Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.1985, Blaðsíða 28
28 o DV. FIMMTUDAGUR1. ÁGUST1985. HÖGG EYFAR| í , hárfrghf.| • Skeifunni 5a — Sími 8*47*88: FYRIR VERSLUNARMANIMAHELGINA GJALLARHORN Einnig eru komnar bongótrommur, trommusett, gítarar o.fl. Sendum um land allt. HLJÚÐFÆRAVERSLUN POUL BERNBURG Rauðarárstíg 16 - sími 20111 Seljum í dag Saab 900 GLE ár< 1983, 4ra dyra, blágrár, sjálf- skiptur, vökvastýri, topplúga, litað gler, sportfelgur og fleira. Skipti möguleg á ódýr- Saab 99 GL árg. 1982, 2ja dyra, rauður, bein- skiptur, 4ra gíra, ekinn 84 þús. km, gott verð. Saab 900 GLE árg. 1980, 5 dyra, Ijósgrænn, sjálfsk. + vökvastýri, ekinn 80 þús. km, góð kjör. Saab 99 GL super árg. 1978, 4ra dyra, hnetubrúnn, beinskiptur, 4ra gíra, ek- inn 140 þús. km, góður bíll. TOGGURHF. SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16 Menning Menning Menning NORRÆN TÓNLISTARHÁTÍD í SKÁLH0LTI Sumartón lo ikar í Skálhoki, 27. júlf. Flytjendur: Ketil Haugsand semballeikari, og Lauronce Dreyfus gömbuleikari. Efnisskrá: Johann Sebastian Bach: Aria meö ýmsum tilbrigðum fyrir sembal með tveimur hljómborðum BWV 988; Sónötur fyrir viola da gamba og sembal: nr. 1 í G-dúr BWV 1027, nr. 2 ( D-dúr BWV 1028 og nr. 3 í G-moll BWV 1029. Sumartónleikar í Skálholti eru tíu ára og vart hefur það farið fram hjá neinum sem fylgist með því sem gerist í tónlistarlífinu að þar er haldin mikil hátíð í sumar. Tilefnið er líka margfalt því auk afmælisins er ár tónlistarinnar í Evrópu og Bach, Hándel og Scarlatti fæddust fyrir þrjú hundruð árum. Okkur Islendingum gleymist það gjaman að Skálholtsdómur er heilög norræn kirkja og fer því vel á að norræn tón- listarhátíð skuli fylla dagskrá Sumartónleikanna á þessu merkis- ári. Tvennum fyrstu tónleikunum í röðinni missti undirritaður af — lagðist í landshornaflakk og átti þess því engan kost að komast í Skálholt, því miður. Þaö var norski semballeikarinn Ketil Haugsand sem sá einn um fyrri hluta tónleikanna. Goldberg- tilbrigðin, það stórkostlega tónaflúr, voru á dagskrá. Tónleikarnir töfðust nokkuð og var það í sjálfu sér ágætt, því að þá fengu menn nasasjón af fyrirhöfn samballeikarans við að Tónlist Eyjólfur Melsted stilla hljóðfærið. En biöin var lika ríkulega launuð því Ketil Haugsand er semballeikari í allra fremstu röð. Leikur hans er mjög litrikur, flúriö smekklega unnið og hann kann að setja sitt eigiö mark á verkið án þess að brjóta í nokkru góðar barokkhefðir. Honum var vorkunn þótt harrn sleppti allvíða endurtekningum því hann átti eftir að leika með Laurence Dreyfus í sónötunum fyrir gömbu og sembal. Ymsir hefðu talið að Gold- berg-tilbrigðin ein væru ærinn skammtur í eitt mál, en Ketil Haugsand lét sig ekki muna um fleiri stórvirki á þessu laugardagssíðdegi. Að loknu góðu kaf fihléi hélt veislan áfram þar sem gömbusónöturnar voru á dagskrá. Laurence Dreyfus gefur Katli Haugsand ekkert eftir hvað leikni snertir svo að þama fengu tónleikagestir að njóta mikils gæðaleiks. I hrööum köflum gripu þeir flugið og kom þar hvaö best i ljós þeirra frábæra samstilling og leikni. En meir fannst mér þó koma til hægu kaflanna því þar fengu menn virkilega að heyra hversu fagurt má syngja á gömbuna. Einkanlega fannst mér það koma vel fram i Andante kaflanum i Annarri sónötunni i D-dúr. Hiö eina sem á skyggði var að heyrð Skálholtsdóms reyndist hér viðsjál sem stundum áður og jafnvægi í styrk hljóð- færanna var ekki nógu gott þar sem sembalröddin kom of sterkt fram. En það breytir því hins vegar ekki að leikurinn var f irna góður. EM Menning Menning Menning SÍMAR 81530 OG 83104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.