Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Page 18
18 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. KOLBEINSEY SKULDAR 263 MILUÓNIR KRÓNA eða 87 milljónir umfram húftryggingarverðmæti Skuttogarinn Kolbeinsey ÞH 10 frá Húsavík er líklega skuldugasta skipið í öllum togaraflotanum. Gjaldfallnar skuldir þess við Fiskveiðasjóð og Byggðasjóð nema nú um 263 milljánunv króna eða 87 milljónum meira en sem nemur húftryggingarverðmæti þess. Skipið verður væntanlega sett á upp- boö í sumar þar sem vonlaust virðist vera fyrir útgerðina að greiða þessar skuldir. Kolbeinsey er 430 lesta skip, smíöaö á Akureyri árið 1981. Það er í eigu Höfða hf., en stærstu hluthafar þar eru Fiskiðjusamlag Húsavíkur, Húsa- víkurkaupstaður, Kaupfélag Þing- eyinga og Verkalýösfélag Húsavikur og um 70 einstaklingar. Fjárhagsvandi Kolbeinseyjar felst í láni sem tekið var í Bandaríkja- dollurum, eins og allra þeirra skipa sem nú eiga yfir sér nauðungaruppboö. Höfði hf. tók 5 milljón dollara smíðalán í ágúst 1981. Þá var gengi dollarans 7,30 krónur. Nú er gengið 42,5 krónur og eftirstöðvar lánsins 252 milljónir króna. Aö auki hvílir á skipinu 11 milljón króna lán hjá Byggöasjóði. „Við ætlum okkur að halda þessu skipi og þurfum að halda því,” segir Kristján Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Höföa hf., í samtali viö DV. Hann segir að eigendur séu nú að leita leiöa til að halda skipinu í byggðarlaginu. A Húsavík eru aöeins gerðir út tveir togarar þannig aö það yröi mikiö áfall fyrir atvinnulif á staönum ef Kolbeins- ey færi. Skipiö skilaði 40% af þeim afla sem unninn var í Fiskiðjusamlaginu á síðasta ári. Kristján segist ekki sjá neina möguleika til að koma í veg fyrir að skipið fari á uppboð. Hins vegar segir hann að það séu engir möguleikar fyrir aðra að halda þessu skipi meðan þessar skuldir hvíli á því. „Þessi vandi er ekki vegna rekstrarins eða þess sem hægt er að rekja til útgerðarinnar, heldur vegna þess gjaldmiðils sem lániðertekiðí.” ÖEF. Hlýr sjór lofar góðu „Ástand sjávar á norður- og austurmiðum var í vetur enn hag- stæðara en á sama tíma 1984 og munar um einni gráðu i hitastigi en árið 1984 var aftur mikil breyting til batnaðar frá því sem var svölu árin 1981 til 1983. Um framvinduna er það aösegja aöætla má aðástandsjávar í vor á norðurmiðum geti áfram orðið gott og þá lífsskily rðin í sjónum yfirleitt, þótt ekki sé unnt að fullyrða umþaðfyrirvíst.” Þessi ánægjulegu tíðindi komu frá Hafrannsóknastofnuninni eftir sjó- rannsóknaleiðangur Árna Friðriks- sonar síðari hluta febrúar. Rannsóknarskipið fór um miðin um- hverfis landiö og geröi um leiö mælingar á loönustofninum viö Suð- austurland. Helstu niöurstöður hita- og seltumælinga eru þessar: Hlýsjórinn fyrir Vestfjörðum var fjögurra til sex gráða heitur. Áhrifa hans gætti fyrir Norðurlandi með hitastigi þrjár til fjórar gráður og seltu nær 35 prómill. Fyrir Aust- f jörðum var sjávarhiti tvær tU þrjár gráður og selta 34,8 prómiU. . Kaldi sjórinn út af Norður- og Norðausturlandi með hitastigi undir núll gráðu var langt undan, en seltan í Austur-Islandsstraumi djúpt út af Langanesi var þó fremur lág. I köldu árferði gæti það bent tU hafíshættu í vor en það er þó ólíklegt eins og veðurfari háttar. SkiUð við Suöausturlandið voru að venju við Lónsbug og hitastig á loðnuslóð grunnt með Suðurlandi var um sex gráður. Hiti og selta dýpra fyrir Suðurlandi var í góðu meðaUagi eða yfir sjö gráður og 35,15 prómUl. Leiöangursmenn á Árna Friðriks- syni voru Svend-Aage Malmberg, sem var leiðangursstjóri, Hjálmar ViUijálmsson, Sveinn Sveinbjörns- son, Jón Olafsson, Olafur S. Ástþórs- son, Gísli Olafsson og Stefán Kristmannsson. Skipstjóri var Ingi Lárusson. -KMU. Fimm togarar við hafrannsóknir umhverfis Island: Ætla að læra meira um þorsk- inn og aðra botnfiska Hafrannsóknastofnun stendur um þessar mundir fyrir umfangsmiklum rannsóknum á helstu botnfiskategund- um hér við land. Rannsóknimar fara fram á fimm togurum sömu gerðar sem stofnunin hefur leigt í þessu skyni. Togað verður á 600 stöðum umhverfis landiö frá gmnnslóö og út á 500 metra dýpi. Togararnir fimm eru Amar HU 1, Drangey SK1, HoffeU SU 80, Páll Páls- son IS 102 og Vestmannaey VE 54. Um borð í hverjum togara eru fimm starfs- menn Hafrannsóknastofnunar sem annast gagnasöfnun. Upplýsingar em jafnharðan settar inn á tölvu til að flýta fyrir úrvinnslu þegar leiðöngrum lýkur. Rannsóknarsvæöinu er þannig skipt að PáU Pálsson verður á svæðinu frá SnæfeUsnesi norður að Strandagrunni, Amar rannsakar Norðurlandsmið austur á móts við Melrakkasléttu, Drangey verður út af norðaustanverðu landinu, Hoffell rannsakar miðin út af sunnanverðum Austfjörðum og Suð- austurlandi og Vestmannaey verður út af Suðvesturlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því í október síðastUðnum. Þá var skipuð sérstök verkefnisstjóm á Haf- rannsóknastofnun undir forystu Olafs K. Pálssonar f iskifræðings. Auk starfs- manna stofnunarinnar hafa margir skipstjórar úr öllum landshlutum tekið þátt í undirbúningi rannsóknanna. Tilgangurinn með þessu átaki er meöal annars sá að fá meiri vitneskju um þorskstofninn og aðrar botnfiska- tegundir en nú er fyrir hendi. Slík vinnubrögð gefa sjómönnum og út- vegsmönnum kost á að fylgjast með og taka beinan þátt í rannsóknarstarf- seminni. ^ Leiöangursstjórar eru Viðar Helga- son, Sigfús A. Schopka, Guðni Þor- steinsson, Olafur K. Pálsson og Einar Jónsson. Skipstjórar á togurunum eru Birgir Þórbjarnarson, Kristján Ragn- arsson, Högni Skaftason, Guðjón A. Kristjánsson og Eyjólfur Pétursson. Ef vel tekst til verða þessar rann- sóknir endurteknar árlega með stöðl- uöum veiðarfærum. Er þá vonast til að breytingar í afla þessara togara endurspegli breytingar á stærö fiski- stofnanna. Gildi rannsóknanna eykst því oftar sem þær era gerðar. -KMU. Akureyri: ÞROSKAÞJÁLFAR MEÐ NÁMSKEIÐ Þroskaþjálfar á Akureyri gangast fyrir námskeiði dagana 29. og 30. mars á Endurhæfingarstöðinni Bjargi. Til liðs við sig hafa þeir fengið NORPASS en þaö er norræn stofnun sem vinnur að þróun og skipulagningu félags- legrar þjónustu. NORPASS er ný stofn- un sem mun láta sig varða fram- kvæmd félagslegrar þjónustu meö því að gangast fyrir námskeiðum, útgáfu- starfi og ráðgjöf. Námskeiðiö á Akureyri er ætlað þeim sem vilja auka þekkingu sína og bæta þjónustu við fólk sem þarfnast sérstakrar aðstoðar. Það eru meðal annars skipuleggjendur og stjómend- ur heilbrigðis- og félagsmála, þeir sem starfa á þessum sviöum, neytendur þjónustunnar, forystumenn sveitarfé- laga og þeir aðrir sem hafa áhuga á geðheilbrigöismálum, málefnum aldraðra, vangefinna, líkamlega hamlaðra og ofnotenda áfengis og fíkniefna. Fyrirlesarar verða dr. Kristjana Kristjánsen, lektor við háskólann í Þrándheimi, Dóra S. Bjamason, lektor við KHl, og Rannveig Traustadóttir þroskaþjálfi. Hægt er aö skrá sig bréflega með því að skrifa til Vistheimilisins Sólborgar eða símleiðis hjá Þórhildi frá kl. 9 til 12 í síma 21756 eða Þórönnu eftir klukkan 19.00 ísíma 22784. JBH/Akureyri FJÖR A SELFOSSI Síöastliðinn fimmtudag kom Her- mann Ragnar Stefánsson með þrjár glæsilegar konur í opið hús á Selfossi og voru þau að kynna eldri borguram Mallorcaferö sem á að fara 17. apríl og 6. maí. Kynnti Rebekka Kristjánsdóttir' ferðimar. Rebekka er áhrifakona mik- il og fylgir sínu máli af sannfæringu. Það var mikið fjör í hinu aldna húsi, Tryggvaskála. Hermann og konumar þrjár hleyptu miklu fjöri í niannskapinn og var dans- aöur f ugladans af miklu fjöri sem f lest- ir tóku þátt í. Fann ég sárt til þess að eiga ekki myndavél til að taka mynd af gamla fólkinu í dansinum. Það var mikið ærslast og veit ég að fólk hefði getaö grátiö af hlátri viö aö sjá þaö. Hefði það getað skemmt sér betur en við sjónvarpsleikritið í gærkvöldi. Vil ég þakka kærlega fyrir þessa heim- sókn. Regína, Selfossi. SKÓLASKEMMTUN Á HÚSAVÍK Fró Ingibjörgu Magnúsdóttur, Húsa- vík: Að undanförnu hefur verið mikið annríki hjá kennurum og nemendum Barnaskóla Húsavikur við aö undirbúa árlega skólaskemmtun sem haldin er til að fjármagna skólaferö sjöttubekk- inga. Árangur annríkisins varð hin vand- Fyrstubekkingar sýna látbragðsleik. aðasta dagskrá sem frumsýnd var ný- lega. Þar var söngur, látbragösleikur, leikfimi, breakdans og að lokum sýndu sjöttubekkingar leikritið Gegn um holt og hæðir eftir Herdísi Egilsdóttur. Anna Jeppesen kennari leikstýrir verkinu en því var vel tekiö af áhorf- endum sem voru hinir ánægöustu með sýninguna í heild. -EH DV-mynd Ingibjörg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.