Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Síða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985.
Mikill mannfjöldi mœtti á útifundinn sem haldinn var á Austurvelli i gær til stuðnings baráttu kennara i framhaldskólunum
Ef kennarar verða reknir:
HEFJUM EKKISTÖRF AFTUR
— nema allir verði endurráðnir
„Viö bíöum eftir því hreinlega aö
þaö veröi samið viö okkur,” sagöi
Kristján Thorlacius, formaöur HIK,
þegar DV hitti hann á fjölmennum
fundi sem haldinn var á Austurvelli í
gær.
— Nú segja stjórnvöld að þaö veröi
ekki samiö viö ykkur fyrr en kjara-
dómurfellur.
„Þeir segja þaö núna, en þeir
kunna þó aö neyðast til þess,” sagöi
Kristján.
Nú er ljóst aö ríkisstjómin hefur
ákveðiö aö fresta því aö leysa kenn-
ara frá störfum. Hvemig bregöast
kennarar viö því ef þeir verða leystir
frástörfum?
„Með því væri búiö aö lýsa því yfir
aö aögerðir okkar væru löglegar.
Það lýsti hver og einn því yfir í
upphafi aö hann myndi ekki fara til
starfa aftur fyrr en allir væm búnir
að fá sín störf aftur, eöa þær sömu
stöður eins og þær vom áður en viö
sögöum upp. Við eram harðir á þessu
að hvika hvergi frá þessari ákvöröun
okkar að viö munum ekki koma inn
fyrr en búið er að endurráða alla sem
sögöu upp,” sagöi Kristján Thorlaci-
us.
Fundurinn á Austurvelli fór vel
fram og fluttu fulltrúar kennara og
nemenda ávörp. Nokkur þúsund
manns mættu. Ekki hafa veriö boð-
aöar nýjar aögeröir en búast má viö
því að nemendur standi fyrir ein-
hverjum aðgerðum í dag.
APH
BHM ogríkið:
Sömu kröfumar fýrir Kjaradóm
I gær skiluöu öll aöildarfélög BHM
inn sinum kröfum til Kjaradóms. Bú-
ist var viö að ríkið myndi einnig skila
sinni kröfugerö.
Þaö er ekki lengur launamálaráö
BHM sem fer með samning fyrir
hönd aöildarfélaganna. Hvert félag
fyrir sig skilar því inn kröfum og
greinargeröum. Kröfumar sem skil-
að hefur verið inn era þær sömu og
legið hafa áöur fyrir í deilunni eöa
,,að rikisstarfsmenn fái markaös-
iaun fyrir dagvinnu”. Síöan era
kennarar með sínar sérkröfur.
Kjaradómur getur því tekið til
óspilltra málanna. Dómurinn er
skipaöur fimm einstaklingum.
Hæstiréttur skipar þrjá menn. Þeir
era: Benedikt Blöndal, sem jafn-
framt er formaöur dómsins, Jón
Finnsson og Olafur Nílsson. Þá skipa
málsaðilar tvo fulltrúa. Fyrir hönd
ríkisins situr Jón Tómasson og fyrir
hönd BHM Pétur Ingólfsson.
Kröfugerð ríkisins óbreytt
„Eg reikna með því aö aö tilboð
sem við höfum gert sé það sama og
við höfum boðið áður,” sagði Indriöi
H. Þorláksson, formaður samninga-
nefndar ríkisins, í gær. Hann benti á
aö hækkanir gætu veriö misjafnar
eftir starfsheitum vegna þess að
launastiginn er nú breyttur. Ríkið
hefur boðiö 5 prósent meðaltals-
hækkun á Iaun og að tillit verði tekið
til sérkrafna, m.a. hjá kennurum.
Samkvæmt Iögum á Kjaradómur að
vera búinn aö skila niöurstööu í lok
mánaöarins.
Indriöi sagöist ekki vera bjartsýnn
á aö það tækist því aö tíminn væri
orðinn naumur.
APH
Hafnarkröfum
Tölvubúðarinnar
Lögbannsbeiðni Tölvubúöarinnar
á hendur fyrirtækinu Islensk forrita-
þróun var synjað í fógetarétti fyrir
skömmu.
Mál þetta kom upp í febrúar sl.
þegar eigandi Tölvubúðarinnar
kraföist þess aö sett yrði lögbann á
sk. Plús forrit sem bæði fyrirtækin
versla meö. Taldi Tölvubúöin að Is-
lensk forritaþróun hefði ekki rétt á
aö selja, dreifa eða nota Plús hug-
búnaö.
Málflutningur fyrir fógetarétti var
mjög umfangsmikill og tók það lang-
an tíma að komast að áður-
greindri niöurstöður. Urskurðurinn
hljóöar upp á að aðalkröfu og vara-
kröfu er hafnað. Aukakrafa um að Is-
lensk forritaþróun hætti að nota
nafnið Plús á hugbúnaðinn var stað-
fest gegn 80 þúsund króna tryggingu.
Jón Baldvin hittir
toppkrata Evrópu
Jón Baldvin Hannibalsson, for-
maður Alþýðuflokksins, hélt i gær
utan til Portúgal til aö sitja fund leiö-
toga krataflokka í Evrópu. Með i för
er eiginkona hans, Bryndís Schram.
Aö sögn Birgis Dýrfjörö, fram-
kvæmdastjóra þingflokks Alþýöu-
flokksins, munu nær allir krataleið-
togar í Evrópu hittast í Portúgal og
ræða um utanríkismál og fleira.
Þarna verða meðal annarra allir for-
menn sósíaldemókrataflokka á
Norðurlöndum, þeir A^iker Jergen-
sen, Kalevi Sonsa, Olof Palme, Gro
Harlem Brundtland og Jón Baldvin.
Jón Baldvin og Bryndís eru vænt-
anlega heim næstkomandl þriðju-
dag.______ -KMU.
Breytingarhjá
Iðntæknistofnun
Nýr framkvæmdastjóri hefur ver-
ið ráðinn til Iðntæknistofnunar. Þaö
er örn Jónsson skipulagsfræöingur.
öm hefur starfað um árabil sem
fréttaritari DV í Kaupmannahöfn.
Hann tekur við starfi Sigurðar Guö-
mundssonar sem gegnt hefur fram-
kvæmdastjórastöðu í stofnuninni um
nokkurt skeiö. I samtali við öm kom
fram aö leyfi væri fyrir því aö tveir
framkvæmdastjórar væru viö stofn-
unina. Iöntæknistofnun hafi vaxið ört
og hafa margar stofnanir veriö sam-
einaöar henni. Verkefnin hefðu auk-
ist og þvi væri full þörf á tveimur
framkvæmdastjórum.
Ekki hefur enn verið ráðið í stööu
hins framkvæmdastjórans. For-
stöðumaöur stofnunarinnar er sem
fyrrdr. IngjaldurHannibalsson. -JÞ
I dag mælir Dagfari
í dag mælir Pagfari
I dag mælir Dagfari
Heiðra skaltu skúrkinn
Kennarar héldu útifund í gærdag.
Þar var saman komið slangur af
fólki, aöallega þó nemendur sem
haföir voru í því aö bera kröfuspjöld
með ærumeiðandi ummælum um
ráöherra landsins. Ber þar nokkuö
nýtt við aö þeir aöilar, sem verða
helst fyrir barðinu á verkfallsaö-
gerðum, skuli þannig gerast fót-
gönguliðar hjá þeim sem fyrir upp-
lausninni standa. Einu afleiðingar
vinnustöðvunar kennara eru þær að
skólahald er í lamasessi og fram-
haldsskólanemendur fá ekki þá
kennslu sem lögboðin er. Nemendur
hafa annaðhvort gengið í lið með
kennurum af évitaskap ellegar
samkvæmt kenningunni um að
heiðra skuli skúrkinn svo hann skaði
ekki. Blessaöir nemendurnir vita
sem er að einhvern timann kemur að
endalokum þessarar deilu og þá er
betra að hafa komið sér i mjúkinn
hjá kennurunum sem útbýta ein-
kunnum.
Annars er þetta þref milli kennara
og ráðuneyta orðið afar sérkenni-
legt, einkum fyrir þá sök að kennar-
ar hafa sagt upp störfum en eru þó í
verkfalli. Þeir eru hættir kennslu en
heimta samt hærri Iaun fyrir vinnu
sem þeir eru hættir að stunda. Þeir
heimta að stjórnvöld fari að lögum
en neita þó sjálfir að gegna lögunum.
Á hinn bóginn höfum viö mennta-
málaráöherra og rikisstjórn sem
hefur tekið við uppsögnum en neitar
að taka þær gildar. Við höfum skóla
sem segjast ekki geta haldið uppi
fullri vinnu en gera þó ekkert í því að
útvega sér nýja kennara í stað þeirra
sem hafa sagt upp. Og svo erum við
með samninganefnd ríkisins sem
hamast við að bjóða fðlki launabætur
sem hefur sagt upp og lagt niður
vinnu.
Staðan er sem sagt sú að kennarar
segjast vera í launabaráttu á sama
tima og þeir hafa sagt upp störfum
sínum, en ríkissjóður heldur því
aftur á móti fram að uppsagnirnar
séu ólöglegar en býður samt lög-
brjótunum upp á gull og græna
skóga.
Almenningi gengur illa að skllja
þennan galskap sem ekki er nema
von. Á tslandi hefur t-nginn verið
þvingaður til að vinna síðan þræla-
haldið var lagt niður og ef kennarar
vUja snúa sér að öðrum störfum. er
ástæðulaust fyrir ríkisvaldið aö am-
ast við því.
Eins er það ef kennarar leggja
niður störf í skólum, án þess aö taka
upp önnur störf, þá er það auðvitað
þeirra prívatmál. Ekki verður séð
hvað eigi að reka ráðherra og ráðu-
neytismenn til langra og strangra
funda við blessað fólkið eftir að það
hefur á annað borð sagt upp og
labbað út. Sannleikurinn er lika sá,
eins og fyrr hefur verið bent á, að
ekki tapar ríkið eða ríkissjóður á
þessu stoppi. Þvert á móti hlýtur
fjármálaráðherra að fagna því ef út-
gjöld og launakostnaður við skóla-
hald dregst saman við fækkun kenn-
ara. Þeir einu sem skaðast á útgöngu
kennaranna eru nemendurnir. Þeir
hafa hins vegar kosið að fylkja liði
með lögbrjótunum sem ekki vilja
lengur kenna þeim.
Nýjustu upplýsingar eru þær að
kennarar vilja annaðhvort fá 70 til
100% hækkun á launum eða fá vinnu-
vikuna stytta niður i átján stundir
þannig að afgangurinn verði greidd-
ur með eftirvinnutaxta. Þetta eru
hressilegar kröfur en það verður að
virða ríkisstjórninni til vorkunnar
þótt hún sé ekki tilbúin til að ganga
að slikum kröfum, og þaö allra síst
gagnvart fólki sem búið er að segja
upp. Og svo er það siöferðisspurning-
in stóra hvort foreldrar nemendanna
og þjóðféiagið allt hefur áhuga á
kennaraliði sem hefur það fyrir
nemendum sínum að sjálfsagt sé að
brjóta lög og halda uppi ófrægingar-
herferð gagnvart ráðherrum og lög-
lega kjörnum stjórnvöldum. Eða
hvernig verður mórallinn í kennslu-
stofunum að þessari deilu lokinni?
Eða fræðslan um hið rétta og ranga?
Dagfari