Dagblaðið Vísir - DV

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinmars 1985næsti mánaðurin
    mifrlesu
    25262728123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567
Útgáva
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Síða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. 13 Jæja. Þá hefur fjölmiðlafárinu kringum Norðuriandaráðsþing siot- að í bili — a.m.k. innanlands. Hvað stendur eftir, þegar púðurreykinn hefur iagt frá, og hægt er að kanna valinn? 1. þáttur. Af Anker frá Nörrebro 1 íslenskum f jölmiðlum hefur Ank- er Jörgensen látið hafa eftir sér eftir- farandi: 1. Jón eða einhver hringdi í hann og aftraði honum frá að tala á fundi í Reykjavík. 2. Hann heföi enga löngun til aö hitta Jón þennan (myndi samt e.t.v. ekki komast hjá því) og ætti ekk- ert vantalað við hann. 3. Hann heföi lesið það sem JBH heföi skrifaö um utanríkismál og væri ósammála. 4. Hann heföi ekki vitað, aö Jón Baldvin heföi breytt stefnu Al- þýöuflokksins í öryggismálum. Hvaö er um þetta aö segja? Þetta er samsafn af ósannindum og móög- unum í garð næststærsta flokks þjóð- arinnar. Hvemig þá? 1. Þaö voru Danimir sem hringdu i mig — ekki öfugt. Þeir vildu foröa karlinum frá slysi. Ég las fyrir þá fréttatilkynningu úr íslenzku blaði um stofnun stjómmálasamtaka, sem vildu breyta stjómarskrá ís- lenzka lýðveldisins. Ég vakti at- hygli á, aö þetta væru einhver viö- kvæmustu deilumál innanlands. Ég skipti mér ekkert af því, hvort Anker talaði hér eða ekki. Þá ákvörðun tóku Danir sjálfir, eftir aö hafa leitaö upplýsinga. 2. Persónulegar hnútur Ankers í garö formanns Alþýðuflokksins eru móögun í garö allra alþýöu- flokksmanna. Þaö er nýmæli í samskiptum jafnaðarmannafor- ingja. Sá veldur miklu, sem upp- hafinu veldur. DONAROG DUSILMENNI 3. Anker viöurkennir í viðtali við Þjóðviljann, að hann hefur ekki einu sinni lesið hina umdeildu grein mína (sem var þó send út í danskri þýöingu til 460 blaöa í Skandinavíu) — hvað þá annað. Enda er hann ólæs á móðurtungu norrænna manna, eins og hann játar fyrir Þjóöviljanum. 4. Öfugt viö danska sósíaldemókrata hefur Alþýðuflokkurinn íslenzki ekki breytt stefnu sinni í öryggis- málum. Þetta var Anker kunnugt um, eftir fund okkar í Osló í janú- ar. Þessi fullyrðing hans stenzt því ekki, fremur en hinar. Anker segir að samskiptareglur jafnaöarmannaflokka hafi veriö brotnar. Þaö gerði hann sjálfur, meö skætingi í hans stíl — heldur meö málefnalegri grein, þar sem ég sýndi fram á, að.stefna Alþýðuflokksins gagnvart tillögum um K-vopnalaus svæði á Norðurlöndum væri óbreytt. Það hafa lesendur DV séö svart á hvítu. Fréttamaöur Ritzau vildi að ég svaraöi dónaskap Danans. Þaö vildi ég ekki, en afhenti honum óbirta grein og sagði, aö hann gæti vísað til hennar um ágreining okkar ís- lenzkra jafnaöarmanna við danska. Þar með byrjaði balliö. Ritzau sendi greinina út til 460 blaða í Skandinavíu, áöur en hún hafði birzt á íslenzku. Eins og ís- lenzkir blaöalesendur hafa séö var þetta málefnaleg grein. Þar var Kjallarinn a „Anker segir að samskiptareglur ^ jafnaðarmannaflokka hafi verið brotnar. Það gerði hann sjálfur, með viðtölum af þessu tagi.” viötölum af þessu tagi. Punktur og basta. 2. þáttur: Óbirt grein veldur fjaðrafoki Ég svaraöi Anker — ekki meö hvergi veitzt aö neinum persónulega — þótt gert væri góðlátlegt grín aö kafbátaleit sænska hersins (sem öll blöð í Svíþjóð eru f ull af, hvort eð er). Viöbrögö skandinavískra blaöa- manna segja mikiö um þá — en ekk- ert um mig. Viöbrögðin voru af því JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS Vinstra megin við miðju tagi, sem í hernaöarfræöum nefnist „overkill”. Þau benda til þess, aö þetta sé ákaflega taugatrekkt lið — og eigi bágt meö aö heyra hlutina nefnda sínum réttu nöfnum. Aö vísu höföu þeir þaö sér til afböt- unar aö dögum saman haföi þeim leiðst mikið aö heyra Paul Pedersen frá Hallesteder og félaga klæmast á skandinavískunni sinni. Ekki get ég láð þeim þaö. Hitt kemur mér á óvart, aö framsóknarkommar ís- lenzkir gátu ekki leynt undirlægju- hætti sínum gagnvart Skandinövum. Það er upplýsandi fyrir Islendinga aö sjá þá á knjánum. 3. þáttur: Af undirlægjuhætti gagn- vart Norðmönnum Þann 12. febr. tók Karl Steinar, f ,h. okkar jafnaöarmanna, upp á Alþingi kröfur okkar Islendinga á hendur Norömönnum, vegna ríkisstyrkja og undirboða á fiskmörkuöum. Niöur- staða þeirrar umræöu var afdráttar- laus: Aö máliö skyldi tekiö upp á Noröurlandaráösþingi í Reykjavík, og innan EFTA, af f yllstu hörku. Halldór Asgrímsson sagði: „Ef þeir (ríkisstyrkir Norð- manna) verða áfram við lýði munu lífskjör á Islandi vart batna, þannig aö hér er aö því leytinu til um langbrýnasta hags- munamál okkar að ræða fyrir ut- an fiskveiðistefnuna sjálfa og markaðsmálin að öðru leyti.” Og svo þögðu þeir allir í kór (nema Eiður). Staöarhóls-Páll, forfaöir minn, kraup aöeins á annað kné fyrir hinni dönsku hátign, en stóö á rétti okkar — í hinn fótinn. Paul Pedersen frá Hallesteder kraup á bæöi knén. Þaö ermunurinn. Ef ég er dóni (fyrir aö boöa til úti- fundar um málið, svo aö 200 frétta- menn a.m.k. mættu skilja, að Islend- ingar meina þaö sem þeir segja) — hvað eru þá hinir, sem tala digur- barkalega á Alþingi, en þegja í Norö- urlandaráöi? Eymingjar — er þaö of stórt orð? Jón Baldvin. Háskóli á tímamátum Kjallarinn Hér á landi hefur oft á tíðum skort nauðsynlegan skilning á gildi öflugs háskóla og hvað þaö skiptir miklu máli í allri rannsóknarstarfsemi. Ástæðurnar eru í sjálfu sér ljósar. Hafið hefur getaö fært okkur þau lífs- gæði sem talin eru með þeim bestu í okkar vestræna heimi. Frumgreinar atvinnulífsins hafa dugaö okkur til framfæris. Gildi menntunar Nú hin síðari misseri hefur átt sér staö mikil breyting í umræöu um þessi mál, sem vonandi leiðir til hugarfarsbreytingar meöal Islend- inga. Mönnum er orðið ljóst að gömlu atvinnuvegirnir eru ekki þaö eina sem getur fært okkur björg í bú. Auk þess kemur þaö til að afli fer minnk- andi og samkeppni vex á fisk- mörkuðum. Því leita menn annarra leiöa til bættra lífskjara. Fyrir okkur Islendinga virðist þá helst tvennt vera arövænlegt. Annars vegar er þaö aukin stóriðja og þá um leiö virkjun fallvatna. Því miöur virðist hægt ætla aö ganga i þeim málum, ekki síst þar sem ýmsum stjórn- málamönnum hefur tekist aö fæla erlenda, aöila frá hugmyndum um þátttöku með yfirlýsingum um þjóönýtingu o.s.frv.. Hinn kosturinn er ýmis þróunarstarfsemi sem bygg- ir á rannsóknum og framleiðsla á þáttum sem af þessu leiöir. Þetta á viö um ýmsan iífefnaiðnað, rafiðnaö, ýmiss konar hugbúnað varðandi tölvur og svo mætti lengi telja. I tengslum viö þetta vantar okkur Islendinga síðan nauösynlega menn meö þekkingu á markaðsrannsókn- um, markaðssetningu og annarri kunnáttu sem þarf til aö koma afurðum á framfæri. Allir þeir þættir sem hér hafa verið taldir upp eiga þaö sameiginlegt aö byggja á ákveönum grunni sem er þekkingin. Til þess aö hún fáist er grundvallar- atriöi að hafa öflugan háskóla, há- skóla sem skilar vel menntuðu fólki „Undanfarin tíu ár hefur Háskóli Islands átt mjög i vök að verjast." og háskóla sem er miöstöð rann- sókna í landinu. Nýtt átak Undanfarin tíu ár hefur Háskóli Islands átt mjög í vök aö verjast. Nemendum hefur fjölgaö um helm- ing en fjárveitingar nánast staöiö í staö að raungildi. Á sama tíma hefur húsnæöi skólans lítið aukist enda fer stór hluti kennslunnar fram í leiguhúsnæöi úti í bæ. Þessu þarf aö breyta og er raunar að vænta átaks í byggingarframkvæmdum á vegum háskólans á næstu árum. Þó kemur eitt til sem dregur verulega úr. A fjárlögum ársins 1985 eru engar fjár- veitingar til byggingarframkvæmda hjá háskólanum. Byggingarfé skólans kemur því eingöngu frá happdrætti H.I. Það er ekki nóg og vonandi að úr verði bætt. „Allir þeir þættir sem hér hafa verið taldir upp eiga það sameigin- legt að byggja á ákveðnum grunni sem er þekkingin.” Eitt af því sem talaö hefur veriö um að efla þurfi á næstu árum eru sértekjur háskólans. Þar þykir vænlegast aö auka ýmsar þjónustu- rannsóknir og ekki síður þróunar- rannsóknir. Nauösynlegur hlekkur í því er aö auka tengsl háskóla og at- vinnulífs. Er nú unniö að því aö gera þetta virkara, m.a. með því aö há- skólinn fái heimild til aö gerast eignaraðili að ýmsum þróunarfyrír- tækjum sem hugsanlegt yröi aö stofna í samvinnu viö aðila utan skól- ans. Frumvarp í þessa átt liggur nú fyrir alþingi og er vonandi aö það veröi samþykkt hiö fyrsta. Jafn- framt hefur háskólaráö fyrir sína hönd samþykkt ályktun í þessa átt. Þáttur stúdenta I allri umræöu um þessi mál vill hugur stúdenta oft gleymast. STEFAN KALMANSSON, FORMAÐUR STÚDENTARÁOS HÁSKÓLA ÍSLANDS. Stúdentar gera sér þó vel grein fyrir mikilvægi framþróunar í æðri menntun á Islandi. Þaö sem snertir stúdenta þó mest er sú kennsla sem þeir fá. Því miður óttast ég aö kennslunni hafi hrakað undanfarin ár. Kemur j)að til af mörgu en þó er ljóst aö lágmarksaðstöðu kennara hefur veriö ábótavant. Launakjör og óeölilega hátt hlutfall stundakennara hef ur orðiö til þess aö þáttur kennara í rannsóknum hefur verið minni en aðlilegt má teljast. Þessum þáttum vilja stúdentar breyta enda gera þeir sér hvað best grein fyrir því aö léleg- ur háskóli er lítið betri en enginn há- skóli. Nú 14. mars fara fram kosningar til stúdentaráös og kosning fulltrúa stúdenta í háskólaráð. Þar hafa stúdentar tækifæri til aö hafa áhrif á þátt forustu stúdentasamtakanna i eflingu háskólans. Þaö skiptir miklu máli aö stúdentar haldi vöku sinni, kynni sér stefnur og markmiö þeirra aöila sem í framboöi eru og taki af- stöðu. Þáttur stúdenta í mótun Há- skóla Islands getur veriö mikill og á örugglega eftir aö aukast. Vaka, félag lýöræöissinnaöra stúdenta er tilbúin til að taka þátt i þessari mótun. Stefán Kalmansson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: 61. tölublað (13.03.1985)
https://timarit.is/issue/190109

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

61. tölublað (13.03.1985)

Gongd: