Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Side 4
*
DV. FÖSTUDAGUR12. APRÍL1985.
— I Skjálftinn kemur
im Suðuriands- ^ F ■ 1
1 en ovist hvenær
Það er ekki spuming hvort Suöur-
landsskjálftinn margumtalaöi
keinur — aöeins hvenær.
•larðhræringarnar gætu skollið yfir
í náinni fraintíð en þær gætu einnig
dregist í áratugi.
Þetta kom fram á ráöstefnu
Jaröfræðifélags Islands um
rannsóknir á jaröskjálftum, en hún
var haldin í Reykjavík í gær.
Á fundinum báru vísindamenn
saman bskur sínar og haldin voru 16
erindi. Vikiö var aö ýmsu í sambandi
viö mælingar á jaröskorpunni og
jarðskjálftum en einnig var minnst á
þátt óbreyttra borgara.
Páll Halldórsson frá Veöurstofu
Isiands sagöi aö hægt væri að komast
aö ýmsum niðurstöðum ef rætt er um
það hvenær næsti Suöurlandsskjálfti
skellur á. I máli hans kom fram aö
allt færi þaö eftir þeim forsendum
sem vísindamenn gæfu sér. Þannig
mætti komast aö þeirri niöurstööu aö
skjálftinn kæmi á næstu árum eöa
hann riði ekki á fyrr en kringum áriö
2040.
,,Þaö er of mikiö horft til jarö-
fræðinganna, en eins og nú er komiö
eru þeir langt frá því að geta sagt
fyrir um jarðskjálfta,” sagöi Svein-
bjöm Bjömsson hjá Raunvísinda-
stofnun háskólans. I máli hans kom
fram aö alltaf væri vitað aö einn
góðan veðurdag myndu
jaröhræringarnar á Suðurlandi
skella á. Þá væri komið aö hlutverki
annarra manna, til dæmis sveitar-
stjórnarmanna sem ættu að setja
sínu byggðarlagi viömiðunarmörk
fyrir áhættu á jaröskjálftasvæöum
og taka ákvaröanir í samræmi viö
þau. Leiöir til aö minnka áhættu
gætu verið styrking mannvirkja,
strangari staölar og fræðsla um
skjálfta.
-ÁE.
Frá
Eþíópíu
Kjórir Eþiópíuinenn dvelja hér á
landi þessa dagana, allt háttsettir
menn í sínu heimalandi. Eru þeir
hingaö koinnir til aö kynna sér
jarðliita- og vatnsveitumál svo og
möguleika islenskra sérfræöinga og
fyrirtækja á að veita ráögjöf og taka
þátt í framkvæindumá þvisviði.
Eþíópísku gestimir hitta forseta
Islands aö ináli, ræöa viö utanríkis-
ráöherra. heimsækja ýmsar stofnanir
og aö öllum líkindum fara þeir aö
Kriiflu.
Gestimir heita: Alem Al-Azar,
yfirmaður landsnefndar um vatris-
öflunaimál, Eshetu H; btemariam.
skipulagsstjóri hjálparsta fs. Getahun
Demissie, framk^æmdastjóri
.Jarörannsóknastofnunar Eþíópíu og
Mabrathu Eesseha framkvæmda-
stjóri.
I lok heimsóknarinnar munu
Eþiópimnenniinir veröa viðstaddir
setningu Jaröhitaskóla Saineinuöu
þjóöanna 15. apríl. Eins og kunnugt er
iruiiiu þrír eþiópiskir neinendur stunda
þar nám á næsta skólaári.
-EIK.
Einn félaganna i Myndhöggvarafélaginu,
Árni Páll Jóhannsson, við ána sína og stólinn.
DV-mynd GVA.
„NÝ GULLALDARVERK”
,,Sýningin er úttekt á stöðu högg-
myndalistar á Islandi,” sagði Ragn-
ar Kjartansson um sýningu 20 félaga
í Myndhöggvarafélaginu á Kjarvals-
stöðuin. Sýningin verður opnuö á
morgun kl. 14.00. Þar getur aö líta 47
verk sein komið hefur veriö fyrir í
vestursalnum og á stéttinni fyrir
sunnan húsiö.
..Þetta er andlega skyldur hópur
en sundurleitur,” sagöi Ragnar enn-
freinur. ,,Verkin spanna allt frá
popplist. klassík og afstrakt til
naivisina.”
Efnið er ekki síður fjölbreytt en
stíllinn. A sýningunni er regnbogi úr
salti, selaskytta úr steinleir, upp-
stoppuð ær, öm og inarglytta úr
jámi, hafmey meö klofinn sporö og
er þá fátt eitt upptalið. ,,Þaðeru eng-
ar ýkjur þótt talað sé um blóinaskeið
í íslenskri högginyndalist um þessar
mundir,” sagöi Ragnar. „Aöstaða
myndhöggvara batnaði mikiö eftir
að félagiöfékk aöstöðuna á Korpúlfs-
stööum. Aður höföum viö verið meö
útisýningar í Reykjavík, bæði á
Skólavöröuholti og Lækjartorgi en
uröum að hrökklast þaöan vegna
skemmdarverka. Þetta gekk svo
nærri félaginu aö sýningar féllu niö-
ur um tíma. En nú eru betri tímar
runnir upp og starfiö eflist ár frá
ári,” sagöi Ragnar aö lokum.
Sýningarskráin sem Myndhöggv-
arafélagið gefur út af þessu tilefni er
meö veglegra rnóti. Er þaö yfirlits-
verk um íslenska höggmyndalist,
fallegtrit. GK.
Greiðslu-
jöfnun
fram-
tíðar-
lausn?
Greiöslujöfnun getur veriö lausnar-
oröið fyrir hrjáöa húsbyggjendur og
húskaupendur í framtíðinni.
Hvemig henni verður háttaö liggur
ekki ljóst fyrir. Nefnd á vegum ríkis-
stjómarinnar vinnur aö því aö komast
aö niðurstöðu.
Hins vegar kemur skýrt fram hvaö
felst í greiðslujöfnun í greinargerð sem
fasteignamarkaösnefndin hefur unnið.
Greiöslujöfnun felur í sér aö lán-
takandi eyöir alltaf sama hlutfalli launa
sinna á hverjum tíma sama hvaö á
dynur. Þessi leiö felur í sér aö þegar
blæs óbyrlega í þjóðfélaginu geti
lántakandi flutt til afborganir. Hins
vegar hækki afborganir ef laun hækka
til dæmis upp fyrir lánskjaravísitöl-
una.
Þá leggur nefndin til aö tekin veröi
upp ný vísitala til aö mæla breytingar
á launum.
-APH.
í dag mælir Pagfari______________I dag mælir Pagfari___________I dag mælir Pagfari
Ríkisreknir sjálfstæðismenn
Á sama tíma og blásið er til lands-
fundar hjá Sjálfstæðisflokknum hef-
ur verið lögö fram þingsályktunar-
tillaga á alþingi um móttöku sjón-
varpsefnis frá fjarskiptahnöttum.
Tillaga þessi er flutt af þrem þing-
mönnum sem kosnir voru á vegum
Sjálfstæðisflokksins í síöustu kosn-
ingum. Hún er augljóslega lögö fram
í heiðursskyni fyrir landsfundinn og
tímasetningin valin til hátíðabrigða
ef vera skyldi að landsfundarfulltrú-
ar vildu fá að vita um stefnumótun
þingmanna sinna varðandi útvarps-
og sjónvarpsmál. Kemur þaö ekki á
óvart. Útvarps- og sjónvarpsmál
hafa verið ofarlega á baugi í vetur og
ekki óeðlilegt aö landsfundur vilji fá
línuna frá innstu koppum hvert
flokkurinn ætli aö stefna í þeim mál-
um.
Frumvarp til nýrra útvarpslaga
var lagt fram af menntamálaráö-
herra á síðastliðnu hausti þar sem
gert var ráð fyrir aö frumvarpið yröi
að lögum fyrsta nóvember síöastlið-
inn. Síðan hefur mikið vatn runnið til
sjávar, frumvarpið velkst í nefnd og
eftir því sem fréttir herma af þingi
og breytingartillögur bera með sér
hafa sjálfstæðismenn talið rétt að
cfla Ríkisútvarpið á alla enda og
kanta á sama tima og þeir leggja til
skatta og skilyrði á svokallaðar
frjálsar stöðvar. Er nú svo komið að
þingmenn, og þá sjálfstæöismenn
meðtaldir, vilja leggja sig fram um
að afnema einkarétt Rikisútvarpsins
með því að efla það. Verður ekki bet-
ur séð en að frelsisást Sjálfstæöis-
flokksins hafi gufaö upp í þingnefnd,
enda reikna fæstir með því að frum-
varpíð fái afgreiðslu á þessu vori.
Þessi niðurstaöa kemur heim og
saman við áðumefnda þingsályktun-
artillögu um móttöku sjónvarpsefn-
is, enda væm mennirnir varla að
flytja sérstaka tillögu um einn þátt
þessa máls ef þeir hefðu minnstu von
um að útvarpslagafrumvarpið fengi
afgreiðslu. Þess vegna vilja þeir af-
greiða gervihnattamóttökuna sér-
staklega.
Nú væri það góðra gjalda vert ef
svo sérkennilega vildl ekki til að í
hinni nýju stefnumótun er gengið
hreinna til verks en áður. Nú er frels-
ið endanlega Iagt til hliðar og gengiö
út frá þvi i tillögunni að útsendingar
sjónvarpsefnis frá gervihnöttum
verði i höndum Pósts og sima og Rík-
isútvarpsins. Rikið á að sjá um mót-
töku og útsendingu þegar dagskrá is-
lenska sjónvarpslns er ekki send út!
Hvergi er einu oröi mlnnst á rétt eða
mögulelka elnkaaðila til að taka við
gervihnattaefni. Hvergi er einu orði
minnst á útvarpsfrelsi til handa
öðrom. Þremenningarair, sem sjálf-
sagt eiga eftir að kynna þessa tillögu
sína á landsfundinum, hafa sem sagt
markað þá stefnu að best sé að láta
rikið eitt um hituna. Og það allra
náöarsamlegast þá og aðeins þegar
íslenska sjónvarpið hefur lokið sér
af'.
Nú var það vitað að vinstri flokk-
arnir á Alþingi hafa litla trú á auknu
frelsi í útvarpsmálum. Að framan er
rakið hvernig Sjálfstæðisflokkurinu
hefur útbíað frelsið sitt i þingnefnd.
En að þingmennirnir hafi endanlega
geflst upp á frjálsræðinu kemur
áreiðanlega fleirl en landsfundarfull-
trúum á óvart. Þeir flutningsmenn-
irnir Gunnar Schram, Birgir ísleifur
og Friðjón Þórðarson hafa sjálfsagt
aUir verið kosnir í þeirri trú kjós-
enda að þar fæm unnendur frelsis og
framtaks. En annaðhvort hafa þeir
fengið högg á höfuðið eða þá að þeir
hafa farið flokkavUlt. Ef þeir þre-
menningarnir em þeirrar skoðunar
að útvarpsfrelsi sé óhugsandi við
sjónvarpsmóttökur frá gervUinött-
um þá er auðvitað rniklu viðkunnan-
legra að þeir gangi strax i Fram-
sóknarflokkinn. Nema landsfundur-
inn leggl blessun sína yfir þessa
þingsályktunartUlögu. Þá fara
landsfundarfulltrúar húsavUlt. Mið-
stjórnarfundur Framsóknar hefst
ekkl fyrr en um næstu helgi.
Dagfari