Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 32
32
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985.
Andlát
Sveinn Helgason fulltrúi lést 11. mars
sl. Hann fæddíst í Reykjavík 14.
nóvember 1924, sonur hjónanna Magn-
eu G. Magnúsdóttur og Helga Kr.
Helgasonar. Að loknu verslunarskóla-
námi réðst hann fljótlega til bókara-
starfa í Steindórsprenti þar sem hann
vann í áratugi. En síöustu árin hefur
hann verið starfsmaður Brunabótafé-
lags Islands. Sveinn kvæntist Guðríði
Guðmundsdóttur. Þau slitu samvistum
fyrir nokkru. Utför Sveins var gerð frá
Fossvogskirkju í morgun kl. 10.30.
Þórður Þórðarson læknir lést 10. mars
sl. Hann fæddist 6. nóvember 1904.
Hann tók stúdentspróf árið 1923 og
lauk prófi frá læknadeild Háskóla Is-
lands 1929. Næstu árin stundaöi hann
framhaldsnám bæöi hér á landi og i
Þýskalandi en sérfræðiviðurkenningu í
lyflækningum hlaut hann 1942. Frá ár-
inu 1943 starfaöi hann viö lyflæknis-
deild Landakotsspítala þar til hann lét
af störfum fyrir aldurs sakir árið
1974. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er
Louise Peters. Utför Þórðar veröur
gerð frá Dómkirkjunni í dag kl. 13.30.
Guðný Jónsdóttir lést 9. mars sl.
Guðný var fædd að Selkoti í Þingvalla-
sveit 20. desember árið 1919, dóttir
hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og
Jóns Bjarnasonar. Hún giftist
Guðmundi R. Jónatanssyni en þau
slitu samvistum árið 1972. Þóm varð
ekki barna auðið en ólu upp systkin
sem misst höfðu móður sína ung aö ár-
um. Utför Guðnýjar verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag kl. 13.30.
Unnur Carlson fædd Gunnarsdóttir
andaðist í Bandarikjunum 8. mars sl.
Hertha Lárina Helena Jensen, Brá-
vallagötu 42, er lést 10. mars sL, verð-
ur jarðsungin í dag, miðvikudaginn 20..
mars,,fráFossvogskapellukL 15.
ÞórhOdur Brynjólfsdóttir, Breiðvangi
14, verður jarðsungin frá Hafnarfjarð-
arkirkju fimmtudaginn 21. mars kl.
13.30.
Elín Sigurðardóttir, Mávahliö 33, and-
aðist 4. mars í Hafnarbúöum. Utför
hennar hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
HaUdór Guðbjartsson lést i Kristian-
sand, Noregi, mánudaginn 18. mars.
HaUgrímur Guömundsson, Hrafnistu,
lést aðfaranótt 19. þ.m. í Landspítalan-
um. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Karl Björgúlfur Björnsson frá Reyðar-
firði andaöist í Hrafnistu 17. þ.m.
Kolbeinn Steingrímsson, fyrrverandi
vörubístjóri Þrótti, frá Gljúfurá í
Borgarfirði, Reykási 43 Reykjavík,
lést 7. mars. Utförin hefur farið fram.
Eðvald B. Malmquist, yfirmatsmaöur
garðávaxta, verður jarösungmn
fimmtudaginn 21. mars nk. kl. 15. frá
Dómkirkjunni í Reykjavík. Jarðsett
verður í Gufuneskirkjugaröi.
Jósef LUjendal Sigurðsson frá Torfu-
feUi, sem lést 14. mars, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju laugar-
daginn 23. mars kl. 10.30.
Ölafía Pálsdóttlr, Hverfisgötu 102A,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn21. marskl. 10.30.
Sigurður Olafsson skólastjóri, Sand-
gerði, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskapeUu föstudaginn 22. mars kl.
10.30.
80 ára er i dag, 20. mars, Steinunn Jak-
obsdóttir frá Aöalvík, til heimilis að
Smyrlahrauni 45 i HafnarfiröL Hún
verður ekki heima á afmælisdaginn en
tekur á móti gestum laugardaginn 23.
mars í Slysavamahúsinu, Hjaila-
hrauni 9, Hafnarfirði, milli kL 16 og 19
þanndag.
80 ára er í dag, 20. mars, frú Sigur-
björg Jónsdóttir, Hverfisgötu 92A
Reykjavík. Hún ætlar aö taka á móti
gestum á heimili sínu. Eiginmaöur
hennar var Helgi J. Hafliðason bifvéla-
virki sem er látinn fyrir allmörgum ár-
um. Þau eignuðust 7 böm og eru 6
þeirra á lífi.
Tilkynningar
Samband lífeyrisþega
ríkis og bæja
heldur sinn árlega skemmtifund aö Hótel
Sögu, Súlnasal, miövikudaginn 20. mars kl.
15. Húsiö opnað kl. 14. Skemmtiatriði og veit-
ingar.
Kvenfélag Hallgrímskirkju
heldur sína árlegu kaffisölu og skyndi-
happdrætti til styrktar Hallgrímskirkju í
Reykjavík í Domus Medica sunnudaginn 24.
mars kl. 15. Tckið verður á móti kökum og
brauði í Domus Medica á sunnudag milli kl.
13 og 15. Þess er vænst að velunnarar kirkj-
unnar komi og fái sér kaffisopa.
í gærkvöldi
í gærkvöldi
Dr. Römer er dáinn, sagði Dr. Rotheim
Dr. Derrick og Jón Baldvin Hanni-
balsson vom sigurvegarar sjón-
varpsins í gærkvöldi. Derrick
óvenjuhress með tóma hvítsloppa í
kringum sig, Jón Baldvin vel frískur
og greinilega í miklu stuði, foringja-
sonurinn sá.
Byrjum á Dr. Derrick, þessum ást-
kæra vini þjóðarinnar. Hann leysir
öll mál vel af hendi, þrátt fyrir alls
kyns brambolt í leikstjórum og hand-
ritahöfundum.
Höfundurinn í þættinum í gær-
kvöldi forritaöi þáttinn að mestu inn
á geösjúkrahúsi. Og þvílíkur hvít-
sloppafans. Dr. Derrick og félagi
hans aldeilis ekki í hvítsloppum,
heldur í mokkajökkum frá Samband-
inu, enda er hann enn á norðan í
Þýskalandi.
Dr. Römer heyröist nefndur 177
sinnum í gærkvöldi. Dr. Winter var
nefndur 99 sinnum. Og síðan töluvert
minnst á Dr. Rauh, Dr. Mundt, Dr.
Rotheim og Dr. Schenk.
Þátturinn gekk síðan út á hvort Dr.
Römer væri dáinn eða ekki. „Dr.
Römer er dáinn,” sagði Dr. Rot-
heim.
Balliö hélt áfram og minnst var á
að tölva heföi verið kjörin „maður
ársins”. Dr. Römer og Dr. Rotheim
máttu ekki heyra minnst á tölvur.
Og enn hélt ballið! áfram. Dr.
Römer var skyndilega kominn í pill-
urnar. Þá heyrðist sagt í kringum
mig: „Hann át ekkert lítiö af pillum,
biessaöur. Drepur hann sig ekki á
þessu?” Góð spurning, eins og
stjórnmálamennimir segja.
Og þá erum við komin að þeim.
Umræður í gær funheitar. Jón Bald-
vin í joöinu sínu og essinu líka. Mun
frískari en þau Páll, Guörún og Arni.
Páll talaði mikið um kurteisi á
Noröurlandaráðsþingum. Sagöi að
það yrði að tala viö menn með kurt-
eisi. Jón Baldvin vill kurteisi, en þó
engin silkihansatök heldur.
Kannski á að spyrja um Norður-
landaráösþing eins og tölvuna: „Get-
ur tölva elskað? Hún er hjartalaus.”
Er þingið hjartalaust i allri kurteis-
inni? JónG. Hauksson.
Helgi Hallgrímsson,
safnvörður á Akureyri:
Hljóðvarpið ekki nógu
sjálfstætt gagnvart
■ r
sjonvarpi
Eg horfi svo til ekkert á sjónvarp,
hef aldrei vanið mig á það. Hins veg-
ar hlusta ég dálítiö á rás 1. Mér
finnst hún að mörgu leyti góð en stíla
um of á sjónvarpið. Besta dagskráin
er þannig yfirleitt utan kvöldanna og
þau em lélegri fyrir vikiö. Helst eru
það kvöldvökumar sem ég missi
sjaldanaf.
Mér list ágætlega á landsbyggða-
útvarpið, stefnan hlýtur að vera sú
að hvert hérað hafi eigið útvarp. Eg
hlusta sama og ekkert á rás 2. Hún
virðist koma alveg í staðinn fyrir
Keflavíkurútvarpið og skipta þjóð-
inni í tvennt, þá sem hlusta og hina.
Hún er líka mjög keimlík Keflavíkur-
útvarpinu og ég held að við séum þar
með að viöurkenna vissa niöurlæg-
ingu á þessum vettvangi.
Sígild tónlist á rás 1 er að mínu
mati mjög góð og ég efast um að hún
sé nokkurs staðar betri en hér á
landi.
Fundur Aðgerðarannsókna-
félags íslands
Nýlega var haldinn stofnfundur félags áhuga-
manna um aðgeröarannsóknir á Islandi.
Helsti tilgangur félagsins er að efla aðgerða-
rannsóknir og hagnýtmgu þeirra hérlendis,
m.a. með fræðslu- og umræðufundum. Fyrsti
slikur fundur veröur haldinn fimmtudaginn
21. mars nk. kl. 15.30 í kaffistofu verkfr. og
raunvísindadeildar í VR II, Hjaröarhaga 4.
Þar mun Guðmundur Jónsson verkfr. flytja
erindi um spálíkön og umræður verða um
notkunarmöguleika þeirra í íslenskum fyrir-
tækjum. öllum er heimill aðgangur meðan
húsrúm leyfir.
Undirbúningsfundur vegna
Heimsmóts æskunnar
I kvöld, miðvikudaginn 20. mars, verður
haldinn undirbúningsfundur vegna Heims-
móts æskunnar '85 að Skólavörðustig 19, 2.
hæðkl. 19.30.
Heimsmót æskunnar verður haldið í Moskvu
dagana 27. júlí til 3. ágúst 1985. A Heims-
mótinu verða m.a. umræður um ýmis mál er
varða ungt fólk; íþróttir, hljómleikar o.fl.
Þau félög eða einstakhngar er áhuga hafa á
að standa aö undirbúningi fyrir mótið, þar á
meðal fjáröflun, eru hvattir til að mæta á
stofnfund undirbúningsnefndar mótsins, þar
/verður komið á skipulagi til undirbúnings
Heimsmótsins.
Æskulýðssamband Islands.
Háteigskirkja
Föstuguðsþjónusta í kvöld kl. 20.30. Prestur
sr. Tómas Sveinsson.
HÁR flytur um set
Hársnyrtistofan HÁR í Hafnarfirði flutti
nýveriö í nýtt og helmingi stærra húsnæði á
horni Hjallabrautar og Dalshrauns en stofan
hafði þá verið í liðlega fjögur ár við Strand-
götu. Eigandi stofunnar er Hallberg
Guömundsson hárskerameistari en með hon-
um hafa starfað Þóra Eiríksdóttir hárskera-
meistari og Hildur Hauksdóttir nemi. Eftir
flutningana hefur svo Kristín Hákonardóttir
bæst í hópinn en hún mun sjá um hárgreiösl-
una. Kristín vann áöur hjá Dúdda og Matta.
HAR er opiö frá mánudegi til föstudags frá
klukkan níu til sex. Pantanir í hárgreiðslu eru
teknar í síma 53955.
Félagsvist í safnaðar-
heimilinu Borgum
í kvöld miðvikudag kl. 20.30.
Þjónustudeildin.
Fundarsköp
Handbók um fundarstjórn
09
meöferð tiilagna
Jón Böðvarsson aðhæfði og
staðfærði
Bókaútgéfan Öm og örlygur hefur endurút-
gefið bókina Fundarsköp sem fyrst kom út
árið 1979 og hefur verið ófáanleg um nokkurt
skeið. Bókin er byggð á bók eftir O. Garfield
Jonse, prófessor í oijornmáiairæðum við
Toledo háskóla, en Jón Böðvarsson aðhæfði
bókina og staðfærði. Félagsskapurinn Junior
Chamber á Islandi átti allt frumkvæði að út-
gáfu bókarinnar.
Fundarsköp er handbók sem auðveldar fund-
arstjóra að stjórna fundi og fundarmanni að
taka þátt i fundarstörfum.
Bókin skýrir afgreiðsluröð tillagna, flokkun
þeirra, einkenni og réttarstööu. öll mál sem
upp koma eru leyst í skynsamlegri röð, sem
leiðir til auðveldrar lausnar og skjótrar
afgreiðslu.
Þessi bók er nauðsynleg öllum sem taka þátt í
fundum félaga og samtaka, þingum og
ráðstefnum, þar sem málin þarf að leysa á
lýðræðislegan hátt; meirihlutinn ræður, en
réttar minnihlutans er gætt.
Fundarstjóri sem hefur Fundarsköp við
höndina, þarf ekki aö kunna utanbókar allar
reglur um meðferð tillagna. Miðkafli bókar-
innar, sem er alger nýjung, veitir honum
möguleika á að vera fljótur að fletta upp á
þeirri tillögu sem fram hefur komið og
afgreiða hana strax á réttan hátt.
Dregið hefur verið í
almanakshappdrætti
Landssamtakanna Þroska-
hjálpar fyrir mars
Upp kom númerið 2249.
IMámskeið í förðun
og Ijósabeitingu
Einn liður í starfsemi Bandalags íslenskra
leikfélaga er námskeiöahald. Námskeiöin eru
með ýmsu móti. Lengri námskeið eru jafnan
haldin einhvars staðar fjarri höfuðborginni á
afskekktum stað þar sem þátttakendur
einangra sig frá hvunndeginum og helga sig
viðfangsefninu óskiptir. önnur og þá styttri
námskeið eru hins vegar haldin í Reykjavík.
Tvö slík fóru fram helgina 23.-24. febrúar.
Annað var grunnnámskeið í ljósabeitingu.
Kennari á því var Daníel Williamsson, ljósa-
meistari hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þátttak-
endur voru 16. Fór kennslan fram í Iðnó. Hitt
námskeiðið var í förðun og sóttu þaö 17 konur
en kennarar voru þær Margrét Matthíasdóttir
og Elsa Þórisdóttir sem báðar starfa hjá
Þjóðleikhúsinu. Fékk Bandalagiö inni með
námskeiðið í hinum nýju og stórglæsilegu
húsakynnum Leíkfélags Kópavogs. Þar er
mjög fullkomin aðstaða baksviðs. Að loknu
náml var þátttakendum boðið að horfa á
æfingu á leikritinu Vals eftir Jón Hjartarson
sem um þessar munjlir er sýnt í Hjáleigunni
en svo nefnist æfingasalur þeirra Kópavogs-
manna þar sem þeir hafa komið sér upp litlu
og aðlaðandi leikhúsi á meðan þeir bíða eftir
því að Höfuðbólið rísi.
Hárgreiðslustofan Inna
flytur í vesturbæ Kópavogs
Hárgreiðslustofan Inna hefur flutt í nýtt og
rúmbetra húsnæði að Borgarholtsbraut 69,
Kópavogi. Stofan var áður að Aratúni 1,
Garðabæ. Eigandi stofunnar er Kristín Ottós-
dóttir hárgreiðslumeistari. Einnig er snyrti-
stofa á staönum meö andlitsböð, húðhreinsun,
plokkun, litun, hársnyrtingu, föröun og vax
meðferð. Stofan verður opin alla virka daga
kl. 9—5 og á laugardögum. Tímapantanir í
síma 44034.
Franska sjónvarpið er hjá
Alliance Francaise
Videoklúbbur Alliance Francaise var
opnaður þriðjudaginn 5. mars kl. 20.30 að
Laufásvegi 12.
Sýningar verða f jórum sinnum í viku þar sem
sýnt verður nýtt efni hverju sinni.
A þriðjudagskvöldum, kl. 20.30: Viðtal við
André Malraux. Þessir þættir voru gerðir á
árunum 1976 til 1979 og verða sýndir í sjö
vikur frá 5. mars til 23. apríl.
A miðvikudagskvöldum, kl. 20.30: Fréttir
mánaðarins frá Frakklandi. Ymsar fregnir,
menningarlífið, íþróttir.. .
A fimmtudagskvöldum, kl. 20.30: Bók-
mennta- og menningarþættir.
A laugardögum, kl. 15: sögulegar heimilda-
og landkynningarmyndir.
— Aðgangur: — ókeypis fyrir nemendur
Alliance Francaise.
— þeir félagsmenn sem greitt hafa
félagsgjaldið 1984—85, borga 20 kr. fyrir
hverja sýningu.
— Aðrir: 50 kr. fyrir sýninguna.
Frá Ferðafélagi íslands
Aðalfundur Ferðafélags Islands verður
haldinn mánudaginn 25. mars í risinu á
Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30 stund-
víslega. Venjuleg aðalfundarstörf. Lagðar
fram tillögur til breytinga. ATH. Félagar
sýni skírteini frá árinu 1984 við innganginn.
Stjórnin.
BELLA
Ég er hvorki veik né hef ég frí í
dag, ég veit bara ekki í hvaða föt-
umégáaðkoma.