Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Side 13
DV. FÖSTUDAGUR19. JULI1985. 13 Kjamfóðursjóður og markaðurinn Um síðustu mánaðamót var gefin út reglugerð sem felur í sér stór- fellda hækkun á kjarnfóðurgjaldi og nemur það nú 130% á innfluttar fóðurblöndur. Aðgerðum þessum er fyrst og fremst ætlað að styrkja stöðu kinda- kjötsframleiðenda í samkeppni þeirri sem þeir standa í við fram- leiðendur annarra kjöttegunda. Þeim er einnig ætlað að bæta rekstrarstöðu graskögglaverk- smiðja víðs vegar um land, þrátt fyrir að nýleg könnun bendi til að skynsamlegast sé að draga verulega úr framleiðslu þeirra eða hætta henni alveg, vegna þess að stærsti hluti framleiðslukostnaðar á gras- kögglum er fólginn i innfluttri orku sem notuð er til að knýja verk- smiðjurnar áfram. Framleiðslu- kostnaður á graskögglum er víða um helmingi hærri en CIF-verð á kjam- fóðri, komnu í höfn hér á landi. Ráðamenn átta sig ekki á breyttum neysluvenjum Sú stefna sem landbúnaðar- ráðherra hefur nú beitt sér fyrir mun, ef ekki verður gerð breyting á, valda stórkostlegum hækkunum á af- urðum svína- og aiifuglabænda. Þeir ráðamenn, sem beita sér fyrir að- gerðum sem þessum, virðast ekki gera sér neina grein fyrir þeirri þróim sem átt hefur sér stað á siðustu árum hvað varðar breyttar neysluvenjur þjóðarinnar, hvað þá aö reynt hafi verið að koma til móts viðóskirneytenda. Á árunum 1983 til 1984 var heildar- kjötneysla hér á landi á mann 67,2 kg. Þar af var neysla á kindakjöti 44,6 kg, en ekki nema 5,3 kg af svína- kjöti og 3,3 kg af alifuglakjöti. Hvergi í nálægum löndum er neyslumynstur á kjöti í líkingu við það sem hér hefur tíðkast, enda hafa stjómvöld, með landbúnaðar- ráðherra og Framleiðsluráð land- búnaðarins í broddi fylkingar, reynt að koma í veg fyrir að óskir neytenda nái fram að ganga í þessum efnum. Þessir aðilar hafa í sameiningu beitt sér fyrir álagningu kjamfóðurgjalds og annarra álaga á þær kjöttegundir sem neytendur hafa óskað eftir í meira mæli nú hin síðari ár. Aögerðir þessara aðila hafa m.a. komið fram í stórkostlegum tilfærslum fjármuna frá svína- og alifuglabændum til nautgripa- og alveg sérstaklega sauðfjárbænda. Endurgreiðslur úr kjarnfóðursjóði Á síðasta ári vom heildartekjur kjamfóðursjóðs um 158 milljónir króna, og hefur verið áætlað að um helmingurinn sé kominn frá svína- og alifuglabændum, eða um 79 milljónir kr. Af þessum 79 milljónum vom endurgreiddar 500 þúsund m „Því bændur og forystumenn ^ þeirra verða að gera sér grein fyrir því að framleiðsla og sala á land- búnaðarafuröum verður ávallt að taka mið af markaðsaðstæðum.” HÖRÐUR HARÐARSON SVÍNABÓNDIOG RITARI SVÍNARÆKTAR- FÉLAGS ÍSLANDS krónur til að efia ráðunautastarf í svínarækt. Allar aðrar tekjur kjarn- „Sú stefna sem landbúnaðar- ráðherra hefur nú beitt sér fyrir mun, ef ekki verður gerð breyting á, valda stórkostlegum hœkkunum á afurðum svína- og alifugla- bænda." fóðursjóðs, að frádregnum inn- heimtukostnaði og kostnaði vegna víxla og verðbréfa, voru þannig millifæröar og endurgreiddar til nautgripa- og sauðfjárræktar, eða alls um 157 milljónir kr. Það má því öllum ljóst vera að svína- og alifuglabændur eru þving- aðir til aö taka með í verðlagningu á afurðum sínum stóran hluta af kostnaði sem hlýst af offramleiðslu á kindakjöti. Á hinn bóginn hafa bændumir í þessum sömu búgreinum orðið að bera sjálfir allt tap sem orðið hefur vegna tímabundinnar offramleiðslu á þeirra afurðum. Má m.a. benda á að í byrjun síðasta árs lækkuðu svina- bændur verðskrá sína um 20% í nokkrar vikur. Arangurinn af þess- ari lækkun varð sá að birgðir, sem safnast höfðu upp, seldust og síðan hefur framboð og eftirspurn haldist í hendur og engar birgðir hlaðist upp. Enda gera svínabændur sér fulla grein fyrir því að ef framleiðslan fer fram úr því sem markaðurinn þolir verður ekki hægt að tryggja þeim skráð verð fyrir afurðir þeirra. I beinu framhaldi af tímabundinni verðlækkun á síðasta ári sótti stjórn Svínaræktarfélags Islands um endurgreiðslur úr kjarnfóðursjóði að upphæð 4,1 millj. kr., hliðstætt því sem gert hafði verið undir svipuðum kringumstæðum vegna uppbóta á sauðf jár- og nautgripaafurðir. Þessari beiðni hafnaði Framleiðsluráö landbúnaðarins, en samþykkti um svipað leyti að endur- greiða 10,7 miEjónir króna á fram- leitt nautakjöt, innan hámarks, árið á undan. Á sama tíma og nautakjöts- framleiöendur fengu sendar ávísanir frá Framleiðsluráði, hlóðust upp birgðir af nautakjöti, og óneitanlega 'vaknar sú spuming hvort ekki heföi veri eðlilegra að nota þessa endur- greiðslu til að lækka verð á nauta- kjöti í tiltekinn tíma og losa þar með um mestu birgðimar í stað þess að greiða 10,7 miiljónir kr. í uppbót á verðlagningu sexmannanefndar. Aðgerðir landbúnaðarráð- herra gætu orðið sauðfjár- bændum til tjóns Ef áfram verður haldið á sömu braut verður þess ekki langt að bíöa að aðgerðir þær sem nú hefur verið gripið til, og ætlaö er að styrkja sam- keppnisaðstööu sauðfjárbænda, muni snúast gegn þeim sjálfum og veröa þeim til óbætaniegs tjóns. Þvi bændur og forystumenn þeirra verða að gera sér grein fyrir því aö fram- leiðsla og sala á landbúnaðaraf- urðum verður ávallt að taka mið af markaösaöstæðum, auk þess sem bændur þurfa að eiga gott samstarf við hagsmunasamtök neytenda og vera ávallt tilbúnir að laga fram- leiðslu sina að óskum neytenda eins og þær eru á hverjum tíma. A þann hátt verður best tryggt að landbúnaður haldi áfram að vera einn helsti burðarásinn í þeirri viðléitni að halda sveitum landsins í byggð. Hörður Harðarson. LIGGUR FRAMTÍÐ ÍSLANDS í HEILNÆMIFISKFITU? n? „I eina máltíð fyrir alla Bandaríkjamenn þarf u.þ.b. 50.000 tonn af fiski.” Nýlega lauk í Reykjavík ráðstefnu vísindamanna frá niu löndum um fituefni fæðunnar og rannsóknir á þeim. Það sem vakti hvað mesta athygli af þeim einstöku málefnum, sem fyrir voru tekin, var samsetning fiskfitu og lýsis og áhrif þeirra á hjarta- og æðasjúkdóma. Rann- sóknir prófessors Sigmundar Guð- bjamarsonar, verðandi rektors, voru örugglega eitt það allra merkileg- asta sem rakið var á ráðstefnunni, þrátt fýrir aö að saman væru komnir helstu vísindamenn heims á þessu sviði, a.m.k. fulltrúar flestra merkari hópa rannsóknamanna utan Japans. En fjölmiðlum fannst þetta ekld merkilegt þing. Það er sjálfsagt ósanngjarnt að almenningur og þá almennir fréttamenn geri sér grein fyrir því hvaða þýðingu það hefur fyrir Islendinga og íslenskt efna- hagslif ef fiskur og lýsi verða viöur- kennd hollustufæða sem eykur lífs- líkur manna, lengir lifið. Og þó má það kallast undarlegt að íslensk „stórblöð”, sem eytt hafa blaðsíöu eftir blaðsiðu í það að fjalla um líftæknidrauma næstu alda skuli ekki nota tækif ærið og auglýsa svona stór- mál rækilega með fréttaflutningi. Fréttaflutningur hér innanlands hefur áhrif til þess að upplýsa menn um hollustu fiskfitu. Og það þarf BJÖRN D AG B J ARTSSON, ALÞINGI8MAÐÚR FYRIR SJÁLFSTÆDISFLQKKINN enginn að segja mér þaö að fiskselj- andi, sem trúir því eða veit það aö fiskneysla lengir lífið, sé ekki betur í stakk búinn til starfs síns. Fiskneysla í Bandaríkjunum Milljónir, tugir milljóna, Banda- rfkjamanna fæðast, auka kyn sitt og deyja án þess að borða nokkurn tím- annfisk. „Meöalfjölskyldan” banda- riska borðar sem svarar einni fisk- máltíð hálfsmánaðarlega, eða rúmlega 6kgá mann á ári. Til einföldunar er hægt að hugsa sér að önnur hver bandarísk fjölskylda borði aldrei fisk en hinar einu sinni i viku. I eina mál- tíð fyrir alla Bandaríkjamenn þarf u.þ.b. 50.000 tonn af fiski. Þessar tölur gefa hugmynd um hvaö það gæti þýtt fyrir fiskverð og sölumögu- leika ef það yrði viðtekin vísindaleg staðreynd, sem almenningur tæki alvarlega, aö aukin fiskneysla yki líkur á löngu lífi og góðri heilsu. Allt tal um gæði og vöruvöndun er að sjálfsögðu af hinu góða fyrir fisk- verslun og hefur reynst okkur drjúgt i gegnum tíðina. En mér segir svo hugur um að þegar lífhræddir Ameríkumenn og Evrópubúar, hrjáðir af menningarsjúkdómum, uppgötva lífskraft og lækningamátt fiskfitunnar muni það valda byltingu í eftirspurn og verði á fiskafurðum sem haft getur ómetanlega þýöingu fyrir okkur. Við þurfum að beita allri okkar áróðurstækni og fjölmiðl- un til þess að þessar góðu fréttir komist til skila og við megum ekki láta tækifæri eins og ráðstefnuna um daginn fara ónotuð hjá garði. Hvaða ráð eru tiltæk? Það er auövitað svo að við hér úti á Islandi höfum ekki sérlega greiðan aögang aö heimspressunni, og svipaða sögu er að segja um sam- félag vísindamanna og vísindabók- menntirnar. Þó er liklegt að rann- sóknir prófessors Sigmundar hafi þegar auðveldað öðrum íslenskum vísindamönnum að fá hljóð á þessum vettvangi vísindastarfseminnar. Þess vegna er rétt að leggja aukna áherslu á að þeir íslenskir vísinda- menn, sem stundað hafa eða stunda vilja rannsóknir á fiskfitu og áhrifum hennar, séu styrktir tU þess og jafn- framt hvattir til að birta niðurstöður sínar sem víðast erlendis. Islensk fyrirtæki, til dæmis Lýsi hf., hafa þegar lagt fé í tilraunir og rannsóknir á þessu sviði. Það er bráðnauðsynlegt að þau fái þá lána- fyrirgreiðslu sem þau þurfa í því skyni. Millistigið milli vísindarann- sókna, þar sem unnið er með dropa í tilraunaglösum og verksmiðjufram- leiðslu í tonnatali, vill sorglega oft gleymast. Tilraunaframleiðslan er óhjákvæmilegt þrep sem oft kostar mikla peninga. Fjölmiðlar og fréttamennska gegna afskaplega þýðingarmiklu hlutverki nú á dögum. Það að upp- lýsa Islendinga er auövitað þýðingarmikið, eins og áður sagði, en hitt er líka ljóst að ýmsar fréttir úr íslenskum fjölmiðlum rata sína leið út í heim. Skemmtilega skrifaðar fréttir eða frásagnir um framúrskarandi langlífi Islendinga og Japana, mestu fiskætuþjóða heims, vekja vafalaust athygli. Fleira má sjálfsagt tína til og rétt er að hvetja til samstarfs við aðrar þjóðir sem áhuga hafa á aukinni fiskneyslu. Til að sýna að ekkert er nýtt undir sólinni og að sannleikur- inn var ekki uppgötvaöur í gær skal hér að lokum vitnað í kafla úr Fjall- kirkju Gunnars Gunnarssonar sem líkast til er skrifaöur fyrir einum 60 árum. „Það fólk sem þið þekkið er tólgar- ætur, nærist aðallega á floti, en tólg storknar í æðunum, heftir heilastarf- ið — það gerir lýsið ekki, ekki lýsið. Lýsið, börnin góð, ratar rétta boðleið viðstöðulaust, seigla og árvekni sigla í kjölfarið, árangurinn: útsjónar- semi.” ' Bjöm Dagbjartsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.