Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Síða 14
14
Þessi völasamstaaða var i viðgerð og því opin og tðm. Og þama verður rafmagnið að öllu jöfnu til. Vatn
bullar af miklum krafti inn i hreyfil sem er niðri f vélasamstœðunni og kemur honum af stað. Hreyfillinn
er tengdur við rafal og það er einmitt rafallinn sem framleiðir rafmagnið. Vatnið heldur síðan áfram út úr
stöðinni.
Varúð! Þessar myndir eru...
570 megavött
— DV skoðar „Edison-hraðlest” Landsvirkjunar
„Er ekki bara rétt að kalla þetta
svæði Edison-hraðlestina?” sagði ég
við Bjamleif ljósmyndara, er við ókum
framhjá Búrfellsvirkjun á leið heim,
eftir að hafa skoðað virkjanasvæði
Þjórsár og Tungnaár í fyrradag.
Svæðið er með fjórum ótrúlegum
mannvirkjum. Búrfellsvirkjun er
fremsti vagn með Sultartangastíflu,
Hrauneyjafossvirkjun og Sigöldu-
virkjun í eftirdragi. Fimmti vagninn
er að bætast við, Kvíslaveitan sem nú!
er verið að koma upp. Og það er hægt
að bæta mörgum vögnum við í lestina.
Og Edison kallaði ég hana vegna
þess að Thomas Edison, bandaríski,
sjálfmenntaði snillingurinn, fann upp
ljósaperuna. Það var þó ekki nóg,
peran þurfti rafmagn og rafmagnið
dreifilögn og dreifilögnin raforkuver.
Edison átti þátt í öllum þessum
uppfinningum.
Virkjanasvæði Þjórsár og Tungnaár'
hefur verið í uppbyggingu frá 1965.
Fyrst var lokið við Búrfellsvirkjun,
það var árið 1970. Næst kom Sigalda,
þá Hrauneyjafossvirkjun og endað var
á vagni númer 2 Sultartangastíflu, því
ótrúlega mannvirki.
Og orkumannvirkin hafa kostað sitt.
I þau eru núna komnir um 16 til 18
milljarðar íslenskra króna. Það er
mikið fé fyrir fámenna þjóð, þó gefi 750
megavött. Hægt hefur verið á fram-
kvæmdum í bili; það þarf líka að selja
allt þetta rafmagn.
„Edison-hraðlestin” framleiðir um
80% alls þess rafmagns sem Lands-
virkjun selur en stofnunin sú sér um
90% landsmanna fyrir rafmagni. Af-
gangurinn á rafmagnsframleiðslu
Landsvirkjunar kemur úr Soginu og
Laxá.
Og lestin er sannarlega samtengd.
Búrfellsvirkjun er atkvæðamest, 210
megavattastöð. Ef Búrfell dettur út,.
þá dettur landið út. Svo einfalt er það,
svo samtengdar eru dreifilínurnar.
Búrfellsvirkjun er að fullu nýtt. Um
225 af 320 rúmmetrum vatns sem
renna til hennar eru virkjaðir. Það
þýðir að hægt er að stækka virkjunina,
Myndir: Bjarnleifur
Bjarnleifsson
Sigölduvirkjun í allri sinni dýrð. Fyrir ofan er stórt lón, Sigöldulón. Það sér
virkjuninni fyrir vatni. Sigölduvirkjun ar 150 magavött. Full nýting er á
ðlagstímum en meöalafköst eru um 75 megavött.
og mun það vera góður kostur að sögn
fróðra.
Fyrir ofan Búrfell kemur Sultar-
tangastífla. Meiriháttar mannvirki.
En það er aðeins stífla, virkjunina
vantar. Hún kemur seinna, það er allt
tilbúið.
Næst er það þriðji vagninn í lestinni,
Hrauneyjafossvirkjun. Hún er fyrir
ofan Sultartangann, stöð upp á 210
megavött. Stöðina vantar meira vatn
og útkoman er því að það er ekki
nægilegt vatn fyrir hendi til að hún
gangi á fullu.
Meðalframleiösla Hrauneyjáfoss-
virkjunar er um 50% af afkastagetu. Á
álagstimum er samt „gusaö í gegnum
hana” og þá er hún fullnýtt. Hún mætir
því toppunum í notkuninni af fullu afli.
Fyrir ofan Hrauneyjafoss er það'
Sigölduvirkjun, nú fjórða i lestinnien
önnur i byggingaröðinni. Hana vantar
líka vatn, þó Sigöldulónið sé stórt.
Stöðin er 150 megavött og með áþekka
raforkuframleiðslu og Hrauneyjafoss-
virkjun.
Ur Sigöldu er farið enn ofar, í Þóris-
vatn. Þó það sé næststærsta vatn
landsins dugir það ekki fyrir Sigöldu-
lón og Hrauneyjalón. Þess vegna hafa
menn ákveðið að bæta í Þórisvatnið og
framkvæmdir eru hafnar.
Framkvæmdimar ganga út á að
stífla Kvíslaveitur, nokkrar ár. Við það
myndast stórt lón sem rennur í Þóris-
vatn — og úr Þórisvatni í Sigöldu — og
Hrauneyjalón. Þar með verður
„Edison-hraðlestin” enn
hraðskreiðari, það verður ekið á fullu
afli.
Dregið hefur verið úr fram-
kvæmdum í Kvíslaveitu. Hagvirki er
þar með fjórða áfangann. En þetta
byrjar ekki að renna fyrr en fimmti
áfanginn kemur til að sjálf Þjórsá æði
inn á svæðiö.
Það var eins gott aö Edison kveikti á
perunni forðum. Og hann sem var ekki
einu sinni barnaskólagenginn,
stundaði sjálfsnám. Svo fann hann líka
upp hljómplötuna. „Er vann ég í
Sigöldu, meyjamar...”
-JGH
DV. FÖSTUDAGUR19. JULl 1985.
Hrauneyjafossvirkjun er 210 megavött. Meðalframleiðsla er þó aðeins um
110 megavött. Það er aðeins á álagstimum sem full afköst eru. Snyrtilegt
er fyrir utan hjá Landsvirkjun, engir reykháfar, engir kolabingir, engin
mengun, þetta er jú vatnsvirkjun.
Sultartangastífla er sennflega mesta orkumannvirki á Islandi tð þessa. Við
Sultartanga er aðeins komin stifla, virkjunina vantar. Stiflugarðurinn á
myndinni er 6 1/2 kílómetri á lengd og um 12 metrar að hœð. Eöa eins og
samfelld 3ja hæða blokk frá miðbæ Reykjavikur alla leiö i Garðabæ.
Hrauneyjafossvirkjun á byggingartfma. Hrauneyjalón fyrir ofan og enn
ofar má sjá Sigölduvirkjun og Sigöldulón. Fyrir ofan Sigöldulón er Þóris-
vatn og fyrir ofan Þórisvatn eru Kvislaveitur. i framtíðinni Kvislaveitulón.
Árni Benediktsson, stöðvarstjóri í Búrfeilsvirkjun, stendur inni f „vira- og
mastravirki" Hrauneyjafossvirkjunar. i hverju hylki eru 220 þúsund volt en
það er þúsund stnnum meira en f heimahúsum. Með þvf aö hafa spetmi-
stöðina svona innanhúss er verið að loka fyrir truflanir af völdum veðurs.
Innanhússtöð er um 10% ódýrari en hefðbundin spennistöð utanhúss.