Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Qupperneq 12
12
DV. FÖSTUDAGUR19. JULI1985.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoóarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SlMI 680611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022.
Afgreiósla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: PVERHOLTI11. SfMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf.,
Áskriftarverö á mánuöl 360 kr. VerÖ i lausasölu 35 kr.
Helgarblaö 40 kr.
Rótgrónasti munurínn
Fólk skipast í stjómmálaflokka eftir ýmsum hagsmun-
um og hugsjónum, sem mótazt hafa á þessari öld og tveim-
ur hinum síðustu. Þessar sundurgreiningar eru afar ung-
ar og rótlitlar í samanburði við muninn á hagsmunum og
hugsjónum karla annars vegar og kvenna hins vegar.
Um aldir og árþúsund hafa þjóðfélögin, sem eru að baki
hins vestræna nútímaþjóðfélags, notazt við tiltölulega
fastmótaða verkaskiptingu kynja. Konan hefur unnið á
heimilinu eða í nágrenni þess, en karlinn hefur unnið í
meiri f jarlægð. Þetta endurspeglast í mörgu.
Hann hefur verið tiltölulega hreyfanlegur, en hún stað-
bundin með bömin. Hann hefur litið út á við, en hún inn á
við. Hann hefur tekið áhættu, en hún viljað öryggi. Hann
hefur verið í sókn gagnvart spennandi umheimi, en hún í
vöm gegn þessum sama, ógnvekjandi umheimi.
Hann hefur viljað stríð og farið með hemaði, en hún
hefur hafnað stríði og mátt þola hemað. Hann hefur verið
maður vígbúnaðar, en hún maður friðar. Hann hefur stutt
og stundað samkeppni, en hún samvinnu. Hann hefur trú-
að á mátt sinn og megin, en hún þurft að vernda lítil-
magnann, bömin.
1 nútímanum leiðir þetta til meiri áherzlu hans á at-
vinnulíf og hennar á félagsmál. Hann vill framleiðslu
verðmæta og hún dreifingu þeirra. Meðan hann talar um
stóriðju og svigrúm til athafna, talar hún um skóla,
tryggingar, heilsugæzlu og varnir gegn mengun.
1 atvinnulífinu leggur hann áherzlu á nauðsyn afkasta
og hún á nauðsyn vinnuaðstöðu. Hann talar um bónus-
kerfi og hún um lágmarkslaun. Hann nær sér í launaskrið
og hún krefst launajöfnunar. Hann er hálaunamaðurinn
og hún er láglaunamaðurinn.
Engin stéttaskipting í tekjum er meiri en milli karla og
kvenna. En skiptingin felst ekki aðeins í atriðum, sem
snúa að framleiðslu og dreifingu verðmæta. Hún kemur
líka fram í frítímunum. Karlamir hafa löngum sótt sína
karlaklúbba og konurnar eru farnar að stofna sína
kvennaklúbba.
Á grundvelli þessa fjölbreytta mismunar, sem hér hef-
ur verið rakinn, og annars, sem of langt mál væri að rekja
í takmörkuðu rými, hefur hinum svokölluðu hörðu gildum
karlsins verið stillt upp sem andstæðu við hin svonefndu
mjúku gildi konunnar.
Þar sem karlinn hefur að mestu ráðið ferðinni á
undanfömum öldum og árþúsundum, er ekkert skrítið,
þótt hluti af kvenfrelsisbaráttu tuttugustu aldar felist í eins
konar uppreisn mjúku gildanna gegn hinum hörðu. Sagn-
fræðin segir, að slíkt sé óhjákvæmilegt.
Að vísu hefur munurinn verið málaður nokkuð sterk-
um litum hér að ofan. Margar konur telja framleiðslu
verðmæta merkilegri en dreifingu þeirra og margir karl-
ar telja dreifingu verðmæta merkilegri en framleiðslu
þeirra, svo að horft sé á aðeins eitt af mörgum ofan-
greindum dæmum.
Hitt stendur þó eftir, að munur karla og kvenna er
mörg hundruö sinnum rótgrónara fyrirbæri en annar
munur, sem veldur ágreiningi fólks og skiptir því í fylk-
ingar. Ofan á líkamlegan mun kemur árþúsunda verka-
skipting kynjanna í þjóðfélögunum, sem nútíminn bygg-
istá.
Þess vegna er ekkert skrítið, þótt karlar og konur skipi
sér sumpart í eigin stjómmálaflokka, alveg eins og karl-
ar og konur hafa skipað sér í eigin klúbba. Fremur er
ástæða til að undrast, að ekki skuli vera meira um þetta
en raun ber vitni um. JónasKristjánsson
Afsögn án tafar
Nýjasti afleikur Afengisvamaráös
í „áfengisvömum” var sakleysisleg
fréttatilkynning send fjölmiölum á
dögunum.
Tilkynningin er orörétt sýnd hér á
síöunni og sýnir vel vinnubrögö
þessa ráðs sem í eiga sæti fáeinir
heiöursmenn og nokkrir airæmdir
öfgamenn á bindindi.
Tilkynningin segir aö á tímabilinu
frá 1. apríl til 30. júni hafi aukning á
áfengissölu veriö 40,1% á sama tima
og áfengi hafi aöeins hækkað
„nokkuð” í verði.
Hvemig sem á það er litið er þessi
tilkynning ekki aðeins illa unnin og
óvisindaleg. Hún er villandi: Til þess
fallin að ýta undir ótta viö aukna
áfengisneyslu.
Samkvæmt frétt sjónvarpsins í
vikunni var hækkun á veröi áfengis
ekki aöeins „nokkur” á þessu tíma-
bili, heldur 45%, þ.e. meiri en nam
heildaraukningu í sölunni.
Fréttatilkynning Afengisvama-
ráös er því villandi svo ekki sé meira
sagt, því enginn veit á þessari stundu
hvort áfengisneyslan hefur aukist
eöur ei.
Hrikaleg vinnubrögð
Þessi fréttatilkynning er að vísu
snöggtum skárri en margt af því sem
frá þessu „ráði” hefur farið í
gegnum tíðina, en segja má aö hún
sé sá dropi sem fyllir mælinn.
Er nú nóg komiö af óvísindalegri
og blekkjandi umfjöllun þessa ráös
aö ekki sé talað um óheppilega
íhlutun í neysluvenjur þjóðarinnar á
undanf ömum áratugum.
Legg ég til að allir þessir menn
segi snarlega af sér embættum
sínum. Til þess að undirstrika þessa
sjálfsögðu kröfu birti ég hér með
nöfn allra ráðsmanna. Fróttatilkynning Áfengisvarnaráðs. „Hvernig sem ó það er litið er þessi
Olafur Haukur Amason tilkynning ekki aðeins illa unnin og óvisindaleg. Hún er villandi: Til þess
Gunnar Jónsson fallin að ýta undir ótta við aukna áfengisneyslu."
Páll Daníelsson
Jóhannes Bergsveinsson
Sigrún Sturludóttir.
Áfengisvarnir
Afengisvamir em eitthvert
viðkvæmasta mál sem heilbrigðis-
yfirvöld verða að glima við á okkar
tímum.
I samræmi við fomar erfðavenjur
er það siöur á Islandi að um slík mál
fjalli einungis þeir sem þekktir era
fyrir hófsemi og vísindalega
stillingu.
Sú lenska aö troða í ráðið nokkram
af þekktustu hatursmönnum áfengis
sem hér hafa riðiö um garða hefur
orðið til þess að skaða vamir gegn
áfengisneysiu tii frambúöar.
I þessu þjóðfélagi er fullt af fram-
bærilegu og áhugasömu fólki sem
getur tekið að sér þessi störf og náö
öllum þeim árangri sem þessu ráði
mistókst að ná.
Hvað er að?
Störf núverandi ráðs hafa
einkennst af þremur þáttum sem
hver um sig væri brottrekstrarsök í
siöuðulandi.
I fyrsta lagi hefur sá boðskapur
sem þetta ráð hefur látið frá sér fara
yfirleitt verið frámunalega illa
unninn og ótrúlega yfirborðskenndur
og óvísindalegur.
I öðru lagi hefur þetta ráð vogað
sér að berjast gegn því aö neysla á
sterkum drykkjum sé skert með
skipulegum aðgerðum og neyslunni
beint að hættuminni drykkjum.
Alvarlegust er þó sú ásökun, sem
nú hvílir sem mara yfir þessu ráði,
og það mun líklega aldrei hreinsa sig
af, aö það eigi sök á þvi að ungt fólk
verði alkóhóhstar í stórum stfl..
Kjallarinn
JÓN ÓTTAR
RAGNARSSON
DÓSENT
Frjálslyndi
í framkvæmd
Þessi ásökun er svo þung aö ég séi
nig tilneyddan til þess að rökstyðja
lana nokkrum orðum til að sem
'æstir misskilji hvað átt er við.
Alki skaltu verðal
Engin heilvita maður getur gert
því skóna að þær ölkrár sem upp
tiafa rísiö i landinu veröi lagöar af.
Það gerist hreinlega ekki í lýðræðis-
ríki.
Það er staðreynd að skortur á
alvörubjór á þessum stöðum hefur
valdið því að ungt fólk hafnar nú í
vaxandi mæli bjórlíki og veikum
drykkjum og hallar sér æ meira aö
hinum sterku drykkjum eldri
kynslóðarinnar.
Þaö er líka staðreynd að sterkir
drykkir era líklegri til þess að ýta
undir ofurölvun og þar með ofbeldis-
hneigð að ekki sé talaö um áfengis-
sýki.
Það er því óhrekjandi staðreynd að
fall bjórfrumvarpsins sem nokkrir
nytsamir sakleysingjar stóðu fyrir á
Alþingi mun auka ofbeldi og áfengis-
sýki á Islandi.
Þetta er þung ásökun. Asökun sem
þessu ráði ber tafarlaust að reyna aö
hreinsa sig af. Takist þaö ekki ber
því afdráttarlaust að segja af sér
störfum.
Lokaorð
Heilbrigðisyfirvöldum og dóms-
málaráðuneyti hefur tekist með
eindæmum illa að halda á áfengis-
málum Islendinga. Þessir aðilar eiga
því ekki betra skilið en hin föstu skot.
Þaö sem um er aö ræða er ný sókn í
áfengismálum þjóöarinnar. Góðir
Islendingar: Tökum allir sem einn
þátt í næsta áfanga í þessari baráttu.
Takmarkið er: Burtu með sterka
drykki! Burtu með Áfengis-
varnaráð! Nýttbjórframvarp!
Jón Óttar Ragnarsson.
£ „Störf núverandi ráðs hafa ein-
kennst af þremur þáttum sem hver
um sig væri brottrekstrarsök í siðuðu
landi.”
A F E N G I S S A L A N
1. april til 30 . júni 1985
Heildarsala:
Selt i og f r á Reykjavik 346.064.686
" á " " Akurevri . » 44.156.500
" Isafirói . » 15.813.270
" • Siglufiröi .... » 4.642.590
Seyöisfirói . . . . » 12.887.010
» í " " Keflavik . » 25.795.260
•• " » Vestmannaeygum i ó. 124.23 5
á " " Akrar.eSi V i3.i2ö.i7u
•• •' •• Sauöárkróki .. . » 8.484.560
» n ii n Selfossi » 18.359.430
Kr. 505.455.711
Sömu mánuói 1984 var salan sem hér segir:
Selt i og frá Reykjavik kr. 246.507.132
" á " " Akureyri . » 31.574.703
„ Isafiröi 11.755.738
" Siglufiröi .... 3.294.038
ii ii ii Seyóisfirði . . . II 9.121.043
" i " " Keflavik II 19.286.965
» Vestmannaeyjum " 12.764.216
» á " " Akranesi 9.235.150
Sauóárkróki . . . 5.852.840
» " " " Selfcssi " 11.379.760
Kr. 360.771.585
Aukning, miðaó viö sama tima 1984, er 40,1%.
Verö hefur veriö hækkaö nokkuö en mismunandi
eftir tegundum.
Afengisvarnaráö.
(Heiraild: Áfengis- og tóbaksverslun rikisins).