Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1985, Page 32
44
DV. FÖSTUDAGUR 8. MARS1985.
Nýlega birtum v» tvœr sögur af
híbýlum tveggja frægra kvlk-
myndastjama. Hér er ein til viö-
bótar. Ollvía Newton-Jobn býr í
verklegu híisi meö spænsku yfir-
bragði. Utsýnið úr húsi þessu er
ekki af verra taginu, nefnllega
Kyrrahafið. t húsl þessu eru fjögur
svefnherbergi, álíka mörg eld-
stæði, og stórt f jölskylduherbergi.
★ ★ ★
Gamla brýnið og fyirum sjar-
mörinn Rock Hudson er um þessar
mundir að ieika í kvikmynd einni
sem tekin er í Mekka kvikmynd-
anna, Hoilywood. t mynd þessari á
rokkurlnn að leika elskhuga ungrar
og sprækrar stúlku. TU að kappinn
gæti staðið undir hlutverkl sínu
þurfti að setja hann á vítaminkúr
og var dagskammturinn 30 piUur.
TU stendur að setja Joan CoUins,
Dynasty-leikkonuna á safn. Nei,
ekld stoppa hana upp, heldur er
það aðeins vaxmynd af henni sem
ferásafnið.
Það er stjórn Madame Tussauds
safnsins sem hefur tekið ákvörðun
um að láta gera vaxmynd af
frúnni. Hópur manna fór tU Los
Angeles að hitta stjörauna i þeim
erindagjörðum að taka mái af
henni. Hún var mæld hátt og lágt.
CoUins tU mikUlar gremju var hver
einasta hrukka og misfeUa mæld.
Þótti henni sem sjálfsagt væri að
horfa fram hjá nokkrum hrukkum,
hún hefði nóg með þær á sér þó hún
þyrfti ekki að hafa áhyggjur af
hrukkunum á vaxmyndinni líka.
Sérfræðingunum varð ekki hnikað,
rétt væri rétt, og alit yrði upp á sem
nákvæmasta máta.
★ ★ ★
Dustin Hoffman, sá snjaUí ieUt-
ari, mun nú íhuga alvarlega að
enduraýja klæðaskápinn sinn, þ.e.
innihald hans. Ekki yrði þó um
karlmannsföt að ræða þvi á dögun-
um fékk leikarinn furðuiega heim-
sókn. Það var kona sem komin var
af léttasta skeiði og sagði honum að
hún og margir fleiri kynnu mUdu
betur við hann sem konu i hlutverki
„Tootsie” en karl. Sögunni fylgdi
að kona þessi var engin önnur en
móðir... Boy George.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Svið
■ ■■ ■
Þorvaldur i stafni og hljómsveitin fyrir aftan.
Þorvaldur slær
i gegn á ný
Þorvaldur í einu laganna. Af svipn-
um afl dæma gæti hann verið afl
syngja Á sjó.
I nýliðnum febrúar var mikil
skemmtun í „Sjallanum” á Akureyri.
Þar kom fram, eftir langt hlé, Þorvald-
ur Halldórsson, sem söng sig inn í hug
og hjörtu landsmanna hér áður. Lagið
Á sjó þekkja menn og mörg fleiri. Þor-
valdur hafði ekki komiö fram í Sjallan-
um í ein 12 ár er hann skemmti þarna á
dögunum, en fljótlega varð ljóst að
hann hafði engu gleymt. Fjölmennt
var á skemmtun þessari og aUir sem
vettlingi gátu valdiö komu og komust
færri að en vildu. Kona ein sem DV
menn hittu á skemmtun þessari sagði
að samkvæmt læknisráði ætti hún að
halda sig innandyra en ekkert fengi
haldið aftur af sér þegar Þorvaldur
Halldórsson væri annars vegar.
Skemmst er frá að segja að Þorvald-
ur sló rækilega í gegn og það ekki í
fyrsta skipti. Höfðu menn á orði að
hann væri jafnvel betri nú en nokkru
sinni. Haft var eftir Ingimar Eydal,
stjórnanda hljómsveitarinnar, sem sá
um undirleik nú sem svo oft fyrr, að
Þorvaldur kæmist bæði hærra og lægra
en hann gerði og er þá mikið sagt.
Menn skemmtu sér vel í Sjallanum
þetta kvöld, svo er fyrir að þakka Þor-
valdi og hljómsveit Ingimars Eydal.
Hér eru þau hjónin Þorvaldur Halldórsson og kona hans, Margrót Schev-
ing.
ÞJÓÐRÁÐ
Já, í mörg horn er að líta er frægir
og valdamiklir gestir koma í opin-
berar heimsóknir.
Þegar Kaunda, forseti Zambíu,
heimsótti Sviþjóö á dögunum var þar
grimmdargaddur. Kaunda kallinn er
nú ekki vanur svoddan veðráttu og
óttuðust menn mjög aö honum yrði
meint af. Einn liður í heimsókn for-
setans vac aö aka um í hestvagni
með Karli Gústaf kóngi. Var mönn-
um þetta sérstakt áhyggjuefni og ótt-
uðust menn að heitalandsforsetanum
yrði meint af. Var því brugöiö á það
ráð að hita sessu vagnsins með hita-
flöskum áður en hinir háu herrar
fengju sér sæti. Gafst þetta ráð vel
og Kaunda forseti virtist ánægður
með uppátæki þetta sem hélt á hon-
um hita á meðan á ökuf erðinni stóð.