Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1985, Side 35
Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn DV. MIÐVIKUDAGUR13. MARS1985. idinn Tíðarandinn Tíðarandinn 35 Jón Gíslason næringarfræðingur: SKYNDIBITINN ORKURÍKUR EN NÆRINGARLÍTILL „Þaö er erfitt aö tímasetja einhverja ákveöna breytingu á matarvenjum Is- lendinga,” sagði Jón Gíslason næring- arfræðingur þegar hann var spuröur hvenær skyndibitaát hér á landi heföi aukist seinustu ár. „Þetta helst í hendur við þróunina hjá öðrum vestrænum þjóðum. Þjóöfé- lagshættir hafa breyst frá því sem áö- ur var. Nú vinna yfirleitt báöir aðilar heimilisins úti og því er minni tími til aö huga aö matargerð. Matartími fólks í vinnu er sty ttri. Fólk er að mestu hætt aö fara heim til sín í mat og kýs aö vinna af sér til aö komast fyrr heim á kvöldin. Hér á landi er líka minni hefö fyrir því en annars staöar aö fólk taki með sér nesti í skólann eða vinnuna. Það kýs frekar að hlaupa út í sjoppu og kaupa sér pylsu eöa samloku.” Orkuríkt en næringarlaust — Hvaöa áhrif hefur skyndibitaát á heilsu fólks? „Fæði eins og pylsur, samlokur og hamborgarar er mjög orkuríkt en ekki aö sama skapi næringarríkt. Almenn- ar ráöleggingar til fóks í dag hvað varðar mataræði er aö forðast mikla fitu og sykumeyslu. Þaö er í lagi aö fólk fái sér kannski einstöku sinnum hamborgara eöa samloku. En sé þetta boröaö í óhófi getur þaö hugsanlega leitt til hjarta- og æöasjúkdóma. Dæmi um þetta eru krakkar á skóla- aldri, 15—17 ára, sem algengt er aö boröi mikið af svona fæði. Stúlkur á þessum aldri eru aö byrja á blæðingum og þurfa því mikið járn. Rannsóknir, sem geröar vom erlendis á þessum aldurshópi stúlkna sýndu aö stóran hluta þeirra vantaöi jám í blóðið.” Stuðlar að sjúkdómum „Eins og ég nefndi áöan helst þróun mataræðis hér á landi í hendur viö þaö sem er að gerast í hinum vestræna heimi. Þar er staöreyndin sú aö hjarta- og æðasjúkdómar hafa aukist verulega seinustu ár. Þaö er bein af- leiðing af röngu mataræði, stressi, reykingum og of lítilli hreyfingu. Skyndibitinn er því þáttur sem hugsan- lega stuölar aö þessum s júkdómum. ” -ÞJV Opnun Tomma-hamborgara i mars 1981 markaði tímamót í matarvenjum íslendinga. Jón Gíslason næringarfræðingur: „Skyndibitinn getur hugsanlega stuðlað að hjarta- og æðasjúk- dómum." TOMMA- BYLTINGIN '81 14. mars 1981 opnaði Tómas Tómas- son fyrsta hamborgarastaöinn hér á landi viö Grensásveginn. Tómas hefur nú dregiö sig út úr rekstrinum og nýir aðilar tekiö viö. Einn þeirra er Gissur Kristinsson. Hann var spuröur hvemig reksturinn gengi í dag. „Viö tókum alfarið við starfseminni í sept. sl. og þetta hefur gengið mjög vel. Viö erum með góða vöru sem staö- iö hefur af sér bæði tíma og sam-, keppni. Eg geröi á sínum tíma, þegar ég var viö nám í Bandaríkjunum, úttekt á þróun veitingastaöa á íslandi. Eg skipti henni niður í þrjú tímabil. Þaö fyrsta var þegar Halldór Gröndal opn- aöi Naustið. Annaö tímabiliö var þegar Magnús á Aski opnaði sína veitinga- staði og þaö þriöja hefst þegar Tommi upnar sína hamborgarastaði. Á Aski liaföi reyndar fram aö því veriö hægt , ö fá keypta hamborgara en þeir voru aigreiddir á diski. Tommi geröi allt ' -irtau óþarft og selcti sina hamborg- ,ra í léttum umbúðum. Þaö geröi af- greiðsluna fljóta og a iövelda. Tommi verður því aö teljast frumkvööull skyndibitans hérá landi.” -ÞJV PYLSANHELDUR VINSÆLDUM SÍNUM Elsti pylsuvagn landsins í Tryggvagötunni. Þar hafa landsmönnum verið seldar pylsur frá 1930. Pylsuvagninn í Tryggvagötunni var opnaður áriö 1930 ásamt tveim öörum vögnum. Á eftirstriðsárunum datt pylsusalan mjög mikiö niöur. Var þá hinum tveim vögnunum lokaö en Tryggvagötuvagninn hélt velli og hefurstarfað síöan. Kristmundur Jónsson, eigandi Pylsuvagnsins, var spuröur hvernig gengi í dag. Byggjum á skjótri afgreiðslu „Reksturinn í dag gengur svona upp og niður. Það koma góöir tímar en á veturna er frekar lítiö um aö vera enda veðuroftslæmt. Yfirleitt er mest aö gera hjá okkur í hádeginu. Fólk i dag hefur lítinn tíma til aö borða og þykir gott aö koma og fá sér pylsu. Viö byggjum því á skjótri af- greiöslu enda er þaö mjög í samræmi viö þann tíðaranda sem ríkir í dag.” — Hvernig standa pylsurnar sig í samkeppni við aöra skyndibita? „Pylsumar hafa haldiö sínu í gegn- um árin og gera það enn. Pyslumar eru ekki neitt verri en annar matur og frekar ódýrar miöaö viö t.d. hamborgara. Svo lengi sem hráefniö er gott mun pylsan halda vinsældum sínum. Hún er og verður,” sagði þessi elsti pylsusali landsins. -ÞJV. Texti: Þorsteinn J. VHhjálmsson Myndir: KristjánAri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.