Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Síða 13
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985. 13 Baráttudagur kvenna Allar götur síðan 1910 hefur 8. mars veriö alþ jóðlegur baráttudagur kvenna. I hugum þeirra sem þátt taka í kvenfrelsisbaráttu er þessi dagur jafnnátengdur þeirri baráttu og 1. maí er tengdur verkalýðsbar- áttu. 8. mars hafa konur sett fram kröfur sínar og baráttumál umbúða- laust og án málamiðlana. I ár verður það einnig gert og má segja að oft sé þörf en nú sé nauðsyn miðað við þau kröppu kjör sem konur nú búa viö. Baráttufundur kvenna í ár verður haldinn í félagsstofnun stúdenta og aö honum standa Samtök kvenna á vinnumarkaðnum, Kvennafram- boðið, Kvennafylking Alþýðubanda- lagsins og Kvennalistinn. 8. mars og 85-nefndin 1 tilefni loka kvennaáratugarins er starfandi svokölluð 85-nefnd. I henni eiga sæti fulltrúar 23 kvennasam- taka, þar á meðal þau samtök sem að baráttufundinum í Félagsstofnun standa. Nokkur blaðaskrif hafa verið undanfama daga um '8. mars og ágreining í 85-nefndinni vegna funda- halda þennan dag. Þaö er min skoðun aö þama hafi verið um fyrirsjáanlegan ágreining að ræða og jafnframt ágreining sem hægt var að komast hjá og leysa einfaldlega með þvi að flytja áætlaö- an hvatningarf und 85-nef ndarinnar á annan dag eins og tillaga hefur verið gerð um í nefndinni. Því miður náði sú tillaga ekki fram aö ganga. I stað þess geysast fram á rit- völlinn sjálfskipaðar forystukonur 85-nefndarinnar, berja sér á brjóst og ásaka samstarfsaðila sína í nefnd- inni um að r júfa samstöðu kvenna. Samstaða um hvað? Vegna áðumefndra skrifa hlýtur sú spuming að vakna um hvað sam- staðan átti að snúast 8. mars. Hvernig gátu þessar ágætu og greindu konur búist við því að sam- staða næðist um fund 8. mars án þess að allar kröfur væru útþynntar og innihaldslausar. Mér finnst það sýna öllu fremur skilningsleysi á merkingu og eðli þessa baráttudags kvenna. Hitt er jafnljóst að ýmis þau mál sem nú eru á undirbúningsstigi á vegum 85- nefndarinnar em þess eðlis að sýni- lega næst um þau samstaða. Ágreiningurinn um baráttudaginn 8. mars þarf þv'í ekki að hafa önnur áhrif á störf nefndarinnar en þau að sameiginlegur hvatningarfundur fellur niður. Frumskilyrði samvinnu svo ólíkra kvennasamtaka sem fulltrúa eiga að 85-nefndinni em lýðræðisleg vinnu- brögð sem felast í þvi í fyrsta lagi að sjónarmið allra séu jafnrétthá og aö nefndin standi fyrir þeim verkefnum einum sem fuHur einhugur ríkir um. Annað meginskilyrði er að upp- lýsingar berist til allra aðila að sam- starfinu en einstaklingar einoki þær ekki. Varðandi þetta atriöi hefur verið nokkur misbrestur á störfum nefndarinnar. Kröfur dagsins Kröfur kvenna á þessum baráttu- degi hljóta aö markast af þvi ástandi sem hér ríkir í launa- og kjaramál- umkvenna. A „Allar götur síðan 1910 hefur 8. mars verið alþjóðlegur baráttu- dagur kvenna. I hugum þeirra sem taka þátt í kvenfrelsisbaráttu er þessi dagur jafnnátengdur þeirri baráttu og 1. maí er tengdur verkalýðsbaráttu. ’ ’ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI KVENNAFRAMBOÐSINS í REYKJAVÍK Hér ríkir tvöfalt launakerfi sem bitnar á konum fyrst og fremst þar sem eftir-, nætur- og bónusvinna þeirra miöast við launataxta sem er undir lágmarkstöxtum. Lágmarkslaunin nægja ekki til framfærslu og við þau búa fyrst og f remst kvennastéttir. Konur verða fyrst og fremst fyrir barðinu á rangri stefnu í sjávarút- vegi. Það eru konur í fiskiðnaöi sem sendar eru heim fyrirvaralaust kauplausar þegar útgerðinni býður svoviðaðhorfa. öngþveiti í dagvistarmálum bitn- ar mest á konum þar sem ábyrgðin á börnunum hvílir mest á þeim. Eg gæti haldið áfram þessari upp- talningu en læt hér staðar numiö. Konur, mætum allar í Félagsstofn- un stúdenta á baráttufund okkar. Guðrún Jónsdóttir. Ólöghlýðnir uppalendur Skyldan við lýðræðið Kennarar telja starf sitt vanmetið, meðal annars sé uppeldishlutverki þeirra ekki gaumur gefinn sem skyldi. Vísað hefur verið til grunn- skólalaga þar sem meöal annars segir: „Hlutverk grunnskólans er, í sam- vinnu við heimilin, að búa nemendur undir líf og starf í lýðræðisþjóðfélagi, sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skól- ans skulu því mótast af umburðar- lyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Skólinn skal temja nemendum víðsýni og efla skilning þeirra á mannlegum kjörum og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkenn- um og skyldum einstaklingsins við samfélagið.” Fleiri orðum er raunar farið um hlutverk grunnskólans en þetta skal látið nægja. Það er aö visu nokkurt álitamál hvaða erindi slíkar hug- leiðingar eiga í lög. En hvaö sem þvi líður geta liklega flestir samsinnt að markmiðin séu æskileg — ekki einungis i grunnskóla, heldur öQum skólum landsins — þar á meðal framhaldsskólum. Athygli vekur sú mikla áherzla sem lögö er á gildi lýðræðis; einnig er þar minnzt á skyldur einstakling- anna við samfélagið. HoUusta við lýðræðislegar samskiptareglur hlýtur samkvæmt þessu að vera ein höfuðskylda kennara sem f ræðara og uppalenda. Kennarar brjóta iög Það er nú orðið ljóst sem fæstir hefðu að óreyndu trúað að fjöldi framhaldsskólakennara skirrist ekki við að framfylgja launakröfum sinum meö þvi að brjóta landslög, og það á fleiri veg en einn og stéttar- samtök þeirra virðast ganga þar fram fyrir skjöldu. Er þess fyrst að geta að kennarar innan vébanda Bandalags háskóla- manna hafa alls ekki verkfaUsrétt. Ef það sannaðist að stéttarfélag þeirra hefði haft forgöngu um f jölda- uppsagnir, yrði það lagt að jöfnu við að standa að verkfaUi — og það er andstætt lögum. Sönnun ætti ekki að vera neinum vandkvæðum bundin eins og hér stendur á. Þessu tU við- bótar má minna á hvatningar Kennarasambands Islands tU félags- manna um að ganga ekki i störf þeirra framhaldsskólakennara sem frá hefðu horfið. Styður það ein- dregiö þá skoðun aö litið sé á uppsagnir þessar sem verkfaUsað- gerðir. 1 annan stað hefur uppsagnar- frestur kennara verið framlengdur samkvæmt ákvæðum 15. gr. 1. nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins eins og aUcunna er. — Forystumenn kennara létu þó frá öndverðu í veðri vaka að kennarar myndu ekki virða framlengingu og hefur það að mestu leyti gengið eftir. Leiðir þetta hugann að því þegar kennarar innan BSRB fjölmenntu í Háskóla Islands í október sl. og reyndu að hindra þar kennslu með óspektum og ofbeldi. Þeim tókst þó ekki ætlan sin nema að óverulegu leyti, en aðgerðirnar sýndu hug þeirra til landslaga. — Eftirmálum erraunarekkilokið. Löghlýðniog iýðræði Löghlýöni hefur lengi verið talin til sjálfsagöra dyggða þótt mönnum hafi jafnframt verið ljóst að hún eigi sér takmörk. Stjómspekingar og siðspekingar hafa margir reynt að SIGURÐUR LÍNDAL PRÓFESSOR útUsta hvar séu hin réttu skil mUU skyldugrar hlýðni og réttmætrar mótstöðu — en sjaldan verið öldung- isá einumáU. Um þessi álitaehii er ekki nauðsynlegt að f jölyrða þegar taka á afstöðu tU laga sem sett eru í anda lýðræðis því að í lýðræðisskipan er gert ráð fyrir mótstöðu og hún feUd í ákveðinn farveg sem þarflaust er að lýsa hér. Lögin eru því engan veginn óhagganleg. Aðferðin við setningu þeirra hefur einnig áhrif á efni þeirra. Þau mótast í umræðu og af málamiðlun milU óUkra sjónarmiða auk þess sem þau eiga sér alla jafna nokkra stoð í reynslu fleiri en einnar kynslóðar — iðulega margra. Þannig má líta á lögin sem sameign þar sem ólíkir skoðana- og hagsmunahópar eiga alUr nokkra hlutdeild. Lög sett með lýðræðislegum hætti eru því þess eðlis að vandfundin eru rök sem réttlæta að þau séu virt að vettugi. Það sem hér hefur verið sagt á ekki jafnt við um öU lög, en svo viU þó til að það á alveg sérstaklega við þau sem kennarar hafa nú bundizt samtökum um að brjóta. Þau eru samin í samráði við hlutaðeigandi stéttarfélög og eru mótuð af málamiðlun miUi þeirra og rikisins. Síðan eru þau samþykkt af lýðræðis- lega kjörinni löggjafarsamkundu landsins og hafa staðið árum saman án þess að sérstaklega hafi verið barist fyrir breytingum. Niðurrifsstarf- semi eða skrípaleikur Mörg dæmi eru um það, fom og ný, að lýðræði hefur verið kollvarpað. NægUegt er að minna á Þýzkaland þegar nazistar náðu þar völdum 1933 og ýmis ríki Austur-Evrópu þar sem kommúnistar gerðu slíkt hið sama að lokinni síðari heimsstyrjöld. Einn þáttur í þeirri atburðarás var sá að ýmsir þjóðfélagshópar virtu lýðræðislega sett lög að vettugi og fóru sínu fram. Við tók alræðis- og ógnarstjórn sem varla þarf að fjöl- yrðaum. Hin siðustu ár hefur nokkuö borið á því hér á landi að einstakir hópar manna og samtök hafa ekki virt landsiög og eiga stéttarfélög þar einna drýgstan hlut að máli. Oft hefur þó verið reynt að dylja lögbrot eða réttlæta þau með einhverjum hætti. Nú hefur það hins vegar gerzt að stór hópur framhaldsskólakennara hefur meö stuðningi stéttarfélags sins gengiö blygðunarlausar tU verks í lögbrotum en dæmi eru um áður — elnmitt só hópur manna sem sér- staklega hefur tekið að sér að ala komandi kynslóðir upp til lýðræðis og fræða þær um skyldur þeirra við þjóðfélagið. Með þessu hafa þeir dyggUegá skipað sér í sveit þeirra sem vilja brjóta niður lýðræðislega stjómar- hætti. Verður að ætla að þeir hafi ekki fremur en aðrir áþekkir hópar hugsað til enda afieiðingar gerða sinnaog er þeim þá nokkur vorkunn. En þeim ættu að vera ljósar starfs- skyldur sem þeir sjálfir hamra á til stuðnings kröfum sínum um hærri laun. — Eða á kannski að líta á skóla- starfið sem marklausan skrípaleik? En þá er þeirri spurningu ósvarað hvaö er sanngjarnt að þjóðin greiði f yrir að halda honum áf ram. Sigurður Lindal. >> Hin síðustu ár hefur nokkuð borið w á því hér á landi að einstakir hópar manna og samtök hafa ekki virt lands- lög og eiga stéttarfélög þar einna drýgstan hlut að máli. ’ ’

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.