Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 10
10
Útlönd
Útlönd
Útlönd
DV. FÖSTUDAGUR19. JULl 1985.
Útlönd
Frelsisstyttan umlukin vinnupöllum á meðan þessi gyðja frá París er fœrð I Þannig litur gyðjan út þegar hún er ekki hulin vinnupöllum (ef
stássbúning fyrir aldarafmælið á næsta ári. einhverjir skyldu vera búnir að gleyma því).
DÝRT AÐ KLÆÐA
GYÐJU FRELSISINS UPP
Gamla konan er farin aö nálgast
tirætt, en það var samt ráðist í að
gefa henni „andiitslyftingu”, eins og
aðrar stórstjörnur láta eftir sér,
þegar þeim þykir framhliðin sýna
aldurinn of opinskátt. Aödáendur
hennar um heim allan hafa sýnt hug
sinn til hennar með milljónafram-
lögum til þess að létta kostnaðinn við
aðgerðina.
Peningar hafa streymt inn til þess
að greiða kostnaðinn af viðgerðinni
og snyrtingunni á Frelsisstyttunni,
sem í nær hundraö ár hefur borið
uppi kyndilinn við innsiglinguna í
New York-höfn.
Dýr í klæðum
„Við þurftum um 40 milljónir
dollara til þess að færa hana í
Orðstír Josips Titós, leiðtoga Júgó-
slavíu, sem hylltur var á Vestur-
löndum sem stríðshetja og stjóm-
málaskörungur, tekur á sig breyttan
svip í meðferð bresks höfundar, sem
segir það mestallt byggt á lygum og
afbökunum.
Þegar Tító marskálkur féll frá
1980 hlaut hann á Vesturlöndum
eftirmæli, eins og hefði hann verið
hinn öruggasti bandamaður. Lokið
var lofsorði á frammistöðu hans í
heimsstyrjöldinni siðari og honum
þakkað aö hafa sameinaö land sitt og
fyrir að vera málsvari samtaka
hinna óháðu ríkja. Hann var talinn
hafa lagt brú milli kommúnisma og
kapítalisma, milli austurs og
vesturs.
Brenglaður orðstír ,
Þvert ofan í þetta álit heldur Nora ■
Beloff, breskur höfundur, því fram í i
nýútkominni ævisögu Títós „Tito’s'
flawed legacy” (Hin gallaða
minning Títós), að hann hafi verið
skefjalaus harðstjóri, sem nýtti sér
snyrtilegri búning, þótt ekki væri
annað reiknað. Fólk víða um heim
hefur sýnt henni mikið örlæti,” sagði
Lee Iacocca, formaöur nefndar, sem
sett var á laggirnar til undirbúnings
aldarafmælis Frelsisstyttunnar á
Libertyeyju en hann hafði fund meö
fréttamönnum á dögunum til að
greina Jrá gangi viögerðarinnar.
En hún hefur smekk fyrir dýra
búninga, þessi fræga Parísardama,
sem gerð var í Frakklandi og flutt
með skipi til New York, þar sem hún
skaut rótum og stendur sem minnis-
varði um vináttu þjóða Frakklands
og Bandaríkjanna. (Afhjúpuð í
október 1886.) Þeir í undirbúnings-
nefndinni telja sig þurfa milljónir
dollara til viðbótar til að hafa hana
vel uppábúna fyrir stórafmælið.
ringulreið heimsstyrjaldarinnar til
þess að útrýma keppinautum sínum
um vfldin og notai sér síðan óháðu
samtökin til að ota tota kommúnism-
ans og Sovétríkjanna.
Beloff hefur mikið skrifað um
Austur-Evrópu en hún var áður
fréttaritari Observer. Henni var vís-
að burt úr Júgóslavíu í fyrra, þegar
hún vann að undirbúningi bókar-
innar og við heimildagrúsk. Var
henni gefið aö sök að hafa flutt inn
með sér bannaðar böonenntir og sjálf
segir hún að júgóslavneska lög-
reglan hafi síðan stimplað hana
njósnara.
Hlutdrægar
heimildir
I bókmenntagagnrýni fagna sumir
þessari nýju ævisögu sem löngu
tímabæru endurmati. En annar
ævisöguritari kallar hana hlutdræga,
og júgóslavneska sendiráöiö i
London ber höfundi á brýn að hafa
einvörðungu stuöst við heimildir,
fjandsamlegar Tító. — Beloff segist
llla farin í
andrúmslofti
stórborgarinnar
Sagt er að streitan i stórborg eins
og New York fari ekki vel með fólk.
Það eldist illa. Frelsisgyðjan hefur
ekki farið varhluta af því. Styttan
hefur veörast illilega. Ennfremur
hefur tjara, sem notuð var til þétt-
ingar og einangrunar í samskeytum,
lekið út, og mikil vinna legið í því að
hreinsa hana af. Skemmdir hafa
orðið á öxl og handleggjum og sér-
staklega á þeirrí hendi sem ber uppi
kyndilinn, því að höfuöið var þann
veg sett á styttuna að reynt hefur of
mikiö á axlirnar og burðarbiti, sem
liggur í kyndilhöndina, hefur látið sig
með tímanum.
hafa sótt efnið í margar smiöjur frá
andófsmönnum, útlögum, í þýsk og
bresk skjalasöfn og útgefnar
minningar.
Beloff heldur því fram að Tító hafi
veríð f jarri því að sameina sundraöa
landa sina heldur hafi fært sér klofn-
inginn í nyt til þess að halda sjálfur,
völdum. Og öfugt við það að hafa eflt'
gott efnahagslíf með því að leiða
saman kommúnisma og kapítal-
isma hafí hann ýtt landi sínu út í
skuldafen og efnahagslegt öngþveiti.
Stríðsárin í
öðru Ijósi
En byltingarkenndust þykir túlkun
hennar á striðsferli Títós. I flestra
augum hingað til sýndu skæruliöar
Títós mikinn garpskap í baráttunni
gegn nasistum og eru sagðir eina
andspyrnuhreyfingin, sem bar þá
ofurliði án hjálpar bandamanna. —
Hins vegar segir Beloff að Tító hafi
látið ganga fyrir því að berja á
þýskum það aö útrýma keppinautum
sínum, og þá sérstaklega Chetnik-
hreyfingunni, sem var ekki
kommúnisk, því að hann vildi allan
tímann undirbúa valdatöku komm-
únista.
Bókarhöfundur segir að Tító hafi
jafnvel, seint á árinu 1942, reynt að
semja við Þjóðverja, svo aö
skæruliðar hans gætu einbeitt sér að
baráttunni við chetnikka, en Hitler
hafi ekki verið viðsemjanlegur.
„Hann gabbaði Bretland til aö
styðja sig, en brá jafnan fæti fyrir
áætlanir bandamanna um að senda
herafla til Júgóslavíu, því að hann
óttaðist að það græfi undan áhrifum
hans,”segir Beloff.
„Það var sumpart að kenna af-
stöðu Títós að stríðið stóð lengur í
Júgóslavíu en annars staðar í
Evrópu. En þegar því lauk hafði Tító
náð markmiðum sínum. Sérhver
andstaöa við einsflokkseinræði
kommúnista hafði verið brotin á bak
aftur,” heldur hún áfram.
„Við þurfum einnig að skipta um
1800 „rif”, fjarlægja þau gömlu og
setja ný úr ryðfríu stáli,” sagði Hal
Walker við fréttamennina. Walker er
verktakinn sem annast framkvæmd-
irnar við styttuna. Sömuleiðis er
unnið að kyndlinum sem í gegnum
tíðina hefur lýst svo mörgum leiðina
til nýja heimsins. Það verður ekki
kveikt á honum aftur fyrr en með
sérstakri viðhöfn, þjóðhátíðar-
daginn 4. júlí 1986.
Elliseyja endurbyggð
Mörgum mun samt hafa þótt dofna
yfir því Ijósi sem kyndillinn varpaði
þegar þeir komu í næsta nágrenni við
hann á Elliseyju, þar sem inn-
flytjendayfirvöld veittu þeim
Sterkir drættir og
einlitir
I gagnrýni Observers er gefið í
skyn að Beloff hafi gengið fulllangt í
bókinni við aö útmála Tító sem fant.
„Myndin er ekki bara svört og hvít,”
segir gagnrýnandinn.
Phyllis Auty, sem áður hefur skrif-
að ævisögu Titós, setur hina meintu
samningatilraun við nasista undir
annað mæliker. Hún segir að Tító
hafi leitað eftir vopnahléssamn-
ingum við nasista, á meöan chet-
nikkar hafi beinlínis boðið
Þjóðverjunum aðstoð gegn skæru-
liðum Títós.
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
Mikið samband
við Sovétríkin
Tító kom kommúnistum til valda í
Júgóslavíu við stríðslok, en 1948
slitnaði upp úr sambandinu við
Moskvu. Fyrir það dáðust menn á
Vesturlöndum að Tító sem sjálf-
stætt þenkjandi leiðtoga og síðan
stofnanda samtaka óháðu ríkjanna.
Beloff segir að sambandsslitin við
Moskvu hafi varað skammt. Tító
hafi aldrei látið af! andvestrænum
áróðri sinum. Hann hafi stutt
byltingaröfl á Vesturlöndum og í
þriöja heiminum og hafi leyft Sovét-
mönnum að nota júgóslavneska flug-
velli til hemaðaraðgerða erlendis.
— „Samtök óháðu ríkjanna styðja
statt og stöðugt Sovétmenn innan
Sameinuðu þjóðanna og halda uppi
strangar móttökur. Jafnhliða
viðgerðinni á Frelsisstyttunni er nú
unniö að þvi aö endurreisa og lappa
upp á mannvirkin og gömlu innflytj-
endamóttökuna á Elliseyju sem
sögulegarminjar.
„Ef Frelsisstyttan var tákn lýsandi
vona þeirra sem hingað leituðu má
segja að Elliseyja hafi verið tákn
blákalds raunveruleikans,” segir
Lee Iacocca, bílajöfurinn, sem
frægur er af því að hafa komið
Chryslerverksmiðjunum aftur á rétt-
an kjöl, eftir að gjaldþrot vofði yfir
þeim. — „A Elliseyju var aðkomu-
fólkinu safnað saman eins og fé í rétt
og merkispjöld hengd um háls þess,
eins og væri það einhverjir bögglar.
Ofárra vonir brustu þar, þegar þeir
voru sendir um hæl aftur til gamla
landsins. — Elliseyja getur hjálpað
okkur til þess að minna okkur á raun-
veruleikann. Við þurfum þessi tvö
tákn. .. annaö vonarinnar, en hitt
raunveruleikans.”
Aðalmiðstöö
innflytjenda
Iacocca getur talað af náinni
reynslu, því að faðir hans fór, tólf
ára að aldri, um Elliseyju áleiðis til
Bandaríkjanna árið 1902 og var
sendur í járnbrautarlest með merki-
spjald um hálsinn til ættmenna í
Pittsburgh. — „En ef hann hefði ekki
komið til Elliseyju, væri ég sennilega
fæddur til bústarfa einhvers staðar á
Italíu,” segir bílakóngurinn.
Frá 1892 til 1954 streymdu alls 17
milljónir innflytjenda frá Italíu,
Irlandi, Þýskalandi og fjölda
annarra landa um Elliseyju til
Bandaríkjanna. Meginendurreisnar-
starfið á Elliseyju er við aðalbygg-
inguna, og þar á meðal stóra salinn,
þar sem innflytjendurnir sættu
læknisskoðun. Því verki verður ekki
lokið fyrr en einhvem tíma á árinu
1987. Síðari áfanga endurbygging-
arinnar á Elliseyju á að ljúka fyrir
1992, þegar þessi gamla innflytjenda-
miðstöð á sitt eigið aldarafmæli.
stööugri gagnrýni á Vesturlönd,”
segir Beloff ennfremur.
Efnahagsmálin í molum
I innanlandsmálum haföi til-
raunum Titós til þess að koma á
laggimar fyrirtækjastjómum starfs-
fólks verið vel fagnað á Vestur-
löndum sem „hjónabandi
kommúnisma og kapítalisma”, en
Beloff segir að það kerfi hafi reynst
gallað. Þessi sósíalisku fyrirtæki
hafi ekki staðið undir sér, og þar í,
meöal annars, liggi sökin á skulda-
byrði Júgóslavíu í dag, hárri
verðbólgu og atvinnuleysi.
I bókinni gagnrýnir Beloff ríkis-
stjómir á Vesturlöndum fyrir að
halda áfram aö lána ríkisstjóm,
fjandsamlegri vestrænu gildismati,
fé og fyrir aö leiða hjá sér að gagn-
rýna kúgun hvers konar stjómar-
andstöðu, eins og viögengst í Júgó-
slavíu.
Frjálst að hugsa
og skrifa á Vesturlöndum
Phyllis Auty, sem kom við sögu í
samskiptum bresku leyni-
þjónustunnar við Tító á styrjaldar-
árunum, sagöi fréttamönnum að
Beloff væri hlutdræg og byggði of
mikið á heimildum burtfluttra Júgó-
slava sem orðið hefðu fyrir von-
brigðum með Títóstjómina.
Gagnrýnandi hins hægrisinnaða
blaös Daily Telegraph fagnar hins
vegar útgáfu bókarinnar, sem hafi
nú hnekkt goðsögninni um Tító.
Observer segir að bókin gefi gott
tilefni til þess að endurmeta
tengslin viö Júgóslavíu.
Sendiráð Júgóslavíu í London segir
að Beloff sé ekki málefnaleg í vinnu-
brögðum. „Það er fáránlegt að hún
skuli styðjast eingöngu við skrif sem
stefna alfarið í eina átt. En auðvitað
hefur hún fullan rétt til þess aö hugsa
og skrifa eins og henni sjálfri
sýnist,” sagði talsmaður sendi-
ráösins.
Gjörbreytir
myndinni af
Tító forseta
— í nýútkominni ævisögu er marskálknum lýst
sem skef jalausum harðstjóra, sem minna
hugsaði um andspyrnuna við nasista, en meira
barðist gegn pólitískum keppinautum