Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Side 8
8
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
p Persaflóastríðið:
Obreyttir borg-
arar aðalskot-
mörk herjanna
Bardagar hafa verulega harðnað í
stríði Iraka og Irana. Báðir aðilar
skjóta nú sprengjum á borgir hins.
Ibúar í irönsku borginni Basra segja
að tvö eða þrjú fallbyssuskot Irana
falliþarámínútu.
Skothríðin á Basra, sem er hafnar-
borg nálægt Persaflóa, hefur veriö
linnulaus frá í gærdag. Ekki er vitað
ummannfall.
Irakskar herflugvélar fóru 257 árás-
arferðir gegn Iran í gær en ekki er
vitað nákvæmlega hvað þær réðust á.
Það eru flestar árásarferðir þeirra á
einum degi síðan stríðið byrjaði fyrir
fjórum oghálfuári.
Iranir segja að í gærmorgun hafi
átta flugskeyti Iraka sprengt upp
spítala í Dezful í suðvesturtiluta írans
og tvo skóla. Þeir sögðu aö fimm
manns að minnsta kosti hefðu látist og
70 særst.
Einnig hefðu Irakar varpað
sprengjum á Abadan olíuhreinsunar-
stöðvamar sem þegar var nær búið að
leggja í rúst.
Irakar sögöu aö árásirnar á Abadan
og Dezful sýndu bara örlítinn hluta
árásargetu þeirra. Iranar sögðust
myndu sprengja upp hvern sentímetra
Basra borgar í hefndarskyni. I Basra
býr ein milljón manna.
Þessar árásir á borgaraleg skot-
mörk eyðileggja alveg níu mánaöa
gamalt samkomulag stjórna þessara
landa aö forðast slikar aðgerðir. Olof
Palme, forsætisráöherra Svíþjóðar,
sem hefur gengið milli hinna striöandi
aðila, sagði í gær aö þetta samkomulag
hefði bjargaö lifi milijóna manna og bað
heri landaima aö reyna að hemja sig.
■m ■ ■ >
Svartur reykjarmökkur rís frá
olíutönkum sem Íranar hafa
sprengt upp í Basra. Ekki er vitað
um hve margir hafa látið lífið i
sprengjuárásunum gegn borg-
inni, en þeir eru margir.
Treholt fær
blóm og konfekt frá
aðdáendahópnum
Frá Jóni Einari Guðjónssyni, fréttarit-
ara DV i Osló:
Tekið hefur verið eftir því i Noregi
hve miklu hressari Arne Treholt hefur
verið undanfama daga en vikuna áður.
Þetta er talið stafa ekki síst af því að
hann fær mikiö magn gjafa frá
mönnum, um 15 bréf á dag, blóm og
konfekt. Þetta tekur hann með sér í
fangaklefann á kvöldin eftir réttar-
höldin.
I gær gerðist það í málinu að tveir af
þremur sérfræðingum sem verjendur
höfðu beðið um að yrðu skipaöir sér-
legir sérfræðingar í málinu voru sam-
þykktir sem slíkir. Það var sækjandi
sem bað um að þeir yrðu skipaöir.
Taliö er að þaö sé til þess aö auka
traust dómara.
Þessir tveir sérfræðingar eru ungir
menn, um fertugt og hafa annað
sjónarmiö varðandi leyniskjöl en þeir
sérfræðingar sem fyrir eru. Þeir eru
aðallega embættismenn og hemaðar-
sérfræðingar sem taldir eru lita há-
tíðlegri augum á gildi leyniskjalanna.
Hlutverk sérfræðinganna er að segja
til um hvort leyniskjölin sem Treholt
lét Sovétmenn fá hafi varðað öryggi
Noregs og stefnt því í hættu.
Treholt hefur verið hraustlegri undanfarið en fyrstu daga róttarhaldanna. í
g»r vann hann stórsigur þegar tveir nýir sárfræðingar voru skipaðir til
aðstoðar dómurum.
Ferðir til Sovétríkjanna
Flogið föstudaga og sunnudaga til Kaup-
mannahafnar með Flugleiðum og síðan með
Aeroflot til Moskvu/Leningrad eftir því
hvaða ferð er valin. Um er að velja 41 ferð til
Sovétríkjanna. Aldrei meira úrval. Hægt að
skreppa vikuferð til Leningrad og Moskvu
fyrir kr. 24.135,-, 2 vikur til Sochi/Jalta,
baðstrandarstaðanna, með viðdvöl í Moskvu
verð kr. 27.478, 2 vikur með Síberíu-járn-
brautinni allt til Khabarovsk á Kyrrahafs-
ströndinni með viðkomu í Leningrad,
Moskvu og Irkutsk, 22 daga ferð til Japan um
Síberíu i flugi, lest og skipi, þar af vika í
Japan, verð kr. 65.926,- og er þá fátt eitt
talið. Flug/járnþrautir/skip, gisting og matur
innifalin. Góð Intourist hótel, leiðsögn
danskra fararstjóra. Upplýsingar og
bæklingar á ferðaskrifstofu okkar.
0
FERÐASKRIFSTOFA
KJARTANS
Gnoðarvogi 44,104 Reykjavík
S 68-62-55
Hvergi bólar
á Tsémenkó
Konstantín Tsérnenkó missti af
hefðbundnum baráttufundi sem
haldinn var daginn fyrir alþjóðlegan
kvennadag i dag. Hann hefur verið
veikur í rúma tvo mánuði.
Fréttamenn tóku eftir því að Gor-
batsév, sem talinn hefur verið líklegur
eftirmaður Tsémenkós, trónaði milli
forsætisráöherrans Thikonovs og utan-
ríkisráðherrans Gromykos á fundinum
í Bolshoi leikhúsinu. Taka þeir það
sem enn eitt tákn þess að hann sé
fastur í sessi sem krónprins Kreml-
verja.
Samkvæmt venju á leiðtogi
Kommúnistaflokksins að mæta á þessa
hátíð í BoIshoL En hann hefur verið
heilsulaus síðan um áramót og grunur
leikur á aö þær tvær myndir sem hafa
verið birtar af honum síðan þá hafi
verið teknar inni í s júkrahúsi.
ferð til Reagans
Mubarak Egyptalandsforseti fer af
staö til Bandaríkjanna í dag, þar sem
hann hyggst reyna að fá Reagan for-
seta tilað fallast á friðartillögur sínar.
Þær byggjast á samkomulagi sem Jór-
danar og Frelsissamtök Palestínu,
PLO, náðu nýlega um að semja sam-
eiginlega við Israelsmenn, fáist þeir að
samningaborðinu.
Mubarak ætlar að reyna aö telja
Bandaríkjaforseta trú um að þetta sé
gullið friöartækifæri. Nú þurfi bara að
fá Israelsmenn að samningaborðinu.
Samkvæmt tillögum Mubaraks
myndu Bandaríkjamenn fyrst ræöa við
sameiginlega nefnd Jórdana og
Palestinumanna en Israelsmenn
myndu koma síðar inn í viðræðumar
þegar þær fara að komast á skrið. En
Bandaríkjamenn neita aö ræða beint
við PLO nema samtökin viðurkenni
tilvist Israelsríkis. Ymislegt bendir til
að samtökin séu ekki langt frá að gera
það.
Mubarak er ó leiðinni til Frakk-
lands, Bandarikjanna og Bretlands
og hittir Reagan á þriðjudag.
Mubarak í friðar-