Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Qupperneq 14
14
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985.
FASTEIGNASALA
Til sölu er ein af stærri fasteignasölum borgarinnar. Um
er að ræða fyrirtæki í fullum rekstri og með mjög góða
starfsaðstöðu. Fyrirtækið er rekið á löglegan hátt og er
vel kynnt.
Áhugasamir leggi nafn og símanúmer inn á auglýsinga-
deild DV, Þverholti 11, fyrir 12. mars merkt Fasteigna-
sala.
TIL SÖLU:
15 rúmlesta fiskiskip úr trefjaplasti, smíðað árið
1979,
9 rúmlesta fiskiskip úr trefjaplasti, smíðað árið
1978,
9 rúmlesta fiskiskip úr furu og eik, smíðað árið 1981
og
7 rúmlesta fiskiskip úr furu og eik, smíðað árið 1975.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fiskveiða-
sjóðs Islands í síma 28055 og hjá Valdimar Einarssyni í
síma 33954.
Tilboð óskast send Fiskveiðasjóði íslands fyrir 21. mars
nk. Fiskveiðasjóður íslands.
TILBOÐ
óskast í eftirtaldar bifreiðir
umferðaróhöpp:
skemmdar
eftir
Daihatsu Charmant
Mercedes Benz 406D
Dodge Diplomat
Honda Accord
ColtGLX
Subaru DL 1600
Saab 99
Mazda 323
Fiat Panda
Toyota Corolla dísil
Allegro
Datsun Cherry
árgerð 1985
árgerð 1972
árgerð 1978
árgerð 1981
árgerð 1981
árgerð 1978
árgerð 1974
árgerð 1978
árgerð 1983
árgerð 1983
árgerð 1977
árgerð 1984
Bifreiðirnar verða til sýnis að Smiðjuvegi 1 í Kóp.
laugardaginn 9. mars frá kl. 13—17. Tilboðum sé
skilað til aðalskrifstofu Laugavegi 103 fyrir kl. 17
mánudaginn 11. mars.
Brunabótafélag íslands.
Starfslaun handa
listamönnum árið 1985.
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa
íslenskum listamönnum árið 1985. Umsóknir skulu hafa
borist úthlutunarnefnd starfslauna, menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 10. apríl nk. Umsóknir skulu
auðkenndar:
Starfslaun listamanna.
í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind:
1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafn-
númeri.
2. Upplýsingar um náms- og starfsferil.
3. Greinargerð um verkefni sem liggur umsókn til
grundvallar.
4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau
veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið
lengsta, og nema sem næst byrjunarlaunum mennta-
skólakennara.
5. Umsækjandi skal tilgreina tekjursínarárið 1984.
6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki í
föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til.
þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verkefni sínu.
7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfs-
launa.
Tekið skal fram að umsóknir um starfsiaun árið 1984
gilda ekki í ár.
6. mars 1985
Menntamálaráðuneytið
Menning Menning
SÖGUR ÚR
AUSTURB0TNI
— rætt við Antti Tuuri sem í ár hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs
Finnski rithöfundurinn Antti Tuuri
veitti bókmenntaverðlaunum Norður-
landaráðs viðtöku siðastkðinn þríöju-
dag. Utan heimalands síns hefur
Tuuri verið lítt þekktur til þessa. Verk
hans hafa litið verið þýdd á erlendar
tungur. Þó er verðlaunaskáldsagan
„Austurbotn” komin út á sænsku og er
væntanleg á öðrum Norðurlandamál-
um á þessu ári. Njöröur P. Njarðvik
vinnur að íslensku þýðingunni.
Antti Tuuri er afkastamikill rithöf-
undur. Frá árinu 1971 hafa komið út
eftir hann 13 bækur, aðallega skáldsög-
ur. Þótt Tuuri sé með þekktustu rithöf-
undum í heimalandi sínu kom útnefn-
ing hans til verðlaunanna á óvart.
Hér á landi höfðu fáir heyrt nafn
hans nefnt. En hvað um skáldiö sjálft
— voru verðlaunin honum óvæntur
heiður?
.Auðvitað, en ég veit ekki hvort
„óvænt” er nákvæmlega rétta orðið.
Verölaun eru ekki eitthvaö sem hægt
er að bíöa eftir og verða svo hissa þeg-
ar þau berast. Bókin var valin fyrir
hönd Finnlands snemma á síðasta ári.
Þegar það var svo tilkynnt í janúar
síðastliðnum að bókin mín hefði hlotið
verðlaunin varð ég auðvitað mjög
glaður en kannast ekki við að hafa orð-
iðhissa.
Eg er orðinn það gamall sem rithöf-
undur að ég veit vel hvað svona
verðlaun þýða. Þau eru ekki dómur á
hvaða bók er best því bækur eru svo
ólíkar. Bókmenntaverðlaun eru alls
ólík íþróttaafrekum. Aftur á móti má
segja aö sjálf afhending verðlaunanna
hafi veriö einvígið mitt. Eg kann ekki
vel við að halda ræður frammi fyrir
fjölda fólks. Slíkt er auöveldara fyrir
stjórnmálamenn en hlédrægan rithöf-
und. Eg kann betur við að gera margt
annað.”
Um hvað eru bækur þínar?
„Ég segi öllum sem spyrja þessarar
spumingar að þær séu um lífið, dauð-
ann og ástina. Eg álít að þetta sé viö-
f angsefni allra rithöf unda.
Allir rithöfundar nota reynslu sína
við skriftirnar. Eg vann t.d. um fimm-
tán ára skeið í pappírsverksmiðju og
þess sér væntanlega staö í verkum
FÖSTUDAGSKVÖLD
OPIÐ í ÖLLUM DEILDUM TIL KL. 8 í KVÖLD
, leðursófasetta I
O’
e\\eO leðurdeild
^ Verð frá kr. 68.000,-
JL—GRILLIÐ GriHréttir a/lan daginn. Jtéttir dagsins i hádeginu. Húsgagnadeild á tveimur hæðum. RaftækjadeMd á 2. hæð. Munið heilsuhornið vinsæla.
Munið okkar
hagstæðu
greiðslu-
skilmála
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600