Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985. 3 —Spumingunni um kosn- við upphaf lands- ■ ■szl I ingar ekki svarað nú Þorsteinn Pálsson, formaður SjAlfstœðisflokksins, setur landsfundinn í gœr. DV-mynd GVA „Okkur er nauðsyn að ræða samstarfið við Framsóknarflokkinn á þessum fundi hispurslaust og af fullri hreinskilni. Einstakir talsmenn hans hafa í vetur átt frumkvæði að því að láta svo sem þeir stefndu að því að rífa sig út. En skömmu fyrir þennan fund sneru þeir við blaðinu með sérstakri yfirlýsingu,” sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðu sinni við setningu Landsfundar Sjálf- stæðisflokksins í gær. „Samstarf við Framsóknarflokkinn hefur alla tíð verið viðkvæmara en við ýmsa aðra fyrir þá sök að hann hefur haft tilhneigingu til þess að sveiflast frá hægri til vinstri frá einu kjörtíma- biU tU annars í því skyni að skapa sér aðstöðu tU viövarandi stjómarsetu,” sagði Þorsteinn. Hegðun af þessu tagi væri eðU miUiflokka. Kosningar Þorsteinn Pálsson sagði í ræðu sinni að hann teldi þaö ekki vera rétta augnablikið á þessum landsfundi að svara spummgunni um kosningar. Hann sagði að pólitískir umhleypmgar kölluðu ekki einú- sér á kosningar. Helstu ástæður fyrir kosnUigum væm aö hans mati þegar ekki væri málefnaleg samstaða meU-Uilutastjórnar til að takast á viö þann vanda sem við blasti. En formaðurinn sagði að Sjálfstæðis- flokkurmn inyndi ekki vísvitandi grafa undan því trausti sem kjósendur hefðu sýnt honum. Þegar á hefur reynt hikum við ekki við að leggja mál okkar í dóm kjósenda, hvort heldur það verður fyrr eða síðar,” sagði Þorstemn. Heimspeki eymdarinnar Þorsteinn sagöi að tillöguflutnUigur stjómarandstööunnar væri ekki álit- legur. TUiögur Alþýðuflokks og Alþýðubandalags byggðust fyrst og fremst á skattahækkunum og stétta- átökum. Um Alþýðubandalagið sagði hann að það væri nú búið að dusta rykiö af kreppukenningunum um stéttastríð og verkfaUsátök. Það ætti engm önnur vopn lengur. ,,Fyrir launafóUiið í landinu er þetta heimspeki eymdarmnar,” sagði Þorsteinn. Hann sagði að stefna Sjálfstæðis- flokksins byggöist á gömlum merg. Þar væri kjörorðið stétt meö stétt. Flokkurinn stefndi aö skattalækkun og samstööu stéttanna. Það væri and- stæðan við það sem vinstriflokkarnir stefndu að. Stefna Sjálfstæðisflokksins ætti því rætur sínar að rekja tU heimspeki framfaranna. Úrslitakostir stjómarsamstarfsins Þorstemn sagði aö ef samstarf stjórnarflokkanna ætti að haldast áfram og vera árangursríkt þá yrði að vera samstaða um þrjú atriði í viðræöum viö aöila vUinumarkaðarins. 1 fyrsta lagi samstaða um launa- breytingar sem verji kaupmátt en hafi ekki í för meö sér nýja verðbólgu- holskeflu. Jafnar launabreytingar sem réðust af markvissum aðgerðum tU að auka þjóðartekjur. I öðru lagi yrði að stefna að nýsköpun í atvinnumálum í viðræðum við aöila vinnumarkaöarins. I þriðja lagi verða húsnæðismáUn inikUvægt atriöi í þessum viðræðum. Formaðurinn benti á þau atriði sem þegar hafa komið fram í fjölmiðlum um úrbætur í húsnæðismálum. Ef ekki næðist samkomulag um þessa þætti væri að hans mati rétt að kjósendur fengju aö ákveða með hvaða hætti y rði staðið að málum. Hlaupum ekki í fang þeirra Þorstemn Pálsson kom víða við í ræðu sinni. Hann rakti stjórnar- samstarfiö, sem nú hefur staðið í 2 ár, og taldi upp það sem hefði áunnist og hvað hefði farið úrskeiðis. Hlutverk fundarins væri að hreinsa andrúinsloftið innan flokksins og úti í þjóðUfinu. Stjómarsamstarfið stæði og félU með því hvort verkin yrðu látin taUi eftir þennan landsfund. Þó að nú blási á móti mundu sjálf- stæðisinenn ekki hlaupa í fang andstæðmganna sein greinilega hafa tekið eigin hag fram y fir þjóðarhag. APH Helena Albertsdóttir við setningu gœr. iandsfundar Sjálfstœðisflokksins í DV-mynd: GVA. Býður Helena Albertsdóttir sig fram gegn Friðrik Sophussyni? Akveður sig eftir stuðningsmanna- fund á morgun „Nei, þetta er ekki vantraust á Frið- rik Sophusson persónulega. En mörg- um þykir það nóg starf að vera þing- maður,Það er hætt við því að flokkur- inn verði útundan,” sagði Helena Al- bertsdóttir er DV ræddi við hana um framboð tU varaformanns Sjálfstæðis- flokksins. Helena hefur reyndar ekki tekið end- anlega ákvörðun um hvort hún býður sig fram til varaformanns stærsta stjómmálaflokks landsins. Núverandi varaformaður er Friðrik Sophusson al- þingismaður. Helena sagöi aö þeir landsfundar- fulltrúar, sem hefðu hvatt hana í fram- boð, myndu halda fund eftir hádegi á morgun, laugardag. Eftir þann fund myndi hún ákveöa hvort hún byði sig fram. „Að sjálfsögðu hef ég áhuga á að vinna vel að framgangi flokksins. Ef ég fæ tækifæri til að láta gott af mér leiða geri ég það,” sagöi Helena. — Hver er ástæðan fyrir því að menn vilja hana sem varaf ormann? „Menn vilja breytingar, fyrst og fremst. Að það verði einn aðili sem ein- beiti sér að innra flokksstarfinu. Það hefur verið afskaplega mikil deyfð yfir flokknum að undanförnu. Eg tek sem dæmi að þegar verið var að velja landsfundarfulltrúa úr á annað þúsund manna fulitrúaráði í Reykjávík mættu milli 80 og 90 manns. Eg get ekki sagt annað en að það sé deyfð.” — Það hefur tíðkast að varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins sé þingmaður og áberandi maður í þjóðlifinu. Setur þú þetta ekki fyrir þig? „Þaö er ekkert sem segir að varafor- maðurinn þurfi að sitja á þingi. Eg hef starfað mikið í Sjálfstæöisflokknum i fjölda ára. Eg gekk i Heimdali árið 1962. Aðalatriðið er að viðkomandi treysti sér til að taka þetta mikla starf aðsér,”sagðiHelena. NISSAN SUNNY IMISSAIM SUIMNY Wagon 1.5GL Með Nissan Sunny færðu bókstaflega alla þá aukahluti sem þú verður að panta sérstak- lega í aðra bíla, t.d. upphituð framsæti, útvarp, tölvuklukku, snúningshraðamæli, öryggisbelti fyrir fimm, þriggja hraða miðstöð, rafhitaða afturrúðu með rúðuþurrku og rúðusprautu, þurrkur á framljósum, hliðarrúða að aftan opnast með takka úr framsæti, farangursgeymsla og bensínlok eru opnanleg út ökumannssæti og m.fl. Vélin er 83 hestöfl, 1500 cc. Sunny er auðvitað framhjóladrifinn og fimm gíra eða sjálf- skiptur. MUNIÐ BÍLASÝNINGAR OKKAR UM HELGAR KL. 14-17. Mingvar helgason hf. ___ Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.