Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR1. ÁGUST1985. Arnar Jensson, fulltrúi hjá fíkniefnalögreglunni: „LSD er alhættuleg- asta lyfiö í umferö” „Viö byrjuöum aö veröa varir viö sýruna aftur á síöasta ári,” sagöi Arnar Jensson, fulltrúi hjá fíkniefna- lögreglunni, í samtali viö DV. ,,Þá hafði hún ekkisést hérna í tíu ár. Þaö kom upp nokkuð stórt mál hjá okkur í desember þar sem lagt var hald á 700—800 skammta af LSD. Á einu ári erum viö búnir að upplýsa innflutn- ing á nálægt 4000 skömmtum en þar ermeðtaliðþetta stóra mál.” Arnar sagöi aö af þeim fjórum, sem væru í gæslu vegna LSD smyglsins heföu mennirnir tveir oft áöur komið við sögu hjá fíkniefnalög- reglunni. Þeir væru báðir fíkniefna- neytendur. Hafa báöir unniö eitthvað en einnig lifaö af því aö selja fíknilyf. Reyndar værí hér um aö ræöa tvö aðskilin mál. Þetta væri ekki hringur eöa neitt sh'kt. Systumar sem væru í haldi tengdust ekki LSD máhnu. Hluti af hópnum þekktist hins vegar. Yfirheyrslur standa nú yfir vegna þessa máls. „Viö erum nú aö leita skýringa á því hvert afgangurinn af efninu hefur farið,” sagði Amar. — Er þaö möguleiki að eitthvaö af efninu Uggi ennþá í bréfum ofan á póstkössum? „Þaö er aldrei aö vita og vert aö brýna fyrir fólki aö hafa augun hjá sér hvaö varðar óskilabréf.” — Hvers konar eftirUt er haft meö pósti semkemur til landsms? „Þaö hefur orðið sú breytmg til batnaöar að aUur póstur sem kemur frá útlöndum fer á nýja pósthúsiö í Armúla. Þar starfar hópur toUvaröa sem fylgist meö sendingum aö utan. ÞeU- hafa yfir að ráöa fullkomnum tækjabúnaði, s.s. röntgentækjum þar sem hægt er að sjá inn í bréfin. Þessir menn hafa staðiö sig gríöar- lega vel og oft fundið eiturlyf í pósti. LSD er alhættulegasta eiturlyfiö sem hér er í umferð. Nú er komin ný kynslóö af fólki sem ekki hefur kynnstþessulyfiogþekkire.t.v. ekki hversu alvarlegar afleiðUigamar eru. MennU-nir sem tengjast þessum málum og em aö selja efniö eru hins vegar af gamla skólanum,” sagöi Amar. -EH. „Það or komirt ný kynslóð fólks sem þekkir ekki afleiðingar LSD," segir Arnar Jensson. DV-mynd S Litlu rósirnar á spjaldinu afmarka einn skammt af sýru. DV-mynd S. Hið stórhættulega ofskynjunarlyf LSD: Að „droppa sýru” til að fara á „tripp” — litlar rósir á pappaspjaldi geta valdið helvíti Þaö er kaUað aö „droppa sýru” þegar menn fá sér skammt af of- skynjunarlyfinu LSD. Sýran var mikið í tísku á hippatímabhinu og em þaö margir sem hlutu varan- legan heUaskaða af því að neyta efnisins í þá daga. LSD hefur veriö nánast óþekkt fyrirbæri hér í tíu ár. Fyrir rúmu ári fór aö bera aftur á sýmnni og um helgina tókst aö koma upp um umfangsmesta LSD smygl hérlendis þar sem tveir menn hafa játaö aö hafa sent bréfleiöis til lands- rns 3300 skammta af sým. Auðvelt er að smygla LSD. Efniö er bæði lyktarlaust og Utlaust og fer Utið fyrir því. Því er komið fyrir á pappaspjöldum og sýgur pappinn í sig ofskynjunarlyfiö eins og þerri- pappír. Síöan þomar þaö í pappanum. Á efra borði pappans eru oft Utlir rósóttir ferhyrningar sem afmarka hvem skammt. Þetta er síðan klippt niður og gleypt. Það er misjafnt hvað menn þurfa aö taka mikið tU þess að fara á „tripp”. Er talað um að vera á „góöu trippi” eöa „slæmu trippi” eftir því hvemig áhrifin veröa. Gott tripp getur magnaö ánægju og veUíðan en vondu trippi fylgir gríðarleg hræðslutilfinn- ing og óhugnaöur. Víman varú- í um 6 tíma og fylgja henni ofskynjanir, menn sjá ímyndaða hluti. Mörg dæmi em tU um aö menn skaöi sjálfa sig og aðra á trippi enda eru menn oft ekki sjálfráðir geröa sinna. Sýran getur valdið heUaskaöa. Þá getur oröiö svokaUað „flashback” þegar fyrrverandi notendur upplifa fyrirvaralaust sömu áhrif og uröu þegar þeir notuöu lyfiö fy rir mörgum ámm. Aö sögn fUíniefnalögreglunnar virðist þaö efni sem hér hefur fundist upp á síðkastið vera heldur vægara en gamla sýran. Sýran er kemiskt efni og er fram- leitt í ólöglegum verksmiðjum, IDdega í Vestur-Evrópu og er Þýska- land m.a. nefnt í því sambandi. Flest eiturlyf sem finnast hér á landi eru keypt í HoUandi og svo var einnig um það LSD sem fannst um helgina. Ofskynjunarlyfiö LSD, sem annars heitir lýsergíö, var fundið upp af svissneskum vísindamönnum árið 1938. Var lyfiö notað í læknisfræöi- legum tilgangi á ámnum miUi 1950 og 1960 en síöan var því snarlega hætt þegar í ljós kom hve lyfið var hættulegt. LSD er mjög ódýrt í innkaupi erlendis. Komiö á svartan markað á Islandi kostar skammturinn 600 krónur. Heildarverömæti þess magns sem komið hefur fram í þessu máli er því tæplega þrjár mUljónirkróna. -EH. „Hvalveiðisamningi og vísindaáætlun ber ekki saman” — segja f riðunarsinnar i Bandaríkjunum Öskar Magnússon, D V, Washington: „Okkur þykir undarlegt aö samn- ingnum, sem íslensk stjórnvöld gerðu viö Hval hf., ber ekki saman við þær áætlanir sem lagöar voru fyrir alþjóöahvalveiöiráöið,” sagöi Craig van Note, forsvarsmaöur friðunarsamtakanna Monitor, í samtali viö DV. Vrn Note sagði aö í samningnum viö Hval hf. væri kveðið á um veiðar á 10 steypi- reyðum og 10 hnúfubökum á ári. „I áætlununum, sem lagöar hafa verið fram af Islands hálfu, er hins vegar ekki talað svo ákveöiö um þessar veiðar. Þar er aöeins talaö um hugsanlegar veiöar sem færu eftir því hvernig ástand stofnsins verður þegar á líður. Samningum viö Hval hf. og áætlunum, sem lagöar hafa veriö fram opinberlega, ber því ekki saman,” sagöi van Note. Tuttugu friöunarsamtök hafa farið fram á að ofangreindum samningi viö Hval hf. verði rift fyrir 1. sept- ember. Samkvæmt áskorun samtakanna er heimilt í samn- ingnum aö segja honum upp fyrir þann tima. Craig van Note benti einnig á þaö í samtali við DV að þaö væri skoöun friöunarmanna aö Halldór Ásgrímsson heföi farið meö rangt mál í DV 20. júlí sl. „Vísindaveiðar Islendinga voru aldrei staöfestar eöa á þær fallist á neinn hátt í atkvæöa- greiöslu eins og ráöherrann heldur fram,” sagði Van Note. Hann sagöi aö þaö eina sem formlega hefði farið frá vísindanefnd hvalveiöiráösins hefði verið ályktun. „I þeirri ályktun er sérstaklega varaö við veiðum í vísindaskyni,” sagöi van Note. APH Voru hvalveiðarnar ekkí staðfestar f Bournemouth? „Hann fer meö rangt mál” — segir sjavarútvegsráðherra „Hann fer meö rangt mál. Þaö eina sem ég get bent honum á er að lesa samþykktir alþjóöahvalveiöí- ráösins. Bæði stofnsamninginn og aðrar samþykktir. Það er það sem gildir í þessum efiium,” segir Hall- dór Asgrímsson sjávarútvegsráö- herra um þær fuUyrðingar friöunar- manna aö hvalveiðar Islendinga í vísindaskyni hafi ekki hlotið stað- festingu á ráöstefnu hvalveiðiráðs- ins. „Alþjóöahvalveiöiráöið viöurkenn- ir þessar veiöar en kemur fram meö ákveönar viövaranir varöandi þær. Ef þaö er ekki staðfesting sem þar kemur fram þá veit ég ekki hvaö er staðfesting,” segir ráöherrann. APH Friðunarmenn með gamalt vinnuplagg: „Nota þetta baraí áróðursskyni” — segir deildarst jóri í sjávarútvegsráðuneytinu „Það sem Craig van Note er aö segja þama er algjörlega rangt,” segir HaUdór Asgrímsson sjávarút- vegsráöherra um þau ummæli van Note að samningur sá sem gerður hefur veriö viö Hval hf. sé ekki í sam- ræmi viö þá vísindaáætlun sem lögö var f yrir alþjóðahvalveiðiráðið. „Aðalatriðið er aö við höfum samiö um þaö við Hval hf. aö veiddar veröi 80 langreyðar og 40 sandreyðar og þaö hefur aldrei verið oröaö við Hval hf. að gera neitt annaö,” segir HaU- dór. Halldór sagöi að þegar hann hefði veriö í Bandaríkjunum heföi hann af- hent van Note og friðunarmönnum þar samninginn sem geröur hefði verið við Hval hf. og rannsóknaáætl- unina og í þeim pappírum stæöi ekk- ert um að veiða ætti 10 steypireyðar og 10 hnúfubaka. „Hann spurði mig reyndar sérstaklega um þessar teg- undir og ég svaraöi honum þá greini- lega hver ætlun okkar væri í þeim efnum.” En samt sem áöur hefur van Note plagg undir höndum þar sem rætt er um að veiddar skuli 10 steypireyöar og 10 hnúfubakar. Skýringin á því kom þegar DV haföi samband við Kjartan JúUusson, deildarstjóra í sjávarútvegsráöuneytinu. Hann seg- ir aö þegar friðunarmenn fréttu um aö þessar veiöar Islendinga í vís- indaskyni stæöu tU hefðu þeir lagt of- uricapp strax á að fá uppiýsingar um þær. Það heföi þeim tekist á því stigi þegar áætlunin var í smíöum og var aðeins vinnuplagg. I þeim frumdrög- um var hugleiddur sá möguleiki að veiða þessar tegundir og nefndar þessar tölur. „Síðan varð það aldrei aö veru- leika. Þessir menn láta hins vegar aldrei stjórnast af skynseminni held- ur nota þeir þaö sem þeir halda að hafi mesta áróðursgUdiö fyrir þá. Þeir nota þetta sem sagt í áróðurs- skyni og þyrla upp moldviðri,” sagöi Kjartan Júlíusson. aph

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.