Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1985, Síða 50
50 DV. MÁNUDAGUR 4. MARS1985. Sambandsskuldabréf in að sel jast upp: Skuldabréf fyrírtækja renna út Skuldabréfaútboð Sambands greinilegahrifiðmarkaðinn.50minj. sögn dr. Sigurðar B. Stefánssonar, dag bauð Skeifan 15 hf. út 22—23 Að því er Sigurður tjáði DV er islenskra samvinnufélaga hefur króna bréf eru að verða uppseld, aö hagfræðings í Kaupþingi hf. 1 fyrra- milljóna bréf, sem renna strax út. skuldabréfasalan á markaðnum aö langmestu leyti byggð á fyrirtækja- bréfum. Þau eru með mismunandi háum ársarði. Ársávöxtun SlS-bréf- anna er 10,7% en Skeifubréfanna 13%. Það er algeng ávöxtun, en hún getur orðið hærri. Skeifan 15 hf. er meöal annars eigandi hússins sem Hagkaup leigir og verslar í. -HERB. Húsavík: Sýning64 listamanna A sl. ári var Æskulýössamband kirkjunnar 25 ára og sumarbúðir ÆSK við Vestmannsvatn 20 ára. I tilefni af afmælum þessum var ákveöið að gera endurbætur á húsnæði sumarbúðanna og er áætlaður kostnaður 700 þúsund krónur. Til fjáröflunar fyrir verkefni þetta gekkst Gunnar Rafn Jónsson læknir á Húsavík fyrir sölusýningu á verkum 64 listamanna i Safnahúsinu á Húsavík nú um helgina. Listamennimir hafa allir gefið verk sín til styrktar málefninu. Gunnar, sem unnið hefur lengi ötul- lega að æskulýðsmálum kirkjunnar, sagðist mjög þakklátur listamönnun- um og einnig f jölmörgum einstakling- um og fyrirtækjum sem styrkt hafa þetta framtak. Sýningunni lýkur klukkan 22 í kvöld, mánudagskvöld. -EH. Hveragerði: Hreppsnefnd- in ósammála Gísla á Grund Gísli Sigurbjörnsson, forstjóri Dvalarheimilisins Áss í Hveragerði, vlll gefa hjálparsveit staðarins 100 ferm hús undir starfsemi hennar. Gisli hefur stutt hjálparsveitina um árabil. Aösetur hjálparsveitarinnar er nú i húsi í miðjum bænum. Gefandinn hefur óskað eftir því að fyrmefnt hús veröi byggt viö það gamla. Við hliöina á núverandi húsi er auð lóð og ekkert virðist vera því til fyrirstöðu að þar verði byggt. Nú víkur sögunni til hreppsnefndar. Þar hefur því alfarið verið hafnað að fyrirhugað hús verði byggt. Þar er ekki gert ráð fyrir því að hús þessarar tegundar standi. Hins vegar hefur hreppsnefndin boöiö hjálparsveitinni lóö eöa jafnvel lóðir annars staðar. Og að hún geti fengið lóð endurgjalds- laust. Gísli Sigurbjörnsson, sem vill gefa húsiö, er á móti því að þaö verði byggt annars staðar en við það gamla. Og þar við situr nú. Hann segir aö ef sveitin eigi að byggja nýtt hús verði það allt of dýrt fyrir hjálparsveitina. Hann telur upplagt aö byggja þama i miðbænum og segist jafnframt ekkert skilja í þess- ari vitleysu sem upp er komin í málinu. -APH. Athugasemd IDV á f immtudag var stutt viðtal við Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur alþing- ismann, en í fyrradag var frumvarp hennar um átak í dagvistarmálum til umræöu í efri deild Alþingis. Þar sagði aö þetta tiltekna þingmál væri annaö þingmálið af þingmálum Samtaka um kvennalista sem afgreiðslu hefði feng- ið. Það er rétt, en í fréttinni stóð „sem afgreitt hefði verið úr nefnd og samþykkt”. Þetta frumvarp var af- greitt úr nefnd en ekki var einhugur i nefndinni um fjáröflun til átaks í dag- vistarmálum. Samþykkt var frumvarpið ekki, því var vísað til ríkisstjómarinnar, þar er framtið þess óráðin. Hj á embætti skattrannsóknarstjóra er unnið í þágu þeirra sem hafa framtalið í lagi Þarer unnið fyrir þig Það er sjálfsagður réttur allra heiðarlegra skattgreiðenda að eftirlit sé haft með þeim sem reyna að brjóta lög og svíkja undan skatti. Hjá embætti skattrannsóknarstjóra vinna sérfróðir menn með aðstoð nýjustu tölvutækni við slíkt eftirlit. Hluti starfs þeirra felst í fyrirbyggjandi aðgerðum - heimsóknum í fyrirtæki vegna almenns eftirlits og til ráðgjafar. Með fjölgun starfsmanna og tölvuvæðingu má nú fara yfir margfalt fleiri framtöl og reikninga á mörgum sinnum skemmri tíma en áður. Samanburður allra fyrirtækja í sömu starfsgrein er fljótlegur. Til dæmis tekur aðeins skamma stund að sjá hvernig hlutfallið milli heildarveltu og skattskyldrar veltu lítur út í rekstrarreikningi fyrirtækis. Skattrannsóknarstjóri skal hafa meö höndum skatteftirlit og rannsóknir. Hann skal fylgjast með eftirlitsstörfum skattstjóra, leiðbeina um eftirlitsaðgerðir og veita þeim upplýsingar um atvinnugreinar, atvinnuvegi eða önnur atriði sem þýðingu hafa við skatteftirlit. Skattrannsóknarstjóri getur hafið rannsókn á hverju því atriði er varðar skatta, lagða á samkvæmt lögum. FJARMALARAÐUNEYUÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.