Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 47
DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. 47 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Hj6n f tvö prestaköl Ef fer sem horfir ræöst fram úr prestaleysi tveggja presta- kalla i Þingeyjarsýslu á mjög sérstakan hátt. Þetta eru Háls- prestakali en i því er Fnjöska- dalur og Staðarfellsprestakall með Köldukinn og BáröardaL Um það fyrrnefnda sæklr sr. Hanna María Pétursdóttir og hiö síðarnefnda sr. Sigurður Arni Þórðarson. En hvað er svona merkiiegt við þessar umsóknir. Jó, þau eru nefnilega hjón. Þetta yrði i fyrsta skiptl i sögu islenskrar kristni að hjón væru prestar samtimis. Hanna Marta var um tima prestur i Ásapresta- kaili i Vestur-Skaftafelissýsiu. Sigurður Árni tók svo viö af henni og þjónar þar nóna. Einhver togstreita gæti orðið milli prestakailanna tveggja að halda prestsetrinu. Með þessu fyrirkomuiagi væri að nokkru verið að setja saman tvö prestaköil i eitt, Prestarnir ætla auðvitað að búa saman cftir sem áður. Seinheppinn J6n Beldvin Frægt varð þegar Jón Baid- vin krataformaður auglýsti fundi á Dalvik og i Ólafsfiröi fyrir nokkrum vikum og kom svo ekki. Fóik sat bara og beið en kappinn lét ekki sjá sig. Um siðustu helgi kom hann svo loksins. Auðvitað var gantast svolitið með þetta, Dalvfkingar voru eitthvað að tala um að það yrði að ná honum i andaglas. Ólafs- firðingar gáfii honum nafnið „Góði dátinn sveik”, með áherslu á siöasta orðið. Þegar kratarnir fóru aftur að auglýsa fund á Dalvik gátu Dalvikingar ekkl annað en glott, fundurinn var nefní- fega boöaður i Félagsheimili Dalvfkur. Gaiiinn er bara sá að það er ekkert féiagsheimili á Dalvik heldur Samkomuhús Dalvikur og Vikurröst. Þótti mönnum nóg komið hjá Jóni Baldvin þó hann færi ekki iika að messa f húsi sem væri ekki tu. Landsbanki kaupirhús Landsbankamenn hafa veríð að leita með logandi Ijósi að húsi á Akureyri fyrif nýjan úti- bússtjóra sem kemur I vor. Annars er það hiö skritnasta mál allt saman. Þannlg er vist, að Landsbankinn hefur þá reglu að útibússtjórar séu aðeins 5 ár á hverjum stað. Sá sem gegnir þvi starfi nú á Akureyri á þar hús og mun ekkert sériega spenntur fýrir að flytja til Selfoss, ebis og honum er ætlað. yið starfinu á Akureyrl tekur útibússtjóri Lands- bankans á Akranesi. Sá á hins vegar hús á Selfossi og gæti vel hugsað sér að fara þangað en kerfið leyfir það bara ekki. Sagt er að bankamenn séu ekkert yfir sig hressir með þessar reglur. Auk þess að fara heldur illa með starfsmennina er kerfi Landsbankans dýrt. Húsið er banklnn kaupir á Akureyri mun vist kosta aiinokkrar milijónir króna. EyjaQorður setagrióland? Góðhjörtuð hoilensk kona kom til Akureyrar á dögunum með selgrey sem hafði villst til HoUands. Þetta er þriðja heim- sókn hennar til tsiands i sUkum erindagjörðum og er orðinn fastur siður hjá henni að þegar seUrnir komast i Akureyrar- polUnn dregur hún upp fiösku ogbýður snafe. Kunnugir telja að selum sé UtiU greiöi gerður með þvi að bjóða þeim til sunds i Eyjafirði. Þar er að visu urmull af þannig skepnum en þær njóta Htflla vinsælda. Fiskimenn hafa oft kvartað yfir þvi að fá bara bera dáika á Ununa, selnum þykir góður fiskur eins og menn vita. Þessi aðgangur selanna hefur orðið til þess að sjóar- amir við innanveröan Eyja- fjörð eiga það til aö hafa byssuna með. HoUandsfarinn má þvi þakka fyrir að komast út fyrir HjaHeyri Ufandi. Kannski sleppur hann út undir Dalvlk. Þar er fóðureldhús lyrir loðdýr. t loðdýraióðri er meðal annars hakkaður selur. Umsjón: Jón Baidvin Haildórsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir HÁSKÓLABÍÓ — PARIS, TEXAS ★ ★ ★ ★ ÞREIFAÐ Á TILVERUNNI Aðalhlutverk Harry Dean Stanton, Nastasja Kinski, Dean Stockwell, Aurore Clement og Hunter Carson. Leikstjóri Wim Wenders eftir sögu Sam Sheppard. Tónlist Ry Cooder. Myndataka Robby Miiller. Wim Wenders er af mörgum talinn efnilegasti leikstjóri Þýskalands. Nýjasta myndin hans, Paris, Texas, ber bandariskt yfirbragð en er gerð í samvinnu enskra, þýskra og franskra aðila. Paris, Texas segir frá venjulegu fólki á látlausan hátt. Við fylgjumst með fjölskylduvanda- málum, togstreitu og hamingjuleit. Einmana útigangsmaður, sólbrenndur en þó föiur í andliti er á ferð um uppþornaöar auönir Texas- ríkis. Loks hnígur hann niður undan þrúgandi hitanum. Ahorfandinn fær á tilfinninguna að uppgjöfin stafi ekki eingöngu af líkamlegu magn- leysi heldur einnig af andlegri of- raun. Förumaðurinn kemst í umsjá manna. 1 ljós kemur aö hann ber á sér lítinn miöa þar sem á er letrað nafn og símanúmer manns í Los Angeles. Reynist þetta vera Walt (Dean Stockwell) bróðir hans. Föru- maðurinn, Travis (Harry Dean Stanton), hefur veriö týndur í fjögur ár. Walt fer af staö til aö sækja Travis og býður honum að dveljast heima hjá sér og konu sinni, Annie (Aurore Clement). Þau hjónin hafa hjá sér son Travis frá fyrra hjóna- bandi, Hunter, sjö ára (Hunter Carson). I fyrstu er sambandið mjög stirt á milli Travis og Hunter. Travis reynir þó aUt hvað hann getur aö vinna hug sonar sins að nýju. Þetta tekst honum að lokum meö lagni. Annie segir Travis frá því að móðir Hunters, Jane (Nastassja Kinski), hafi lengi verið í sambandi við hana til þess að fá upplýsingar um hagi drengsins. Hún sendi Hunter peninga þann fimmta hvers mánaðar frá banka í Houston. Travis og Hunter ákveða að halda af staö til Houston til að leita Jane. Hunter saknar móður sinnar og Travis finnst að þau eigi margt óuppgert eftir að þau skildu svo óvænt fyrir fjórum árum. Þeir feðgar finna Jane þar sem hún vinnur í klámbúllu í Houston. Bræðurnir Walt og Travis í myndinni Paris, Toxas. Travis og Jane sjá sér hvorugt fært aö annast soninn Hunter. Þau hafa nóg með að leysa eigin vandamál og komast til botns í tilverunni. Myndin er samansafn af hugnæmum samtölum. Draumurinn um hamingju á landareign í Paris, Texas verður aldrei að veruleika. 1 myndinni fylgjumst við með ólán- sömu fólki sem reynir að finna fót- festu í lífinu. Vinur minn sagði að Paris, Texas væri léleg plastikmynd sem ætti sér enga stoð i raunveruleikanum. Þetta er misskilningur. Yfirborðið er ein- mitt það sem tilveran snýst um hjá flestum okkar. Plastið er raunveruleikinn og þessu lýsir myndin á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Harry Dean Stanton er kunnur skapgeröarleikari en þekktastur fyrir að leika skúrka eins og hann hefur úthtiö til. Hér fer hann á kostum sem raunamæddur faðir. Myndataka, leikstjóm, samtöl og tónlist, allt fellur þetta ljúflega saman í eina heild — úr verður stór- kostleg kvikmynd. -Elín Hirst. Nissan Patrol highroof dísil árg. 1984. Ekinn 13.000 km, upphækkaður, talstöð, brettakantar, sílsalist- ar, grind á grilli, Spoke-felgur, ný dekk, 5 gíra. Til sýnis og sölu í dag. HIÍHuBÍLÆSjíLÆN grensasvegi 11 - 108 REYKJAViK - SiMI 83150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.