Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Page 11
DV. FÖSTUDAGUR19. JUU1985. 11 Harðorð mótmæli kjúklingabænda Félag kjúklingabænda hefur mót- mælt harðlega þeiiri hækkun á kjam- fóðurgjaldi sem gildi tók um síðustu mánaðamót. Stjórnarfundur var hald- inn í félaginu i gær. I ályktun fundarins segir að fram- leiðsla kjúklingabænda hafi verið meira og minna skattlögð sl. fimm ár og að það hafi valdið miklum erfiðleik- um í framleiðslunni. Kjarnfóðurgjald hafi orsakaö veröhækkanir á nauð- synjavöru almennings og stuölað að aukinni dýrtíð. I ályktuninni segir: „Tollur á hráefni til framleiðslu á nauðsynjavöru sem aflað er í landinu sjálfu verður að teljast fráleit ráöstöf- un, miðaö við þá pólitík sem stjómar- flokkarnir boða til batnandi lífskjara alls almennings. Þaö er skilyrðislaus krafa að þessum álögum verði aflétt nú þegar, þ.e. 80% fóðurskatti og 50% tolli, samtals 130% hækkun á gjöld- um.” Einnig er vakin athygli á því að í 35. grein nýsamþykktra laga um fram- leiðsluráð o.fl. beri stjómvöldum að hafa samráð við þá aðila sem hlut eiga að máli um alla framkvæmd máia, áð- ur en lögin verða virk. -PÁ. Flugleiðir með DC-10 breiðþotu Breiðþota af gerðinni DC-10 var í þjónustu Flugleiða á leiðinni yfir Norður-Atlantshaf fyrr í þessum mánuði og í seinnihluta júni. Fór hún fjórar ferðir, fram og til baka, milli Evrópu og Bandaríkjanna. „Hollenska flugfélagið Martinair bauð okkur ákveðinn sætafjölda. Við keyptum því 150 sæti í hverri ferð,” sagði Sæmundur Guðvinsson, blaða- fulltrúiFlugleiða. Breiðþotan var í flugi milli Amster- dam og Bandaríkjanna en miililenti í Lúxemborg vegna Flugleiðafar- þeganna. Tvær ferðir vom til New York og tvær til Chicago. Siðasta ferð breiðþotunnar fyrir Flugleiðir var flogin í fyrradag. -KMU. Séra Bjarni Sigurðsson: Varði doktors- ritgerð Séra Bjami Sigurðsson varði þann 3. júlí sl. doktorsritgerð sína við lögfræði- deild háskólans í Köln í Vestur- Þýskalandi. Fjallar ritgerð séra Bjama um íslenska kirkjuréttarsögu frá upphafi til vorra tíma. Höfundur hefur unnið að ritgerð sinni um nokkurt skeið og dvaldi m.a. við fram- haldsnám í Köln veturinn 1968—69. Bjami er fæddur að Hnausi í Flóa 19. maí 1920. Foreldrar hans voru Sigurður Þorgilsson bóndi og fyrri kona hans, Vilhelmina Eiríksdóttir. Bjami varð stúdent frá MA 1942 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Islands árið 1949. Hann lauk embættisprófi í guðfræði árið 1954 og starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu á árunum 1949—1954. Strax að loknu guðfræðiprófi vígðist Bjami til Mosfellsprestakalls Mos- fellssveit og þjónaði því í 22 ár. Arið 1976 varð hann lektor við guðfræðideild Háskóla Islands og seinna dósent við sömu deild. Séra Bjami hefur aila tíð tekið mikinn þátt í félagsstörfum, sat t.d. í stjóm Prestafélags Islands í sex ár og á nú sæti í Siðareglunefnd Blaða- mannafélags Islands. Eiginkona séra Bjama Sigurðssonar er Aðalbjörg Guðmundsdóttir frá Kirkjubóli í Norð- firði og eiga þau fimm böm. Stjórn Fólags kjúklingabœnda kom saman i Reykjavik f gmr hækkun kjarnfóðurgjaldsins. til að rœða DV-mynd S. Interferon bannað f Svíþjóð — talíð valda ónæmistæringu: r „KEMUR MER EKKIA ÓVART” - segir Helgi Valdimarsson læknir „Þetta kemur mér ekki á óvart. Interferon er búið til úr blóðfrumum. Frumumar em svo örvaðar til starfa. Ef ónæmistæringarveiran er til staöar í blóðfrumunum örvast framleiðsla hennar líka,” sagði Helgi Valdimarsson læknir í samtali viðDV. Samkvæmt heimildum DV hefur lyfið interferon verið bannað í Sví- þjóð þar sem lyfið er talið geta valdið ónæmistæringu. „Hins vegar em til margar tegundir af interferon,” sagði Helgi. „Og hafa verður það í huga að lyfið er mjög vel hreinsað áður en það er notaö. Þá ber þess að geta að farið er að framleiða interferon á nýjan hátt. Þannig er erfðastofninn, sem geymir interferon, einangraður og komið inn í bakteríurnar og þær svo látnar framleiða interferon. Með þessu er engin hætta á að lyfið verði mengað af veirunni sem veldur ónæmistær- ingu.” — Myndir þú telja ástæðu til aö banna interferon hér á landi? „Lyfiðerekkileyfthérálandi. Ef lyfið er framleitt á þennan nýja hátt og hreinsað vel er engin hætta. Þess utan ber að geta þess aö interferon er ekki notað samkvæmt lyfseðli. Framleiðsla þess er enn á tilrauna- stigi og notað í tengslum við rann- sóknarvinnu. Þá er læknum hér- lendis ekki leyft að nota lyfiö, nema í alveg sérstökum tilfellum,” sagði 1 Helgi Valdimarsson. -KÞ. .. : ■ \3WSAN Á blaðsölustöðum Spárnar eru alltaf að batna — viðtal við Trausta Jónsson veðurfræðing Rússnesk rúlletta — garðveisla hjá Ármanni Réynissyni Lífsreynsla: Ef maður fær stuðning — spjallað við einstaeða móður Jökull, gullsandur og góður matur punktar um ferðalag á sunnanverðu Snæfellsnesi 6000 kílómetra eftir ,,Gammelt rustent skrammel" — vitnisburður um heiftarlega bíladellu Fordkeppnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.