Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 9
DV. FIMMTUDAGUR1. AGUST1985. 9 Skyldi hann vera slœgður, þessi? SLÆGIÐ LAX OG SILUNG STRAX Ekki er víst aö neytendur hafi áttaö sig á að eingöngu er heimilt að bjóöa til sölu lax og silung, sem hefur verið slægður, og tálkn og nýru (blóðrönd) fjarlægð úr, á svæði heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæöis (Reykjavík og Seltjarnarnes). Þess vegna ákváðum við hér á neyt- endasíðunni aö benda fólki á þessar breytingar í sölu á laxi og sQungi, og benda því á hvers vegna á að leyfa eingöngu sölu á slægðum laxi og silungi. Þessi breyting er gerð með það í huga að vernda eins og kostur er gæði fisksins, og um leið að stuðla að því að neytendur geti fengið eins góðan fisk og hægt er. Skemmdir: Allur fiskur geymist betur ef hann er slægður strax. Ástæðurnarerutvennskonar: Þegar fiskurinn er slægður eru bæði bakteriur og ensím (hvatar) fjarlægö meö innyflumhans. Bakteriurnar (örverumar) komast inn um tálknin og dreifast þaðan meö blóðrásinni út um líkama fisksins. Þessar örverur mynda efni sem síast út í hold hans og valda skemmdum á því. Ensímin brjóta niður fæðuna sem er í meltingarfærum fisksins. Niðurbrots- efnin síast síðan út í holdið og mynda ólykt og óbragð af fiskinum. Einn þáttur enn eyðileggur fiskinn og er þaö þránun. Laxinn er mjög feitur fiskur og því mjög viðkvæmur fyrir þránun. Þránunin takmarkar mjög geymslu- þol lax, og gera má ráð fyrir því að eftir 3 mánuöi í frysti sé farið að bera á þráabragði. Kæling og frysting Til þess að koma í veg fyrir ótíma- bærar skemmdir af völdum örvera, hvata eða þránunar er nauðsynlegt að kæla fiskinn strax eftir að hann hefur verið slægður. Besta kælingin er við 0°C til 1°C. Þessi kæling hægir bæði á örveruvirkni og þránun. Auðvitað er best að frysta fiskinn strax, vegna þess - MATUR OG HOLLUSTA- Gunnar Kristinsson matvælafræðingur skrifar að þá stöðvast algerlega eða því sem næst öll örveruvirkni, um leið og það dregur úr þránun. Eitt atriði er nauðsynlegt að benda á: við slægingu dreifast innyflaörverur um hold fisksins, og því er nauösynlegt að þvo hann vandlega strax á eftir. Ætti þá fiskurinn að vera þokkalega hreinn af örverum. Geymsla í verslunum Sú aöstaða, sem fyrir hendi er í verslunum, er æði misjöfn eins og gengur. Kjöt- og fiskborðin eiga ekki að vera með hærra hitastig en 4°C. En til þess að ná heppilegu kælihitastigi í borðinu verður helst að vera aðstaða til þess að setja fiskinn í ís eins og gert er á meðfylgjandi mynd, sem tekin var í Víði í Mjóddinni. Á þennan hátt má gera ráð fyrir því að hitastig fisksins sé ekki meira en um 0°C. Lokaorð: Með auknum kröfum um betri gæði þeirrar matvöru sem almenningur er að kaupa sér hlýtur sú krafa hvers neytanda að vera sjálfsögð að gæöi lax og silungs séu eins góö og kostur er á. Þess vegna á neytandinn fulla kröfu á því að laxinn eða silungurinn sé meðhöndlaður á þann hátt sem best tryggir gæðihans. Neytendur Neytendur HelqartilUod UIS -hússins. Föstudaginn 2. ágúst kl. 9—21 1 Nautahringir, ) 597 kr. kg. ð j 1 í J [ « \ 4 Lambageiri, 1 583 kr. kg. j ______ > f J í 1 1 Nautasnitsel, 498 kr. kg. i 1 J Á grillið: NVar'tneruð svínat”' 280 N\aríneruð \arnbarn > 65kr.k9- L 1 Hamborgarar með brauði, aðeins kr. 24,50. f - - 1 f , r * ” * ] Ávaxtafylltir svínakambar, 417 kr. kg. Vs ^ Kryddlegið lambalæri, 382 kr. kg. v '“''V. _/■ ÍTún,- i >^talskt sala^. 155 kr. kg.^f /A A A A. A A *• * 6r,"t° erðavörur JD í Jón Loftsson hf. 1 Hringbraut 121 Sími 10600 : q s'zi eiuoiSIj^jX : - c lj -uaoQtóa uunuuuuuillllllk TIL AÐ TRYGGJA ÖRYGGI FARÞEGA Í BÍLNUM • 3 punkta rúllubelti fyrir fram- og aftursæti, einnig belti án rúllu fyrir aftursæti. • 4 punkta barnabelti — 2 gerðir. • Barnastólar — 3 gerðir. • Burðarrúmsfestingar — 2gerðir. • Upphækkunarsetur fyrir börn — 2 gerðir • 4 punkta rallbelti fyrir keppnisbíla. Sendum í ALLT Leiðbeinum og aðstoðum við isetningu ef1 óskað er. Siðumú/a 17, Simi 37140 Reykjavik, V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.