Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Side 10
10 DV. FÖSTUDAGUR12. APRIL1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd SHLAFIKN NORDMANNA BRÝST ÚTí GETRAUNUNUM — en kýtingur um tekjur getraunanna hafði nær orðið ríkisst jórn Káre Willochs að falli vinsældum í Noregi. Ein aöalástæð- an er að mestan hluta vetrarins er sýndur í norska sjónvarpinu beint einn leikjanna á getraunaseðlinum, jafnframt sem staðan í öðrum leikj- um er sýnd jafnharðan á skjánum. Aö leikjunum loknum birtast úrslitin og um leið spá um hversu mikinn vinning hinir heppnu geti átt í vænd- um. Skattfrjálsir Þá hafa auglýsingaherferöir get- raunanna haft mikið aö segja. Fé- lagiö hefur og komiö með nýja get- raunaseöla og t.d. finnast nú seölar sem gilda í fimm vikur. Það er einnig augljós sú staðreynd að vinningar í getraununum eru skattfrjálsir, sem hefur haft sitt að seg ja. I Noregi hafa veriö miklar deilur síðasta misserið um skiptingu hagnaðarins af getraununum. 50% af tekjum getraunanna er skipt jafnt á milli íþrótta og vísinda. Norska íþróttahreyfingin hefur af síauknum krafti krafist þess að fá að sitja aö óskiptri kökunni. Þetta mál hafði nær orðið ríkisstjórn Káre Willoch að falli rétt fyrir páska, er einn af stjórnarflokkunum, Miðflokkurinn, bar fram tillögu þess efnis á stór- þinginu, sem gekk í sömu átt og kröf- ur íþróttahreyfingarinnar. Flokkur- inn vildi að íþróttasamtökin fengju allan hagnaðinn næsta ár. — Ríkis- sjóður yrði að taka vísindin inn á sín fjárlög. Getraunir felldu nœrri stjórnina Forsætisráðherrann lagðist mjög harðlega gegn þessari tillögu og hót- aði að biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt ef tillagan yrði sam- þykkt. Þetta gerðist eftir að ijóst varö aö tillaga Miðfiokksins haföi meirihluta í stórþinginu. Eftir úr- Frá Jóni Einari Guðjónssyni, fréttaritara DVí Osló: Engin þjóö í heimi notar jafnmikla peninga í getraunir, veöhlaup, happadrætti og bingó og Norðmenn. Ársveltan er á góðri leið með að ná fjórum milljörðum norskra króna. Það eru getraunirnar sem eru vinsælasta dægradvöl Norðmanna. 1983 var ársveltan 1,3 milljaröar norskra króna og núna og síðasta ár var veltan 1,7 milljaröar. Þróunin hefur haldist áf ram þetta árið. 700 þúsund Norðmenn spila í getraununum í hverri viku reglulega og ein milljón sem spilar öðru hvoru í getraununum. Þeir spila fyrir 40 milljónir króna í hverri viku. 12 fengið milljón Fleiri og fleiri freista gæfunnar í fótboltagetraununum. Helmingurinn af hagnaðinum kemur í hlut þeirra sem eru svo heppnir að hljóta vinning. Hvort heldur það er fyrir tíu, ellefu eða tólf rétta. — Hæsti vinningurinn hingaö til er 1,8 milljón- ir norskra króna. — Hingað til hafa tólf Norðmenn veriö svo heppnir að hreppa yfir milljón króna vinning. Margir hafa velt fyrir sér hvers vegna getraunimar hafa náð slíkum Beinar útsendingar sjónvarps á leikjum getraunaseðilsins hafa átt sinn þátt i að auka vinsældir knattspyrnugetraunanna í Noregi. Káre Willoch forsætisráðherra setti samherjunum skorður í getrauna- málinu. slitakosti Willochs var samin ný til- laga þar sem íþróttahreyfingunni var lofað öllum hagnaöinum ein- hvern tíma í framtíðinni og hún síðan samþykkt. Þetta er tvímælalaust harðasta rimman sem forsætisráðherrann hefur átt í stórþinginu, og átti á brattan að sækja frá byrjun umræðnanna til enda þeirra. Mörgum þótti það undarlegt að þetta getraunamál hafði nær orðið ríkisstjórninni að faUi. Sennilega óskaöi forsætisráðherrann aö sýna núna samstarfsflokkum sínum hver væri skipstjórinn á stjómarskútunni. Hann hefur verið orðinn leiöur á því að samstarfsflokkamir, og einkan- lega Miðflokkurinn, hafa verið með smásprell og það rétt áður en gengið verður til kosninga (sem verða í september). Spumingin var samt sú hjá mörgum hvort hann hefði ekki átt að sýna festu sína fyrr og þá í öðrum og mikilvægari málum en þessu getraunaþrefi. Klofningur hjá sósíal- istum út af kosninga- lögum Frakklands Franska stjómin hefur ákveöið aö breyta kosningalögum í þá vem að tekin verði upp hlutfallskosning til franska þingsins. Akvörðunin var tekin þrátt fyrir andstöðu áhrifamik- iUa ráöherra, svo sem Rocards land- búnaöarráðherra, sem sagði af sér embætti í mótmælaskyni. Stórbreyting Kosningalöggjöfin, sem í gildi er, byggist á meirihlutakosningu og ein- menningskjördæmum. Ahrif hennar em þau að sterkustu flokkamir hagnast sem mest. Sósíalistar fengu til dæmis 37% atkvæða í síðustu kosningum en nær 60% þingsæta. Breytingin á kosningalögunum gerir ráð fyrir listakosningu með hlutfaUssniði og jafnframt verður stefnt að því að einn þingmaður verði á hverja 10 þúsund íbúa. 5% atkvæða þarf tU að fá mann kjörinn. Stjómar- andstaðan hefur snúist öndverð gegn kosningalagabreytingunni og hótar aö snúa aftur til fyrra kerfis um leið og hún komist aftur til valda. En alvarlegast fyrir sósíaUsta er að þeir eru sjálfir klofnir í málinu. Klofningur sósíalista Chevenement menntamálaráö- herra sem er foringi vinstri armsins og Rocard sem er landbúnaöarráð- herra og foringi hægri armsins lögð- ust öndverðir gegn breytingunni. Röksemdafærsla þeirra var á þá leið aö hlutfallskosningin mundi neyða sósíalista til að standa í endalausum hrossakaupum við að mynda stjóm. Jafnframt héldu þeir því fram að með því aö leggja til hlutfalis- kosningar væru sossar að játa sig fyrirfram sigraða í þingkosningum sem eiga að fara f ram að ári. Rocard leikur sóló Afsögn Michel Rocard land- búnaðarráðherra í mótmælaskyni við þessa breytingu á kosningalögun- um kom samt sem áður mjög á óvart. Fréttaskýrendur em ekki á einu máli um dýpri ástæður hennar. Er bent á að Rocard, sem um langt skeið hefur trónað á toppi „vinsælda- lista” franskra stjómmálamanna, hafi misst Fabius forsætisráöherra upp fyrir sig nýverið í skoðana- könnunum. Samkvæmt einni skýringu er afsögnin örþrifaráö Rocards til þess að greina sig frá Fabiusi, sem um margt hefur hermt eftir þeim aðferðum er gáfust Rocard áður svo vel. Markmiðið er vitaskuld aö hljóta útnefningu sósíal- ista til foreetaframboðs þegar kjör- tímabili Mitterrands lýkur 1988. Keppir við forsetann sjálfan Michel Rocard var fyret þekktur sem stjómmálamaður árið 1969 er hann bauð sig f ram til foreeta og náöi þá 3,5% atkvæða, sem þótti allgott. Var hann frambjóðandi PSU, sjálfs- stjómarsósíalista, og þótti mjög vinstrisinnaður. Rocard hefur færst til hægri í gegnum árin og eftir aö hann gekk til liðs við sósíalistaflokk Mitterrands árið 1974 hafa hann og fylgismerm hans verið taldir til hægri í flokknum. Rocard keppti við Mitterrand í forsetakosningum 1982 og tapaði sem kunnugt er. Sigur Mitterrand í foreetakosningunum var um margt persónulegur ósigur Rocard. Raunar eru mennimir sagð- ir vera pereónulegir óvinir. Rocard Michel Rocard og fleiri sósialistar á tali við Mitterand forseta i franska þinginu. fór með embætti áætlunarráðherra í stjórn Mitterrand en fékk land- búnaðarráöherraembættið 1983, sem er gríðarlega erfitt embætti í Frakk- landi og hefur reynst fáum til fram- dráttar. En nú hefur Rocard sagt af sér og hef ur f rjálsari hendur en áður. Má búast við að það verði ekki hljótt um hann í frönskum stjórnmálum á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.