Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Page 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985.
Umsóknir bændanna íÞykkvabæ:
Búmarksnefnd
skoðar málið
„Þaö er ekki til neitt svar viö um-
sóknum kartöflubænda um búmark.
Vitaskuld verður aö skoöa mál hvers
einstaklings fyrir sig,” sagöi Ingi
Tryggvason, formaður Framleiöslu-
ráös landbúnaöarins, er DV ræddi viö
hann um umsóknir kartöflubænda í
Þykkvabænum.
Ingi sagöi að bændurnir heföu sótt
um ótiltekið búmark í kjöt- og mjólkur-
framleiðslu. Ekki væri vitaö hversu
mikiö magn væri um aö ræöa því þaö
kæmi ekki fram í umsóknunum. Marg-
ir umræddra bænda heföu þegar bú-
mark þótt þeir notfærðu sér þaö ekki
allir.
Aðspurður hvort hinir, sem ekk-
ert búmark hefðu, fengju jákvæöar
undirtektir Framleiösluráös viö um-
sóknum sínum kvaöst Ingi ekkert vilja
fullyrða um þaö. Víst væru erfiðleikarí
kartöflubúskap um þessar mundir. En
ekki væri síöur þröngt í framleiöslu á
heföbundnum búvörum.
,,Þaö eru uppi skoöanir um aö þaö
þurfi aö verða breytingar í kartöflu-
ræktinni,” sagöi Ingi. „Þaö er mikil
áhætta samfara henni. Þær raddir eru
auövitað til sem segja aö ráöið sé aö
f jölga kartöflubændum en aö hver um
sig sé ekki eingöngu háöur þeirri fram-
leiöslu. Þetta er viöhorf sem hefur full-
an rétt á að vera tekið til athugunar.”
Varöandi umsóknir kartöflubænd-
anna í Þykkvabæ sagöi Ingi aö bú-
marksnefnd myndi taka þær til meö-
ferðar. Renna þyrfti sem traustustum
stoðum undir afkomu þessara manna.
Hins vegar væri þröngt um fjármuni til
framkvæmda í landbúnaöi og erfiðleik-
ar í framleiöslu á nefndum búvörum.
-JSS
Stúlkurnar sem slógu íslandsmetið í snú snú.
Óvenjulegt íslandsmet:
HOPPUÐU OG SNERU
í 24 KLUKKUTÍMA
Stúlkur úr tveimur 12 ára deildum í
Seljaskóla í Breiöholti tóku sig til um
helgina 2.-3. mars og geröu atlögu aö
mjög svo óvenjulegu og frumlegu Is-
landsmeti. Var hér um „snú snú” aö
ræöa.
Islandsmetið áttu unglingar á Akur-
eyri og var það24 klukkustundir og var
takmarkið aö slá þaö. Hópurinn hófst
handa kl. 9 á laugardagsmorguninn og
linnti ekki látunum fyrr en metiö var
slegið og gott betur kl. 11 á sunnudag-
inn. Var þá búið aö hoppa stanslaust í
26 klukkustundir. Þaö var því ánægöur
en þreyttur hópur sem hélt heimleiðis
með Islandsmet í f arangrinum.
Forráðamenn Breiðholtsútibús,
Bjarni Magnússon, til vinstri, og
Brynjólfur Helgason, á meðal
frækinna sigurvegara Seljaskóla
og Langholtsskóla eftir að verð-
laun höfðu verið afhent. Á stærri
myndinni sjáum við hluta þátttak-
enda með viðurkenningarskjöl
sin. Ljósm. KAE.
Hátt íþrjú hundruð þátttakendur íLandsbankamótinu:
UÐ SEUASKÓLA SIGRAÐI
Breiöholtsútibú Landsbanka Is-
lands hélt, í samvinnu við körfu-
knattleiksdeild ÍR, fjölmennt körfu-
knattleiksmót um helgina.
Að sögn Brynjólfs Brynjólfssonar,
skrifstofustjóra hjá Breiðholtsútibúi,
var keppnin sniðin fyrir alla ellefu
ára bekki í grunnskólunum í Breið-
holti, bæöi stelpur og stráka, og var
hverri bekkjardeild heimilt aö senda
eins mörg fimm manna keppnislið og
hver vddi. Þetta er annað skiptiö
sem þetta mót er haldiö og í ár voru
þátttakendur um 270.
Keppt var í íþróttahúsi Fellaskóla
og var keppnin með útsláttarfyrir-
komulagi. Eftir mikla og spennandi
keppni stóö liö frá Seljaskóla uppi
sem sigurvegari, sigraði jafnaldra
sina frá Langholtsskóla í skemmti-
legum úrslitaleik. IR var löngum
með mikið íþróttastarf í Langholts-
hverfi og þótti því hæfa að bjóða
Langholtsskóla aö vera meö í keppn-
inni.
Eftir líf lega keppni var öllum þátt-
takendum boðið upp á veitingar hjá
landsbankamönnum og hverjum
þátttakanda veitt viðurkenning.
hhei.
ENGIN VIÐBRÖGÐ
FRÁ KALEVISORSA
— við
afsökunarbeiðni
Jóns Baldvins
Engin viðbrögð hafa enn borist frá
Kalevi Sorsa, forsætisráöherra Finn-
lands, vegna afsökunarbeiðni Jóns
Baldvins Hannibalssonar, formanns
Alþýðuflokksins.
Ummæli Jóns Baldvins um „finn-
landiseringu” móðguðu sem kunnugt
er finnska forsætisráðherrann sem
jafnframt er formaður finnska jafn-.
aðarmannaflokksins og mætti hann
ekki í veislu, sem Alþýðuflokkurinn
hélt jafnaðarmönnum á Noröur-
landaráðsþingi, af þeim sökum.
Ástæðan fyrir fjarveru Sorsa úr
veislunni uppgötvaöist ekki fyrr en
hann var farinn aftur til Finnlands.
Um hádegisbil á fimmtudegi sendi
Jón Baldvin síðan afsökunarbeiðni
til finnska forsætisráöherrans með
telexskeyti. I gær höfðu engin við-
brögð borist frá honum viö afsökun-
arbeiðninni þar sem Jón Baldvin lof-
ar meðal annars að nota ekki aftur
þetta orð, „finnlandisering.”
Jón Baldvin Hannibalsson sagði í
samtali við DV í gær að hann gerði
ráð fyrir svari frá Kalevi Sorsa og
hefði reyndar reiknaö með að það
kæmistrax.
ÖEF
ídagmælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
I dag mælir Dagfari
SOVÉSKT KVIKMYNDAEFTIRLIT
í þessari viku er haldin Tarkofskí
hátíð i Háskólabíói en þar eru sýndar
kvikmyndir eftir sovéska kvik-
myndagerðarmanninn Tarkofskí,
sem mun sjálfur koma hingað til
Iands af þessu tilefni. Tarkofskí er
landflótta Rússi. Eins og aðrir þeir
sem eitthvað geta í því landi
neyddist hann til að flýja ættjörð sina
þegar list hans gekk á skjön við
flokkslínuna en eins og allir vita nær
frelsi listamannsins í sæiuríki
öreiganna jafn langt og smekkur
flokksins leyfir. Sá sem ekki dansar
á fiokkslinunni er ekki sannur lista-
maður að mati æðsta ráðsins og er
þá annaðhvort sveigður inn á linuna,
rekinn í gulagið eða hrakinn úr landi.
Tarkofskí er í síðastnefnda hópnum
og má vist þakka fyrir. Hinsvegar
náði manngæska æðsta ráðsins ekki
til barna hans sem hafa ekki fengið
fararleyfi frá sæluríkinu.
Nokkrir góðviljaðir menn hér
heima hafa viljað lýsa stuöningi við
Tarkofskí í baráttu hans við að
heimta börn sín úr helju sælunnar og
þess vegna er kvikmyndahátíöin
haldin.
Einn hinna góðviljuöu manna er
Thor Vilhjáimsson rithöfundur, sem
lét þess getið í sjónvarpsviðtali á
dögunum að hann talaöi frönsku og
væri vinur Tarkofski af því hann
kynni iika frönsku. Thor hefur hins-
vegar átt fleiri vini þótt þeir mæli
ekki á franska tungu og einhvern
veginn hefur manni skilist að rit-
höfundurinn hafi alla tíð haft hinar
mestu mætur á sóvétskipulaginu og
að minnsta kosti hefur hann verið
óspar við hverskonar liðveislu þegar
handbendi kommúnismans hafa
þurft að punta sig með íslenskum
listamönnum. Gengur venjuiegu
fólki stundum erfiðiega að skilja þær
þverstæður sem koma fram í þeim
lífsskoöunum kommúnískra lista-
manna að þykjast styðja frjálsar
listir en gerast á sama tíma máis-
varar þess þjóðskipulags sem
hneppir ýmist frelsi iistamannsins í
fjötra eða rekur þá úr iandi.
Þetta hefur þvælst fyrir fleirum en
Dagfara og skal ekki orðiengt hér,
nema hvað svo brá við þegar Thor
Vilhjálmsson hafði sett hátíðina i Há-
skólabíói að sovéska sendiráðið í
Reykjavík krafðist stöðvunar á sýn-
ingunni og hótaði málssókn ella. Nú
er það kunnugt að sovéska sendi-
ráðið hefur hér her af fólki sem
enginn veit hvað hefur fyrir stafni.
Ljóst er þó að það les bíóauglýsingar
og er auk þess í beinu sambandi við
Moskvu með myndarlegum skyggni
á Túngötunni. Hefði maður haldið að
Sovétmeon fögnuðu því þegar
rússneskar bíómyndir eru sýndar í
íslenskum bíóum, ekki síst þar sem
sendiráðið heldur því fram að Sovét-
stjórnin eigi sýningarréttinn af
myndunum.
En það er nú öðru nær.
Hótanir sendiráðsins hljóta að
vera öllum bíóáhugamönnum
hvatning til að leggja leið sína vestur
í Háskólabíó til að skoða það sem
Sovétstjórnin vill ekki leyfa öðrum
að sjá. Það hlýtur lika að vera
nokkur fróðleikur fyrir kommún-
istana i listamannastétt að sjá með
eigin augum þá list sem kostar menn
bæði fjölskyldu sina og ættjörð. Ef
frelsið er það dýru verði keypt að
þeir verði að fiýja land til að njóta
þess þá er það einnar bíóferðar virði,
fyrir hina sem hafa bæði bíóin og
fjöiskylduna.
Sem betur fer þurfa íslendingar
ekki að biðja æðsta ráðið í Kreml um
leyfi til að fara í Háskólabíó, ekki
heldur Thor né allir hinir listamenn-
irnir sem við önnur tækifæri hafa
vegsamað Sovétstjórnina af þjónkun
við kommúnismann.
Satt að segja mundi heldur enginn
amast við sendiráðsfólkinu sovéska
ef það vildi skoða það sem það má
ekki sjá.
Dagfarl.