Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Qupperneq 8
8 DV. FÖSTUDAGUR19. JtlLl 1985. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Sikkar á ferfl í lest i Punjab. í gær gerði lögreglan upptækar miklar birgðir erlendra vopna i rikinu. DV-mynd Þórir Guðmundsson. FIMM FÉLLU Þórir Guðmundsson, blaðamaður DV, skrifar frá Indlandi. Innihald flugrita Air India vélar- innar, sem fórst undan Irlandi, gerur til kynna að sprenging hafi orðið í vél- inni áöur en hún hrapaði, og hugsan- lega tvær sprengingar. Sérfræðingar, sem nú fara yfir flugritann, segja að nokkrum sekúndum síðar hafi vélin byrjað að hrynja í sundur í loftinu. Enn á eftir að kanna rækilega inni- hald flugritans og hljóðritans sem báðir eru í höndum indverskra sér- fræðinga í Bombay. Ekkert hefur enn orðið af ofsóknum gegn sikkum sem óttast var að myndu fylgja flugslysinu, enda talið líklegt að sikkar hafi valdið því. En blaöamanni DV er sagt að ekki megi mikiö gerast til að hindúar ráðist á ný gegn sikkum eins og þeir gerðu eftir morðið á Indiru Gandhi í október. Tilfinningar eru enn mjög heitar. I gær gerði lögregla í Punjab upp- tækar miklar birgðir erlendra vopna. Það og fleira þykir benda til að hryöju- verkamenn sikka séu enn víða á kreiki og kunni að leggja til atlögu hvenær sem er. I gær voru miklar óeiröir í Ahmedabad. Þar berjast hindúar og múslímar. Fimm manns að minnsta kosti fórust. Oeiröirnar koma daginn sem indverski herinn var dreginn út úr Ahmedabad, en þar hefur verið mikill órói í nokkurn tíma. Alfredo Astiz kafteinn var upp- nefndur „böðullinn" i skituga striflinu í Argentinu, en hann var sagflur hafa gengifl ötullega fram i að útrýma vinstritilhneigingum meðal borgara. — Hins vegar gekk honum ekki eins vel baráttan gegn vopnuðu innrásarlifli Breta í Falklandseyjastriflinu. GRANDAÐIGEIMDRASL AIRINDIA VÉUNNI? Breska blaðið Daily Mail heldur því fram að geimrusl úr sovéskri eldflaug kunni að hafa grandað Air India þotunni er fórst á Irlandshafi. Segir að bæði bandarískir og breskir geim- Ef marka má opinberar hagtölur í Bandaríkjunum sýna þær að staöa bandaríska þjóðarbúsins er verri en menn höfðu fyrr álitiö. En bandarískir seðlabankamenn eru bjartsýnir, segja að bjart sé framundan og litlar líkur á kreppu og samdrætti í efnahagslífinu. Bandaríska verslunarráðuneytið sagði í gær að hagvöxtur hefði aukist um 1,7 prósent aö ársmeöaltali á öðrum árs- fjórðungi þessa árs. Áður höfðu menn Dómstóllinn, sem fjallar um mál níu fyrrum ráðherra í herforingjastjóm- um Argentínu, hlýddi í gær á fram- burði sjónarvotta aö brottnámi sænsku stúlkunnar Dagmar Hagelin sem hvarf í Argentínu 1977 en þá rak her landsins hvað harðast „skítuga stríðið” gegn vinstri öflunum. Ibúi í Buenos Aires hafði séð háa ljóshærða stúlku fyrir framan hús hans á harðahlaupum undan tveim mönnum. — „Stærri maðurinn mund- aði skammbyssu og hleypti af, og ég heyrði hann hrópa: Eg hitti hana,” sagöi Juan Carlos Lopez. Nágranni hans sagðist hafa séð stúlkuna særða boma upp í farangurs- kistufólksbíls. Síðast sást til Hagelin á lífi í véla- meistaraskóla flotans en honum var breytt í illræmt fangelsi í skítuga stríö- vísindamenn telji mikla möguleika á því að þotan hafi rekist á brak úr þrem sovéskum eldflaugum sem losaðar voru frá ómannaðri birgðaflaug Sovét- manna á svipuðu svæði og sama dag og gert ráð fyrir að minnsta kosti 3,1 prósent vexti. „Það eru allar lfkur á mun meiri hagvexti á síðari helmingi ársins,” sagði bandaríski seðlabankastjórinn, Paul Volcker, á fundi með bandarískri þingnefnd öldungadeildar í gær. Volcker taldi þó að of lágt gengi dollar- ans gæti falið í sér hættur fyrir banda- riskt efnahagslíf, að minnsta kosti á meðan fjárlagahallinn yxi stöðugt. inu og fóm ljótar sögur af pyndingum og manndrápum þar. — Hagelin var sautján ára. Lögfræðingar föður hennar, Ragn- ars Hagelin, vilja draga Alfredo Astiz kaftein. til ábyrgðar fyrir skotárásina á stúlkuna. Astiz kafteinn hefur í ann- an tíma komist í heimsfréttimar þegar hann stýrði liði á St. Georgíu og varð að gefast upp fyrir Bretum í Falk- landseyjastríðinu. — Bretar neituðu þá að framselja hann sænskum yfirvöld- um vegna rannsóknar á hvarfi Dagmar. Fyrri dómstóll sýknaði Astiz af öllum ákærum vegna stúlkuhvarfsins en mál hans hefur verið tekið fyrir aftur. Astiz kafteinn hefur einnig veriö bendiaöur viö brottnám á tveim frönskum nunnum, Alice Domon og Leonie Duquet. slysið átti sér stað. Var birgðaflaugin á leið með vistir til Soyus T 13 geim- stöðvarinnar. Daily Mail heldur því fram að eld- flaugabrakið hafi hugsanlega ekki „Eins og málin standa núna getum við ekki Utið á framhaldandi gengissig dollarans sem neitt jákvætt og okkur í hag. Sagöi Volcker að bandarískt efna- hagslíf þyrfti nauðsynlega á eriendu fjármagni aö halda sem til væri komið vegna sterkrar stöðu dollarans að und- anfömu. Hið erlenda fjármagn væri nauðsynlegt til að fjármagna gífurleg- an halla á f járlögum. I ár er búist við að bandaríski fjárlagahallinn nái allt aö 213 milljöröum doilara. Einn nágranna Juan Lopez bar að tveir menn með lögregluskilríki hefðu komið á heimili hans, og skipað honum og fjölskyldunni að halda sig innan- dyra og loka aðliggjandi verkstæði. „Þeir tóku síma minn úr sambandi og sögðust ætla að sitja fyrir sendli skæruliða. Þegar skothríðin hófst hljóp ég bakatil í húsið, og kom að 3ja ára syni mínum að leika sér að hand- sprengju sem hann fann í bifreið mannanna.” Maöurinn heyrði einn „lögreglu- mannanna” ávarpa særöu stúlkuna og segja henni að hún yrði nú flutt undir læknishendur. Hinn opinberi ákærandi heldur því fram að nægar sannanir liggi fyrir til þess að dæma herforingjana níu fyrir ábyrgð þeirra á brottnámi, pyndingum og drápum yfir 9 þúsunda manna í skítuga stríðinu. brunnið upp, eins og ráð hafi verið fyrir gert. Heldur hafi það fallið til jarðar meö nokkur þúsund mílna hraða og komið inn í andrúmsloftið þar' sem jumbóþotan var á ferð. Bresk yfirvöld segja að þessi mögu- leiki sé ekki til athugunar hjá þeim, en indverskir rannsóknaraðilar hafa gefið þessu gaum. Óeirð- irí Soweto Lögregla í borginni Soweto notaði í gær gúmmíkúlur og táragas til aö hefta róstur blökkumanna, annan dag- inn í röð, í þessari fjölmennustu borg • blökkumanna í Suður-Afríku. Að minnsta kosti einn maður lét lífið og tveir særðust í átökum við lögregluna. Hópar blökkumanna gengu um borg- ina í gær, köstuðu grjóti að byggingum og verslunum, auk þess sem kveikt var í f jölda bifreiða. I Katlehong-héraði austur af Jóhannesarborg voru 122 biökkumenn handteknir fyrir að neita að hlýða skipun yfirvalda og hverfa af vett- vangi á ólöglegum útifundi. Samkvæmt nýjum öryggislögum hvíta minnihlutans eru flestir útifundlr blökkumanna ólöglegir. Blökkumenn í Höföaborg hafa komið sér saman um að versla ekki í verslun- um hvítra og bregðast viö hart ef sam- staöan er rofin. I gær var ung blökku- kona myrt með exi og síðan brennd eftir að hafa verslað í einni af verslun- um hvítra. Samtök blökkumanna vinna nú að því að koma á samræmdu allsherjar- banni blökkumanna til að gera inn- kaup í verslunum hvítra. Með því vilja blökkumenn mótmæla aðgerðum hers og lögreglu á síðustu vikum í héruðum blökkumanna og þeim efnahagsþreng- ingum sem þeir hafa mátt þola undir minnihlutastjóm hvítra. Verkföll hafa að undanfömu lamað verksmiðjur bæði General Motors og Volkswagen í borginni Port Elisabeth. Þar deila blakkir verkamenn við yfir- boðara sína um laun og vinnuafköst. I Jóhannesarborg hefur félag námu- manna í hinum mikilvægu gull- og kolanámum landsins samþykkt að fara í verkfall á næstunni ef ekki verður gerð mikil bragarbót á launum og vinnuaðstöðu. Dagmar Hagelin hvarf aðeins 17 ára gömul, en siflast spurðist til hennar í pyndingarbúflum flotans. Bandarískt ef nahagslíf: Staða þjóðarbúsins verri en menn höfðu áiitið? Ólgan i kynþáttamálum Suður-Afríku vex dag frá degi og stöflugt kemur til árekstra lögreglunnar og blökkufölks. Rannsaka hvarf Dagmar Hagelin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.