Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1985, Blaðsíða 13
DV. FÖSTUDAGUR17. MAl 1985. 13 FISKUR UNDIR STEINI Fyrir skömmu mátti lesa í blööun- um að skortur væri á sumum tegund- um af unnum hraðfrystum fiski hjá söluaðilum í helstu viðskiptalöndum okkar. A sama tíma var frá því skýrt að vegna manneklu í frystihúsunum væru togarar sendir utan með óverk- aðan afla. Var þess sérstaklega getið í því sambandi að hjá einum ísfirzku togaranna væri um að ræða fyrstu söluferð á erlendan markað frá því skipið kom fyrst til landsins. Frásagnir eins og þessar svo og fréttir af því þegar frystihúsin úti á landi auglýsa án árangurs eftir starfsfólki til þess að vinna verðmæti úr sjávarafla vekja ótrúlega lítið umtal meðal þjóðar sem á allan efna- hag sinn undir því kominn að veiddur og verkaður sé sjávarafli. I fjöl- miölunum eru þessar fréttir utan af landsbyggðinni flokkaðar sem skemmtileg skrítilegheit — svona álíka og þegar fæöist tvíhöfða kálfur. Hins vegar ætlar allt af göflunum að ganga og menn fá stjörnur í augun ef einhverjum dettur eitthvað í hug með nýstárlegu nafni, s.s. lífefnaiðn- aður eða bakteríubúskapur. Fiskur undir steini Nokkuð jafnsnemma og fiskurinn fór að skapa okkur Islendingum auð- sæld fór hann að þykja óttalega ófinn og dónalegur. Þegar fiskurinn fór að byggja upp fyrir okkur öflugt fram- haldsskólakerfi í landinu og kosta unga Islendinga til sérfræðináms meöal framandi þjóða komust menn smátt og smátt að raun um að veiði- mannastigiö væri varla samboðiö svona merkilegri og upplýstri þjóð auk þess sem fiskurinn lyti ekki merkilegum viöskipta- og hagfræði- legum lögmálum sem gerði það að verkum að erfitt væri að viðkoma hér á landi kenningum og spásögn- um í ökónómíu eins og hjá þróuðum þjóðum sem hafa lifibrauð sitt af fín- um atvinnugreinum eins og iðnaði. Allt frá því hafa menn hér á Islandi verið að rembast eins og rjúpan við staurinn að losa sig við þennan bölvaðan fisk sem aðaltekjulind þjóðarinnar en fá í staðinn nýjar og helst harðviðarklæddar undirstöður þjóðarbúskapar sem lúti eðlilegum viðskiptalögmálum og hægt sé að hafa til sýnis og sagnar þar sem menntað fólk af mörgum þjóðernum kemur saman. Svo lítið álit hafa margir landsmenn á þeim atvinnu- vegi, sem brauöfæðir þjóðina að heldur létu þeir böm sín ganga at- vinnulaus en hætta á að af þeim fynd- ist fisklykt. Fínheitin metin til f jár I þessu eins og svo mörgu öðru er mat manna endanlega gert upp í reiðufé. Fínheitin eru í þessu sem öðru metin til f jár. Fólki þykir sjálf- sagt að þeir sem vinna í fínu atvinnu- greinunum eigi að bera meira úr být- um en fólkið í fiskinum. Þess vegna bera þeir meira úr býtum sem vinna t.d. við Kröflu, saltverksmiöjuna á Reykjanesi og önnur slík þjóðþrifa- fyrirtæki en fólkið í frystihúsunum. Svona meta Islendingar vinnufram- lagið til fjár. Að hinu spyrja menn sig sjaldnast hversu lengi þeir haldi aö þessi gæluverkefni geti staðið undir úthaldi þjóðarskútunnar eftir að hætt verði að veiða og verka fisk vegna skorts á starfsfólki. SIGHVATUR BJÖRGVINSSON Nýjar leiðir Hvað sem líöur nýjungafíkni land- ans og skammsýni í atvinnumálum hlýtur öllum að vera ljóst að ekki er það æskilegt ástand að beina svo fólki frá undirstöðuatvinnugreinun- um og yfir í aðrar að verðmætustu auðlindir þjóðarinnar fáist ekki nýtt- ar vegna skorts á vinnuafli. I viötali við Morgunblaðið nýlega sagði Jón Páll Halldórsson, forstjóri hraö- frystihúss Norðurtangans á Isafirði, að ekki væri vafi á aö mannafla- vandamál frystihúsanna stafaöi af þvi hversu vinnan þar væri metin lágt til launa. Nánast þaö einasta sem frystihúsin í aflasælustu sjávar- þorpunum hafa upp á að bjóða er langur vinnudagur og mikil yfirtíð. Slíkt tilboð hlýtur ávallt aðeins að geta höfðað til takmarkaös hóps. Launakerfi okkar Islendinga er þannig upp byggt að mjög erfitt er aö breyta umsömdum launahlutföllum milli starfsstétta innbyrðis. Ein starfsstéttin hengir sig á aðra. Sé breyting gerð á einum stað í kerfinu skriður allur stiginn uppávið í kjöl- farið. Eigi að ganga til móts við fisk- verkafólkið til þess að tryggja full- nýtingu sjávarafurða og gera starfið eftirsóknarverðara verður því að leita annara leiða — nýrra úrræða. Skattamálin Löggjafinn hefur þegar gefið for- dæmi með ákvæðum um fiskimanna- frádrátt í gildandi lögum um tekju- skatt. Rökstuðningurinn fyrir þeim frádrætti er einmitt sá aö gera fiski- mannsstarfið eftirsóknarverðara með því að gefa fiskimönnum kost á skattafrádrætti sem aðrar stéttir njóta ekki. Þetta gerir löggjafinn vegna þess að þjóðarbúið þarf á fiskimanninum aö halda. öll þessi sömu rök gilda um þá sem verka fiskinn sem sjómaðurinn kem- ur með að landi og breyta honum í verðmæta útflutningsvöru. Eins og nú standa sakir i fiskiðnaðinum er nauðsynlegt að beina fólki í þá at- vinnugrein til starfa með því að gera starfiö eftirsóknarverðara en það nú er. Fyllilega er því tímabært að veita fiskverkafólki sambærileg skatta- hlunnindi og fiskimenn haf a nú. Fyrir nokkrum árum, þegar þessi mál voru á dagskrá, voru ýmis vand- kvæði á slíkri úrlausn. Meö starfs- stéttaskrá þeirri sem farið er að flokka starfandi fólk eftir ásamt með atvinnugreinaskrásetningu Hagstofunnar er hins vegar búið að ryðja þeim hindrunum úr vegi. A Alþingi í vetur flutti ég ásamt Guðmundi J. Guðmundssyni frum- varp um að slíkur skattaafsláttur yrði veittur fiskverkafólki. Ekki er mér kunnugt um afdrif tillögunnar á Alþingi en viðtökurnar úti á vinnu- markaðinum sýna aö tillagan var tímabær. Sjálfur hef ég fengið bæði bréf og símhringingar frá fiskverka- fólki og samtökum þess og í frysti- húsum vestra var hafin undirskrifta- söf nun málinu til stuönings. Þessar undirtektir eru mér mikið ánægjuefni en ekki aðeins það heldur ekki siður til vitnis um aö málið er tímabært og aökallandi. Sighvatur Björgvinsson. FYRRVERAIMDI ALÞINGISMAÐUR ^ „Fólki þykir sjálfsagt aö þeir sem vinna í „fínu” atvinnugreinunum eigi að bera meira úr býtum en fólkið í fiskinum.” Kennara vantar að skóla Ef flett er dagblöðum þessa dag- ana blasa hvarvetna við auglýsingar um lausar kennarastöður. Umsókn- arfrestur er útrunninn þennan og þennandaginn. Umsóknarfresturinn er svo fram- lengdur í nýrri auglýsingu því engin umsókn berst. Nú hefst eyðimerkurganga skóla- stjóra og skólanefnda sem stendur jafnvel allt sumariö. Fást kennarar til starfa? Eða verður skólinn mannaður ein- hverjum með allt aðra starfsmennt- un — eöa kannski taka nýstúdentar að sér kennslustörf einn vetur — eða kannski fæst alls enginn. Skólastjórar eiga að skila inn áætlun að vori til fræðslustjóra um skipulag starfsins næsta skólaár. Þeir kennarar sem eftir eru í skólanum þurfa að vita hvaða aldursflokki nemenda þeir muni kenna næsta vetur eða hvaða náms- greinar svo þeir geti skipulagt og undirbúið skólaárið m.a. með því aö sækja sumarnámskeið. En lítið er hægt að undirbúa þar sem allt er í 'óvissu meöan ekki fást kennarar í stað þeirra sem fara. Það er ekki aðeins starfslið skólanna sem er uggandi og i óvissu, f oreldrar vita ekki á hvaöa tíma börn þeirra verða í skólanum né hvort þau fá yfirleitt þá kennslu sem þau eiga réttá. Hver kemur? Hvert er hans sér- svið? Verður það kennari eða ófag- lærður maður sem foreldrar og nem- endur halda svo að sé kennari? Vissulega er í þeim hópi gott fólk — ■ fólk sem hefur tilfinningu fyrir börn- um og unglingum, fólk sem hefur sumt aflað sér þekkingar í þessum efnum á löngum tíma og orðið far- sælt í starfi. En flestir koma og fara síðan að stuttum tíma liðnum. Þeir hafa þetta sem ígrip á milli annarra þátta i líf inu eða með annarri vinnu. Hinar árvissu áhyggjur margra skólastjómenda og foreldra sem fram að þessu hafa einkum verið bundnar við skóla úti á landsbyggð- inni eru nú meiri en um margra ára skeið. Fjöldi kennara leitar nú i önn- ur störf sem eru betur launuð, meira metin og ekki eins krefjandi. Uppeldisstörf — kennsla ungra barna og unglinga er mjög vanda-. samt starf sem allir foreldrar vilja að sjálfsögðu að takist vel gagnvart þeirra barni. Kennarinn þarf að vekja áhuga nemendanna sem er undirstaöa náms svo og efla þroska þeirra hvers og eins. Hann þarf að búa yfir sérþjálfun sem byggist á þekkingu og leikni í meðferð flókinna aðferða sem hafa verið að þróast í skólunum um margra ára skeið til að geta stýrt til verka og haft vald á stórum nemendahópi, oft 28 nemendum. Nemendumir búa yfir mismun- andi getu og ólíkum þörfum því kjör þeirra og heimilishagir eru mjög; misjafnir. Lögverndun kennarastarfsins Um tíma voru miklar líkur á því að menntamálaráðherra legði fram á þessu þingi f rumvarp til laga um lög- verndun kennarastarfsins. Því miður hafa þær líkur minnkað mjög og vonir dofnað um raunveru- legan vilja til að styðja við skóla- starfiðí landinu. Mál þetta hefur verið mikið áhuga- mál kennarastéttarinnar og annarra þeirra er vilja tryggja skólum þessa lands kunnáttufólk til kennslustarfa og um leið tryggja rétt foreldra og barna þvi nægjanlegt er af kennur- um i lanöinu sem hafa menntað sig til þess starfs af áhuga — en geta bara ekki lifað af áhuganum elnum saman. KRISTÍN H. TRYGGVADÓTTIR KENNSLURÁÐGJAFI, VARAÞINGMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKS í REYKJANESKJÖRDÆMI Hver sem er getur nú ráöiö sig til kennslu i grunnskólum landsins og tekið sér starfsheitið kennari. Þaö hlýtur að vera sameiginlegt keppikefli foreldra og kennara að koma í veg fyrir að það sé stöðugt hægt að bjóða niður kennarastarfið — þ.e. að ríkisvaldið geti alltaf leyst kennaraskortinn með þvi aö ráða ódýrara vinnuafl vilji það ekki borga kennurum þau laun sem þeir treysta sér til að komast af með eftir langt nám. Við getum svo hugað að því hverjir þolendurnir séu. Endurmenntun kennara hefur ver- ið mjög mikil síðustu áratugina. Þeir hafa af miklum áhuga stöðugt verið að bæta kunnáttu sína og auka leikni í nýjum vinnubrögðum svo einstakt er meöal svo stórra starfstétta. Ahugi kennara á aö fylgjast með og sækja sér endurmenntun er grundvöDur þess að eðlileg þróun og framsækni í skólastarfi geti átt sér stað. Nú eru ýmsar blikur á lofti í þessu efni. Fjármagn til endurmenntunar kennara hefur mjög veriö dregið sarnan. Námskeiðshald hefur fyrst og fremst verið í höndum KHI (Kennaraháskóla Islands). Nú eru þeir kostir sem boðið er upp á mun færri og takmarkaðri en hefur verið vegna þess að fjármagn vantar. Hvort hér er um vísvitandi aðgerö ríkisstjórnarinnar til að drepa þróun skólamála í dróma að ræða og jafn- vel hverfa aftur til úreltra«vinnu- bragða er ekki ljóst. Enhitter alveg ljóst aö afleiðingarnar verða kyrk- ingur í vaxtarsprota íslenskra skóla- mála sem aftur mun hafa þær afleiö- ingar að margir af áhugasömustu og framsæknustu kennurunum munu ekki una sér á starfsvettvangi þar sem þannig er búið að þeim og m.a. þess vegna hverfa þá til annarra starfa. Þannig skapast sá vítahringur sem erfitt verður fyrir skólamál okkar að rífa sig út úr. Við hljótum að spyrja okkur: Er þetta stefna í menntamálum eða sof- andaháttur og sinnuleysi? Það getur ekki verið vilji ráða- manna að hæfir og vel menntaðir kennarar hverfi umvörpum frá kennslu og leiti að öðrum framtiðar- störfum. Það er ekki vilji kennar- anna sjálfra — ef þeir kæmust hjá slíku — þeir vilja tryggja nemendum þá menntun sem krafist er 1 nútima samfélagi. Kristin H. Tryggvadóttlr. • „Það er ekki aðeins starfslið skól- anna sem er uggandi og í óvissu, foreldrar vita ekki á hvaða tíma börn þeirra verða í skólanum né hvort þau fá yfirleitt þá kennslu sem þau eiga rétt L n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.