Dagblaðið Vísir - DV - 12.04.1985, Page 36
FR ETTASKOTIÐ
(68)•(78)*(58)
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá i
sima 68-78-58. Fyrir
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað í DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Frjálst,óháð dagblaö
FÖSTUDAGUR 12. APRÍL 1985.
Sambandsverk-
smiðjurnar á Akureyri:
Uppstokkun
yfirmanna
Frá Jóni Baldvinl Halldórssyni, DV,
Akureyri:
Miklar tilfærslur eru nú geröar í
röðum yfirmanna í verksmiöjum
iönaöardeildar Sambandsins á Akur-
eyri. Tilkynnt var um þær á fundum
starfsmanna síödegis á þriðjudag og
í gær. Munu þær hafa komið öllum
mjög á óvart. I dag er aö vænta frá
fyrirtækinu formlegrar tilkynningar
um máliö, þó er ekki búist við aö
raunverulegar ástæður breyting-
anna verði tiigreindar.
Talið er aö þær standi í sambandi
við hugmyndir um breytingar á
rekstri ullardeildar sem erlendir
ráðgjafar haf a sett f ram.
Breytingamar felast í því að Sig-
urður Amórsson, sem hefur veriö
yfirmaður ullardeildar, lætur af
störfum og er settur yfir fyrirtækið
Plasteinangrun á Akureyri. Við
starfi hans tekur Jón Sigurðarson,
aðstoðarframkvæmdastjóri iðnaöar-
deildarinnar og núverandi yfir-
maður skinnadeildar. örn Gústafs-
son markaösstjóri fer í starf Jóns við
skinnadeildina.
Matsveinar á stóru
togurunum:
Ve rkfallifrestað
Matsveinafélag Sjómannasam-
bands lslands hefur aflýst boðuöu
verkfalli fyrir hönd matsveina á
stóru togurunum en þeir höfðu boðað
verkfall frá og með 17. þessa
mánaöar.
Matsveinafélagið skrifaði ekki
undir sjómannasamningana fyrr í
vetur og hefur ekki tekið afstööu til
samninga um kjör ó bátum
-JGH.
0K0N
BLOMAABURÐUR
FRA
HOLLENSKU
BLÓMAÞJÓÐINNI7
LOKI
Enn er allt á huldu
um hulduherinn. . .
MILUÓNA TJÓN I
GRÓDURHÚSABRUNA
„Þaö er ljóst að þetta er milljóna- Einarsson, bóndi á Reykjaflöt í verið nýfarinn á fund til Reykjavíkur A næstu dögum kemur í ljós hve
tjón sem hefur orðið hér, en ég get Hrunamannahreppi. A miðviku- er þetta geröist og sá kona á mikið af plöntum og ávöxtum hefur
ekki ímyndað mér hver eldsupptök daginn brann hjá honum 500 fer- Þórarinsstöðum eldinn og gerði skemmst en mér sýnist útlitið vera
hafa verið því ég var búinn að ganga metra gróðurhús, kælitæki og pökk- slökkviliöi viðvart. Áður hafði þó heldurdökkt,”sagðiGuðmundur.
frá öllum tækjum áður en ég fór unarhús. maðurnokkurséðreykleggjauppen
frá,” sagði Guðmundur Rúnar Guömundur sagði að hann hefði héltaðþaðværieldurísinu. -A.E.
Sáttatillaga Sverris Hermannssonar:
REKTOR KANNAR
SALTVINNSLUNA
Sverrir Hermannsson iönaöarráð-
herra hefur faliö nýkosnum háskóla-
rektor, Sigmundi Guöbjarngsyni, að
gera úttekt á rekstri Sjóefnavinnsl-
unnar á Suðumesjum.
Þetta kom fram þegar Albert og
Sverrir voru spurðir um hvers vegna
annar vildi hætta rekstri en hinn hefði
veitt 50 milljónir til rekstrarins.
Sverrir sagði að í þessu máli hefði
verið hálfgert reiptog á milli hans og
Alberts. Hann heföi því komið með
„sáttatillögu” í málinu.
Sáttatillagan felst í því að Sigmundi
hefur verið falið að gera úttekt á fyrir-
tækinu. Hann mun kalla til sín færustu
sérfræðinga til aö kanna málið.
Háskólarektor hefur leyfi til aö sinna
þessu verkefni eins og hann sjálfur
kýs.
Þetta er því enn ein úttektin sem
gerö verður á fyrirtækinu. Þaö
verður í haust sem endanlega veröur
ákveöið hvort hægt sé að halda rekstri
áfram.
-APH.
Sverrir Hermannsson leggur við hlustirnar i gœrkveldi. Hann,
ésamt hinum fimm róðherrum Sjálfstœðisflokksins, svaraði fyrir-
spurnum landsfundarfulltrúa sem fýsti aö vita hvað vœri að ger-
ast á stjórnarheimilinu. APH/DV-mynd GVA.
Sjómenn á Patreksfirði semja:
ÓVlST Á ÍSAFIRÐI
„Það er einungis verkalýðsfélagið
á Patreksfirði sem búið er að semja.
Sjómenn á Isafirði eru ennþá í verk-
falli og óvíst hvenær sú deila leys-
ist,” sagöi Pétur Sigurðsson, forseti
Alþýðusambands Vestfjarða, í
morgun.
Samningurinn á Patreksfirði var
samningur verkalýösfélagsins á
staðnum við útvegsmenn á Patreks-
firði. Ekki samningur við tltvegs-
mannafélag Vestfjaröa.
„Eg á allt eins von á að samið
verði svona, á hverjum stað fyrir
sig,” sagði Pétur.
Samningurinn á Patreksfirði
gengur út á að sjómenn fái sömu
grunnkaupshækkanir og sjómenn
annars staðar á landinu. „Merkasta
nýjungin er að samið var um starfs-
aldurshækkanir.”
Hækkanirnar eru 6% á kauptrygg-
ingu eftir 5 ára starf sem sjómaöur
og gerir það um 1700 kr. á mánuði.
Þessi launaauki verður greiddur
beint til manna án tillits til hlutar.
I Alþýöusambandi Vestfjaröa eru
12 sjómannafélag. Patreksfjörður er
búinn aö semja en sjómannafélagiö á
Isafirði í verkfalli. „Ég tel að hin
komi nú öll í kjölfarið á Sjómanna-
félagi Isaf jaröar og boði verkföll.”
„Sjómenn á Þingeyri og Flateyri
hafa boðaðverkfallínæstu viku, sem
díHni,”sagði Pétur.
-JGH.
Dagblaðakönnun Hagvangs:
YFIR 90% LESA DV
OG M0RGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið og DV eru langút-
breiddustu dagblöö landsins, sam-
kvæmt könnun, sem Hagvangur
gerði fyrir Samband íslenskra
auglýsingastofa. Aðeins 9,0 prósent
lesenda lesa aldrei DV og aðeins 7,5
prósent lesa aldrei Morgunblaðið.
Munar þama aðeins 1,5 prósenti á
þessum blööum.
Spurt var: „Hversu oft lest þú
eftirtalin dagblöð að jafnaöi?” öll
dagblööin fimm voru síðan nefnd..
Gefnir voru fimm kostir á svörum
við spumingunni: Daglega,
nokkrum sinnum í viku, nokkrum
sinnum í mánuöi, sjaldan og aldrei.
Ortak svarenda var 1.000 manns en
785 manns svömðu.
I fréttatilkynningu frá Sambandi
auglýsingastofa kemur fram hversu
margir lesa hvert dagblað daglega
og aldrei. Ekki er gefið upp hver
niðurstaðan varð í öðrum liðum
spumingarinnar.
Samkvæmt könnuninni era þeir
sem lesa Alþýðublaðið daglega 3,6
prósent, DV 42,8 prósent, Morgun-
blaðiö 62,5 prósent, NT 15,8 prósent
og Þjóðviljann 12,4 prósent.
Þessar tölur sýna fyrst og fremst
dreifingu áskrifta. Morgunblaöiö er
þar hæst enda má ætla að þaö sé nær
einvöröungu keypt í áskrift. DV fór
sérstaklega fram á það við Samband
islenskra auglýsingastofa að niður-
staða við öðrum lið spurningarinnar,
hversu margir lesi blöðin nokkrum
sinnum í viku, yröi gefin upp. Ætla
má að þar sjáist einnig dreifing i
lausasölu. Þessari ósk DV var
hafnað en blaðinu þess í stað boðið að
kaupa alla könnunina.
önnur athyglisverð niðurstaða er
aldursdreifing. Þar kemur fram að
Morgunblaöiö á sinn langstærsta les-
endahóp meðal fólks 50 ára og eldra.
Minnsti lesendahópur DV er hins
vegarfólkeldraen60ára. -KMU.
!
í
i
i
i
i
\i
i
i
i
i
i
i
á