Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Side 2
2
DV. FÖSTUDAGUR12. APRIL1985.
Ungir f ramsóknarmenn setja f orsætisráðherra fyrir:
Stjómarslit, gegni
sjálfstæðismenn ekki
,,Sé Sjálf.stæöisflokkurinn ekki
reiöubúinn aö standa aö þessum upp-
skurði. þá ber þér að rjúfa stjórnar-
samstarfið og boöa til kosninga á
grundvelli eftii-farandi tillagna,”
segir í inngangi aö erindi sein þjóð-
málanefnd Sambands ungra fram-
sóknarmanna mun afhenda for-
manni Framsóknarflokksins.
I innganginum er skorinort fullyrt
að nú sé mikilvægara en nokkru sinni
fyrr ,.að hefja hinn róttæka uppskurð
á hagkerfi þjóðarinnar, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur haft for-
göngu um, en strandar á sjálfstæðis-
mönnum að hrinda í framkvæmd.”
Þess má geta að formaður FUF er
Finnur Ingólfsson, aðstoðarinaður
sjávarútvegsráðherra og vara-
forinanns Framsóknarflokksins.
Tillögur þjóðmálanefndar FUF um
kosningastefnu eftir stjórnarsbt eru
í 16 liöum og ýmsar hinar nýstár-
legustu úr herbúðum framsóknar-
manna. Höfuðáhersla er lögð á
kerfisbreytingar sem forsendu
umsköpunar í atvinnulífinu og
aögeröir í húsnæðismálum. Þæreiga
að felast í skattafrádrætti, greiðslu-
jöfnun og jöfnun lána til kaupa á
eldra og nýju húsnæði.
Meðal annars sem ungir
framsóknarmenn leggja til er að út-
flutningsbæturá landbúnaðarafuröir
verði afnumdar í áföngum og
bændur aðstoöaðir við að hætta
búskap eða snúa sér að öðrum
búgreinum. Opinberum afskiptumaf
stjómun framleiöslu og
verðlagningu kinda- og nautakjöts
verðihættnúþegar.
Þá vilja þeir skattfríðindi til handa
þeim fyrirtækjum sem leggja í rann-
sóknar- og þróunarstarfsemi. Hins
vegar veröi eignarskattur félaga og
fyrirtækja hækkaður sérstaklega til
aö draga úr þenslu í fjárf.estingum
milliliöa og verslunarfyrirtækja.
Skattur á verslunar- og skrifstofu-
húsnæði tvöfaldist.
Söluskattssvik vilja ungir
framsóknamenn hindra meöal
anna rs meö afnámi söluskattsunda n-
þága á matvælum. Þeir vilja afnema
tekjuskatt einstaklinga þegar í stað
og taka í staðinn upp stóreignaskatt.
HERB.
Áburðarverðið:
Hækkar
um40%
— beinir styrkir úr ríkissjóði
Ríkisstjómm samþykkti á fundi
sínuin í gærmorgun ályktun um að
hækka verð á áburði um 40% frá í
fyrra. Stjórn verksmiöjunnar ákveður
veröið endanlega. Fjárhags-
vandræðum verksmiðjunnar vegna
gengistaps á síöasta ári er haldiö utan
viö áburðarverðið að þessu sinni.
„Það er ljóst að ríkissjóður verður
að gera sérstakar ráðstafanir til að
leysa fjárhagsvanda verksmiðj-
unnar,” sagði Jón Helgason land-
búnaðairáðherra í gærdag.
Þrátt fyrir að verð áburðarins til
bænda hækki um 40% þá hækkar það
verð sem verksmiðjan fær mun minna,
eða 16,2%. Mismunurinn feist í því að
áburðurinn var niðurgreiddur í fyrra
úr kjamfóðurssjóði. Þessar niður-
greiðslur vom f elldar niöur í ár.
Svo lesendur átti sig betur á
Kjaradómur
Hugsanlegt er að Kjaradómur felli
dóm sinn í kjaramálum ríkisins og
BHMR í næstu viku. Unnið hefur'
verið í Kjaradómi af fullum krafti
undanfarið. Hann var m.a. að störfuin
yfir páskana.
verðlagningunni getum við ímyndað
okkur að áburðarverðiö í fyrra hafi
verið 100. Bændur greiddu 83, en 17
komu úr kjarnfóðurssjóði sem niður-
greiðslur.
Meö ákvöröun ríkisstjómarinnar
þurfa bændur nú að greiöa 116 í stað 83
í fyrra. Það er þessi mismunur sem er
40%.
Ef stjórn verksmiðjunnar hækkar
verðið til bænda eins og ríkisstjórnin
hefur ályktað um þá verður 50 kílóa
pokinn af áburði frá verksmiöjunni í
kringum 500 krónur.
Fjárhagsvandi verksmiðjunnar frá í
fyrra er eins og áður segir enn
óleystur. Samkvæmt upplýsingum DV
var gengistapið í kringum 190 milljónir
kr. Tap verksmiðjunnar var 43
milljónir á síðasta ári.
-JGH.
í næstu viku
Benedikt Blöndal, fonnaður dóms-
ins, sagði að allt kapp væri lagt á að
ljúka Kjaradómi sem fyrst. Hvenær
það yrði gat hann ekki sagt til um.
llann sagöist þó vona að þaö yröi í
næstuviku. APH
Forsoti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, fékk fyrstu rauðu fjöðrina í
gærmorgun og var myndin tekin viö þaö tœkifœri. Lionsmenn
munu selja fjöörina nœstu daga. DV-mynd GVA.
LANSFJARLOGIN
í SKIPSTRANDI
Kollafjarðarstöðin:
Jón f rest-
arenn
ákvörðun
— „Sammála niður-
stöðum fisksjúk-
dómanefndar
um slátrun/’
segirformaður stanga-
veiðimanna
Jón Helgason landbúnaðarráðherra
tekur ákvörðun um það í næstu viku
hvort öllum fiski í Laxeldisstöð ríkisins
í Kollafirði verði slátrað. En fisk-
sjúkdómanefnd hefur gert tdlögu um
slíkt vegna nýmaveiki í stöðinni.
„Þetta mál verður rætt í ríkis-
stjórninni á næsta fundi hennar á
þriöjudag. Og það er ljóst að ég tek
ákvörðun í málinu í næstu viku, það
má ekki dragast lengur,” sagöi Jón
Helgason.
„Eg tel mjög eölilegt að ríkisstjómin
fjaUi um máUð. Akvörðunin, sem tekin
verður, snertir jú aUar hafbeitar-
stöðvar og er fordæmisgefandi,” bætti
landbúnaðarráðherra við.
Þrátt fyrir að ákvörðun Jóns
Helgasonar liggi ekki enn fyrir þá
hafa stangaveiðimenn afdráttarlausa
skoðun í máiiuu.
„Það má ekki taka neina áhættu.
Það er óforsvaranleg áhætta að sleppa
seiðum úr stöð þar sem þessi sýki
hefur komið upp. Þess vegna erum viö
sammála niðurstöðum fisksjúkdóma-
nefndar um slátrunina,” sagði Gylfi
Pálsson, formaöur Landssambands
stangaveiöifélaga í gær.
— Hvað finnst þér um þær hug-
myndir að sleppa seiðunum í hafbeit?
„Seiöunum er sleppt í hafiö til aö þau
komi í upphaflega stöð aftur. En það er
alltaf mikið af undanvillingum sem
villast inn í vatnakerfin. I því Uggur
áhættan.
Og varöandi þær tilgátur um að
nýrnaveiki hafi áður komið upp í
stöðvum hérlendis, og seiði sloppið
þaöan og hljóti því að vera komin á
önnur vatnasvæði, þá er það aUs ekki
sannað eða staðfest að nýrnaveiki sé í
villtum laxi í ám á Islandi.”
-JGH.
Lánsfjárlög ríkisins fyrir þetta ár
eru ósamþykkt og strand á Alþingi.
Fjármálaráöherra vUl losa ríkiö
undan hættu á að standa uppi með
fimm raðsmíðaskip. Á þeim hvíUr nú
þegar nærri 700 miUjóna baggi, mest
í erlendum lánum. Sjávarútvegs-
ráðherra telur jafnvel óvíst aö skipin
séu seljanleg á fuUu verði.
Ágreiningur er mUU manna um af-
greiðslu þessa máls. Sumir stjómar-
þingmenn vísa tU þess að ríkisstjóm
hafi ákveðið raðsmíði fjögurra fiski-
skipa. Ríkið og Ríkisábyrgðasjóöur
verði því að standa undir fjár-
mögnun þar til skipin seljast.
Fimmta skipið hefur bæst í hóp
þessara vandamálaskipa.
„Eg er að ræða við stjómendur
Fiskveiðasjóðs um yfirtöku á eðli-
legum hluta þeirra lána sem hvUa á
skipunum nú þegar og um lok
málsins. Á meðan bíðum við með af-
greiðslu lánsfjáriaganna,” segir
Albert Guðmundsson fjármála-
ráðherra. „Fiskveiðasjóður myndi í
þessu tilviki fjármagna skipin aö
60% í staðinn fyrir 75% venjuleg.
Þetta yröi einungis yfirtaka á
erlendum lánum.
Ríkið myndi síðan taka á sig 20%
sem yrði litið á sem aðstoð í lána-
formi tU þess að koma skipunum í
not þegar kaupendur fást. Byggða-
sjóður hefur lánað 5% og það er gert
ráð fyrir því. Loks er reUcnað meö
15% í eigin fé kaupenda.”
En hvers vegna stranda lánsfjár-
lög á þessu? „Jú, ríkiö er komið í
aivarlega hættu með rikisábyrgðir
og aUs konar kvaðir sem falliö hafa á
það eða eru að falla á það. Þetta
eru orðnir 18 milljarðar króna, þar af
höfum við fengið nærri fimm millj-
aröa auk vaxta í hausinn undanf arið.
Mest vegna orkuframkvæmda og
óarðbærra fjárfestinga í alls konar
fyrirtækjum.”
„Eg hef margvarað við þessu,”
segir Albert Guðmundsson sem vUl
nú setja rautt strik og stöðva áritun
ríkisins á „óútfylltar ábyrgðir”.
HaUdór Asgrímsson sjávarútvegs-
ráðherra segir raunar að hann telji
alveg óvíst að nokkrir kaupendur
finnist að þessum fiskiskipum á því
verði sem smíðakostnaður segir ti!
um.
Fjármálaráðherra segir þetta eina
málið sem standi í vegi fyrir af-
greiðslu lánsfjárlaga.
-HERB.
Kaupi frekar
gömul hús
Stjórn Húsnæðisstofnunar hefur
ákveðiö aö lögð verði meiri áhersla á
að féiagsleg byggingarfyrirtæki, eins
og t.d. Verkamannabústaðimir, geri
meira að því aö kaupa eldra húsnæöi
en að byggja nýtt.
1 bígerð er að gera könnun á því hvar
þessu verði viðkomið. Hugsanlegt er
að slíkt geti verið víða úti á landi þar
sem húsnæðismarkaðurinn er orðinn
mettaður.
APH