Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Side 5
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985.
5
Bjórfrumvarpiö ætti að komast ígegnum þingið:
Eins atkvæðis meirí-
hluti i efri deildinni
DV kannar afstöðu þingmanna til bjórmálsins
Umræða um bjórinn sterka í þjóðfé-
laginu er að verða eins og sagan enda-
lausa. Frumvarpið um breytingar á
áfengislögunum var lagt fram á haust-
dögum. Nú er það í nefnd, allsherjar-
nefnd neðri deildar Alþingis. I fyrra
var eitt „bjórfrumvarpið” svæft í
þeirri nefnd.
Margur er orðinn óþolinmóður eftir
því að línur skýrist í bjórmáium þjóð-
arinnar. Á meðan drekkur þjóðin létt-
an bjór, blandaðan brenndum vínum
en er meinað að drekka sterkan bjór
nema örfáum „útvöldum”, farmönn-
um og ferðamönnum.
Við gerðum skoðanakönnun um bjór-
inn á meðal þingmanna sem um þessar
mundir sitja á Alþingi Islendinga en
þeirra er valdið.
Sextíumenningarnir á Alþingi hafa
ekki allir gert upp hug sinn í bjórmál-
inu. Sautján eru ennþá óákveðnir í af-
stöðu til breytinga á áfengislöggjöfinni
í þá veru að leyfa bruggun áfengs öls
hér á landi. Tuttugu og sjö þingmenn
hafa svarað jákvætt, spurðir um af-
stöðu til frumvarpsins. Sextán svöruðu
neitandi.
I sameinuðu þingi er staða því þann-
ig:
27 meö bjórnum.
16 á móti bjórnum.
17 óákveðnir eða svara ekki.
Forsætisráðherra hefur boðað blaða-
mönnum ákveðnar vinnureglur. Þær
skal í heiðri hafa. Þar er um svokallað-
an millilínulestur að ræða.
Á ýmsum tungum
Með þeirri „ríkisskipuöu” aðferð
höfum viö fundið fimm jákvæða ein-
staklinga í hópi hinna óákveðnu og
„svara ekki” hópnum. Þeir hafa á hin-
um ýmsu tungum tjáð okkur að þeir
væru að linast í andspyrnunni gegn
bjórnum. Einn svaraði: „mér þykir
góður bjór”, annar svaraði: „já og
Nokkrir sýningargestir að tafli við tölvur.
Tölvusýningin:
HVITIRIDDARINN
VANN SKÁKMÓTIÐ
Nemendur við tölvufræðideild Há-
skóla tslands stóðu fyrir tölvusýn-
ingu í anddyri Laugardalshallarinn-
ar um helgina. Ymis fyrirtæki á
tölvumarkaðinum voru með sýning-
arbása og kynntu vörur sínar eða
þjónustu, daglega voru haldnir fyrir-
lestrar um tölvuvæðingu og tölvu-
mál, auk þess sem gestum gafst
kostur á að kynnast starfsemi og
getu þessara töfratóla.
A sýningunni fór fram skákmót,
allsérstætt. Annars vegar tefldu
gestir viö frægt skákforrit, White
Knight, á Acom Electron tölvu og
höfðu stundarfjórðung til að máta
tölvuna. Hún fékk hins vegar að
hugsa sig um í 10 sek. fyrir hvern
leik. A annan tug manna bar þannig
sigurorð af tölvunni um helgina.
Verður dreginn úr nöfnum þeirra
einn vinningshafi og hlýtur hann að
sjálfsögðu Electron tölvu í verölaun.
Hins vegar vom mismunandi skák-
forrit látin tefla sín á milli. Urslita-
viðureign í þeirri keppni varð hörku-
spennandi þar sem fyrrnefnt White
Knight forrit atti kappi við QL-chess
forrit á Sinclair QL tölvu frá Heimii-
istækjum. Fyrstu viðureign hugbún-
aöanna lauk með jafntefli en í ann-
arri viðureign þeirra tókst White
Knight að sigra, væntanlega með
kóngsbragði og eitruðu peði.
Aðsókn að sýningunni var góð, á
bilinu þrjú til fimm þúsund manns,
aö sögn aðstandenda. Vonast þeir til
að sýning sem þessi geti orðiö árleg-
ur viðburöur í framtíðinni.
-JKH
Frjálsar eldspytur
Efri deild Alþingis hefur samþykkt
að afnema einokun ríkisins á vindl-
ingapappír og eldspýtum. Eitt mótat-
kvæði var við atkvæðagreiðsluna, frá
Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur, þing-
manni Samtaka um kvennalista.
Ástæðan fyrir mótatkvæðinu er tekju-
tap ríkissjóð.
Fjárhags- og viðskiptanefnd, sem
fjallaöi um málið, ræddi þetta frum-
varp til laga á tveimur fundum og
mælir hún með því að frumvarpið
verði samþykkt, Sigríður Dúna Krist-
mundsdóttir með fyrirvara. Ragnar
Arnalds hafði einnig fyrirvara á af-
stöðu sinni til samþykktar frumvarps-
ins, sem er sá að það hafi ekki í f ör með
sér tekjutap fyrir ríkissjóð.
Frumvarp þetta um breytingu á
lögum nr. 63/1969 (um verslun ríkisins
með áfengi, tóbak og lyf) var flutt af
Karli Steinari Guðnasyni og Eiði
Guðnasyni, þingmönnum Alþýðu-
flokksins.
Tekjur af eldspýtum til ríkisins
munu hafa verið 10 milljónir kr. á ári.
Því tekjutapi verður aö líkindum mætt
með tollatekj um. -ÞG
nei” um afstöðu til bjórsins. Það fara
engar sögur af flokksböndum þess
þingmanns.
Sem ég hef verið að paufast við að
kanna hugarheim sextíumenninganna
á þingi til mjaðarins, hafa þeir hver af
öðrum komið og leitað fregna. Hvernig
gengur, er bjórinn kominn í gegnum
neðri deildina? „Heyrðu, það er efri
deildin sem allt veltur á — hver er
staðanþar?”
Eitt atkvæði í efra
Þar eru „hrein já” ellefu talsins.
Fimm „hrein nei” og fjórir óákveðnir
eða vilja ekki svara.
I efri deild Alþingis eiga sæti tuttugu
þingmenn, þannig að þar í gegn færi
„bjórfrumvarpiö” með eins atkvæðis
yfirburðum. Með millilinulestrarað-
ferðinni er einn í hópi hinna óákveðnu
mjög jákvæður. Þannig að við at-
kvæðagreiðslu þar gæti ölið fengið tólf
atkvæði.
I neðri deild eru f jörutíu þingmenn.
Þar eru „hrein já” sextán, „hrein nei”
ellefu og þrettán óákveðnir eða svara
ekki. Og enn og aftur með lestrarað-
ferð Steingríms þá eru f jórir af þrettán
mjög jákvæðir í afstöðu.
Þannig að þá eru jákvæðu svörin
komin í þrjátíu og tvö, tvö atkvæði um-
framhelming.
Þetta er staðan í sögunni endalausu
um bjór eða ekki bjór. Hvort þessi
staða verður sú endanlega þegar og ef
til atkvæðagreiðslu kemur er svo önn-
ur saga. -ÞG
Tuttugu og sjö þingmenn eru
ákveðnir með bjórnum og af þeim
sautján sem eru óákveðnir eða
svara ekki eru nokkrir liklegir
stuðningsmenn.
Flokkur mannsins á Noröurlandi vestra:
„BYLTING ÁN OFBELDIS”
Frá Júlíusi Guðna Antonssyni, Sauðár-
króki.
Sunnudaginn 3. mars sl. var stofnað
kjördæmisráð Flokks mannsins á
Norðurlandi vestra á Hótel Varmahlíð.
Stofnfundinn sóttu 2 til 3 fulltrúar frá
hverjum þéttbýlisstaðanna í kjördæm-
inu.
Að sögn Halldóru Jónsdóttur, sem á
sæti í landsráði F.M., er ætlunin að
stofna félagsdeildir í öllum sýslum og
kaupstööum kjördæmisins. Ætlunin er
aö bjóöa fram í öUum kjördæmum
landsins við næstu Alþingiskosningar.
HaUdóra sagði að erfitt reyndist að fá
fólk til starfa með flokknum vegna
pólitísks ofbeldis á litlum stöðum úti á
landi en taldi að það væri eingöngu
tímabundið ástand þar sem fólk væri
yfirleitt sammáia um nauðsyn á upp-
stokkun í valdakerfi landsins. Starf
F.M. væri að vissu leyti bylting án of-
beldis og er hún næöist hér á Islandi
yrði haldið út fyrir landsteinana. -EH
s
Hvað er svona
merkílegt víð það
að mála stofuna
fyrír páska?
Ekkert mál -
með kópal.