Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Blaðsíða 10
10
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Jardskjálftamir hindra
efnahagsbatann í Chile
Hinn geysiharði jarðskjálfti, sem
iagði þúsundir bygginga í rúst á
helsta iðnaðarsvæði Chile, þýðir aö
þarlendir þurfa aö ganga í gegnum
ennþá meira harðræði á komandi ár-
um en þegar var ljóst. Fyrir var búið
að vara fólk við að ár þrenginga
væru framundan vegna mikilla efna-
hagsörðugleika.
Jafnvel áður en búið er að reikna
út hvert tjónið er vegna þessa mesta
jarðskjálfta í Chile í 25 ár, segja hag-
fræðingar að Chilestjórn verði aö
herða belti landsmanna jafnvel meir
en stjómin var búin að semja um viö
Alþjóöa gjaldeyrisvarasjóðinn aö
gera þyrfti. Þeir samningar tókust
ekki fyrr en rétt í síðasta mánuði.
Vitað er um að minnsta kosti 145
manns sem fórust í skjálftunum. Um
2.000 manns særðust. Fleiri en
200.000 manns eru nú heimilislaus
vegna hörmunganna. En fyrir utan
það er ljóst aö stórkostlegar viðgerð-
ir á vegum, jámbrautarteinum,
brúm og öðrum mannvirkjum munu
kosta of fjár og koma niður á fram-
þróun í landinu.
Þróunar/and
Chile er þróunarland með minni
þjóðartekjur en jafnvel Mexíkó. Uti-
standandi erlend lán eru svo mikil
að megnið af gjaldeyristekjum
landsins fer í að greiða vexti af þeim.
Það flytur út mikið af hráefnum og
fær ekki hátt verð fyrir, eftir kreppu
undanfarinna ára á Vesturlöndum.
Stjórnin segir að 20.000 hús hafi
gjöreyðilagst í skjálftunum, og lík-
lega þy rfti að rífa 40.000 í viðbót.
Mikiö af hinum mikilvægu útflutn-
ingsvörum, ávöxtum og kopar, var
lokaö inni í höfnum San Antonio- og
Valparaiso-borga.
„Allt er þetta mikiö högg fyrir
áætlanimar sem þeir höfðu komið
sér saman um Alþjóða gjaldeyris-
varasjóðinn, IMF,” sagði einn
stjómarerindreki sem sérhæfir sig í
efnahagsmálum. „Þeir verða aö
eyða meiri peningum eftir þetta og
þeir verða aö fá meira lánað hjá
bönkunum.”
Biöja um meira
Fjármálaráðherra Chile, Heman
Buchi, haföi áætlaö að fara til
• Bandaríkjanna í dag, en hann varð
aö fresta f erðinni þangað til um helg-
ina. I Bandaríkjunum ætlaði hann að
ræða við gjaldeyrissjóðinn og við-
skiptabanka Chile.
Heimildir innan stjórnarinnar
segja að hann hyggist afla sér grein-
argóðrar skýrslu um ástandið eför
skjálftana og biðja alþjóðapeninga-
markaði um aukaaðstoö.
Buchi var ráðinn fjármálaráö-
herra i síðasta mánuði. Margir sáu
ráðningu hans sem teikn þess að nú
ætti aö fara að herða beltin og
minnka lántökur. Þess í stað verður
hann aö hef ja tímabil sitt i embætti
tilaðfá aukin lán.
Hann samdi við gjaldeyrissjóðinn
um aö sjá til þess að fjárlagahalli
Chile í ár verði ekki meiri en þrjú
prósent af innanlandsframleiðslu
Chile. I fyrra var þessi halli 4,8 pró-
sent. En nú segja hagfræöingar að
engin von sé til að sú áætlun standist.
„Þó ætlunin hafi verið áður að hafa
minni halla hjá því opinbera, þá er
ljóst að þessi halli verður nú meiri,”
sagði Patricio Meller, hagfræðingur
hjá rannsóknarfyrirtæki í efnahags-
málum, sem hefur aðsetur i Santi-
ago.
Eyðileggingin, sem skjálftinn olli,
sérstaklega í höfnum landsins, gæti
aftur skaðaö þá stefnu stjórnarinnar
aö auka útflutning til aö borga vexti
af erlendum lánum. Bucchi haföi
spáð að vömskiptajöfnuður yrði hag-
stæður um einn milljarð dollara á
þessu ári, miðað við aöeins 300
milljón dollara í fyrra. Samtals em
skuldimar 18,5 milljarðar, svo ljóst
er að ekki veitir af.
En jarðskjálftamir komu á versta
tíma. Nú er ávaxtauppskeran í full-
um gangi. Af ávöxtunum einum fá
Chilebúar 300 milljónir dollara í út-
flutningstekjur á ári. Rene Benavid-
es, talsmaöur útflytjendafélags
Chile, segir að einungis þriðjungur
hinna 46 milljón kassa af ávöxtum,
sem flytja átti út í ár, sé farinn úr
landi. Afganginn átti að senda í gegn-
um San Antonio og Valparaiso.
„Annaðhvort komast þessir ávext-
ir út úr landi eða við missum alger-
lega útflutninginn,” sagði Benavid-
es.
KoparferiUa
Kopariðnaður landsins, sem færir
Chile næstum helming útflutnings-
tekna þess, hefur einnig fariö illa út
úr skjálftunum.
Hið ríkisrekna koparfyrirtæki
Empresa Nacional de Mineria, sem
kaupir eir frá litlum námum og
framleiðir um 10 prósent af fullunn-
inni koparframleiðslu Chile, sagði
viöskiptavinum sínum að það gæti
ekki staðið við skuldbindingar sínar
á næstunni. Viðgerðir á einu kopar-
bræöslu fyrirtækisins munu taka aö
minnsta kosti mánuö.
Stærsti koparframleiöandi heims-
ins, Codelco, sem framleiðir um 80
prósent af koparframieiðslu Chile, á
við framleiðsluvandamál að stríða á
framleiðslustöðvum sínum í E1 Teni-
ente og Andina. Og útflutningurinn
frá báöum þessum stöðvum fer fram
í gegnum San Antonio, sem nú er
löskuð eftir skjálftana.
Ernesto Ayala, forseti iðnrekenda-
sambands Chile, segir aö einungis 60
prósent framleiðslufyrirtækja séu nú
í gangi í miðhéruðum Chile, þar sem
langmest framleiöslan fer f ram.
New York borgar
Heimildarmenn innan trygginga-
félaganna segja að það séu stór al-
þjóðafyrirtæki sem muni þurfa að
bera mestan kostnaöinn vegna
tryggingakrafna þeirra sem hafa
orðið fyrir skaöa vegna skjálftanna.
Tryggingafyrirtækin í Chile endur-
tryggi flestar sínar tryggingar.
„Það er flest tryggt í Valparaiso
og Santiago. Menn í New York og
London þurfa að punga út miklum
fjárhæðum,” sagði einn heimildar-
maður.
Hann giskaði á að alls næmu
skemmdir vegna jarðskjálftanna 300
milljónum dollara. Eitt fyrirtæki
heföi þegar sótt um 80 milljónir í
tryggingafé vegna skemmda.
Umsjón: Þórir Gudmundsson
LAUGARDAG A
10-14
SUNNUDAG iBGSff*-- M
14-17 Háteigsvegi 3 Sími 27344
^Jeidhús meö 12 mánaða