan. Komi til stöðvunar nú, í annað sinn á sama skólaári, kemur þaö til meö að hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir einstaka nemendur, sem og allt skólahald. Jafnframt lýsum við yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu kennara og hvetjum yfirvöld til að leysa deiluna á sem sanngjarnastan hátt fyrir alla aðila hið fyrsta. Mennt er máttur.” Metfrjósemi í Þingeyjarsýslu Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur, Húsavík: Vilhjálmur Jónasson loðdýrarækt- andi m.m. á Sílalæk í Áðaldal fór aö velta vöngum er hann las frétt í DV sl. þriðjudag um að rúmlega átta hvolpar á læðu væru frjósemismet á Islandi og jafnvel í Evrópu. Þingeyingum finnst frjósemi sjálfsagt mál sé vel að dýrun- um hlynnt og hafa ekki hugleitt að þar gæfist þeim kostur á að setja Evrópu- met. Vilhjálmur á 30 refalæður og í fyrra var frjósemi hjá honum 8,3 hvolpar á ásetta læðu. Fóður sem Vilhjálmur gefur dýrunum fær hann hjá fóðurstöð KÞ á Húsavík og hefur það reynst vel. Vilhjálmur taldi fróðlegt að vita hvort ekki leyndust víðar frjósemismet í bú- grein þessari. -EH. Einstakt tœkifœril Porsche 924 til sölu á aöeins 550 þús. Til sölu stórglœsilegur Porsche 924 með topplúgu, rafmagnsrúð- um, sportfelgum og fl. Litur: silfursanseraður. Bíllinn er yfirfarinn af Porsche umboði erlendis og er í toppstandi. Verð: 600 þús. miðað við skipti eða lán. Staðgreiðsla: 550 þús. Frekari upplýsingar, bœklingar og varahlutapantanir á tveimur vikum hjá Porsche umboöinu, Box 4248,124 Reykjavik, sími 34351. (Uppl. einnig gefnar í sima 81944 á daginn.) „Islenska kartaflan leynirá sér“ íslenska kartaflan er meira en meðlæti. Hún er eitthvert besta hráefni sem völ er á og fullgild uppistaða í vandaðri máltíð, ódýr, holl og Ijúffeng. Matreiðsla úr íslenskum kartöflum kostar þig litla fyrirhöfn en árangurinn kemur skemmti- lega á óvart, hvort sem stefnan er sett á einfaldan hversdagsmat, þríréttaða veislu eðafrísklega skyndirétti. Hver kartöflumáltíð er full af mikilvægum næringarefnum og er auk þess fyrsta flokks megrunarfæða. Kynntu þér nýju kartöOuleiðina 'GrtEhmetjsverslúri ] landbúnaðQríns f Síðumúla 34 — Sími 81600 karríi. Smyrjið eldfasl mót, blandið saman grænmeti og beikoni, allt sett í mótið. Þeytið saman egg, salt og pipar. Hellið eggjunum yfir grænmetið. Bakað neðst í ofni við 200°C í 30 mín. Borið fram sem sjálfstæður réttur með grófu brauði. Kartöflugratin m/karríbeikoni fyrir 4-5 • 500 g kartöflur • 150 g spergilkál • 1 stk. laukur • 150 g beikon • 3A tsk. salt • örl. pipar • Vi tsk. karrí • 2 egg________________________________ Skerið kartöflurnar og rífið á rifjárni. Sjóðið spergilkálið í saltvatni í 3-5 mín., skerið það niður, saxið laukinn. Skerið beikonið og steikið það á pönnu ásamt i 100 grömmum af íslenskum kartöflum eru aðeins 78 hitaeiningar. Til viðmiðunar má nefna að I 100 g af soðinni ýsu eru 105 he, kotasælu 110, soðnum eggjum 163, kjúklingum 170, nauta- hakki 268 og I hrökkbrauði 307. Islenskar kartöflur eru auðugar af C-vftamlni, einkum ef þeirra er neytt með hýðinu. Þær innihaida einníg B, og B2 vítamfn, nfasfn, kaik, járn, eggjahvítuefni og trefjaefni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.