Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Qupperneq 19
DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985.
19
Laufey Jónsdóttir, t.h„ bætir pappír í Xerox. Með þeim á myndinni eru Linda Ferguson og
Malcom Irving sem komu með vélinni hingað til lands til að kenna Laufeyju á hana.
DV-mynd Bj. Bj.
Mikilvægasti þingfulltrúinn
Þaö er óhætt aö fullyröa aö einn
mikilvægasti fulltrúi á Noröurlanda-
þingi hafi veriö náungi eöa réttara sagt
vélmenniðXerox.
Xerox er ákaflega stilltur en
ógurlega afkastamikill. Hann tók ekki
þátt í neinu samsæti en vann iðulega
langt fram á nætur á meðan á þinginu
stóö. Verkefnin létu aldrei á sér
standa. Mikiö er sagt og margt þarf aö
fjölrita. Allar ræöur, sem fluttar voru
þessa fimm daga sem þingiö stóð yfir,
varö aö fjölfalda dag hvem.
Að loknu þinginu var búið aö taka
um 210 þúsund ljósrit. Þess ber aö geta
aö prentað er báðum megin á pappírs-
arkimar þar sem því var komið viö.
Tókum bara með okkur þrjú
tonn
En pappírinn sem spýttist út úr
Xerox þessa daga var ekki nema lítill
hluti af því pappírsf lóöi sem f læddi yfir
fundarmenn á Norðurlandaráösþingi.
Stig Stenberg,
Noröurlandaráös, sagöi
DV aö aðeins hefði veriö tekiö brot af
því pappírsmagni sem tekið er venju-
lega. „Viö tókum aðeins þrjú tonn með
okkur frá Stokkhólmi,” sagöi Stig. Það
sem er í þessum tonnum eru alls kyns
skjöl sem tengjast starfi Noröurlanda-
ráðs.
Pappír tekur pláss. Tonnin
fyrmefndu komu með flugi frá
Svíþjóö. I sömu flugvél voru ráðherrar
og aðrir mektarmenn. En þrengsli
voru mikil í vélinni sökum pappírsins.
Það var því ekki nema Palme og tveir
aörir ráðherrar sem sátu á fyrsta far-
rými og létu fara vel um sig. Hinir
húktu aftur í og kvörtuöu sáran um
þrengsli. -APH.
Ekki vitum við hvað þeim Ragnhildi Helgadóttur og Eiði Guðna-
syni fer á milli þarna en á milli þeirra eru reykingar bannaðár. Eiður
er formaður menningarmálanefndar Norðurlandaráðs þannig að
við getum okkur til að menningarmálin hafi verið til umræðu hjá
formanninum og menntamálaráðherra. -ÞG/DV-mynd Bj. Bj.
Forsetar
Forseti Norðurlandaráðs er sem
kunnugt er Páll Pétursson, formaöur
þingflokks Framsóknar.
Varaforsetar ráðsins eru Anker
Jörgensen, sem bauð til næsta þing aö
ári í Kaupmannahöfn. Aörir varafor-
setar eru Elsi Hetemáki-Olander frá
Finnlandi, Gunnar Berge frá Noregi og
Karin Söder, fyrrverandi forseti Norö-
urlandaráös, frá Svíþjóð.
Varamenn forsetanna eru Margrete
Auken (D), Peter Muurman (F), Ölaf-
ur G. Einarsson, Jo Benkow (N) og
Gunnar Nilsson (S). -ÞG
Eva Bratholm, fróttamaður norska sjónvarpsins, hafði í mörgu að snúast á meðan hún dvaldi
hér ó landi. DV-mynd Bj. Bj.
Með viðtal í sundlaugunum
Það var stundum þröng á þingi í orðsins fyllstu merkingu á meðan
þing Norðurlandaráðs stóð yfir í Þjóðleikhúsinu. Erlendu blaða-
mennirnir notuðu hverja smugu, þaö var ekki óalgengt að sjá þá
við störf á gólfinu. Flestir blaðamennirnir hömruðu á ritvélarnar
með „tveggjafingraaðferðinni" sem er alls óskyld fingrasetningu
vélritunarkennarans. -ÞG/DV-mynd GVA
„Mér finnst aö ég sé persónulega
tengd Noröurlandasamstarfinu og ég
hef trú á því. En þaö getur verið að þaö
sé hálfgamaldags,” sagöi Eva Brat-
holm, norskur fréttamaöur frá norska
sjónvarpinu. Hún hefur fylgst með
Norðurlandaráðsþingum frá 1977 og
þekkir vel til þess sem er aö gerast á
þingum sem þessum.
Þegar DV hitti Evu aö máli var hún
meö blautt hárið og haföi áhyggjur af
því að myndin af henni yrði ekki nógu
góðvegnaþess.
„Eg var nefnilega aö koma úr
„sundlaugar” rétt í þessu. Við erum
nefnilega að gera viðtalsþátt við Gutt-
ormHansen,” sagöiEva.
Guttormur Hansen er þekktur þing-
maður í Noregi og þykir ákaflega
skemmtilegur. Hann hefur setið Norö-
urlandaráösþing í 15 ár og ætlar nú aö
hætta. Sjónvarpið norska notaöi því
tækifæriö til aö ræöa viö Guttorm hér
uppi á Islandi. I því tilefni var farið i
sundmeðkappann.
Aö sögn Evu var einnig margt annað
en þingiö sem vakti athygli hennar.
Þar á meðal var kennaramálið og
verkfallsjómanna.
Eva fylgdist reyndar ekki meö Norð-
urlandaráðsþingi seinast þegar þaö
var hér á Islandi. Hún hefur því ekki
komiö hingað áöur. Eins og vænta
mátti var hún ákaflega hrifin af landi
og þjóð. Hún sagðist ætla aö reyna að
komast út fyrir borgina og sjá aö
minnsta kosti Gullf oss og Geysi.
APH