Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Qupperneq 15
DV. FÖSTUDAGUR12. APRIL1985. 15 Fyrir nokkru lagði blaðamaður DV málband á ræður hv. þingmanna á haustþingi. Viðbúið að sumir hafi ræðulengdina til viömiðunar um dugnað þingseta og dæmi þá meö stuttu svörtu strikin lakari þeim með löng strik. Svo þarf þó ekki aö vera. Stór hluti af störfum þingmanna fer fram í nefndum. Það vitum við, atkvæðin þeirra, þótt margir haldi annað, þ.á m. þingmenn. En við höldum að til þess séu boðaðir fundir í Sþ. og deildum að þm. sæki þá fundi en séu ekki rápandi út og inn eða að tafli i hliðarherbergjum. Ég hef stundum komið á pall til þess að líta á söfnuðinn. Oftast harla þunn- skipaður bekkur, 1—2 ráðherrar í stól- unum sínum. Hvar voru hinir níu? Eitt sinn er svo stóö á og rætt mál sem rík- isstjórnina snerti beint gat einn stjóm- arliða ekki orða bundist, vítti f jarveru ráðherranna harðlega. Nú er þing- mennska talið fullt starf og launaö sem slíkt. Níu þingmenn eru jafnframt ráð- herrar og sá herradómur víst tíma- frekt starf og viðamikið. Leyfist öðrum að gegna tveim fulllaunuöum embætt- um? MNGMANNAMAL Kjallarinn HARALDUR GUÐNASON FYRRV. BÓKAVÖRÐUR, VESTMANNAEYJUM ||g „Þingmenn hafa komiö sér upp sérstöku máli, „þingmáli”, sem er ein tegund stofnanamáls. Þeir hafa líka sumir rangar áherslur í máli smu. Mælska eða mælgi Frómur lesandi DV gæti dregið þá ályktun af könnun blaösins að þeir langorðustu eigi mælskumet. En slíkir eru ekki alltaf mælskir heldur staglarar og kunna ekki þá góðu reglu aö vera stuttorðir og gagnorð- ir. Langar umræður auka kostnaö við þinghaldið, sem er þó nóg fyrir. Oft eru þetta gagnslausar umræöur, eöa vita menn dæmi þess að orðaskak á þingfundum hafi nokkru sinni breytt afstöðu þingmanna til mála, að þeir hafi skipt um skoöun, fallist á rök mótpartsins? Spurning er þá hvort ætti að tak- marka ræðutíma þm. meir en nú er en þó sér í lagi í því sjónarspili sem umræður utan dagskrár oft eru og fyrirspurnir. Er rétt aö eyða tíman- um í spurningaflóö sem háttvirtir geta fengiö svar við í ýmsum stofn- unum? Ég bara spyr. Annars virðist mér skv. málbandinu að margir þeirra sem minnst tala séu eins starfsamir og þeir sem bunan stendur mest upp úr. „Mikið rennur vel upp úr yður, séra Jón,” sagði bóndi í sókninni eitt sinn við prestinn sinn eftir messu. Það rennur vel upp úr sumum þíng- setum en álitamál stundum hvort flokkast undir mælsku eða mælgi. Skilgreining Orðabókar Menningar- sjóðs: Mælska, vel máli farinn, létt um mál. 2. Orðfimi, orðgnótt. Mælgi, innihaldslítill orðaflaumur, málæði, mærð, munnræpa. Af liðsoddum gömlu flokkanna eru einna mælskastir Jón Baldvin, Svavar, Sverrir Hermannsson og Steingrímur. Jón minnir á eldprédik- ara, en hinir of oft með sömu khsj- urnar sem fólk er orðið þreytt á. Jón orðinn vinstri krati og veiðir sálir út á það, hægri, vinstri cha cha cha. Glistrup var líka slyngur að safna um sig hirð en hélst illa á henni. Áður fyrr var ein besta skemmtun fólks að fara á póUtíska fundi; var skemmtun sem kostaði ekki neitt. Menn vildu sjá og heyra hina „stóru” aö sunnan. Framsóknar- menn trúðu á Jónas frá Hriflu og sjálfstæðismenn á Olaf Thors. Jónas ritfær með afbrigðum en ekki mælskur að sama skapi, talaði nokk- uö hratt en flutti ekki mál sitt sköru- lega, harðskeyttur og rak ekki í vörð- urnar. Olafur Thors skemmtilegur í ræðustól, hraðmælskur og oft fljótur að slá andstæðinginn út af laginu, beitti svipbrigðum og blæbrigðum í röddinni. Sumir andstæðingar hans sögðu: „HannerleikariípóUtík.” Ölafur Friðriksson var frægur fundamaður og frammistaða hans enn i minni elstu manna. Eg man Jón Þorláksson á Stórólfs- hvolsfundi. Hann var fremur stirð- máU en ræða hans virtist gjörhugs- uð. Menn tóku eftir orðum Jóns. Hvolsfundir voru fjörugir og fjöl- sóttir. Fundarmenn skiptust í tvær harðsnúnar fyUdngar milU Fram- sóknar og Ihalds. Sumarið 1923 hleyptu þeir siðarnefndu upp fundi fyrir Jónasi sem var þó fundarboð- andi. Þá man ég eftir mjög skemmtileg- um fundi þar sem áttust við þeir Árni frá Múla, Jörundur Brynjólfsson og Haraldur Guðmundsson. Mátti vart á milli sjá hver var þeirra slyngastur ræðumaður. Þrír eftirminnilegustu stjórnmála- menn sem hafa lagt vopnin á hilluna eru Einar Olgeirsson, Eysteinn Jóns- sonogLúðvík Jósepsson. Stofnanamál Þingmenn hafa komiö sér upp sér- stöku máli, „þingmáU”, sem er ein tegund stofnanamáls. Þeir hafa líka sumir rangar áherslur í máli sínu. I Nordisk Kontakt var eitt sinn sagt frá „þingmáli” Svía og í Politiken birtist fyrir nokkru kjallaragrein með yfirskriftinni: „Det er fint at tale sá ingen kan forstá det.” Þingmenn tala um uppsafnaðan vanda. Það er vond söfnun en þó tek- ur steininn úr þá er bregðast skal við til varnar vandanum! Nú er allmikið rætt og ritað um að stutt geti orðið í kosningar. — Þá munu myndast vatnaskil í Sjálf- stæöisflokknum, sagði einn þingm. flokksins, en mjög var óljóst hvar þau vatnaskil yrði að f inna. Misgengi er fínt orð og nú eru landsfeður farnir að tala um verð- bólgujafnvægi og væri fróðlegt að frétta nánar af fyrirbærinu. A fundi í neðri deild á síöasta haustþingi talaði þingmaður um „grundvallarþróunarverkefni”, „sem þarfnast þekkingarþéttni”, og um lágmarksþekkingarþéttni og þekkingarsköpun! 1 þingræöu í des. 1983 mælti einn þingmanna: „Samkomulög sem gerð hafa verið hér milli þingflokka hafa ávallt verið haldin af hálfu Al- þýðubandalagsins það ég veit.” Von- andi hafa allir þingflokkar haldið þessi samkomulög. Alkunn er sú árátta að nefna hlut- ina ekki réttum nöfnum og mun liður í þvi aö blekkja elsku atkvæðin. Verðhækkanir heita verðbreytingar (eöa kannski verðbreytingar). Geng- islækkun verður gengissig. Þegar stjórnarherrar eru spurðir hvað líði (svo) málum sem hafa stöðvast í kerfinu þá skal ekki bregð- ast að málinu geti vart liðið betur. Þaö hafi nefnilega verið skipaður starfshópur en hann hafi bara ekki enn komið í verk að skila áliti eða skýrslu en þess veröi áreiöanlega ekki langt aðbíða. Áður fyrr dugði að skipa nefndir; nú heitir jafnvel 3—5 manna nefnd starfshópur. Fint skal það vera þing- mannamálið. Hins vegar verður að fallast á þaö að 37 manna sérfræð- ingasveitin, sem á að segja Stein- grími forsætisráðherra hvert hann (og stjóm hans) sé að stefna, beri fremur að kalla starfshóp heldur en nefnd. Þeir sem lesa Alþingistíöindi sjá að staglorð eru þar í heiðri höfð. Dæmi: að skoöa mál. Gæti verið á þessa leið: 1. þingmaður, fyrsta umræða: Málið verður að skoða vandlega. 2. þingmaður, 2. umræða: Við höf- um haft málið til skoðunar í nefnd- inni, við höfum semsé skoðað það mjög vel. 3. þingmaöur, 3. umræða: Við höf- um verið að skoöa máliö og nú er það fullskoðað. Nú hefur líklega týnst kjörorðið góða þeirra pólitíkusanna: Báknið burt. En við, atkvæðin þeirra, segj- um með Guðjóni F. Teitssyni í grein hans í Mbl. í haust leið: Minnkum báknið, fækkum alþingismönnum og ráöherrum. Haraldur Guðnason. HERAÐSSTJORNIR Um allan hinn vestræna heim er fólk nú aö krefjast þess aö endur- heimta völd sín og forræöi úr höndum hinna gömlu stjómvalda. Þessi viðleitni birtist á mörgum sviðum. Ibúasamtök vilja ráða meiru um skipulag síns nánasta um- hverfis. Foreldrar vilja ráða meiru um starfsemi skóla. Verkafólk vill ráða meiru um starfsháttu fyrir- tækja og um sín eigin kjör. Ibúar á tilteknum landsvæðum vilja meiri völd og forræði um eigin hagi, for- ræði sem hefur verið hjá ríkisstjóm- um og ráðuneytum hennar. Hin pólitísku markmiö þessarar hreyfingar em þau að auka áhrif fólks á stjórnkerfin og færa ákvarðanatöku nær þeim sem ákvarðanirnar varða sérstaklega. Efnahagsleg markmið Afleiðingar miðstýringarinnar, sem hefur einkennt vestræn þjóð- félög síðan í krepþunni, eru ýmsar. Fólk varð valdalítið um eigin hagi. Þaö tileinkaði sér hugsunarhátt miðstýringarinnar og taldi sig ekki eiga aö mótmæla ákvöröunum embættis- og stjórnmálamanna. Uppreisn gegn þessum hugsunar- hætti náði eyrum alheims á ámnum í kringuml970. Ráðuneyti og stofnanir ríkisvalds- ins fylltust af embættismönnum sem vom aö ráðskast með stóra hluti og smáa. Annir við framkvæmd litlu verkanna ollu því að stjórnkerfiö hafði ekki tíma og rúm til að leggja línurnar í stóru málunum. Stjórn- mál uröu reddingar frá degi til dags. Fjarlægð og þekkingarleysi á heimahögum ollu því aö fram- kvæmdir og aðgerðir urðu ómark- GUÐMUNDUR EINARSSON, ALÞINGISMAÐUR Í BANDALAGI JAFNAÐARMANNA vissar, oft beinlínis rangar og f járfestingarslysin mörg og stór. Efnahagsleg markmið vald- dreifingarinnar vom því þau að gera stjórnkerfin hæfari til ákvarðana- töku, bæta nýtingu f jórmuna og auka ábyrgð og fromkvæði heimamanna. Héraðsstjórnir Eitt af stærstu pólitísku verkefn- um þessa áratugar á Islandi er að auka sjálfsforræði fólks í héraði. Á landsfundi í nóvember 1983 sam- þykkti Bandalag jafnaðarmanna stuðning viö að komiö yröi á fót öflugum héraðsstjórnum. Þessi stefna var ítrekuð á landsfundi í febrúarsl. Þegar flytja á vald og forræði frá ríkisstjórn heim í héruð er skynsam- legt vegna ýmissa málaflokka að stækka stjómunar- og framkvæmda- einingar frá því sem sveitarfélögin eru nú. Sameining sveitarfélaga á ekki hljómgrunn hérlendis og hefur reynst ógerleg nema með valdboði. Til að fjalla um ýmis stærri sameiginleg mál lar.dshluta hafa samtök sveitarfélaga verið sett á stofn. Gallinn við þau er sá að til þeirra er ekki lýðræöislega kosið heldur eru stjómendur þeirra tilnefndir af sveitarstjórnunum. Reynslan hefur enda orðið sú að þessi samtök duga ágætlega sem samráðsvettvangur en þeim hættir til að gliðna á saumum þegar þau þurfa að takast á við stór og gjarnan fjárfrekverkefni. Þegar hinar nýju hérðasstjórnir eru settar á stofn þarf að hafa eftir- farandiíhuga. a) Landfræðileg afmörkun. Héruðin verða að markast af forsendum sem þegar eru fyrir hendi, svo sem sýslumörkum eða öðrum skýrum mörkum sem fólk tekur mið af nú þegar. Það er nauösyn- legt að hafa í huga hefðir í sam- skiptum landshluta, t.d. í samgöngum, skólamálum, menntamálum og heilbrigðis- málum b) Kosning til héraðsstjómar. Til héraðsstjórnar verður að kjósa á opinn og lýðræðislegan hátt og með jöfnum atkvæðisrétti allra innan héraðs. c) Fjármál. I fjármálum héraðs er grundvallaratriði að saman fari vald til fjáröflunar og ábyrgð á vörslu og ráðstöfun f járins. I því sambandi er augljóslega rétt að héruðin fái sjálfstæða skattstofna, t.d. tekjuskatt í ein- hverju formi og einhverja neysluskatta í heild eða að hluta. Að auki kemur til greina að héruð taki beint við framlögum frá rík- inu, t.d. vegna sérstakra áætlana eða framkvæmda. Ymsar almennar breytingar á efnahagslífi þjóðarinnar ættu einnig að stefna aö því marki að minnka miðstýringu fjármagns. Af slíkum toga er aukið frelsi í gjaldeyrisviðskiptum, breytt starfsemi stórfyrirtækja og samningar um kaup og kjör á vinnustöðum svo dæmi séu nefnd. d) Hlutverkaskipting. Skiptingu verkefna og valds milli sveitar- stjórna, héraðsstjórna og ríkis má hugsa sér á ýmsan hátt og gæti orðið mismunandi eftir málaflokkum. Sérstaklega er trúlegt að verkefni héraðsstjórna yrðu á sviði atvinnumála, orku- dreifingar og vinnslu, skipulags- mála og umhverfismála, svo dæmi séu nefnd. I allri þessari umræðu er nauðsyn- legt að minnast þess að lýðræðið kafnar í skrifborðsskúffum hvort sem þær eru á kontórum ráðherra, héraðsstjóra eða svcitarstjóra. Þess vegna verður umfram allt aö hafa trú á fólki og getu þess til að sjá fótum sínum forráð. Guðmundur Einarsson. • „Þegar flytja á vald og forræöi frá ríkisstjórn heim í héruö er skyn- samlegt vegna ýmissa málaflokka aö stækka stjórnunar- og framkvæmda- einingar frá því sem sveitarfélögin eru nu. JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.