Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Qupperneq 11
DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985.
11
Trillukarlar hafa afl undanförnu verifl afl snurfusa báta sína og búa þá til
veiða. Þessi mynd var tekin við Granda í Reykjavík þar sem verifl var að
leggja siðustu hönd á vormálunina. DV-mynd S
Hveragerði:
Stórkostleg sýning
Frá Reginu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Mikil og stórkostleg listaverkasýn-
ing fór fram í félagsheimili ölfusinga í
Hveragerði 4.-8. apríl síöastliðinn.
Fjölmenni var á sýningunni enda mik-
ið og sjaldgæft að sjá. Siguröur Sól-
mundarson sýndi glæsileg verk sín
sem hann eyðir ekki dýrmætum gjald-
eyri í.
22 myndir, sem voru á sýningunni,
voru flestallar til sölu. Eru flest iista-
verkin unnin úr íslenskum jarðvegi,
svo sem gosefnum hverasvæða og mis-
litu grjóti, ásamt timbri, járni og fjöl-
breyttumgróðri.
Sigurður Sólmundarson, sem hefur
lagt gjörva hönd á margt, er lærður
húsgagnameistari og hefur haft marga
menn í vinnu hjá sér, verið bóndi og
verkstjóri. Síöastliðiö ár hefur hann
veriö kennari í Hveragerði við góðan
oröstír. Þetta er fimmta einkasýning
Sigurðar en hann hefur haldiö áður
samsýningu með öðrum í Reykjavík. A
flestum sýningunjun hefur Sigurður
selt 70 til 80% af listaverkum sínum og
þarf enginn að vera hissa á því, því
myndir hans eru stórkostlegar og mik-
iö til þeirra vandað, enda eru myndirn-
ar seingerðar úr íslenskum jarðvegi.
Klessuverkin, sem okkur hefur ver-
ið boðið upp á undanfarin ár, eru fljót-
gerð sum hver.
Sigurður Sólmundarson hefur sem
betur fer aldrei notið listamannalauna
og myndi hann ekki vilja þiggja þau ef
svo ólíklega vildi til að honum yrði boð-
ið upp á þau. Sigurður hefur aldrei far-
ið á æskustöðvar sínar til að sníkja sér
peninga. Oskandi er að allir sem kalla
sig listafólk nú til dags líktust Sigurði
sem mest. Þyrfti ríkiö þá ekki að
styrkja listamennina eins og raun ber
vitni.
Velsótt
málverkasýning
Frá Regínu Thorarensen, fréttaritara
DV á Selfossi:
Jónas Guömundsson rithöfundur
var með fjölbreytta myndlistarsýn-
ingu í Eden í Hveragerði um páskana.
Málverkasýning Jónasar var vel sótt
að ég held því aldrei hafa verið önnur
eins þrengsli í Eden, svo að fólk naut
varla sýningarinnar. Flest málverkin
eru ný, en nokkur frá 1974 frá því lista-
maðurinn dvaldi í Þýskalandi.
Myndirnar eru margar af gömlum
húsum, er mér sýnist frá Eyrarbakka,
og bryggjuefni eins og listamaðurinn
kallar bátana. Einnig eru nokkrar
myndir af blómi sem Jónasi tekst mjög
vel uppmeð.
Eg álit að unga fólkið sé mikið gefið
fyrir gömlu húsin og geri góð kaup til
að prýða heimili sín á sérkennilegan
hátt. Jónas tók við skipherrastöðu á
Landhelgisgæslunni þann fyrsta apríl
síöastliöinn. Jafnframt birtast þriöju-
dagsgreinar hans í DV.
Umfangsmikil fjölmiðlakönnun Háskólans:
Lesa krakkar dagblöð
eða eyða þeir tfmanum
í að góna á myndbönd?
„Þetta er fjölmiðlakönnun. Og hún
snýst að mestu um hvaða fjölmiðla
krakkarnir nota, og þá ekki síður
hvernig þeir nota þá,” sagði Þorbjörn
Broddason, lektor í félagsvísindadeild
Háskóla Islands.
Könnun sú sem Þorbjörn var spurð-
ur um var gerð nýverið. Hún nær til
um 900 krakka á aldrinum 10 til 15 ára.
Eingöngur krakkar í Reykjavík, Akur-
eyri og Vestmannaeyjum taka þátt í
könnuninni. Alls 46 spurningar voru
lagðar fyrir þá. Niðurstaðna er aö
vænta eftir nokkrar vikur.
„Við fengum leyfi til að leggja spurn-
ingar fyrir krakka í 4. til 9. bekk grunn-
skólanna á þessum stöðum. Heimtur
eru ágætar, um90% hafa svarað.”
Félagsvísindadeildin hefur áður gert
fjölmiðlakönnun á meðal barna á
aldrinum 10 til 15 ára. Og í rauninni er
könnunin nú hluti af þeim könnunum.
„Fyrstu könnunina gerðum við árið
1968. Þá var úrtakiö um 600 krakkar.
Aftur gerðum viö könnun áriö 1979.
Urtakið þá var um 800 krakkar, auk
þess sem við lögðum spurningar aftur
fyrir hluta þeirra sem svöruðu í
könnuninni árið 1968.”
Þessu mun vera eins háttað að þessu
sinni. Það er skýringin á því að fólk á
aldrinum 16 til 21 árs hefur svarað
spurningum félagsvísindadeildar að
undanförnu, allt krakkar sem tóku
þátt í ’79 könnuninni.
Þorbjörn sagði aö einnig yrði lögð
áhersla á að fá hluta þeirra sem
svöruðu 1968 til að svara aftur núna.
„Þannig sjáum við hvernig venjurnar
breytast eftir því sem krakkarnir eld-
ast.”
Þrátt fyrir að könnunin eigi að sýna
hvaða f jölmiðla krakkar noti og hvern-
ig, þá sagði Þorbjörn að einnig fengj-
ust fram viðhorf krakkanna og hver
heimsmy nd þeirra væri.
-JGH.
Eyða krakkar miklum tima í afl sitja fyrir framan „imbann" og góna á
glæpamyndir? Er myndbandstækið haft á allar helgar og langt fram á nótt?
Háskólinn er þessa dagana afl gera mjög forvitnilega fjölmiðlakönnun.
AUGLÝSING
UM INNLAUSNARVERD
VERDTRVGGÐRA
SRARISKI'RTEINA Rl'KISSJÓDS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐA) 1.000 KR. SKÍRTEINI
1980-1. fl. 15.04.1985-15.04.1986 Kr. 8.380,35
*> Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka Islands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt
frammi nánari uppiýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1985
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Stórkostlegt tilboð í lok vetrar
50—70%
FÍ3E3
afsláttur á öllum svörtum fatnaði. Buxur—
bolir—jakkar—skyrtur og jogging
fatnaður.
Aðeins á morgun.
laugardag. Opið kl. 9-13.
Laugavegi 41. Sími 22566.