Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.1985, Qupperneq 32
44 DV. FÖSTUDAGUR19. JULI1985. Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Glenn Ásgrimur og Sveinn smiður sem sér um allt viðhald og viðgerðir á verkfœrum Vinnuskólans i Kópa- vogj. DV-myndir S Harpa að gera það sem henni finnst skemmtilegast i Vinnuskólanum, nefnilega mála. „Agætt aö vera í vinnu- skólanum þó kaupiö mætti vera betra” sögðu unglingarnir íKópavogi „Sjáöu, éggerði þetta,” sagöi Gunn- ar Guðnason galvaskur og benti blaða- manni á málaða mynd af Hliðargarði, en svo dró hann það til baka og sagði að flokksstjórinn, hún Kristin, hefíá gert þetta. Gunnar og flokkurinn sem hann er í var einmitt að undirbúa Hlíðar- garðshátíðina sem var haldin á föstu- daginn. Hann getur þó ekki tekið þátt í hátiðahöldunum vegna þess að um helgina áttu þau að fara austur fyrir fjall og vinna á bóndabæ. „Ofsa stuð sagði Gunnar. „Annars erum við í hinu og þessu, mest í garövinnu ýmiss konar. Mér líkar vel hérna þó aö kaupið sé ekkert spes. ” Þá kom vinur hans Ævar aövífandi og vildi lika fá að komast aö, hann var sammála Gunnari um aö í vinnuskólanum væri ágætt að vera þó kaupiö mætti vera betra. „Það er ekk- ert mál að fara í sveit, bara fint finnst mér, kannski skellum við okkur á sveitabali,” sagði Ævar kotroskinn. — Fer ekki flokksstjórinn með? „Jú, hún fer með, en við reddum því,” bætti Ævar við. Stelpurnar í flokknum voru heldur rólegri og héldu áfram við vinnu sína, en þær voru að mála á skilti fyrir hátíðina. Þær heita Hanna og Harpa og sögðu að þeim likaði æðis- lega vel í vinnuskólanum. Þetta væri ágæt vinna þegar veðrið væri gott. Þær voru sammála um að skemmtilegast væri að mála og var ekki annað að sjá þeim færist það vel úr hendi. Kristín Guömundsdóttir er flokks- stjóri yfir þessum flokki sem hefur greinilega fengið ýmis spennandi verk- efiii í sumar. „Fyrst vorum við í ýmiss konar garðvinnu en síðan fórum við i útselda vinnu og gekk það ágætlega,” sagði Kristín. En hún átti heiðurinn af listaverkinu sem Gunnar benti blaða- manni á til að láta vita af sér. SJ „ Verst aö hafa ekki skúr” — sögðu strákarnir í grasagarðinum í Laugardal Þaö var líf og f jör í grasagarðinum í Laugardal þegar DV mætti á stað- inn til að leita uppi flokk frá Vinnu- skólanum í Reykjavík sem sér um viöhald og fleira í garðinum. Strákarnir voru hinir hressustu enda var veðrið að batna og þeir notuöu tækifærið og fóru í smávatnsslag eins og það er kallaö þegar mcnn skvetta vatni á vini sína. En hvar var flokksstjórinn? Jú, hann er þama hinum megin, var svarið. Við fylgdum vísbendingum strákanna og tókum Magnúsi Sæmundsson flokksstjóra tali þar sem hann var að leggja síðustu hönd á stétt sem strákarnir voru að leggja fyrir garðhús í garðinum. Fyrsta spurningin var hvemig flokknum líkaði að vinna í garðinum? „Jú, bara vel, nema okkur vantar tilfinnanlega betri að- stööu til aö borða nestiö. I flokknum eru núna 12 strákar og höfum við af- kastað heilmiklu þó ég segi sjálfur frá,” sagði Magnús. Við höfum verið mest í því að leggja stéttir og búa til og laga göngustiga. Þaö er yfirmað- ur garðsins, Sigurður Albertsson, sem segir til um verkefni sem við framkvæmum síöan eftir bestu getu. Núna erum við að klára þessa stétt og aö hreinsa til í íslenska blóma- reitnum,” sagði Magnús. Við fórum þangaö, en þar voru tveir strákar önnum kafnir við að hreinsa steina og laga til í litlum tjömum sem eru í steinabeðinu. Strákarnir heita Þorvaldur Ingi- mundarson og Vilhjálmur Þ. Þóris- son og voru þeir samála um að það væri ágætt að vera í vinnuskólanum og þá sérstaklega þegar veðrið væri gott. „I rigningu er þetta leiðinleg vinna,” sagöi Þorvaldur. Hann var frekar óhress með kaupið en virtist samt líka vel við steinaþvottinn. Nú kallaði Magnús flokksstjóri strákana í kaffi og þeir hurfu skyndilega á braut. Á meðan á þessu spjalli stóð í steinabeðinu hafði ýmislegt gerst á nýju stéttinni. Gusuganginum með vatnið var ekki alveg lokið og Magnús hafði tekið til sinna ráöa og missti slönguna óvart að hans sögn í áttina til strákanna. Enginn er verri þó hann vökni, segir gamalt máltæki og það var ekki aö sjá að strákunum í grasagarðinum væri illa við að fá smávætu frá yfirmanni sínum. Kaffitíminn í vinnuskólanum er fimmtán mínútur og þeir nýttu hann vel, strákamir, hámuðu í sig nestið og létu móðan mása um Magnús flokksstjóra, kaupið og vinnuna. Þeir sögöu Magnús finan, kaupiö of lágt en vinnuna ágæta, verst væri að hafa ekki skúr. Þessu er hér með komiö á framfæri svo aö kannski fá þeir skúr fyrir næsta sumar, en núna fá þeir inni hjá starfsfólki í grasgarðinum sem sér um beðin og plöntumar í garðinum. Sigurður Albertsson, umsjónar- maður garösins, sagði að þessi hressi hópur væri mjög samstilltur og góður hópur sem ynni jafnvel og fullorðnir menn. Við skulum vona að þeir standi undir þessu hrósi Sigurð- ar það sem eftir er sumars og er eng- in ástæða til að ætla annað en að þeir geri það. SJ Hressir strákar í garðinum i Laugardal á nýju stóttinni sem þeir voru að klára þegar DV bar að garði. Sólin skein og það veitti vist ekki af að bleyta aðeins í strákunum, þeir voru svo sveittir eftir allt puðið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.