Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1985, Side 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 20. MARS1985. DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL Niels stendur hér við steinasafnið sitt. Hann hefur raðað öllum stein- um á hillur i stofunni hjá sér og þek- ur safnið næstum heilan vegg. Níels Bjarnason steina- safnari heimsóttur im - f*; ■ - J : ]m Með steinasafniö á stofuveggnum „En hef alltaf haft áhuga á að safna steinum. Gallinn var bara sá að þar sem ég ólst upp, viö Breiðafjörðinn, var aðeins ein steinategund. Það var þvi ekki fyrr en ég flutti norður í tsa- f jaröardjúp að ég byrjaði að safna. Eg hafði þar eftirlit með rnæöiveikisauðfé of> lá leið mín því oft upp á heiðarnar. Svo var þaö eitt sinn þefíar ég var á gangi í Gervidalnum aö ég fann jaspís og nokkra ópal-steina. Þá tók ég ákvörðun um að byrja að safna stein- um áður en ég yrði of gamall til að komastnokkuð. Þettavaráriðl958.” í steinaleit á Volkswagen „Ég hafði fram að þessu líka haft nokkum áhuga á plöntum en sá fram á að ómögulegt yröi að sinna þessum tveún áhugamálum. Eg valdi því frek- ar steinasöfnunina. Eg eignaöist fljót- lega Volkswagen og fór á honum, ásamt ungum vini minum, i sérstakar ferðir í steinaleit. Við fónim á þessum árum m.a. norður í land, vestur í Barðastrandarsýslu og umhverfis Þistilfjörðinn. í þessum ferðum fund- um við marga áhugaverða steina.” heitnum frá Miðdalsem var injög fróð- ur maður um steina.” Eldobalinn í uppáhaldi —H vað áttu ma rga steina ? IMíels heldur mest upp á eldobalinn sem er einn af fyrstu steinunum sem hann fann. Ekki bóklærður —Hefur þú aflaö þér einhverrar þekkingará þessusviöi? „Nei, ekki get ég nú sagt það. Eg las á sínum túna bók eftú- Guðmund G. Bárðarson og þaö er eúia þekkingin sem ég hef fengið úr bókum. Eg hef lært mest af því að tala við gamlan mann í Bolungarvík, Stein Emilsson að nafni. Hatui lærði á sínum túna kristallafræöi við háskóla í Þýska- landi og skrifaði margar greinarí þýsk túnarit um jarðfræðileg efni. Steinn kom oft til mín og við spjölluðum mikið sainan. Svo kynntist ég líka Guðinundi Tveir steinar úr safninu. Annars vegar steinrunnið beykilaufblað sem IMiels fékk að gjöf og hins vegar kalsidon frá Munaðarnesi við Ingólfsfjörð. DV-myndir GVA. Niels Bjarnason steinasafnari ,,Eg á u.þ.b. 350 steúia. En það er erfitt aö segja nákvæmlega til um hvað tegundirnar eru margar því þaö er svo til útilokað að greina seólítana sundur án tækja. Eg giska á aö ég eigi á bilinu 30-40 tegundir af steinum. —Heldur þú upp á eúihvern sér- stakanstein.? ,,Já, eldobalinn er í mestu uppáhaldi hjá mér. Þetta er eiginlega fyrsti steinninn sem ég eignaðist og ég fann hann á dálítið sérkennilegan hátt. Þannig var aö ég var á leiöinni upp hlíð í Gei"vidal. Veröur mér þá litið upp og sé glitta í eitthvaö undú- baröi fyrir ofan mig. Þegar ég fór að athuga þetta betur sá ég aó þetta var steinn sem var fastur inni í barðinu. Mér tókst að losa hann og þegar ég kom heim meitlaði ég hann niður. Það er tæot úr honum sem ég held svona mikið upp á og geymi þaö ekki meö húium steinunum heldur í svefnherbergúiu mínu.” Safnið komið í endanlega mynd Níels númerar alla steínana sína og hef ur skráð í bók hvar hann fann hvern stein. Safnið hefur hann á hillum í stof- unni. „Fólk verður mjög hissa þegar þaö kemur í heúnsókn og sér alla þessa steúia. Sumir hafa spurt mig hvað ég sé eiginlega að gera með allt þetta grjót á stofuveggnum. En mér fúinst bara ómögúlegt annað en að hafa þetta uppi við. Það er ekkert gaman að hafa safnið lokað niðri í kössum þar sem enginn getur séö þaö. Eg hef lika raðað öllurn steinunum upp eins og ég vil hafa þá og safniö á ekkert að breytast meðan það er í minni eigu. Heilsan leyfir ekki lengur að maður fari út í náttúruna aö leita aö fallegum steinum,” sagði Níels Bjarnasonaðlokum. —ÞJV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.