Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Qupperneq 5
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. 5 Leit tollgæslunnar í skipi dregst á langinn og ber ekki árangur: Er ríkissjóður skaðabótaskyldur? — vísbending til tollgæslunnar gæti haft úrslitaþýðingu íslíku máli Stórleit tollgæslunnar um borð í ms. Alafossi hefur vakiö upp spurninguna hvort ríkissjóður sé skaðabótaskyldur ef leit í skipi dregst á langinn og ber ekki árangur. Ljóst er nefnilega að hver dagur er dýrmætur og skipafélög verða fyrir milljónatjóni raskist áætlanir skipanna verulega. Við leituðum til Gunnlaugs Claessen ríkislögmanns og spurðum hvort dómur lægi fyrir þar sem skipafélagi hefðu verið dæmdar bætur vegna tjóns sem það hefði orðið fyrir vegna leitar tollgæslunnar. „Það er enginn dómur fyrir slíku og ég minnist þess reyndar ekki að fordæmi sé til fyrir því að skipafélag hafi farið í mál vegna leitar tollgæsl- unnar.” — Nú hefur tollgæslan heimild í lögum til að banna skipi aö koma að landi og skipverjum að fara í land á meðan verið er aö leita. Getur skipa- félag yfirhöfuðfariðímálvegnaþess- arar heimildar í lögum? „Það liggur ljóst fyrir að menn hafa farið fram á bætur ríkissjóðs, til dæmis vegna handtöku, gæsluvarðhalds og likamsleitar þegar ljóst hefur þótt að meiri líkur væru fyrir sakleysi þeirra heldur en sekt. Nýlegt dæmi er um þetta í Geirfinns- málinu þar sem augljóst sakleysi var fyrir hendi. Þar var spumingin ekki hvort ríkið ætti að greiða skaðabætur heldur hve mikið. En varðandi kröfu vegna leitar toll- gæslunnar tel ég ekki rétt að tjá mig um að svo stöddu, enda hefur ekkert tilefni gefist til þess þar sem slik krafa hefur aldrei komiö f ram. ” Gunnlaugur taldi ennfremur aö kæmi til svona máls myndi sú vísbend- ing sem tollgæslan heföi um að smygl væri í ákveðnu skipi vega þungt á metunum þegar dómur væri kveðinn upp. Þá má hafa það i huga aö skipver jar gætu þurft aö greiða skipafélagi sínu skaðabætur ef skipafélagið færi i mál við þá vegna leitar tollgæslunnar sem heföi tekið langan tíma og boríö áranguraðlokum, smygl fundist. -JGH Tollgæslan grandskoðaði gámana úr Álafossi i gær. DV-mynd S Hvað sögðu viðskiptavinir Eimskips? „Sumir famir að ókyrrast” Hvemig kemur löng leit tollgæsl- unnar i skipi niöur á viöskiptavinum skipafélagsins sem á skipið? Hvað sögðu viöskiptavinir Eimskips sem áttu vörur um borð í Alafossi þegar ljóst var að skipiö var að tef jast vegna leitarinnar? Þórður Sverrisson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Eimskip: „Nokkrir þeirra voru farnir að ókyrrast sem skiljanlegt er. Um borð í skipinu voru vörur eins og ávextir sem mikilvægt var að skipa fljótt upp við komu skips- ins. Og í þessu tilfelli stóð til að skipa ávöxtunum upp á þriðjudag. Þeir áttu síðan að vera komnir í verslanir á föstudag, fyrir helgarverslunina. Við skulum gá að því að pantanir kaupmanna hafa breyst á undanförn- Hvaða dóm fá smyglarar? Viðurlögin eru sektirog upptaka smyglvam- ingsins — um 30 til40þúsund kr. sekt vegna smygls á myndbandstæki „Viðurlögin eru sektir og upptaka smyglvamingsins,” sagöi Hjörtur Aðalsteinsson, aðalfulltrúi í Sakadómi Reykjavíkur, er hann var inntur eftir því hvaða viðurlögum væri beitt þegar maður yrði uppvís að smygli. „Við ákvörðun sektar vegna smygls á áfengi og tóbaki er útsöluverð áfengisins hjá ÁTVR höfð til hliðsjónar. Hvað myndbönd snertir eru þau opinber gjöld sem ríkið hefði tapað höfðtilhliðsjónar. Svo ég nefni tölur þá er algeng sekt fyrir smygl á myndbandstæki svona 30 til 40 þúsund krónur. Auk þess kemur til upptöku tækisins,” sagði Hjörtur. -JGH um árumvið breytta tækni skipafélag- anna. Hjá okkur eru tii dæmis allar tíma- áætlanir mjög nákvæmar og lögð er áhersla á að þær standist fullkomlega. Þetta, auk tíðari ferða, hefur haft það í för með sér að kaupmenn hafa birgð- ir sínar í lágmarki til að losna við óþarfa birgðakostnað. Tafir skips í nokkra daga vegna leitar toligæslunnar getur þvi fljótlega leitt til vöruskorts hjá viðskiptavinum okkar.” -JGH Glœsilegu belgísku svefnherbergis- húsgögnin úr kirsu- berjaviði nýkomin aftur. AM.CUOUt: Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 J! annprb ab erö lun tn Snorrabraut 44. Sími14290 VÆRÐARVOÐIR NR. 1 PARIÐ 150 x 200 CM, KR. 1.174,- -.5 ' : mflgsmm i ! NR 2TRÚÐUR NR.3SARA NR.4CLADIA 150 x 200 1.174,- CM, KR. 150 x 200 1.174,- CM, KR. 150x200 1.174,- CM 180 x 220 1.512,- CM, KR. 180 x 220 1.512,- CM, KR. 180 x 200 1.512,- CM Póstsendum. Pósthólf 5249.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.