Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Qupperneq 3
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985.
3
Brestur i þver-
pólitísku sam-
starfí kvenna
I dag er alþjóðlegur baráttudagur
kvenna. Undir kjörorðinu „Tökum
saman höndum” verður baráttufundur
kvenna í Háskólabíói í kvöld. Til þess
fundar boðar ’85 nefndin, samstarfs-
nefnd um lok kvennaáratugar Samein-
uðu þjóðanna.
Þverpólitískt samstarf 23 kvenna-
samtaka hófst á síöasta ári. Hafinn
var undirbúningur að framkvæmdum
sem fram eiga að fara á þessu ári. Þar
ber hæst sameiginlegt átak þrjá daga á
árinu, þ.e. 8. mars, 19. júní og 24.
október, útgáfu bókar og listahátíðar.
En samstarf þessara rúmlega
tuttugu aðila gekk ekki upp. Samtök
kvenna á vinnumarkaðnum settu sem
úrslitakost á undirbúningsfundi í síð-
ustu viku að skæruliöi frá Nicaragua
Gladys Baez yrði ræðumaður á fundin-
um í kvöld. Fundurinn er helgaður
jafnréttisbaráttu kvenna á Islandi,
fyrir betri launakjörum sem öðrum.
Þótti meirihluta nefndarmanna skæru-
liði frá Nicaragua ekki eiga heima á
þessum fundi íslenskra kvenna. Því
komst brestur í hið þverpólitíska sam-
starf kvenna.
Samtök kvenna á vinnumarkaðnum
efna til fundar í Félagsstofnun
stúdenta í kvöld og er heiðursgesturinn
skæruliðinn Gladys. Sérframboð
kvenna og Kvennafylking
Alþýðubandalagsins standa aö þeim
fundi með Samtökum kvenna á vinnu-
markaðnum.
Nitján kvennasamtök standa að
fundinum í Háskólabíói og verður dag-
skráin mjög f jölbreytt.
I anddyri bíósins verður kynning á
starfsemi félaganna sem að fundinum
standa. -ÞG
Deilumarum 8. mars:
Harmað að rang-
færslum var beitt
Framkvæmdanefnd ’85 nefndar
hefur sent frá sér bréf vegna meintra
rangfærslna forsvarsmanna Samtaka
kvenna á vinnumarkaði sem komið
hefur fram í blöðum.
I því bréfi er greint frá því að 28.
ágúst sl. hafi verið ákveðið að 8. mars
skyldi vera einn þeirra daga á þessu
ári sem aðildarfélögin sameinuðust
um. Þeim aðilum sem standa aö
fundinum í Félagsstofnun átti því að
vera fullljóst hvað til stóð.
Það er rangt, segir nefndin, sem
haldiö hefur verið fram að fram-
kvæmdanefndin hafi lagt fram full-
mótaöa dagskrá sem ekki hafi fengist
hnikað til. Samtök kvenna á vinnu-
markaði lögöu fram fimm tillögur um
breytingar á dagskránni, fallist var á
fjórarþeirra.
Fullyrðingu um að ágreiningur hafi
fyrst og fremst verið um það hvort
dagurinn skyldi vera baráttudagur eða
ekki er algerlega vísaö á bug af '85
nefndinni. Urslitaatriðið að Gladys
Baez flytti ávarp er eina atriðið sem
ekkivarfallistá.
Orðrétt í bréfinu segir: „Það er
rangt sem haldið er fram í einu dag-
blaðanna, að f jögur samtök hafi dregið
sig út úr samstarfinu um 8. mars fund-
inn vegna þess að framkvæmdanefnd-
in varð ekki við múlaleitan Kvenna-
framboðs um frestun á fundi ’85
nefndar.
Þegar bréf Kvennaframboðs barst
Skæruliðinn Gladys Baez við komuna
tU tslands sl. sunnudag. Segja má að
samstaða islenskra kvenna til
sameiginlegs baráttufundar hafi
strandað á ávarpi skæruUðans.
DV-mynd GVA
nefndinni 3. mars, var ljóst að 3
samtök höfðu ákveðiö að standa aö sér-
stökum fundi í Félagsstofnun stúdenta.
Þá var búið að taka endanlega ákvörð-
un um að halda fundinn í Háskólabíói
og sá framkvæmdanefndin þvi enga
forsendu fyrir því að breyta þar um.”
Framkvæmdanefndin harmar það
að forsvarsmenn ábyrgra félagasam-
taka skuli beita fyrir sig rangfærslum
eins og gert hef ur verið.
t framkvæmdanefndinni eiga sæti
Elín Pálsdóttir Flygenring, Lára V.
Júlíusdóttir, Maria Pétursdóttir,
Jóhanna Sigurðardóttir og Sólveig
Olafsdóttir. -ÞG
„Get ekki annað en
mælt götumar”
— athvarf fyrir ungmenni er lent hafa í ógæf u
fíkniefnaneyslu
„Það er ömurlegt að standa á
Umferðarmiðstöðinni og taka á móti
barni sínu sem er að koma úr meöferð.
Þá sér maður aðra krakka sem eiga
enga aö ráfa eina síns Uðs frá rútunni
niður á Lækjartorg,” sagöi kona á
fundi áhugafólks um fíkniefnavamir
sem haldinn var í Reykjavík fyrir
skömmu.
Á fundinum voru um 100 manns en
tilgangur hans var að gangast fyrir
stofnun félags til hjálpar þeim ung-
mennum sem lent hafa í ógæfu
fíkniefnaneyslunnar. Mun félagið að
öUum Ukindum beita sér fyrir því að
komið verði á laggirnar athvarfi fyrir
ungmenni sem eiga við þetta böl að
stríða.
„Eg er alkóhóUsti og fyrrverandi
dópisti,” sagði einn er sté í pontu á
fundinum. „Þeir sex mánuðir sem
Uönir eru frá því ég kom úr meðferð
haf a ekki verið neinn dans á rósum. Ég
hef flækst miUi skemmtistaðanna í leit
að félagsskap en þar á ég ekki heima.
Á kaffihúsunum sitja gömlu
kunningjarnir og dUa undir borðin, þar
vil ég heldur ekki vera. Því get ég ekki
annað en mælt göturnar. Eg styð
hugmyndir um stofnun svona athvarfs
innilega.”
Fundarmenn voru sammála um að
hefjast handa hiö fyrsta, það væri ekki
eftir neinu að bíöa. -EIR
Kære nordiske venner
Her er en mand,
der har meget
at lære. . .
Han hedder Bertel Haarder og er
í denne uge blandt deltagerne í
Nordisk Ráds mode í Reykja-
vík. Her har han bidraget til
debatten um fælles nordiske
initiativer í anledning af det
internationale ungdomsár.
Til daglig er Bertel Haarder
minister for undervisning og
uddannelse í Danmark. Derfra
kender vi hans politiske praks-
is. Han har nylig demonstreret,
hvad han mener om FN's Ung-
domsár: Han foretrækker at for-
ringe uddannelsesmulighederne
í Danmark, f. eks. gegnnem
nedlæggelse af 720 udannelses-
pladser alene ved pædagog-
seminarierne.
Derfor, nordiske venner: Lyt
ikke til den danske undervisn-
ingsminister. Lad ikke hans
model fá mindste indflydelse pá
jeres ungdoms- og uddannelses-
politik. — Fortæl í stedet Bertel
Haarder um jeres egne systemer
og erfaringer. Giv ham gode rád
om, hvordan et velfærdssam-
fund bor behandle sine born og
unge. Han har uendelig meget
at lære.
Seminarielærerforeningen
i Danmark
Kæru norrænu vinir
Hér er maður sem á
enn margt ólært.
Hann heitir Bertel Haarder og er í þessari viku meðal þátttakenda á þingi
Norðurlandaráðs í Reykjavík. Hér hefur hann lagt sinn skerf í umræðurnar
um norrænt frumkvæði í tilefni alþjóðlegs æskuárs.
Dags daglega er Bertel Haarder menntamálaráðherra í Danmörku. Þaðan
þekkjum við pólitíska afstöðu hans. Hann hefur fyrir skömmu sýnt í verki
allt sitt á æskuári Sameinuðu þjóðanna: Hann kýs að draga úr menntunar-
möguleikum í Danmörku, til dæmis með því að leggja niður 720 skólasæti í
barnakennaraskólum.
Norrænu vinir: Hlustið þess vegna ekki á danska menntamálaráðherrann.
Látið ekki fordæmi hans hafa nein áhrif á æsku- og menntamálastefnu
ykkar. Skýrið í staðinn Bertel Haarder frá ykkar eigin kerfi og reynslu. Verið
honum ráðhollir um hvernig velferðarþjóðféiag eigi að sjá fyrir þörfum
barna og unglinga. Hann á óendanlega margt ólært.
Félag barnakennara
í Danmörku.