Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Síða 16
16
DV. FÖSTUDAGUR12. APRlL 1985.
Spurningin
Hefur þú lesið
Passíusálmana?
Sveinn Jönsson bílstjöri: Eg hef nú
ekki lesið þá en hlusta stundum á þá í
útvarpinu. Mér fannst gaman að
hlusta á Kiljan.
Sævar Pétursson bifvélavirki: Já, ég
hef lesið þá og hlusta líka á þá í útvarp-
inu. Þeir standa alltaf fyrir sínu þó
þeir séu komnir til ára sinna.
Jóna Harðardóttir: Nei, ég hef ekki
lesið Passíusálmana og ekki lagt eyrun
við þegar þeir hafa verið lesnir í út-
varpið.
Hulda Pálsdóttir húsmóðir: Eg hef
ekki lesið þá en hlusta á þá í útvarpinu.
Þeir standa fyrir sínu og mér fannst
Kiljan lesa þá frábærlega.
Gunnar'Guðmundsson nemi: Nei, það
hef ég ekki gert. Það eina sem ég hef
heyrt er þegar spilaö var örlitið frá
tónleikum Megasar í útvarpinu. Hann
varágætur.
Jónas Sigurðsson nemi: Eg hef ekki
lesið einn einasta sálm. Halldór Lax-
ness virtist lesa þá ágætlega en mér
fannst Megas betri.
HJÓLHESTUR ER ÞARFAÞING
Leggur skrifar:
Nýlega lét ég gera við hjólhestinn
minn rg einsetti mér að fara ferða
minna á þessum þarfa þjóni. Eg er
staöfastur náungi og hef á undan-
förnum dögum lagt ótalda kílómetra
aö baki á reiðhjólinu. Vöxtur minn er
allur að lagast og ég er hreystin
uppmáluð.
Þaö eitt spillir ánægjunni af hjól-
reiðunum hve illa er búiö aö hjól-
reiöamönnum. Hjólreiðabrautir eru
fáar. Sumstaðar er heimilt að hjóla á
gangstéttum en þær eru þaktar gler-
brotum. Glerbrot sprengja dekk
reiðhjóla. Mér leiðist að bæta. I
framhaldi reynslu minnar síöustu
vikur langar mig að bera upp tillögur
um úrbætur í málefnum hjólreiða-
manna. -
Eg legg til aö lagðir verði fleiri
hjólreiðastígar í Reykjavík, borgur-
um til aukins öryggis. Lagður verði
stígur um Fossvogsdalinn, niður að
Hótel Loftleiðum. Annar stígur verði
lagður meðfram Kleppsveginum
niöur í miðbæ.
Eg rnælist til þess að hjólreiða-
brautir og gangstéttir verði sópaðar
reglulega af hreinsunardeild borgar-
innar. Eg ítreka að glerbrot eru eitur
í lofti reiðhjóladekkja.
Wh------------------►
Það er ekki alltaf tekið út með
sældinni að renna á hjóli
gegnum lifið.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Bifhjólasamtök lýðveldisins kasta mæðinni og kæla hjólin.
NR. 13 ER FRÁBÆR
Ein úr Kópavogi skrifar: til að hrósa þeim fyrir frábæra plötu. Svo að lokum: Þú sem kallar þig nr.
I framhaldi greinar í DV um Bif- Eg vona að fleíri svona plötur komi frá 13 (Dýri): Þú ættir að fara út í að
hjólasamtök lýðveldisins langar mig þeim í framtíðinni. syngja innáplötur. Þúertfrábær.
Sjálfstæðismenn:
Flytjið styttuna af Ólafi
Thors að Valhöll
Reykvíkingur hringdi:
Undrandi var ég þegar ég las í NT 26."
janúar um skoðanakönnun þar sem
fólk var spurt hverja það teldi merki-
legustu stjórnmálamenn þjóðarinnar,
látna sem lifandi. Efstur af þeim látnu
var Olafur Thors og í stíl við það var
Albert efstur af þeim núbfandi.
Eg fór að velta því fyrir mér hvernig
á þessu stæði. Hvað geröi Olafur svona
merkilegt? Hefði það ekki átt aö fylgja
með fyrir hvaö hann væri svona merki-
Iegur? Eg veit að hann var þekktur
fyrir sniðug tilsvör eins og „hvar get
ég pissað, strákar?” og annaö í þeim
dúr. Unga kynslóðin heldur auövitaö
að þetta hafi verið ofsa merkilegur
maður: stytta var reist af honum í
miöborg Reykjavíkur og gefin var út
mikil og torlesin bók um hann.
Já, stytta var reist hér í miðborginni
aðeins vegna þess aö íhaldið réð ríkj-
um hér í áratugi. Olafur á ekki að
standa þarna frekar en einhver annar
forsætisráöherra.
Núna, þegar búið er að laga svo vel
og snyrtilega í kringum Valhöll, hús
sjálfstæðismanna, ættu þeir aö flytja
sinn mann þangað. Þar á styttan
heima og hvergi annars staðar.
Ólæsi
Ameríkana
Lesandi hringdi:
Fyrir nokkrum dögum kom í út-
varpinu frétt frá Stefáni Jóni Hafstein
þar sem sagði að þriöjungur Banda-
ríkjamanna væri ólæs og óskrifandi.
Mér finnst þessi frétt ákaflega ótrúleg
og kysi aö þetta væri athugað nánar.
Malagafanginn:
Mannrétt-
indamál
að leysa
hann út
3337-6995 hringdi:
Mér finnst ábyrgðarlaust af íslensk-
um stjórnvöldum aö frelsa ekki mann-
inn sem er í haldi í Malaga. Hann er að
niöurlotum kominn, taugakerfi hans er
í rústum. Hér er um mannréttindamál
að ræða. Maðurinn er íslenskur þegn
og það þarf að koma honum út úr
þessum vandræðum hið bráðasta. Eg
hvet fólk til aö láta heyra í sér vegna
þessamáls.
Góða veislu gjöra skal.
FRÁBÆRT
ÁRSHÁTÍÐ-
ARKVÖLD
Tvær úr Hólabrekkuskóla höfðu sam-
band:
Við fórum tvær stöllur út að borða 28.
mars sl. í tilefni af árshátíö Hóla-
brekkuskólans. Viö skemmtum okkur
einstaklega vel þetta kvöld og hjálpað-
ist þar allt að. Okkur langar til að
þakka starfsfólki á Svörtu pönnunni
fyrir mjög góðan mat og einnig leigu-
bílstjóranum á BSR fyrir góða þjón-
ustu.