Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Harðar skær- uríPerú Vinstrisinna skæruliöar hafa sótt mjög í sig veðrið fyrir kosningarnar í Perú, og sprengdu þeir i gær sprengju við heimili atvinnumálaráðherrans og aðra við hús bróður landbúnaðarráð- herrans. — En 65 uppreisnarmenn féllu í þrennum skærum í suðaustur- hluta landsins í síðustu viku. I Lima handtók lögreglan um 1000 manns í kjölfar sprengitilræöanna, þar sem engan mann haföi þó sakað. Lá ekki ljóst fyrir, hvor skæruliðahreyf- ingin hafði verið þar að verki, Tupac Amaru eða Sendero Luminoso. I Ayaoucho í suðausturhluta landsins hefur æ ofan í æ slegið í brýnur milli skæruliða og lögreglu eöa sjálfboðaðra varðliða af indversku bergi. Hafa á þessu ári 215 falliö í skærum í Ayacucho en þar hóf Sendero-hreyfing- in skæruhernaðsinn 1980. Sendero-hreyfingin hefur haldið úti skæruhemaði gegn stjórn Fernando Belaunde Terry og hefur það stríð kostaö um 4.300 manns lífið. — Hreyf- ingin hvetur fólk til þess að taka ekki þátt í kosningunum sem skæruliðar kalla hreinan skrípaleik. Nú hefur staðiö í tvær vikur í Perú verkfall opinberra starfsmanna og örl- ar ekki á sáttum, en kosningamar hafa verið boðaðar 14. apríl. Skjaldbökur í eldhættu Mikill skógareldur á stærstu eyjunni í Galapagos eyjaklasanum stefnir ein- stæðum dýrategundum í útrýmingar- hættu. Embættismenn hafa gefið upp aiia von um að geta stjórnað eldinum. Breski náttúrufræðingurinn Charles Darwin notaði Galapagos eyjarnar sem bækistöð vegna hins f jölskrúðuga dýra- og plöntulífs þar. Ein dýrateg- undin sem þar lifir er risalandskjald- bakan. Stjómin hefur lýst yfir neyðar- ástandi á eyjunni og hefur áartlanir um að flytja hina 644 íbúa eyjunnar af henni. JÚNÍORINN HJÁ IBM ER DAUÐUR Tölvurisinn IBM hefur ákveðið að stöðva framleiðslu á litlu einkatölv- Veiddu lax með blásýru Þrír menn sem veiddu lax með þvi að dæla blásým í eina bestu laxveiðiá á Bretlandi hafa verið daandir í eins árs fangelsi. Menn- imir voru teknir þegar þeir voru að fara í burtu með91 lax í kolapokum f rá ánni Dovey í Mið-Wales. Ákæruvaldið sagði að mennimir hefðu eyðilagt lifriki fiska á um eins kílómetra svæði í ánni. Kosta mun þúsundir punda að koma líf- ríki árinnar í samt horf. unni sinni, PC-Junior. Þessi tölva er ódýrasta tölva IBM en hún hefur ekki staðist hina geysihöröu samkeppni í tölvuiðnaðinum. IBM hyggst áfram hafa þær Junior tölvur sem til em enn á markaöinum og útvega í þær varahluti og annað slíkt en menn i tölvuheiminum segja aö Juniorínn sé í raun dauöur. Tölvusérfræðingum kom ákvörðun IBM ekki á óvart. Þeir segja að Junior- inn hafi selst illa síöan um jól og eng- inn gróði hafi verið af honum í jólasöl- unni vegna þess að verðið hafi verið lækkaðsvo mikið. Mörkin á milli taps og gróða em af- skaplega lítil í hinni höröu samkeppni tölvuheimsins og verða enn minni á komandi mánuðum og árum, að sögn tölvumanna. Stjórnarerindrekar segja afl 11 manns hafi farist í mikilli sprengju sem sprakk i Bagdad um það bil sem Hussein Jórdaniukonungur og Mubarak Egyptalandsforseti funduðu með Hussein, forseta iraks, þar i borg. Sprengjan sprakk nólægt aðalstöðvum Baath stjórnmólaflokksins sem er við völd i Írak. Hún sprakk ótta mínútum eftir að iranir skutu eldflaug að borginni en írakar segjast enga skýringu hafa ó henni. Öngþveiti á flug- vellinum í Teheran KGB-majór vitni í réttarhöldunum — hundruð reyndu að komastút áður en loftbannið gekk í gildi Fyrrum majór í sovésku leyni- þjónustunni, KGB, var leiddur í gær fram sem vitni í réttarhöldunum yfir ArneTreholtíOsló. Stanislav Levtsjenko fór frá Osló strax að loknum yfirheyrslunum en þær fóru fram fýrir luktum dyrum. — Norska blaðið „Aftenposten” segir að vitnisburður Levtsjenko hafi ekki snert beint meintar njósnir Treholts fyrir Sovétmenn, heldur meira verið lýsingar á starfsaðferðum njósnara KGB. Levtsjenko (44 ára) strauk til Vesturlanda 1979, á meðan hann starf- aði sem blaðamaður i Japan, en hann býr núna í Bandaríkjunum undir breyttu nafni. Fyrrverandi foringi í KGB-leyni- lögreglunni sovósku vitnaði gegn Treholt i Moskvu í gær. DV-mynd JEG. Gífuriegt öngþveiti ríkti á flugvellin- um í Teheran í gær þegar flugfélög kepptust um að koma flugvélum sínum á loft til að komast út úr lofthelgi Irans áöur en loftbann Iraka á Iran gekk i gildi klukkan fimm að íslenskum tíma. Irakar hafa hótað að skjóta niður flugvélar í lofthelgi Irans eftir þann tíma hvort sem þar eru á ferð farþega- vélar eða aðrar vélar. Iranar svöruðu í gær meö þvi að hóta að skjóta eldflaugum á flugvöllinn i Bagdad. Khomeini forseti hefur sagt aö ef bann sé sett á lofthelgi eins lands þýöi þaö aö lofthlegi allra landanna á svæðinu sé í hættu. Iraksher virðist hafa hrint mikilli árás um 100.000 hermanna Irans í vot- lendi í Suður-Irak. Vestrænir frétta- menn segja að í mýrarflákunum sé krökkt af írönskum líkum. Irakar virð- ist stjórna svæðinu aö mestu. Irakar segjast hafa drepið 23.000 Irana en Iranar segjast hafa deytt 12.000 Iraka. Hvorugur aðilinn hefur gefiö upplýsingar um eigið mannfall. Farþegar, sem komust burt meö siö- ustu vélinni sem fór frá Teheranflug- velli, sögðu aö hundruð manna hefðu reynt að komast um borð í flugvélar á leið brott á síöustu stundu. Starfsmenn flugfélaga segjast hafa heyrt drunur í loftvamabyssum og heyrt sprengjur falla á jörðina. Enn er verið að reyna að binda enda á striðið með samningum en lítiö geng- ur. Stórsigur MX áætlunar Reagans öldungadeild bandaríska þingsins lagði í gær blessun sína yfir MX eld- flaugaáætlun Reagans forseta. Þar með hefur forsetinn unnið lykilsigur í vopnauppbyggingaráætlunum sínum. Olíklegt er að hægt verði að stöðva MX f laugina á þessu ári. Andstæöingar eld- flaugarinnar lofuðu þó aö halda áfram baráttu sinni gegn henni. öldungadeildin samþykkti með 55 atkvæðum gegn 45 að veita 1,5 milljörðum dollara til að byggja 21 flaug, með 10 kjarnaodda hverja. Enn þarf að samþykkja MX flaugina i fulltrúadeildinni, en andstæðingar hennar töldu vonir sínar bestar í öldungadeildinni. Reagan fagnaði niðurstöðunni úr öldungadeildinni og sagði: „MX flaugin mun styrkja þjóðaröryggi okkar og samningsstööu okkar” í Genf. Þaö er þessi röksemd Reagans, að samningsstaöa Bandaríkjanna myndi veikjast yrði flaugin ekki sam- sem höföu hugsaö sér aö greiða at- þykkt, sem varð til þess að ýmsum kvæði á móti flauginni snerist hugur. Umsjón: Guðmundur Pétursson og ÞórirGuðmundsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.