Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Blaðsíða 28
40 DV. FÖSTUDAGUR19. JÚLl 1985. Einarbjörg Böflvarsdóttirlést 12. júlí sl. Hún var fædd 23. október 1903. Hún var gift Gísla Jónssyni listmálara, en hann lést fyrir allmörgum árum. Þau hjónin eignuðust átta börn, sex komust á legg, en tvo drengi misstu þau unga. Utför Einarbjargar verður gerð frá Fossvogskapellu í dag kl. 13.30. Hulda Pétursdóttir lést 13. júlí sl. Hún var fædd á Hellissandi 8. júlí 1914. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Magnússon og Ingveldur Sigurðar- dóttir. Hulda gekk í hjónaband árið 1933 með Guðbrandi Magnússyni, en hann lést árið 1972. Þau hjónin eignuð- ust þrjú böm. Utför Huldu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag kl. 14. Bragi Runólfsson húsasmíöameist-- ari, Miðhúsum, Hvolhreppi, lést 13. júlí sl. Hann fæddist í Reykjavík 28. júní 1934. Foreldrar hans voru hjónin Lilja Sigurðardóttir og Runólfur Eiríksson. Ungur að árum missti hann móður sína og fluttist þá að Berghyl í Hruna- mannahreppi og ólst þar upp hjá föður- systkinum sínum. Hann lauk námi í húsasmíði árið 1961. Arið 1957 giftist hann Ragnhildi G. Lárusdóttur og varð þeim 4 barna auðið. Utför Braga verður gerð frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 20. júlí kl. 14.00. Ssaunn Sigurflardóttir, Fálkagötu 1, lést í Landspítalanum 9. júlí. Jarðar- förin hefur farið fram. Margrót Einarsdóttir, Hjallalandi 24, andaðist í Borgarspítalanum 18. júlí. Sigríður Ásta Ásbjörnsdóttir, Vesturhúsi, Höfnum, verður jarösungin frá Kirkjuvogskirkju í Höfnum laugardaginn 20. júlí kl. 14. Jóna Halldóra Jónsdóttir verður jarösungin frá Breiðavíkurkirkju laug- ardaginn 20. júli kl. 14. í gærkvöldi í gærkvöldi HINN UÚFASTIÞÁTTUR Þaö þarf enginn sem á annað borö ætlar að hanga heima á fimmtudags- kvöldi að láta sér leiöast. Utvarpið sér fyrir því. Af nógu er að taka á þessum ágætu kvöldum. Yfirleitt eru þeir dagskrárliðir sem í boði eru til- valdir sem undirspil undir spjall, til- tektir í draslskúffum, prjónaskap, saumaskap og yfirleitt alla starf- semi sem ekki þarfnast mikillar ein- beitingar eða hugsunar. Það er fátt notalegra en að sitja heima og dunda við eitthvað slíkt á björtum sumarkvöldum og hlusta á hina ljúfu þætti. Það var einmitt þannig sem ég hafði það í gærkvöldi. Reyndar var það ekki fyrr en líða tók á kvöldið að mér gafst tími til þessara ágætu iðkana. Fyrst hlustaöi ég á Brot og var þaö þægileg hlustun þar sem ljúfri tónlist og enn ljúfari ljóöum var blandað saman ásamt þægilegu fræðandi spjall inn á milli. Þetta var hinn ljúfasti þáttur í alla staði. Síðan hlustaði ég á þáttinn Kvöld- sýn sem er svona rabbþáttur og fannst mér hann ágætur. Þar voru tveir leiösögumenn yfirheyrðir um hin og þessi ævintýri sem slíkir menn lenda í, og voru þeir jafnvel fyndnir á köflum, eða það fannst þeim sjálfum, heyrðist mér. Síðan vil ég koma því að í lokin að mér finnst rás 2 orðinn einum of fast- skorðuð og þættirnir allir vera mjög keimlíkir. Flestir eiga þeir það sameiginlegt að mikið er um tónlist af léttara taginu, aðeins minna er af kjaftagangi, sem oftar en ekki f jallar um ekki neitt, og svo er það síminn sem fær drjúgan þátt í of mörgum þáttum. Það virðist vera mikið sport að spjalla í hann í beinni útsendingu. Svo finnst mér óþarfi að hafa alla þætti í klukkutíma. Styttri þættir gætu verið betri, held ég, því oft finnst mér að stjómendur þáttanna séu að reyna að teygja lopann meö því að blaöra til þess að þátturinn þeirra nái klukkutíma. Guflrún Hjartardóttir. Tilkynningar Geysisgos Ferðamálaráð Islands mun standa fyrir gosi í Geysi í Haukadal laugar- daginn 20. júli kl. 15.00. Ferðamálaráð Islands. Tony Fitzgerald á samkom- um í Háteigskirkju Trú og lif heldur samkomur í Háteigs- kirkju dagana 19.—22. júlí. Ræðu- maður, öll kvöldin, er góðkunningi margra Islendinga, Tony Fitzgerald frá Englandi. Andlegt hungur virðist nú vera að skapast innra með mörgum og fleiri og fleiri leita eftir því sem getur satt þetta hungur. Því miður er það svo að jafnvel í landi sem kallast kristið þá leita menn í einhverja allt aðra átt en til Krists. Ymsar kennisetningar og boðskapur annarra trúarbragöa á vel upp á pall- borðið hjá Islendingum. En því að leita langt yfir skammt? Kristur kom, sá og sigraði, hann hefur svar og lausn sem virkar fyrir okkar líf. Á samkomunum í Háteigskirkju veröur leitast við að miöla þessu svari sem Kristur er. Mikið verður um söng á samkomunum, Tony Fitzgerald predikar Guösorð og biður fyrir fólki. Samkomurnar byrja kl. 20.30 öll kvöldin og að sjálfsögðu eru allir velkomnir. Fjalla- og skíðaskólinn Fimmvörðuhálsi Helgarferöir meö gistingu á Hótel Gddu, Skógum. Alhliða námskeiö í skíða- og fjalla- mennsku. Skíöaferöir um Fimmvörðuháls og Eyjafjallajökul. Leiösögn: Halldór Matthíasson og Hermann Valsson. Brottför föstudaginn 19. júli kl. 20. Ekið að Skógum þar sem gist er á Hótel Eddu. Allar nánari uppiýsingar og skráning hjá Ferðaskrifstofu ríkisins, Skógarhiíð 6, s. 25855. Ólafsvökuferð Nokkur laus pláss með Smyrli 25. júlí. Rúta: Reykjavflt — Seyðisfjörður. Færeyskur farar- stjóri. Upplýsingar i s. 83766 og 17935 milli kl. 19 og 20. Gisting: íbúð miðsvæðis í Þórshöfn. Útivistarferðir Verslunarmannahelgin 2.-5. ágúst. 1. Homstrandir — Homvík. Tjaldað í Hom- vík. 2. Núpsstaðarskógar — Súlutindar o.fl. Tjald- aö við skógana. Fallegt svæði vestan Skeiðar- árjökuls. 3. Kjölur — KerlingarfjöU. Gist í húsi. Gengið á SnækoU o.fl. Hægt aö fara á skíði. 4. Eldgjá — Landmannalaugar. Gist í góðu húsi sunnan Eldgjár. Hringferð um Land- mannaleið. 5. DaUr — Breiðafjarðareyjar. Gist í húsi. 6. Þórsmörk. Brottför föstud. kl. 20.00. Ennfremur daglegar ferðir alla helgina. Brottför kl. 8.00 að morgni. Frábær gistiaöstaða í Utivistarskálanum Básum. Uppl. og farmiðar á skrifstofunni, Lækjar- götu 6a, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. Menning Menning Menning Menning MIKIÐ EIGA MENNIRNIR BÁGT Stúdentaloikhúsið. Draumleikur oftir Ágúst Strindberg. Þýöandi: Sigurður Grimsson. Leikstjóri: Kéri Halldór Þórisson. Tónlist: Ámi Haröarson. Lýsing: Ágúst Pótursson. Leikmynd og búningar: Ýmsir. Stúdentaleikhúsið, sem í eina tíð var dekurbarn gagnrýnenda blað- anna, hefur síðustu dagana fengið óbliöar viðtökur hjá tveim bók- menntagagnrýnendum, sú dirfsku- fulla tilraun að frumflytja á íslensku sviði eitt magnaðasta og flóknasta leikverk norrænna bókmennta, Draumleikinn sjálfan, vekur hjá orð- vöru fólki afdráttarlausa skoðun — aldrei þessu vant. Engan skyldi undra þótt tiltæki Stúdentaleikhússins mistakist í stóru og smáu. Það á að vera fastagestum leiksýninga á miðjum.aldri mætavel kunnugt að viðvaningar geta ekki miðlað nema afar takmörkuöu og bjöguöu sviði í tjáningu. Það eru engin ný tíðindi. Meðal annars fyrir þá sök hefur undirritaður forðast skrif um áhugamannasýningar. Lof og last um slíka starfsemi setur hana ósjálfrátt á stail með leiklist atvinnu- manna. En þessi sýning á fyrir nokkrar sakir skilið að fá umsögn. Fyrst ber að nefna frumflutning leiksins — við erum svo aum í kynn- ingu heimsbókmennta leiklistarinn- ar að Draumleikurinn hefur ekki verið fluttur hér fyrr. Strindberg hef- ur um langa hríð verið sorglega van- ræktur af þeim stofnunum sem eiga að sinna lagalegum skyldum um leiksýningar. Það er einna helst Ríkisútvarpiö sem hefur kynnt þenn- an mæta höfund. Vanræksla af þessu tagi á sér ugglaust sínar orsakir — eina vil ég nefna: hugleysi. Og það verða forráðamenn Stúdentaleik- hússins ekki ásakaöir fyrir. Draumur Leikurinn er, eins og nafnið ber með sér, ígildi draums, hann hefur á sér mörg einkenni draumfara eins og við þekkjum sjálf frá svefnrofum okkar. Eftir að við höfum áttað okk- ur á helstu þáttum draums getum við oft fylgt þeirri breytilegu og furöu- legu atburðarás sem hugurinn leiðir okkur í. I Draumleik koma margar persónur við sögu, þar breytir oft um svið, rof eru í tíma og stokkið fram og aftur. Þessar forsendur í form- gerð leiksins gera hann við fyrstu sýn einkar flókinn, en við náin kynni verður fléttan sáraeinföld og skiljan- leg, ljós eins og spá í bolla eða kafli úr draumaráðningabókinni. En mikið veltur því á við framsetn- ingu Draumleiksins að hún sé klár, hvort sem umsjónarmenn leiksins fylgja flóknum sviðslýsingum skáldsins, sem í áratugi reyndu á nýjustu leikhústækni hvers tíma, eða kasti burt böndum hefðarinnar og stokki spilin uppá nýtt, eins og Kárí leikstjóri segist gera í leikskrá. Stokkurinn er alltaf sá sami. Kári hefur stytt leikinn, eins og flestir Leiklist Páll B. Baldvinsson gera, sumar styttingar hans orka tvímælis, á öðrum stöðum hefði hann mátt skera betur, til dæmis í rimmu deildarforsetanna. En sárasti skurðurinn er í umgerð leiksins, ekki síst sökum þess að leikendur eru þess ekki umkomnir að skapa með túlkun sinni þá umgerð sem leikur- inn þarfnast. Húsið Salurinn í Félagsstofnun hefur um nokkurn tíma verið eitt afdrep minni leikhópa í Reykjavík. Þetta er vandræðahúsnæði með vondum hljómi og bágri aöstöðu, salinn er ekki einu sinni hægt að myrkva full- komlega. Að þessu sinni er leikrýmið á palli fyrir öðrum enda salarins og nær nokkuö fram í áhorfendasvæðiö. Leiksviðiö er tjaldað rauöu, með brú í bakvegg. Sviðsrýmið nýtist ekki nema miölungi vel og sökum þess að engin aðstaða er í þessari leikmynd aö gera áhorfandanum ljósar sviðs- breytingar vaknar sú spuming hvaða rök hafa ráðið úrslitum um byggingu hennar. Greina má rök- réttar innkomur út frá leiknum, jafn- vel þegar tjöldin eru felld af grófri timburgrind er fylgt hugsun skálds- ins. En það er ekki nóg. Búningar eru samtiningur og fara nærri því að gefa til kynna stöðu persónanna. Mest er um vert að þeir sem í fötin fara fylli út í þær. Leikendur Það er ekki heiglum hent að gera persónum Draumleiks verðug skil — til þess þarf ekki aðeins styrka og frjóa stjóm heldur líka þrautþjálf- aða og gáfaöa listamenn. Enginn getur ætlast til þess af ungum þátt- takendum þessarar sýningar aö þeir valdi hlutverkum sínum. Fram- ganga þeirra er vissulega misjöfn frá atriði til atriðis, setningu til setningar. Fjarri er að þeir ráði við að gæða þessi rofnu atriöi djúpri merkingu, þjáningu og trega, sem búa nánast í hverri setningu þessa texta. En þau geta unað við það eitt að þeim tókst að koma leiknum á svið og gefa þannig fáum og flestum trúi ég velviljuðum áhorfendum þannig tækifæri til að sjá þetta leik- rit. Flest eru þau skýrmælt og laus við fum í framgöngu á sviðinu. Mest mæðir á Hörpu Arnardóttur í tví- þættu hlutverki Agnesar og dóttur Indra. Hún hefur, eins og margir aðrir í hópnum, þokka í hlutverk sitt, einlægni og ákefð sem fleytir henni í átt að markinu þannig að það verður í sjónmáli áhorfandans, en birtist samt ekki holdi klætt á sviðinu. Hefðir Leikstjóm Kára eru vissulega tak- mörk sett, tæki hans til að búa sýningunni réttan farveg eru bág, duga ekki til verksins. Honum er umhugaö að kasta svokölluðum hefð- um í sögu þessa leiks á sviðinu fyrir róða, þó nokkrar þeirra fylgi með: hárgreiðsla á Skáldinu er sótt beint til Agústs, oröaskiptum Indra viö dóttur sína í upphafi er sleppt, eins lokaorðum skáldsins, hvort tveggja eru hefðir í sýningum Draumleiks frá Molander til Bergmans. Vitaskuld er vandaverk að koma á skömmum tíma og í íhlaupum saman skaplegri leiksýningu áhuga- manna — Kári má samt vel una við sitt verk, það margt í sviðsetníngu hans skilar hugsun og tilgangi leiks- ins. Tónlist Arna Harðarsonar féll mér miður í geð, hún er ósamstæð, bæöi áhrifshljóð og svo stef, sitt í hvorum stílnum og hefði mátt skapa sýning- unni mun skýrari ramma í þeirri deild. Stúdentaleikhúsið á að ráöast í erfið verkefni, hafi það á annaö borð efni á slíkum lúxus. Mér er þó i mun að brýna fyrir forráðamönnum þeirrar starfsemi að þeir sinni þá frekar nýsköpun ungra íslenskra höfunda sem ég trúi að þeir eigi betri aðgang að en flestir aðrir. Þannig getur leikhúsið orðið sú gróörarstöð leiklistar sem okkur sárlega vantar. Harpa Arnardóttir i hlutverki sínu í Draumleik. Mynd ívar Brynjólfsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.